Þjóðviljinn - 23.09.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Að þora ekki að
Gífurleg þensla hefur ríkt í atvinnulífi íslendinga
undanfarin misseri og ekki er sjáanlegt aö þar veröi
lát á í bráð. Einkum hefur spennan verið mikil á
suðvesturhorninu en sjávarpláss á landsbyggðinni
hafa heldur ekki farið varhluta af henni. Mikill skortur
á vinnuafli hefur leitt til gegndarlausrar yfirvinnu og
óhóflegrar vinnu barna og unglinga.
Víst er að þenslan hefur komið mörgum launþeg-
anum vel. Atvinnurekendur hafa boðið í menn og
greitt laun sem eru miklu hærri en umsamið taxta-
kaup. Launaskriðið margfræga, eða hækkanir um-
fram samninga, hefur þotið áfram. Á mörgu alþýðu-
heimilinu hefur verið glaðst yfir hömlulausri yfirvinnu
þótt fólk viti að hún geti rústað heimilin, sé til lenqri
tíma litið.
Hefur þá markaðurinn leyst öll vandamál við kjara-
samninga? Þarf ekki lengur að setjast niður til að
semja? Hækka launin ekki sjálfkrafa þegar skortur
er á vinnuafli?
Því fer víðs fjarri að unnt sé að svara þessum
spurningum játandi. Það er barnaleg einföldun hjá
postulum frjálshyggjunnar að halda því fram að
markaðsöflin beini þróuninni ávallt á rétta braut, séu
þau aðeins látin óáreitt.
Launaskriðið svonefnda hefur alls ekki komið
öllum launþegum til góða. Þess gætir að sjálfsögðu
aðallega á þeim stöðum á landinu þar sem þenslan
er mest og í þeim atvinnugreinum þar sem mest er
um að vera. Þannig er Ijóst að laun þeirra iðnaðar-
manna á suðvesturhorninu, sem vinna við
mannvirkjagerð, hafa skriðið töluvert fram úr samn-
ingsbundnum upphæðum einmitt vegna þess að
unnið hefur verið í mörgum stórum verkum samtím-
is. Þar má nefna til smíði flugstöðvar, byggingu versl-
unarmiðstöðvar í Kringlunni og hernaðarfram-
kvæmdir í Helguvík.
En þeir launþegar eru líka til sem ekki hafa notið
neins launaskriðs og þeir eru ekki svo fáir. Þar má
t.d. benda á stóran hluta fólks sem vinnur við að
þjóna sjúkum og öldruðum. Við þetta fólk dugar ekki
að segja að búið sé að hækka kaupið við aðra
launþega og það geti því miður ekki fengið um-
samdar hækkanir, jafnvel þótt þær séu einvörðungu
til að halda í við verðbólgu en auki kaupmáttinn ekki
hót.
Markaðslögmálin eru ágæt þar sem þau eiga við.
Á þau má þó aldrei líta sem hinstu rök er allri skepnu
beri að beygja sig fyrir. Barnalega trú á lögmál mark-
aðarins má aldrei leiða til öndvegis í íslensku samfé-
lagi.
Auðvitað er það svo að íslensk stjórnvöld geta haft
mikla stjórn á atvinnulífinu, hafi þau til þess djörfung.
Með stjórnvaldsaðgerðum má hæglega stýra fjár-
festingarhraða, jafnt í opinberum framkvæmdum
sem í einkageiranum. En þá dugar ekki að skjálfa í
hnjánum frammi fyrir einhverjum úreltum kenning-
um um guðdómlega blessun markaðslögmálanna.
Það er því fróðlegt að fylgjast með aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar í þessum efnum. Einkum beinist at-
hyglin að Alþýðuflokknum því að hann á rætur í
félagshyggju en einstakirforystumenn hans hafa því
miður verið hallir undir rök frjálshyggjunnar.
Margir virðast telja sveiflur í atvinnulífinu að öllu
leyti óviðráðanlegar. Þjóðarbúið skekist eins og strá í
stjóma
vindi allt eftir því hvaðan hann blæs hverju sinni.
Góður bóndi veit að hann á vissulega mikið undir
sól og regni en þó ekki allt. Hann getur ekki ráðið
veðri og vindum en sé hann nægjanlega veður-
glöggur getur hann reynt að búa sig undir það sem
koma skal.
Þótt umfang þjóðarbúskaparins valdi því að taka
verður með miklum fyrirvara öllum samlíkingum, er
Ijóst að oft á tíðum gilda þar sömu lögmál og í smærri
búskap og að stjórnendur þjóðarbúsins þurfa sann-
arlega á að halda þeim hyggindum er í hag koma.
