Þjóðviljinn - 25.10.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Page 8
LEIÐARI Skipulagskreppa vevkalýðs- hieyfingarinnar Tími stóru samflotanna í kjarasamningum er liðinn, er oft haft að orði og er margt til í því. Hvers kyns sérhyggja og innbyrðis væringar innan verkalýðshreyfingarinnar, verða æ algengari. Skeytingarleysi hinna ýmsu hópa um kjör og hagsmuni annarra færist í vöxt og hver reynir að ota sínum tota sem best hann getur. Heildarsamtök launþega, ASÍ og BSRB hafa mátt sjá á eftir stórum starfsgreinahópum, sem telja hag sínum betur borgið utan heildarsamtaka verkafólks. Sumpart stafar þessi óróleiki af þeirri skipulagslegu sjálfheldu sem verkalýðssamtökin hafa komið sér í. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir margslungnar breytingar á atvinnuháttum landsmanna síðustu áratugina og gjör- breytta verkaskiptingu, er skipulag samtaka launafólks að mestu það sama í dag og það var í árdaga hreyfingar- innar. Engu líkara er en að tíminn hafi staðið í stað þar sem skipulag verkalýðshreyfingarinnar er annars vegar og samsetning verkalýðsstéttarinnar sé sú sama og á fyrstu áratugum aldarinnar. Þótt núverandi skipulag, sem bygg- ist á staðbundnum félögum ófaglærðra verkamanna, starfsgreinafélögum og félögum faglærðra, sem ýmist eru skipulagslega tengd á landsvísu, eða ekki, hafi hent- að vel í lítt verkskiptu samfélagi við upphaf iðnbyltingar hér á landi, er annað uppá teningnum í dag. Nýjar starfsgreinar hafa myndast og innbyrðis hlutföll hinna ýmsu starfshópa, hafa breyst og ýtt undirójafnræði innan samtaka launafólks. í stað undantekningar heyrir það til reglu að vinnufélagar á sama vinnustað skiptist upp á milli aragrúa stéttarfélaga og sæti ólíkum kjörum eftir mismunandi kjarasamningum. Á undanförnum þremur áratugum eða svo hafa margir bent á að núverandi skipulag verkalýðshreyfingarinnar ýti undir óeiningu og standi í veginum fyrir samheldni stéttarinnar og árangursríkri stéttarbaráttu, eða eins og segir í greinargerð með skipulagstillögum, sem sam- þykktar voru á þingi ASÍ árið 1960: „Núverandi skipulag - eða öllu heldur skipulagsleysi - samtakanna er ekki í neinu samræmi við þá atvinnubyltingu, sem átt hefur sér stað hér á landi síðustu áratugina. Ætli verkalýðssamtökin að vera hlutgeng í því þjóðfé- lagi, sem þannig er að mótast, verða þau að aðhæfa sig þessari þróun, skera af sér vankanta, sem þegar eru í Ijós komnir, og byggja skipulag sitt og starfshætti á þann veg, að samtökin geti mætt hverjum nýjum viðhorfum með fullum styrk“. Þrátt fyrir nær þriggja áratuga gamla samþykkt ASÍ- þings um breytt skipulag og síðar endurtekna áréttun, um að atvinnugreinaskipulag verði tekið upp, þar sem vinn- ustaðurinn verði gerður að grunneiningunni í skipulagi verkalýðshreyfingarinnar og starfsmenn í sömu atvinnu- grein heyri til sama stéttarfélagi, hefur staðið á efndun- um. Þau ánægjulegu tíðindi hafa nú gerst, að Verkamann- asambandið hyggst ríða á vaðið og breyta uppbyggingu sambandsins. Fyrir þingi VMSÍ liggja tillögur að sam- bandinu verði skipt í deildir eftir starfsgreinum og þar með verði að hluta orðið við breyttum aðstæðum. En meira þarf til, svo að skipulagi verkalýðshreyfingar- innarverði komið íviðunandi horf. Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, segir í blaðinu í dag, að hann vonist til að breytingarnar innan VMSÍ geti orðið fyrsta skrefið að öðru og miklu stærra skrefi. Þau vandamál sem VMSÍ hefur átt við að glíma, eru ekki sérstakt innanhússvandamál á þeim bæ - heldur vandamál verkalýðshreyfingarinnar í heild. Á þetta benda þeir Hrafnkell A. Jónsson, á Eskifirði, Helgi Guðmunds- son, hjá MFA, og Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í blaðinu í dag. Eigi atvinnugreinaskipulagið að verða að veruleika og gagnast sem skyldi, þarf að taka skipulag heildarsam- taka launafólks til endurskoðunar og stefna að samein- ingu ASÍ og BSRB í ein heildarsamtök, þarsem nógu hátt væri til lofts og rúmt til veggja fyrir allt launafólk, óháð því hvort það vinnur hjá einkafyrirtækjum eða ríki og borg og án tillits til starfsheitis og fagþekkingar. Verum þess minnung að saman flytjum við fjöll, en sundruð leggjum við steina í götu hvers annars. -rk S°{vhóls> hefur knmiA , DIOÐV ASÍ-BSRB Hvatt tilsa HrafnkellA. Jónsson hveíur til samruna A Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Nýli hettafrá þessum armi verkalýðshreyfingarinn ekki staðið í vegifyrir samstarfi vic Kristjíi Bandalag baja, sag eftiráliti É g hef lengi TeriO þeirrar skoO- t unar aö margsldpt og klofin verkaiýOshreyfing gerOi ekki 50r- um gagn en atvinnurekendum. Ég teldi beppilegra aO ASI og BSRB heíOu samstarf um mótun samrscmdrar taunastefnu og stefnt verOl aO uppbyggingu heiidarsamtaka launafóiks, sagOi HrafnkeU A. Jónsson, formaOur verkalýflsföagsins Arvakurs 4 Eskifiröl. 5 1 Hrafnkeliviðrarsömuskoðan- ir f greinargerð með tillögu til þings Verkamannasambandsins um að skorað verði 4 miðstjóra ASt að lagðar verði fram á næsta ASÍ-þingi mótaðar tillögur til - breytinga á uppbyggingu og starfsháttum verkalýðshreyfing- arinnar. - Núverandi skipulag verka- lýðshreyfingarinnar hefur leitt til algerrar ringulreiðar í baráttu launþega fyrir bættum kjörum. t staðinn fyrir einhuga hreyfingu með skýr markmið og öflugan stuðning tugþúsunda féiaea á há)í„gun- Jzsr^’JL ^“Pverfliff í dag ; * "*»■* markaðan hluta þjóðarkökunn- ar, segir HrafnkcU í grcinargcrð- inni. Hrafnkels, að það h staðið á BSRB að cfh samtakanna. ! « f • i i f r _-r i w m Kristján Thorlacius: Aukið samstarf ASÍ og BSRB gæti verið grundvöllur að samruna hreyfinganna nnm^mfs*n,b»'ids|ii„„m . Jón Karlssn!,P“!a8JaunÞegahrevfi„— um nýtt skipulag, frá 1984, er bent á nokkur atriði sem mæla gegn starfsgreinaskiptingunni: - Á sama vinnustað er fólk úr mörgum stéttarfélögum. - Unnið er eftir mörgum og oft mjög mismunandi samningum á sama vinnustað. - Togstreita og tortryggni milli félaga og sambanda er algeng. - Launamismunur er mikill og fæst oft ekki upplýstur. Vinnustaðurinn grunneiningin Á þingi Alþýðusambandsins 1960 var samþykkt að skipulagi sambandsins yrði breytt á þann veg að það samanstæði af lands- samböndum atvinnugreina, þar sem miðað yrði við að aðeins eitt atvinnugreinasamband eigi aðild að hverjum vinnustað. Jafnframt var samþykkt að í kaupstöðum ætti að mynda atvinnugreinafé- lög, eða deildarskipt verkalýðsfé- lög ef þurfaþætti, s.s. ífámennari byggðarlögum. Samkvæmt samþykktinni átti að vera