Þjóðviljinn - 25.10.1987, Side 13

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Side 13
GAUKSI 23.,24.og 25. október 1987. Þrír merkisdagar í sögu íslenskra sjóslysavarna. ■ ■ ■ Slysavarnafélag íslands var stofnað í ársbyrjun 1928 og hefur starfsemi þess markast af tveim meginþátt- um. Annars vegar af útbreiðslu- og fræðslustarfi um slysavarnir en hins vegar hefur félagið skipulagt al- hliða leitar- og björgunarstörf. Landinu er nú skipt í 10 umdæmi sem telja 94 slysavama- sveitir. Slysavarnafélag íslands hefur ávallt kappkostað að sinna öryggis- málum sjómanna. Um árabil veitti félagið nemendum sjómannaskólanna fræðslu um öryggis- mál en árið 1985 urðu þáttaskil er Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður og er miðstöð hans um borð í Sæbjörgu, sem áður var varðskipið Þór. í slys- avarnaskólanum eru meðal annars kennd björgunar- tækni, eldvarnir, skyndihjálp og „björgun með þyrlu“. Tilkynningaskylda íslenskra skipa tók til starfa í maí árið 1968 og var Slysavarnafélaginu frá upphafi falin skipulagning hennar og framkvæmd. Slysavarnafélagið starfrækir nú 46 skipbrotsmanna- skýli við strendur landsins. Vitaskuld þarf mikinn og traustan búnað til þess að slysavarna- sveitir geti sinnt sínum margvís- legu verkefnum. Þörfin fyrir nýjan og betri björgun- arbúnað er víða brýn, því réttur búnaður getur skipt sköpum á örlagastund. Slys og óhöpp gera ekki boð á undan sér en máttur okkar felst í því að treysta varnarvegginn. Slysavarnafélag íslands treystir því á stuðning þinn þessa merkisdaga. mwwÍBrapEK**"11 * . Hradbátar af þessari gerð eru aflmiklir og gefa mikla möguleika við erfiðar aðstœður. Fjölmargar sveitir Slysavarnafélagsins hafa brýna þörf fyrir slíka báta. ÞESSI AUGLÝSING ER STYRKT AF SÖLUMIDSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA - SJÓVÁ - SJÁVARAFURÐADEILD SAMBANDSINS - NESSKIP - BRUNABÓT - KASSAGERD REYKJAVÍKUR - VERZLUNARBANKANUM OG ALÞÝDUBANKANUM

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.