Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 23. september 1987 igreiðslur VISA öruggar skiivísar greiðslur Boögreiðslur VISA (Electronic Funds Transfer) eru sjálfvirkar millifærslur fyrir m.a. rafmagn og hita, afnot útvarps og sjónvarps, áskriftir dagblaða og tímarita, endurnýjun happdrættismioa og ao sjálfsögðu V754-greiðslurn- ar sjálfar mánaðarlega. Boðgreiðslur VISA spara tíma, fé og fyrirhöfn, skilvísar tryggar greiðslur þrátt fyrir annir eða fjarvistir, draga úr akstri, bið og umstangi, minnka ónæði heima fyrir og létta t.d. blaðberum störfin án tekjumissis þeirra. Komið vissum fastagreiðslum í fastan farveg í eitt skipti fyrir öll! Aðeins eitt símtal og málið er leyst! Happdrætti DAS S1 77 57, DVS 2 70 22, Morgunblaðið S 69 11 40, Rafmagns-og hitaveita Reykjavíkur S 68 62 22, Ríkisútvarpið S 68 59 00, Stöð 2 S 67 37 77 o.m.fl. Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki WSA.Korthafar VISA þekkja eftirfar- andi hlunnindi: Ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlaga- þjónustu (erl.), bankaþjónustu (erl.), hraðbankaþjónustu (erl.), gistiþjónustu, vildarkjör, tímaritið VILD Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ. STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍUNEFNDAR ÍSLANDS Ginger og Fred Það eru jól og á vorum dögum sjónvarpsjól: ein af hinum frjálsu auglýsingastöðvum Á Ítalíu held- ur upp á hátíðina með miklum fyrirgangi og undarlegustu „blöndu á staðnum“. Þar eiga að koma fram elliær aðmíráll, um- skiptingur sem er frægur fyrir að láta handtaka sig í fangelsum fyrir þá kynferðisþjónustu sem hann veitir, munkur sem tekst á loft við bænagjörð og er beðinn um að framkvæma eitt lítið kraft- averk í beinni útsendingu í tilefni dagsins, dvergadansflokkur, menn sem eru eins og Kafka eða Clark Gable. Og svo þau Fred og Ginger, dansarar sem fyrir svo- sem 30 árum voru fræg og vinsæl fyrir að herma eftir Hollywood- parinu Fred Astaire og Ginger Rogers. Fededrico Fellini skýtur í þess- ari mynd á fáránleika sjónvarps- heimsins af útsmognu og einatt grimmu hugviti, sem unun er að fylgjast með. Hvert atriði á þar sinn sterka rétt - en ekki síst tvö. Annað sýnir kynningu á nýrri vöru - tekist hefur að hanna kvennærbuxur sem hægt er að éta og er sýnt hvernig að því er farið með hinni kappsömu bjartsýni sölumennskunnar. f annan stað er leidd fram hrjáð alþýðukona sem hefur orðið iýrir þeirri ógæfu að fallast á að taka þátt í tilraun með að hafa heimilið sjónvarps- laust í nokkurn tíma. Og það verður yfirmáta sorglegt hvernig hún grætur yfir þjáningum þeirra gleðilausu daga, og svo sameinast allir konunni og hinum glaðbeitta stjórnanda þáttarins í helgri fyrir- bæn á jólum í Róm : aldrei framar sjónvarpslaust, aldrei framar... Ádrepa þessi fær svo styrk af sögu þeirra Gingers og Freds, sem er hinn „mannlegi þáttur“ í tilfingapornói sjónvarpsins. Saga þessara rosknu skemmtikrafta sem eitt sinn elskuðust heitt og eru mjög glöð yfir endurfundum er á landamerkjum væmni og við- kvæmni, en eins og vænta mátti heldur Fellini sér réttum megin við þau strik. Enda hefur hann ekki neina aukvisa í hlutverkum þeirra, þau Giuliettu Masinu og Marcello Mastroianni - samspil þeirra er svo undarlega ríkt af hlýju og skilningi og þokka að áhorfandi gengur sig út fullur þakklætis. ÁB A.K. Að stjórna bardaga Sagt hefur verið að Japanir fæðist í skökkladýrkun, lifi í skökkladýrkun en deyi í Bú- ddhatrú. Ef dæma á eftir heimild- armyndinni „A.K.