Þjóðviljinn - 25.10.1987, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 25.10.1987, Qupperneq 20
ÞJÓÐSÖNGURÁ ÞRJÚ ÞÚSUND KRÓNUR Erindi Þráins Bertelssonar um bókmenntir og útvarp, flutt á Bókaþingi 1987 „Sumarmál. Stórirfannhvít- ir skaflar lágu enn í hlíðunum fyrir ofan skógarbeltið og kringum efstu bæinaog snjór- inn glitraði í sólskininu. Bör Börsson kom þramm- andi upp þjóðveginn og óð elginn og aurinn. Hann var sparibúinn, í þykkum og lura- legum svörtum vaðmálsfö; tum, semfóru honum illa. Úlp- an var of há í hálsinn, svo að kraginn gekk á kaf upp í hár- lubbann í hnakkanum. Hann var í heimagerðum skóm, ægilegum rosabullum.” Þannig hófst sá dagskrárliður sem einna frægastur hefur orðið í sögu íslenska Ríkisútvarpsins. Það var hinn 7. janúar árið 1944, að Helgi Hjörvar hóf lestur á þýðingu sinni á skáldverki norska rithöfundarins Johan Falkberget um Bör Börsson júníor. Ekki þarf að lýsa hér með mörgum orðum hvílíkar viðtökur þetta út- varpsefni hlaut: göturnar tæmd- ust, hvergi sást maður á ferli, þjóðin sat við viðtækin og hlust- aði spennt á nýjustu tíðindi af veraldarvafstri Börs Börssonar, hins upprennandi grósséra á Öldurstað. Hér fór saman frábær flutning- ur Helga Hjörvars og tímabær umfjöllun um persónu sem átti sér margar hliðstæður meðal dug- legra gróðamanna og nýríkra mikilmenna, sem spruttu upp eins og gorkúlur á þessum um- brotatímum heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Helgi Hjörvar færði þjóðinni bókmenntaverk að gjöf, og Bör Börsson fékk umsvifa- Iaust íslenskan ríkisborgararétt og hefur búið hér síðan, gott ef hann drekkur ekki síðdegiskaffið sitt í góðra manna hópi á Hótel Borg. En sá útvarpsþáttur sem fræg- astur hefur orðið í hinni alþjóð- legu útvarpssögu er án efa þáttur- inn um innrásina frá Mars, sem Orson Welles og félagar hans í Merkúr-leikhópnum fluttu í út- varpi vestur í Bandaríkjunum í októbermánuði 1938. Það þarf ekki að kynna þann þátt hér frekar en söguna um Bör Börsson, en Innrásin frá Mars kom á háréttu augnabliki inn í kvíðafullt þjóðfélag ársins 1938, þegar ýmsir voru farnir að sjá fyrir þann hildarleik sem yfir vofði og skall á tæpu ári síðar. Ótal möguleikar Þegar ræða á um bókmenntir og útvarp er um margt forvitni- legt að velta fyrir sér þessum tveim bókmenntadagskrám um Bör Börsson og um Innrásina frá Mars. Báðar eru dagskrárnar byggð- ar á bókmenntum. Annars vegar ná íslendingar sér í norska skáldsögu og þýða hana og flytja í útvarp. Hins vegar sækja Bandaríkja- menn efnivið í sö u eftir breska skáldið H. G. Wells og smíða úr henni nýstárlegan útvarpsþátt. Annars vegar er um að ræða beina þýðingu á bók- menntaverki, sem síðar var lesin í útvarp án alls skrauts eða dra- matískra hjálpartækja. Og hins vegar er um að ræða mjög svo frjálslega úrvinnslu á sögu sem er á hugkvæman hátt staðfærð og síðan færð í leikrits- búning á þann máta, að svo er látið heita að venjuleg dagskrá sé rofin til að koma að fréttaflutn- ingi af ógnvænlegum atburðum jafnóðum og þeir gerast. Báðar þessar dagskrár hittu beint í mark, og eru enn á hvers manns vitorði um það bil hálfri öld síðar, og af því má kannski þá ályktun draga að bókmenntir geti verið hið ágætasta útvarpsefni, hvort heldur sem þær eru fluttar af mannsröddinni einni án allra hjálparmeðala, eða búnar til flutnings með öllum þeim tækni- brögðum sem útvarp hefur yfir að ráða. Þessar dagskrár eiga eiginlega það eitt sameiginlegt, fyrir utan að vera afar vel lukkaðar, að þær eru báðar byggðar á bók- menntaverkum - en að öðru leyti eru þær býsna ólíkar. Og af því má kannski þá ályktun draga að bókmenntir í útvarpi geti verið undirstaða að gífurlega fjöl- breytilegri dagskrárgerð - að það sé hægt að nálgast bókmenntir í útvarpi á óteljandi vegu. Og það er kjarni málsins. Bækur og bókmenntaverk eru gott útvarpsefni, því að mögu- leikarnir á að flytja bókmenntir í útvarpi eða að fjalla um þær tak- markast kannski ekki af neinu