Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF Aðgengi fyrir „léttfatlaða“ Hrafn Sœmundsson skrifar Einhverjar skýringar hljóta að vera á því að þeir sem teikna mannvirki komast oft í ham þeg- ar kemur að því að tryggja að- gengi fyrir hreyfihamíað fólk. t>að er eins og einhver ósýnilegur óvinur sé kominn á vettvang og það þurfi að setja sig í varnar- stöðu til að verja einhverja fag- lega hagsmuni. Þetta ástand getur stundum orðið grátbroslegt. Þannig var það til að mynda þegar verið var að sýna okkur teikningar af íbúð- um og haft eftir arkítektinum að þær væru teiknaðar þannig að „léttfatlaðir" ættu greiðan að- gang að þeim og taldi arkítektinn þetta sér til hróss. Eða þegar fatl- aðir áttu á teikningunni af nýjum skemmtistað ekki að fá aðgang að gangstéttinni og barnum. Eða þegar salernið fyrir fatlaða var staðsett annarsstaðar en salerni fyrir karla og konur. Það fyrir- bæri í arkitektúrnum er raunar vel þekkt og vekur upp grun- gatnagerð og aðrar framkvæmdir kostnaðinn. Þannig eru mörg semdir um endurholdgun arkí- er þessi eilífa barátta illskiljan- mannvirki sem byggð eru á slétt- tekta frá tímum þrælahaldsins. leg. Það er vandséð hvaða til- um mel og hafa af einhverjum „Það er útilokað að þessi martröð margra arkítekta ogþeirra sem hanna og vinna að ýmiskonar framkvœmdum geti stafað afþekkingarskorti. Það er útilokað að þœr reglur ogþeir staðlar sem viðurkenndir eru getifariðframhjá þessu fólkiu Allt þetta er með vissum ólíkind- gangi það þjónar til að mynda að ástæðum verið gerð þannig úr um. teikna rándýrar hindranir og slys- garði að ekki er hægt að komast í nýjum mannvirkjum og við agildrur sem auka byggingar- um þau. Það er útilokað að þessi mar- tröð margra arkítekta og þeirra sem hanna og vinna að ýmiskon- ar framkvæmdum, geti stafað af þekkingarskorti. Það er útilokað að þær reglur og þeir staðlar sem viðurkenndir eru geti farið fram hjá þessu fólki. Samtök fatlaðra og aðrir, svo sem ferlinefndirnar, eru stöðugt í slag á þessum víg- stöðvum og oft eru málin komin í sama horf um leið og búið er að snúa bakinu við þessum aðilum. Ég hef ekki lengur trú á því að venjulegur áróður eða upplýsing- amiðlun breyti þarna miklu. Það tungumál sem ef til vill skildist best er að koma því þannig fyrir að viðkomandi fagfólk yrði gert persónulega ábyrgt fyrir þeim kostnaði sem því er samfara að lagfæra það sem gert er og þar sem ekki er farið eftir settum reglum. Með baráttukveðjum Hrafn Sæmundsson Umhverfisvemd og geislamengun Páll Theódórsson skrifar Alþýðubandalagið efnir til ráðstefnu um umhverfismál 11. október næstkomandi. Umræður og niðurstöður ráðstefnunnar verða bandalaginu væntanlega að leiðarljósi á komandi árum og er því mikið í húfi að ráðstefnan tak- ist vel. f Þjóðviljanum er farið að undirbúa ráðstefnuna með því að ræða efni, sem þar verða tekin fyrir. Laugardag 5. þessa mánað- ar birtist í blaðinu grein eftir rit- stjóra þess þar sem er rætt um þá hættu, sem okkur stafar af meng- un geislavirkra efna frá væntan- legri hr.einsistöð í. Dunreay í Skotlandi. Umfjöllunin þarna er á þann veg að full ástæða er til að gera athugasemd við greinina í von um að umræður ráðstefnunn- ar um þessa geislamengun bygg- ist á traustari rökum. í greininni segir: „Staðurinn er eins fjarri þéttbýlissvæðum Bret- lands og kostur er. í kring eru . dreifðar byggðir, og því óhægt um vik að halda uppi miklum mótmælum af íbúanna hálfu gegn verinu. í ofanálag hefur staður- inn þann kost að liggja að straumum, sem taka hinn geisla- virka úrgang og flytja hann rak- leiðis norður um Skotland upp að íslandi og lengra norðureftir. Af þessum ástæðum einum er ísland því í verulegri mengunar- hættu þegar stækkunin í Dunreay er komin í gagnið. Geislavirki úrgangurinn er frá náttúrunnar hendi þess efnis að hann eyðist ekki nema á þúsundum ára.“ í von um að umræður á ráð- stefnunni haldi sér betur við staðreyndir, en fram kemur í þessari tilvitnun, vil ég gera þrjár athugasemdir og tek fyrst tvö smærri atriðin. f fyrsta lagi blasir við nærtækari skýring á því að hreinsistöðin skuli ekki vera stað- sett í hinum þéttari byggðum Bretlands, en ótta við mótmæli íbúanna. Þetta hefði ritstjórinn átt að koma auga á. Fullyrðingin um að geislavirkni úrgangsins eyðist ekki nema á þúsundum ára er mjög villandi. Úrgangurinn er blanda af efnum sem missa geilsavirkni sína mishratt. Það efni sem er talið hvað varasamast er cesín-137. Helmingunartími þess er 30 ár. Meginaðfinnsla mín er við full- yrðinguna um að geislavirki úr- gangurinn fari „rakleiðis norður um Skotland upp að íslandi...