“ eftir Chris Marker, sem fjallar um það þegar Ajura Kurosawa vann að töku kvikmyndarinnar „Ran“ að haustlagi í hlíðum Fuji-fjalls, er meistarinn þegar búinn að taka Búddhatrú, enda þá kominn á áttræðisaldur. Gengur hann um með góðm- annlegt bros eins og mildin sjálf holdi klædd, og stjórnar öllu í ítr- ustu smáatriðum með rósemi og mýkt. Fyrir þær svipmyndir sem Fyrsta reynsla misheppnaðist fyrir utan bingósalinn. Skuggar í Paradís eftir Aki Kaurismáki. brugðið er upp af hinum aldna snillingi í fullu starfi við að gera eitt af sínum stóru meistaraverk- um er þessi kvikmynd merkileg heimild, sem allir aðdáendur Kurosawa ættu að sjá. En auk þess veitir hún tölu- verða innsýn í ýmis hugðarefni Kurosawa sem ganga í gegnum myndir hans (sýndar eru glefsur úr fyrri verkum meistarans), svo sem ást hans á hestum og rigning- ar-andrúmslofti og andúð hans á blóðsúthellingum (þetta er ekki prentvilla), og svo veitir hún inn- sýn í það hvernig unnið er að gerð fjöldaatriða í stórmynd eins og „Ran“. Fær áhorfandinn þá hug- mynd að það sé líkast því að stjórna miklum bardaga. e.m.j. Nauta- baninn Framhald samræðis með öðrum aðferðum Persónurnar í spænsku mynd- inni „Nautabananum” líta svo á, eins og von Clausewitz hershöfð- ingi hefði getað sagt, að nautaat sé framhald samræðis með öðr- um aðferðum og eiginlega æðra stig þeirra, og eins og nautaat fullkomnist coitus ekki nema í dauðanum. Aðalhetjan er fyrrverandi nautabani, sem varð að hætta störfum eftir að tuddi potaði í hann hornum sínum og fæst því við hagnýta kennslu í nauta- bönun, en hann getur samt sem áður ekki losað sig við dauða- meinloku sína og banar nú ung- um stúlkum í frístundum sínum í stað nauta. Kemst hann í kynni við málafærslukonu, sem hefur iengi dáðst að honum og er haldin sömu dauða-meinlokunni og hann sjálfur, og fer þá að æsast leikurinn. Ná þau saman vegna þessa sameiginlega áhugamáls þeirra að fullkomna samræði með því að kála elskhuganum snarlega á háa séinu. Út af þessu spinnst nokkur flétta sem óþarfi er að rekja og flækjast lögreglan og jafnvel heil- ög kirkja í málið. Ýmsir kynnu að halda að spænsk dýraverndun- arfélög hafi staðið fyrir gerð þess- arar myndar til að vara menn við þeirri hættu sem stafað geti af of miklum áhuga á nautaati, en það er kannski af því að þeir þekkja ekki spænska þjóðarsál. Þótt myndin sé stundum óhugnanleg er rétt að geta þess líka, að hún er mjög fyndin á köflum. e.m.j. „Sagan um virkið Súram” Eins og í draumi „Sagan um virkið Súram” var fyrsta myndin sem Sergei Para- djanov gerði eftir að honum hafði verið gert ókleift að vinna árum saman með grimmilegum ofsókn- um, sem enduðu með því að hann var látinn dúsa í fangelsi og var jafnvel talinn af um skeið. Þessi mynd er að því leyti lík „Hryðjuverkamönnunum” frá Taiwan að hún er torskilin mjög og frásögnin brotin upp í mósaík sem stundum er torvelt að raða saman, en lengra nær sú samlík- ing ekki. „Sagan um virkið Súr- am” er gerólík myndinni frá Ta- iwan og af allt öðrum flokki að því leyti að hún er gerð í alveg sérstæðum og frumlegum stíl, sem minnir ekki á neitt annað í heimsins kvikmyndalist. Frásögnin, sem byggð er á grúsískri sögn um virki sem nauðsynlegt er til landvarnar, en ekki er unnt að reisa nema ungur maður fórni lífi sínu til þess, líður áfram eins og í draumi, - í ljóð- rænum myndum fjarri öllu raun- sæi, sem virðast einna helst inn- blásnar af hefðbundinni myndlist Iandsmanna. Atriðunum er stundum stillt upp eins og í lýsing- um í gömlum handritum, og leikurinn er stflfærður og óraun- sær og tengdur látbragði, dansi og tónlist. „Sagan um virkið Súr- am” er tvímælalaust ein athygli- sverðasta myndin sem mönnum gefst kostur á að sjá að þessu sinni. e.m.j. Hin ítölsku Ginger og Fred heidur vansæl eftir Rómar- ferðina, - úr mynd Fellinis. Úr Súram-virkinu, - atriðum er stundum stillt upp einsog lýsingum úr gömlum handritum. dís“ fullkomlega meðmælanlegir: um venjulegt fólk fyrir venjulegt fólk á óvenjulega sjarmerandi hátt. -m Hinn hrelldi efnafræðingur á vjpnustað. Ur Hryðjuverkamönnun- um tævönsku. meðan á verki stendur. Það er merkilegt að hún skuli ekki enn haf fengið verðlaun fyrir góða frammistöðu í aukahlutverki á neinni kvikmyndahátíð. f þessari kvikmynd eru nær- færnislegar lýsingar á