búið að hrinda skipulags- breytingunum í framkvæmd fyrir næsta Alþýðusambandsþing. í greinargerð með skipulag- stillögunni segir, að einkum tvennt ynnist með þessum breytingum: „Allir, sem vinna á sama vinnustað yrðu í sama fé- lagi, og sambandsfélögum fækk- aði verulega, en þau yrðu fjöl- mennari og meira samræmi yrði milli þeirra". Síðan þetta var skrifað liðu 20 ár og skipulagið var enn það sama. Á Alþýðusambandsþing- inu 1980, var fyrri samþykkt ítr- ekuð með svo hljóðandi orðum: „34. þing Alþýðusambands ís- lands telur það ástand, sem nú ríkir í skipulagsmálum verkalýðs- samtakanna, bæði hvað snertir innra skipulag Alþýðusambands- ins og gagnvart öðrum launþeg- asamtökum, með öllu óviðun- andi“ og tekið var fram að til- lögur og útfærsla að nýju skipu- lagi samtakanna ættu að liggja fyrir þinginu 1984, en þar var enn gerð samþykkt í anda upphaflegu tillagnanna. Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi Þrátt fyrir að bryddað hafi ver- ið með reglulegu millibili uppá umræðum innan Alþýðusam- bandsins um nýtt og betra skipu- lag, allt frá því að skipulagsum- ræðan komst fyrst í hámæli 1958, situr allt við það sama. En hvers vegna? Er skipulag ASÍ eftir allt saman svo gott að breytinga sé ekki þörf? - Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör, sagði Þórir Daníels- son, er ástæðurnar fyrir aðgerð- arleysinu voru bornar undir hann. Þórir sagði að sér væru ávallt minnisstæðar umræðurnar um skipulagsmálin sem urðu á ASÍ- þinginu 1958. - Þetta var í fyrsta sinn sem ég sat Alþýðusambandsþing. Um- ræðurnar voru fyrst og fremst á tilfinningalegum nótum. í máli margra kom það sjónarmið fram að með uppstokkun á skipu- laginu væri verið að eyðileggja gamalgróin félög og strika yfir sögu margra merkra félaga. Þetta er að öllum líkindum megin ástæða þess að svo erfiðlega hef- ur gengið að gera skipulagsbreyt- ingar innan ASÍ að veruleika. Önnur ástæða, - og að mörgu leyti skiljanleg, er að menn telji sig betur setta með einn fugl í hendi en tvo í skógi. Menn vita hvað þeir hafa í dag, með öllum þeim ókostum sem því kann að fylgja, en ekki hvað kann að taka við. Vafalaust kemur þarna einnig til að ýmsir telja sig missa spón úr aski sínum, verði atvinnugreina- skipulagið tekið upp og félögun- um óhjákvæmilega fækkað frá því sem nú er, sagði Þórir. - Eftir því sem lengra líður frá upphaflegu samþykktinni, sér' maður hverslags óviljaverk það var að hrinda ekki samþykktun- um strax í framkvæmd, sagði Þór- ir. Helgi Guðmundsson, hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, tók í sama streng, en hann fór fyrir síðustu skipulags- umræðu á vegum Alþýðusam- bandsins. - Skýring fyrir þessu fram- kvæmdaleysi er ofur einföld. Þrátt fyrir marg endurteknar samþykíctir á ASI-þingum, hefur aldrei verið raunverulegur áhugi úti í félögunum og í landssam- böndunum fyrir þessum breytingum. Þrátt fyrir samþykktirnar, hef- ur aldrei náðst samkomulag um að faglærðir og ófaglærðir yrðu í sömu félögum þegar á hefur átt að herða. Það má þó segja að menn hafi stigið ákveðið skref í áttina þegar landssamböndin voru stofnuð. En skrefið hefur VERKALÝÐSHREYFINGIN VERKALÝÐSHREYFINGIN VERKALÝÐSHR 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.