Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Blaðsíða 7
STEINRUNNH 3 NAT1TRÖLL? Á undanförnum árum hefur gustað um innviði launþega- hreyfingarinnar. Kvarnast hefurutan úrgamalgrónum heildarsamtökum launþega. Einstakir starfshópar hafa sagt skilið við heildarsam- tökin og kjósa að standa einir og óstuddir í stéttabaráttunni. Bókagerðarmenn sameinuð- ust í eigin samtökum, Félagi bókagerðarmanna, og sögðu skilið við Alþýðusambandið, Kennarasambandið sagði sig úr lögum og lofum við Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja og á stundum hafa talsmenn fiskvinnslufólks haft orð á því að réttast væri að segja skilið við Verkamannasambandið og stofna samtökfiskvinnslu- fólks. Óróleikinn stafar öðru fremur af því að þessir hópar hafa talið hagsmuni sína fyrir borð borna í samfloti með þeim sem stærri eru og er ekki örgrannt um að ætla að sumir hópar hafi talið sig órétti beitta í kjarasamningum af fyrrum félögum sínum. Skipulag verkalýðshreyfingar- innar er í megin atriðum það sama og það var í árdögum hreyfingarinnar, að því undan- skildu að til sögunnar hafa komið ný heildarsamtök, s.s. BSRB, með tilkomu nýrra starfstétta. Þannig er skipulag Alþýðusam- bandsins í stórum dráttum það sama og við stofnun þess 1916, þrátt fyrir breytta verkaskiptingu og skekkt hlutföll milli atvinnu- greina. Stærsta skipulagsbreyting sem orðið hefur á Alþýðusam- bandinu var 1938 með sambands- slitunum milli ASÍ og Alþýðu- flokksins. í sem fæstum orðum byggist núverandi skipulag ASÍ á að- ildarfélögum, sem standa saman af þeim sem vinna sömu störf, hafa sömu menntun og búa í sama byggðarlagi. Þessi félög mynda síðan með sér starfs- greinasambönd, s.s. Verka- mannasambandið, Landssam- band iðnverkafólks og Sjó- mannasambandið. Þó að aðildin að ASÍ, sé að forminu til í gegn- um landssamböndin og/eða beina aðild félaganna, eiga félögin í raun milliliðalausa aðild að Al- þýðusambandinu, þar sem þau kjósa beinni kosningu til þings sambandsins. Atvinnuhátta- breytingar og skekkt hlutföll Enginn þarf að leiða getum að þeim breytingum sem átt hafa sér stað í atvinnuháttum hér á landi síðan Alþýðusambandið var Stendur skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar í vegi fyrir árangurs- ríkri kjarabar- áttu? Er óhjá- kvœmilegtað skipulag verka- lýðshreyfingar- innar verði sett í uppskurð? Ber að stefna að ein- um heildarsam- tökum launþega? stofnað. Tækniþróun og síðar sjálfvirkni hefur leitt til ger- breytinga á flestum sviðum at- vinnulífsins. Nýjar starfsgreinar hafa komið til sögunnar, verka- skipting hefur aukist og starfs- stéttir sem áttu sitt vaxtarskeið fram yfir miðbik aldarinnar mega í dag muna sinn fífil fegri. Skipulagslega hefur verkalýðs- hreyfingin verið illa í stakk búin að aðlaga sig breyttum aðstæðum á vinnumarkaðinum. Tilkoma nýrra starfshópa og breytt inn- byrðis hlutföll milli starfstétta hefur haft mikil áhrif á innri sam- setningu verkalýðshreyfingarinn- ar. Þetta hefur komið glöggt fram í erjunum innnan Verkamanna- sambandsins undanfarið. Með breyttu hlutfalli hinna ýmsu starfshópa innan aðildarfélaga VMSÍ, er óhjákvæmilegt að þeir hópar sem helst hafa orðið fyrir barðinu á tæknibreytingum og breyttri verkaskiptingu undan- farinna áratuga, megi sín lítils gagnvart öðrum starfshópum sem hafa vaxið þeim yfir höfuð. - Við núverandi skipulag verkalýðshreyfingarinnar er nán- ast óhjákvæmilegt að einhverjir verði útundan og gleymist hrein- lega í kjarasamningum, sagði Þórir Daníelsson, framkvæmda- stjóri Verkamannasambandsins. - Þegar starfsheitin sem samið er fyrir eru farin að skipta hundr- uðum, er alltaf sú hætta fyrir hendi að hagsmunir fámennustu hópanna gleymist. Þetta er ekk- ert sérstakt innanhússvandamál hjá Verkamannasambandinu. BSRB á við svipuð vandamál að etja, sagði Þórir. Skipulag ASÍ rœtt í þaula Allt frá því laust fyrir 1960 hafa ýmsir innan Alþýðusambandsins ámálgað að þörf væri á að aðlaga skipulag jress breyttum aðstæð- um. í kjölfar sérstakra skipu- lagsumræðna innan sambandsins hafa skipulagsbreytingar verið samþykktar í þrígang. Fyrst á þinginu 1960 og aftur 1980 og 1984, er fyrri samþykktir voru ár- éttaðar. Þau atriði sem helst hafa þótt gagnrýniverð við uppbyggingu Alþýðusambandsins, eru einkum af tvennum toga. Annars vegar að grunneiningarnar, hin fjöl- mörgu staðbundnu félög, eru flest of fámenn til að geta rækt hlutverk sitt sem skyldi. Ljóst er að bolmagn flestra aðildarfélaga ASÍ getur tæplega verið mikið þegar litið er til félagafjölda þeirra. Af 238 aðildarfélögum ASÍ árið 1985, töldu aðeins 9 fé- lög, eða 3.8% félaganna, fleiri en 1000 félagsmenn. Tæpur helm- ingur aðildarfélaganna, eða 42%, höfðu innan sinna vébanda 50 félagsmenn eða færri. Hins vegar er nefnt að félags- aðild eftir starfsgreinum orki letj- andi á árangursríka stéttarbar- áttu, þar sem verkafólk innan sömu atvinnugreina og vinnu- staða er tvístrað í mismunandi fé- lögum. í umræðubæklingi ASÍ: VERKALÝÐSHREYFINGIN VERKALÝÐSHREYFINGIN VERKALÝÐSHREYFINGIN VERKALÝÐSHREYFINGIN Sunnudagur 25. október 1987 iÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.