Unnt er að segja fyrir um ýmsar þjóðhagsstærðir
býsna langt fram í tímann. Því ætti að vera hægt að
gera áætlanir um ríkisbúskapinn til nokkurra ára.
Slíkar langtímaáætlanir þyrfti vissulega stöðugt að
endurmeta jafnhliða því að nýjar upplýsingar um
þjóðarhag kæmu fram í dagsljósið. En engu að síður
væru þessar áætlanir meðvituð tilraun til að hafa
áhrif á þjóðarbúskapinn og mæta með réttum við-
brögðum þeim uppákomum í tilverunni sem ekki er
unnt að stjórna. Það þarf að leggja í sjóð til mögru
áranna. Og ekki er síður mikilvægt að styrkja beinin
svo að þau þoli góðu dagana.
Ríkisstjórnin hefur lagt meginlínur í fjárlögum
næsta árs. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er þar tjaldað til
einnar nætur. Þrátt fyrir digurmæli fjármálaráðherra,
formanns Alþýðuflokksins, um að stjórn ríkisfjármála
eigi að taka mið af stöðu efnahagslífsins, er reiknað
með halla á fjárlögum upp á 1,2 miljarða króna.
Reynslan sýnir að þessi tala verður margfalt hærri
þegar öll kurl verða komin til grafar.
óp
KLIPPT OG SKORIÐ
Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjötíu ár
Ttmiim
ÞRIOJUDAGUR 22 SEPTEMBER 1987-208 TBL 71. ÁRG
Steingrimur Hermannsson, utanrikisráðherra á allsherjarþinginu i New York:
Þrátt fyrir mistök eru
Sameinuðu þjóðirnar
helsta von mannkyns
Steingrímur Hermannsson,
utanrikisráðherra. flutti ræðu a
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í
gær, þar sem hann lýsti nokkrum
vonbrigðum sinum yfir störfum
Sameinuðu þjóðanna i rúm fjörutiu ár.
Hann skýrði ennfremur afstóðu
islensku sendinefndarinnar til
einstakra málaflokka og sagði að
sendinefndin myndi vinna með
eftirfarandi hætti:
• Við munum leggjast gegn þeim sem
virða ekki sjálfstæði nagrannans og
hefja hernað og styrjaldir. Við munum
styðja sanngjarnar leiðir til að leysa
slikar deilur.
• Við styðjum ákveðið viðleitni
Öryggisráðsins til að binda enda á
hernaðarátök i Austurlöndum.
• Viðmunumstyðjaallarsanngjarnar
tillögur um takmörkun og hugsanlega
útrýmingu kjarnorkuvopna, einnig
bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn jafnt og utrýmingu
efnavopna.endaseeftirlitviðunandi.
• Við lýsum okkur andviga
kynþáttamismunun og sérhverri
takmörkun á mannréttindum.
• Island styður sterklega niðurstöður
og tillögur heimsnefndar um
umhverf ismal og þroun þeirra, og við
treystum því að þær tillögur verði
grundvöllur að alþjóðlegu átaki.
Halldór Ásgrímsson:
Setti sjávarútvegssýningu
Höfðingja-
blaðið
mesta
Tíminn er um þessar mundir
orðinn mesta höfðingjablað
landsins. Stundum kemur sú ár-
átta til persónudýrkunar sem hér
um ræðir fram í ofurviðkvæmni
gagnvart Reagan Bandaríkjafor-
seta og öllum fréttaflutningi af
honum. Til dæmis um þetta má
minna á Tímabréf um síðustu
helgi, en þar eru fram tíndar af
stakri andagt á sex eða sjö dálk-
um allar líkur á því að Ronald
Reagan sé íslenskrar ættar - en
eins og menn vita er þetta pláss
Tímans notað til pólitískra stór-
verka í Útvegsbankaslagnum eða
þá í baráttunni fyrir heiðri SÍS
Frænda eða gegn uggvænlegum
norrænum menningarkommún-
isma.
Hitt er svo rétt og skylt að
viðurkenna að höfðingjadýrðin
snýr hjá Tímanum enn rækilegar
að leiðtoga Framsóknarflokksins
en nokkrum manni útlendum.
Nú er Tíminn ekki að byrja á
þeirri iðju í gær að vera hollur
sínum leiðtoga, en samt finnst
manni einhvernveginn að sjú
ljúfa lyfting sem Steingrímur
Hermannsson fær í blaðinu reglu-
lega sé ekki nógu þjóðleg, ef svo
mætti segja. Ollu heldur hafi
Framsóknarmenn öðrum betur
komið auga á lögmál pólitísks
áróðurs í nýjum, amrískættuðum
sjónvarpsheimi. En þargildir það
lögmál, eins og menn vita, að
tefja fólk sem minnst á fjasi um
málefni og rök, en minna það
þeim mun oftar og rækilegar á
tilveru leiðtogans í einhverju já-
kvæðu samhengi.