“. Þetta er alrangt. Um nær þriggja áratuga skeið hefur verið rekin svipuð hreinsistöð í Windscale (sem nú heitir reyndar Sellafield) og ráðgert er að setja upp í Dunr- eay. Windcale liggur á vestur- strönd Skotlands og frá þessari stöð hefur verið hleypt í hafið miklu magni af geislavirkum úr- gangi, sem berst norður með strönd Skotlands og framhjá Dunreay. Úrgangur frá Dunreay mundi því blandast í þennan straum og fylgja honum. Fylgst hefur verið náið með útbreiðslu geislavirka úrgangsins frá Winds- cale á liðnum árum af breskum, þýskum og ekki síst dönskum vís- indamönnum. Straumurinn fer ekki „rakleiðis norður um Skot- land ogupp að íslandi...", heldur sveigir hann suður með austur- strönd Skotlands og inn í Norður- sjó. Hluti efnanna berst með haf- straumum norður með strönd Noregs og norður í íshaf. Þar klofnar straumurinn í tvær grein- ar, meginhluti hans fer austur í Barentshaf en hluti hans sveigir austur á við, upp að strönd Græn- lands og hluti þessa straums leitar svo inn á íslenskt hafsvæði. Hollenski haffræðingurinn J. T. F. Zimmermann hefur lýst meginniðurstöðum margvíslegra rannsókna á hafstraumum og mengun á Norður-Atlantshafi og í Norðursjó í grein í hinu þekkta breska vísindariti Nature. Grein- in birtist 13. september 1984. í greininni segir í lauslegri þýð- PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða verkamenn við jarðsímalagnir á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nánari upplýsingar veita verkstjórar jarðsíma-, deildar, Suðurlandsbraut 28 og í síma 26000. „íhreinsistöðinni í Dunreay verður unnið með vatnslausnir við tiltölulega lág hitastig og á nœsta hefðbundinn hátt. Hœtta afmengunfrá slíkri stöð erþví lítil. ... Enþað erönnurmengunarhœtta sem íslensku hafsvœði stafar margfalt meiri ógnfrá. Hœttuvaldurinn er hinn miklifjöldi kjarnorkuknúinna kafbáta með kjarnorkusprengjur sem eru stöðugtásveimi umhverfis landið• mgu, en í upphafsorðunum vísar hann einkum til rannsókna dan- skra og sænskra vísindamanna: „Þeir vilja lýsa flutningstíma og geilsamengun frá Windscale á eftirfarandi hátt. Setjum styrk mengunarinnar 1000 í hafinu milli Englands og írlands, þar sem viðkomutíminn er eitt ár. Síðan líða um 3 ár þar til mengun- in nær til Norðursjávar og er hún þá komin niður í 100. Ferðin norður með strönd Noregs tekur enn eitt ár og styrkur mengunar- innar þá kominn niður í 50, en þegar hún nær strönd Grænlands 2-4 árum seinna er styrkur geisla- virku efnanna um einn þúsund- asti af upphaflegri rnengun." Samkvæmt þessu fá Englend- ingar og Norðursjávarþjóðirnar 100 til 1000 sinnum meiri mengun yfir sig en við hér á íslandi af þeim geislavirku efnum sem sleppa eða sleppt er frá hreinsistöðvum á Bretlandseyjum, og á hafsvæði þar sem hin fengsælu fiskimið þessara þjóða er að finna. í hreinsistöðinni í Dunreay verður unnið með vatnslausnir við tiltölulega lág hitastig og á næsta hefðbundinn hátt. Hætta af mengun frá slíkri stöð er því lítil. Engu að síður er rétt að fylgjast með þeirri mengun sem þaðan kemur og vinna af alefli að því að henni sé haldið vel innan skað- leysismarka. En það er önnur mengunarhætta sem íslensku haf- svæði stafar margfalt meiri ógn frá. Hættuvaldurinn er hinn mikli fjöldi kjarnorkuknúinna kafbáta með kjarnorkusprengjur sem eru stöðugt á sveimi umhverfis landið. Við eigum umfram allt að beina athygli okkar að þessari hættu og verja kröftum okkar til að berjast gegn henni. Það er mín von að umræður á fyrirhugaðri ráðstefnu verði byggðar á traustum grunni, því sendi ég blaðinu þessar athuga- semdir. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Póststofan í Reykjavík óskar að ráða póstafgreiðslumenn (með afgreiðslukassa) Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu Póststofunnar, Ármúla 25, sími 687010. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.