þungum ástríðum og jafnframt, eins og fram kemur í ofanskráðu, á sam- bandi mannsins við dýraríkið. e.m.j. Skuggar w i paradís Einlœgur finnskur sjarmi Áður en finnska myndin „Skuggar í Paradís” var frumsýnd í Laugarásbíó í fyrradag sagði leikstjórinn Aki Kaurismáki eitthvað á þá leið að eftir alla skotbardagana og hasarinn í finnskum kvikmyndum undan- farin ár hefði hann langað til að búa til venjulega mynd um venju- legt fólk, ástarsögu sem væri eiginlega ekki um neitt og væri sosum eiginlega ekki neitt, -bíó- gestir gætu þessvegna bara staðið upp strax og farið aftur heim til sín. Skuggar í Paradís var þó kosin besta mynd ársins í Finnlandi í fyrra, af um tuttugu, og lítillæti leikstjórans var mætt með klappi hér bæði fyrir sýningu og eftir. f stuttu máli er myndin um öskukall sem verður skotinn í ] kassadömu í stórmarkaði. Kassa- daman er treg til en að lokum gengur dæmið upp og hjúin fara í brúðkaupsferð sína, -sem hæfir þeim reyndar mjög vel. Þessi þráður lítur ekki mjög vel út á prenti, en úr þessu spinnur hinn ungi Aki hina prýðilegustu kvik- mynd, sjarmerandi, fyndna og notalega, og samt fulla af brenn- andi óvissu ástamálanna á þessu stigi. Inní fléttast ýmis skeið þar- sem fram fara það sem Laxness kallar „púnktathuganir", um finnskt samfélag, verkalýðstil- veru, tungumál, réttvísi, mann- lega reisn. Þrátt fyrir stöku hnökra í hand- riti og töku eru „Skuggar í para- menn Borgar það sig? Það er harla forvitnilegt að geta séð kvikmynd frá Taiwan, þar sem þær munu ekki hafa dreifst víða til þessa. Maður veit ekki einu sinni hvaða mál muni vera talað, eða hvernig staðirnir sem atburðirnir gerast kunni að líta út. í ljós kemur að myndin „Hryðjuverkamenn” eftir Edward nokkurn Yang er töluð á kínversku (mandarínsku) en með enskum og kínverskum texta, væntanlega fyrir íbúa Taiwan sjálfrar og Hong Kong sem tala aðrar kínverskar mállýskur en skilja ritmálið. Sami „alþjóðlegi” stfllinn er á umhverfinu sem er harla keimlíkt vestrænum stór- borgum Asíu og kannske víðar. Svipuðu máli gegnir reyndar um alla gerð myndarinnar, sem er svo mjög eftir kokkabókum ei- lítið gamaldags framúrstefnu- kvikmyndagerðarmanna róm- önsku landanna í Evrópu, að stundum finnst manni að hann hljóti að vera kominn einhvers staðar í námunda við Miðjarðar- hafið. Sagan er brotin upp og margir þræðir raktir til skiptis, þannig að áhorfandinn verður oft harla áttavilltur og veit ekki hvað höfundurinn er að fara: svip- myndir úr íbúðum, skrifstofum, dansstöðum o.þ.h. í miklum „nútímastfl” dynja á honum, stundum án nokkurs sýnilegs samhengis við annað. Allt gengur þó upp að lokum og ef áhorfand- inn hefur haft augun nógu vel opin getur hann rakið alla þræðina saman. En þá er hætt við að sú hugsun hvarfli að honum hvort sagan sem þá kemur í ljós sé svo merk að þetta borgi sig. En myndin er óneitanlega nokkuð haglega gerð. e.m.j. Hryðju- verka- Ástríður miklar á tjaldinu í „Yndislegum elskhuga" Aiine Isserman. A myndina vantar fluguna rasssæknu. Yndis- legur elskhugi Ástir í hrossabúgarði Franska myndin „Yndislegur elskhugi“ eftir Aline Issermann fjallar um ástir og örlög í hrossa- búgarði. Hefst hún á því að verið er að fylja meri, en síðan tekur mannfólkið við og veitist því ekki örðug eftirreiðin. Það kemur skýrt fram í þessari mynd, að nú er það aftur orðið lenska í franskri kvikmyndagerð að sýna ítarlegar nærmyndir af holdlegu samræði, eða eins og einn sýningargesturinn orðaði það á leiðinni út: „tíðkast þau nú hin breiðu spjótin". Höfundinum tekst stundum að bregða upp frumlegum sjónhverfingum af því sem hjá öðrum verður barasta hjakk í sama farinu, og eru m.a. einkar athyglisverðar nærmyndir af flugu sem hefur tyllt sér á bjúg- an rass hins yndislega elskhuga Umsagnir um kvikmyndahátíð Umsagnir um kvikmyndahátíð Umsagnir um kvikmyndahátíð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.