Og heimurinn beið
Og því er það, að Tíminn
leggur forsíðu sína í gær alla undir
nokkur orð úr hefðbundnu
ávarpi íslensks utanríkisráðherra
á þingi Sameinuðu þjóðanna.
Með stríðsletri er sú viska höfð
eftir Steingrími Hermannsssyni
að „þrátt fyrir mistök eru Sam-
einuðu þjóðirnar helsta von
mannkyns". Allir vitanáttúrlega,
að heyrt hafa menn annað eins,
oft og mörgum sinnum - en
Tímamenn telja sig vita, að ef
umbúðirnar eru mógu skraut-
legar, letrið nógu rosalegt og þar
fram eftir götum, þá getur svo
farið að saklausar sálir telji að nú
hafi formaður Framsóknar-
manna mælt við heiminn þau orð
sem lengi hafði verið eftir beðið.
Ekki svo að skilja: Það var
margt jákvætt í ræðu Steingríms.
Hann var eins og góður og gegn
sveitaklerkur: Á móti synd
heimsins, eins og hún birtist í
mannréttindabrotum, vopnuð-
um yfirgangi, vígbúnaðarkapp-
hlaupi og umhverfismengun.
Slíkt ber ekki að vanmeta.
Steingrímur minntist líka á fund
þeirra Reagans og Gorbatsjovs í
Reykjavík í fyrra og vildi sem
vonlegt er að framhald yrði á
slíku fundarhaldi. Hann sagðist
vilja að land sitt yrði „griðastaður
þeirra sem vilja hittast í friði til að
leita lausna á hinum fjölmörgu
vandamálum sem hrjá
mannkynið“ og bauð alla leið-
toga og diplómata heims velk-
omna til íslands í því skyni. Þetta
er ágætur þanki og meira að segja
þjóðhagslega hagkvæmur nú á
tímum mikilla fjárfestinga í hót-
elum. En hitt er svo lakara, að
það hlýtur að vera erfitt fyrir ríki
að skapa sér stöðu griðastaðar,
sem er aðili að hernaðarbanda-
lagi, hefur herstöð annars risa-
veldsins í landi sínu og hefur svo-
sem aldrei hætt sér spönn í al-
þjóðamálum frá því sem það
sama risaveldi lagði blessun sína
yfir eða gat sætt sig við.
íslensk
núllumræða
Það sem að ofan var sagt gæti
minnt á það sterka einkenni ís-
lenskrar umræðu, að menn velta
fyrir sér áberandi einstaklingum
miklu heldur en málefnum. Þeg-
ar svo komið er að málefnum, þá
fer umræðan, eins og rakið var í
blaðinu fyrir skemmstu, einatt út
í svonefnda pottrökfræði: Aldrei
skemmdi ég pott þinn granni, því
hann var beyglaður þegar ég tók
við honum og heill þegar ég
skilaði honum og auk þess fékk
ég aldrei lánaðan hjá þér pott.
En kannski er þó það einkenni
íslenskrar umræðu ótalið sem al-
gengast er, en það er að stefna á
núllið :Með röktínslu og vanga-
veltum skrúfa menn sig niður í
svosem ekki neitt. Gott dæmi um
þetta má sjá í grein í Vesturlandi,
blaði vestfirskra Sjálfstæðis-
manna, á dögunum. en þar segir
m.a. :
Hvergi verður maður meira
var við það en í stjórnmálaum-
ræðu og stjórnmálabaráttu,
hversu ólík sjónarmið einstakra
manna og hópa geta verið til ein-
stakra mála. Um eitt eru þó
venjulega allir sammála og það er
að þeir hafi gott eitt að markmiði
en hjá hinum gæti í besta falli
óheiðarleika og annarlegra sjón-
armiða en í því versta þá beiti
andstæðingarnir öllum brögðum
til að koma í veg fyrir framgang
hinna góðu mála. Oftast, senni-
lega alltaf, er þetta misskilningur
og stundum snúast mál einkenni-
lega“.
Það er nefnilega það. Sjónar-
miðin eru ólík, en það er í raun-
inni markleysa, vegna þess að all-
ir vilja hið besta, en misskilja bar-
asta hver annan - í „besta falli“
vegna óheiðarleika. Jamm það er
nú svo. Þetta er líka partur af
þjóðararfinum: Við skulum vera
að tutla hrosshárið okkar...
ÁB
þlÓÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
RltstjórarrÁrni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason,
Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir.
Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Margrót Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlf8tofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglý8lngastjóri: Siariður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Sfmvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla. Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, simi 681333.
Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verö í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð: 65 kr.
Askrlftarverð ó mánuði: 600 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlövikudagur 23. september 1987