Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGK) Borgarmálaráð ABR Fundur í dag klukkan 17 á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3. Dagskrá: Skipulagsmál miðbæjarins, m.a. ráðhús. Ath. breyttan fundarstað!! Miðstjórn Alþýðubandalagsins heldur fund að Hverfisgötu 105, Reykjavík, 26. og 27. september nk. Dagskrá: Laugardagur 26.9.: Kl. 10-12.30: 1. Skýrsla Varmalandsnefndar. Framsaga: Stefanía Traustadóttir. Umræður. 2. Tlllögur Varmalandsnefndar um aðalmálefnaáherslur landsfundar. Framsaga: Gunnar Rafn Sigurbjörnsson. 3. Skýrsla efnahags- og atvinnumálanefndar. Hugmyndir um meðferð skýrslunnar og einstakir þættir hennar reifaðir.Framsaga:SvavarGests- son. 4. Önnur mál. Kl. 12.30-13.30: Matarhlé Kl. 13.30 til kvölds: 5. Starfshópar. 1. Aðalmálefnaáherslur landsfundar og meginmarkmið efnahags- og atvinnumálaskýrslunnar. 2. Aðalmálefnaáherslur landsfund- ar og sjávarútvegsmál/kjaramál skv. E/A-skýrslunni. 3. Aðalmálefna- áherslur landsfundar og landbúnaður/vaxtastefna skv. E/A-skýrslunni. Sunnudagur 27.9.: Klukkan 9.30-17: Skll starfshópa. Almennar umræður. Afgreiðsla mála. Hádegishlé verður milli klukkan 12.30 og 13.30 og matur seldur í hádeginu á fundarstað báða daga. Stefnt er að fundarslitum klukkan 17.00 á sunnudag. Æskilegt er að miðstjórnarmenn tilkynni þátttöku í síma 91- 17500 fyrir klukkan 15.00 nú á föstudag, 25. september Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. september n.k. að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Dagskrá 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Fulltrúi frá Varmalandsnefndinni gerirgrein fyrir starfi nefndarinnar. Margrét Frímannsdóttir mætir á fundinn. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Ólafsvík Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Mettubúð fimmtudaginn 24. september kl. 20.15. Dagskrá: 1) Málefni Alþýðubandalagsins. 2) Málefni bæjarstjórnar- meiri- hlutasamstarfið. Frummælandi: Herbert Hjelm. Mjög áríðandi að félagar mæti stundvíslega. Stjórnin ABR Greiðið félagsgjöldin Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur félagsmenn til að greiöa heimsenda gíróseðla sem allra fyrst. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Dagskrá landsþings ÆFAB 2.-4. okt. 1987 að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Föstudagur 2. okt. 20.00 Setning. 20.20 Skýrslur fluttar, umræður: a) framkvæmdaráðs, b) gjaldkera, c) deilda, d) Utanríkismálanefndar, e) Verkalýðsmálanefndar, f) Birtis. 23.00 Lagabreytingar og hópvinna kynnt. 23.30 Hlé. Laugardagur 3. okt. 9.00 Lagabreytingar, fyrri umræða. 10.00 Hópavinna: a) unnið að þingmál- um, b) Almenn stjórnmálaályktun, c) lagabreytingar. 12.00 Matur. 13.00 Hópavinnu framhaldið. 20.00 Matur. 21.30 Kvöldbæn. Sunnudagur 4. okt. 9.00 Lagabreytingar, seinni umræða. 10.00 Hópavinna, niðurstöður. 13.00 Matur. 14.00 Kosningar. 15.30 Þingslit. Þingið er opið öllum ÆF-félögum. Félagar sem greiða þurfa háan ferða- kostnaö wtan af landi fá Vz fargjaldið greitt. Skráið ykkur sem allra fyrst. Nánari upplýsingar færð þú á skrifstofunni í síma 17500. Framkvæmdaráð ÆFAB ÆFR Félagsfundur Félagsfundur ÆFR verður haldinn fimmtudaginn 24. september kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á Landsfund. 2) Starfið framundan. 3) Önnur mál. VIÐHORF Genim Alþýðubandalagið öflugt og sterkt Óskar Líndal Arnfinnsson skrifar Síðastliðinn laugardag 19/9, skrifar Össur Skarphéðinsson grein í Þjóðviljann, sem hann nefnir: „Nýr formaöur er ekki nóg“. Undir þetta get ég tekið heilshugar. Pað þarf meira, en góðan röggsaman formann til að stjórna heilum stjórnmálaflokki. Það þarf samhenta forystu, skýra og fastmótaða stefnu í öllum helstu málum, sem skipta máli, þar á ég við, stefnu í verkalýðs- málum, efnahagsmálum, utan- ríkismálum og svo framvegis. Þessa stefnu þarf að marka á næsta landsfundi Alþýðubanda- Iagsins. Þá stefnu, sem þar verður mörkuð, verða og þurfa flokks- menn að sameinast um, og skapa einhuga samstöðu um að hrinda henni í framkvæmd. Úlfúð og persónuleg illindi verða að víkja fyrir því, sem við í Alþýðubanda- laginu eigum sameiginlegt, það er jákvæð sósíalísk þróun á sem flestum sviðum þjóðfélagsins. , Þær væringar, sem verið hafa innan Alþýðubandalagsins verða Pœr væringarsem verið hafa innan Alþýðubanda- lagsins verða að víkja, og við verðum að sam- stilla kraftana að víkja og við verðum að sam- stilla kraftana til að hrinda í fram- kvæmd þeim mörgu góðu mál- efnum, sem við höfurn barist fyrir, og ættum að berjast fyrir. Styrkur Alþýðubandalagsins hef- ur fyrst og fremst verið, að hinn almenni félagi hefur alltaf verið tilbúinn að starfa þegar á hefur reynt. Og ef við berum gæfu til að velja okkur sterka, samheldna forystu, þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Ég vona að flokks- bræður mínir í Alþýðubandalag- inu noti nú tímann fram að lands- fundinum í nóvember, samstilli kraftana, mæti til landsfundar, með það að leiðarljósi, að eftir landsfundinn geti Alþýðubanda- lagið hafið nýja sókn til sigurs í næstu kosningum. Þær kosningar gætu orðið fyrr en seinna. Notum því tímann vel, með það að leiðarljósi að Alþýðubandalagið komi sterkt og einhuga afl að landsfundi loknum. Óskar Líndal Arnfinnsson AUGLÝSING Sveitarstjórnarmenn - sveitarstjórnarmenn Áður auglýstum fundum samgöngumálaráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, með sveitarstjórnarmönnum um samgöngumál er hér með frestað um sinn af óviðráðanlegum orsökum. Samgönguráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.