Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 23. september 1987 2 Kaup og kjör Flótti frá Borginni Vantar starfsfólk í 416 stöðugildi hjá Reykjavíkurborg. Astandið verst ístörfum sem snúa að umönnun sjúkra, aldraðra, öryrkja ogbarna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Grunar að hjúkrunarfólk ogfóstrur hafi dregist aftur úr Mikil mannekla er hjá borg- inni um þessar mundir og það einkum í þeim starfsgreinum sem snúa að ummönnun sjúkra, aldraðra, öryrkja og barna. Nú vantar starfsfólk í 416 stöðugildi. Þessar upplýsingar voru lagðar fram á fundi borgarráðs í gær, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði fram fyrirspurn á fundi . borgarráðs 1. september. Fyrir- \ spurnin var tvíþætt, annarsvegar hversu mikil manneklan sé og hinsvegar hvernig hún skiptist niður á starfsgreinar. „Það er lýsandi fyrir þetta að manneklan er langmest í uppeldis- og hjúkrunargreinum," sagði Ingibjörg Sólrún við I’jóð- viljann í gær. Verst er ástandið á Borgarspít- alanum en þar vantar í 135 stöðu- gildi. Hjá dagvist barna vantar í 81 stöðugildi. í garðyrkjuna vant- ar í 35 stöðugildi og er það nær eingöngu ófaglærí verkafólk. Hjá heimilishjálpinni vantar í 23 stöðugildi miðað við þann fjölda sem heimilaður er en þar þyrfti að manna 40 stöðugildi til að anna þörfinni. Hjá stofnunum aldraðra vantar svo í 21 stöðu- gildi. Ingibjörg Sólrún lagði einnig fram aðra fyrirspurn sem enn er ósvarað, en hún snerist um launa- hækkanir hjá borginni. Hún var í þrem liðum. f fyrsta lagi hvaða starfshópar fengu launaflokka- hækkanir í síðustu kjarasamning- um. í öðru lagi hvaða starfshópar hafa fengið launaflokkahækkanir í sumar í gegnum starfskjara- nefnd og í þriðja lagi hvaða hópar hafa ekki fengið neinar launa- flokkahækkanir. „Mig grunar að flestir hafi farið fram úr þeim hópum sem sérstak- lega var samið við í síðustu samn- ingum, fóstrum og hjúkrunar- fólki, nema þeir sem eru á botn- inum og hafa ekkert fengið." í sumar hefur starfskjara- nefnd, en hana skipa þrír frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur og þrír frá borginni, unnið að starfsmati fyrir ákveðna hópa. Með fyrirspurn sinni hyggst Ingi- björg Sólrún kortleggja launa- þróunina hjá borginni og hvort þær greinar sem mest mannekla er í séu þær greinar sem hafa orð- ið undir í launum. -Sáf Sjá bls. 3 0. tölublað 52. árgangur Launanefndin Fundur í dag Niðurstaða í vikulok „Launancfndin kemur saman til fundar kl. 11 í dag, og erum við nú að fá í hendurnar gögn frá Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka um stöðu mála,” sagði Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins, en hann á sæti í launanefnd ASI og VSI. Launanefndin úrskurðar um verðbætur á laun ef verðlags- hækkanir verða meiri en miðað er við í kjarasamningum, en eins og kunnugt er hefur framfærslu- vísitalan hækkað 5,65% umfram rauð strik síðastliðna þrjá mán- uði. Niðurstaða nefndarinnar á að liggja fyrir 25. þessa mánaðar, eða fyrir vikulok. Auk Hólmgeirs á Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sæti í nefndinni af hálfu Alþýðusamb- andsins, en fulltrúar Vinnuveit- endasambandsins eru þeir Þórar- inn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, og Ólafur Da- víðsson, framkvæmdastjóri fé- lags iðnrekenda. HS Hugbúnaður Deitt um söluskatt „Hugbúnaður er ekki stór hluti af sölunni hjá okkur, en hjá þeim fyrirtækjum sem leggja áherslu á hugbúnað gæti verið um tugi milljóna króna að ræða,” sagði Heimir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Örtölvutækni, en deildar meiningar eru um það hvort greiða hefur átt söluskatt af hugbúnaði frá árinu ’84 er sölu- skattur af tölvum var felldur nið- ur. „Við fengum bréf frá skatt- rannsóknadeild ríkisskattstjóra í vor og vorum beðnir um að gera grein fyrir seldum hugbúnaði síð- astliðin þrjú ár, eða þann tíma sem fyrirtækið hefur starfað. í sumar kom svo annað bréf og í því er sagt að við hefðum átt að reikna söluskatt af hugbúnaði þennan tíma, en okkar skilningur er annar,” sagði Heimir. Söluskattur af tölvum var felld- ur niður árið ’84, og vilja hugbún- aðarfýrirtækin meina að hugbún- aður sé inni í því dæmi. Þá benda þau á að ekki hafi verið lagður söluskattur á vinnu forritara fyrr en frá og með síðustu mánaða- mótum, en hann nemur núna 10 prósentum. NATO-ferðin Þoitjöm vill funcfl Þorbjörn Broddason, eini full- trúi minnihlutans í fræðsluráði Reykjavíkur, hefur skrifað Ragnari Júlíussyni, formanni fræðsluráðs, bréf þar sem hann fer fram á að fundur verði hald- inn í fræðsluráði næsta mánudag til að fjalla um meinta herflutn- inga á átta skólastjórum til höf- uðstöðva NATO í Brussel. Sjá bls. 3 Söluskattur af tölvum var felldur niður árið ’84. Nú er deilt um hvort hugbúnaður sé inni í því dæmi: Kristín í Microtölvunni mundar varninginn. (Mynd: E.ÓI.) y Húsgagnaiðnaður VSI vill ónýta kauptaxta Kristbjörn Árnason: Augljóstað atvinnurekendur vilja ekkigera fastlaunasamning að er augljóst á þessu að at- vinnurekendur vilja ekki gera við okkur fastlaunasamninga, sagði Kristbjörn Árnason, for- maður Félags starfsfólks í hús- gagnaiðnaði, en það slitnaði upp úr viðræðum deiluaðila hjá sátta- semjara klukkan tvö aðfaranótt þriðjudagsins. Kristbjörn sagði að þeir vildu fá upp raunverulega rétt laun tímakaupsmanna til að ganga út frá við samningana og hefðu lagt til að starfsmenn Kjararann- sóknanefndar skæru úr um það hver þau væru en því var hafnað af atvinnurekendum. „Málið er einfaldlega það að atvinnurekendur vilja hafa ónýta kauptaxta og geta ráðið yfirborg- unum.“ VSÍ sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gær þar sem segir að tilboð Félags starfsfólks í húsgagnaiðn- aði feli í sér 25-30% hækkun á launakostnaði. Kristbjörn sagði þetta rangfærslu sem væri ekki samboðin reikniheilum VSÍ. „Tilboð okkar í gær hefur ekki í för með sér neinn kostnaðarauka fyrir fyrirtækin. Við viljum búa til launaflokka sem endurspegla hið greidda kaup, einsog ráðgert var að gera með fastlaunasamningn- um.“ -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.