öðru en hugkvæmni og listfengi dagskrárgerðarmannsins sem tekur verkið að sér. En þrátt fyrir það eiga bækur um þessar mundir erfitt uppdrátt- ar í hljóðvarpi. Á því kunna að vera ýmsar skýringar. Hugmynd slegið fram Sú skoðun er býsna útbreidd um þessa mundir að aðrir miðlar, eins og sjónvarp og vídeó, hafi þrengt svo að hljóðvarpi að hinn rétti vettvangur hljóðvarps í nú- tímanum sé frétta- og tónlistar- flutningur. Og samkvæmt þessari trúar- setningu er starfað. Fréttamenn eru í endalausu boðhlaupi árið út og inn og taka stundum góða spretti, þótt þeir hafi takmarkað- an tíma og aðstöðu til að hlaupa uppi stór og merkileg mál vegna þess að þeir þurfa að vera á ei- lífum snöpum eftir hvers konar tittlingaskít til að fylla upp í það stóra gímald sem fréttatímarnir eru. Tónlistin fær sinn skerf, við Ríkisútvarpið starfar tónlistar- deild eins og vera ber, og meira að segja er Ríkisútvarpinu gert kleift að halda uppi að hluta til sextíu manna sinfóníuhljómsveit, og skyldi það ekki talið eftir hér þótt hún væri skipuð hundrað og tuttugu manns. En maður fær góða hugmynd um stöðu bókmenntanna þegar maður fer að svipast um eftir bókmenntadeildinni. Hvar er hún niðurkomin? Jú, hún er ekki til - og hefur aldrei verið til. Hins vegar mun um skeið hafa verið starfandi bókmenntaráðunautur við stofnunina en síðan eru liðnir áratugir. Það er kannski óþarfi að krefj- ast þess hér að strax verði stofnuð bókmenntadeild við Ríkisútvarp- ið og að sextíu höfundar verði ráðnir að deildinni til að semja erindi, bókmenntaþætti, fram- haldssögur, skemmtiþætti, smá- sögur, útvarpsleikrit, sjónvarps- leikrit og svo framvegis, en hins vegar væri það engin goðgá að fara fram á að Ríkisútvarpinu verði gert kleift að ráða til sín, ekki síðar en um næstu áramót, 20 höfunda í fasta vinnu til að semja útvarps- og sjónvarpsefni. Þessir höfundar gætu verið starfsmenn bókmenntadeildar Ríkisútvarpsins og mundu fljót- lega koma fram með góðar hug- myndir um það hvernig bók- menntir og útvarp gætu starfað saman þjóðinni til skemmtunar og menningarauka. Aðrar dagskrárdeildir stofnun- arinnar gætu síðan haft samband við bókmenntadeildina og skýrt frá því að bráðum vanti texta í hina og þessa þætti, og sömu- leiðis myndi bókmenntadeildin hafa frumkvæði að því að upp- hugsa dagskrárliði til að bjóða dagskrárdeildunum. Bók- menntadeildin væri sem sé bæði dagskrárdeild að hluta til og sæi um framleiðslu á eigin efni og ennfremur þjónustustofnun eða hugmyndabanki fyrir hinar dag- skrárdeildirnar. Ekki geri ég ráð fyrir að allir rithöfundar mundu sækjast eftir að vinna hjá bókmenntadeild- inni, en ég er þess fullviss að mörgum rithöfundum þætti það fýsilegt og spennandi að eiga þess kost að vinna einhvern hluta starfsævi sinnar hjá slíkum vinnu- veitanda, og hafa af því sæmi- legar tekjur um tíma að semja efni til flutnings fyrir fjölmiðla á borð við hljóðvarp og sjónvarp. En þetta er bara hugmynd sem ég slæ fram. Yfirleitt er það hættulaust og ábyrgðarlítið að slá fram hugmyndum, því að þeim er sem betur fer yfirleitt illa tekið og einkum og sérílagi þegar þær snú- ast um að breyta ríkjandi skipu- lagi. Slœm dagskrárpó- litík Týpísk afgreiðsla á þessari hugmynd væri sú að ekkert gerð- ist. Og það er langlíklegasta af- greiðslan. Líka væri típískt ef Ríkisút- varpið réði til sín tvo höfunda, einn karl og eina konu, á sex mánaða laun, og ætti annar höf- undurinn að skila útvarpsleikriti eftir þann tíma, en hinn höfund- urinn sjónvarpsleikriti. Útvarpsleikritið væri síðan tekið og flutt, en sjónvarps- leikritið ekki, bæði vegna kostn- aðar og svo vegna þess að það þætti við nánari athgugun ekki nógu gott. Árangurinn af öllu þessu væri svo veginn og metinn á löngum fundum og komist að þeirri niðurstöðu að þessi tilraun þætti ekki gefa það góða raun að ástæða væri til að halda henni áfram. Og í rauninni má einu gilda hvort Ríkisútvarpið þiggur þessa hugmynd af mér gratís og fyrir ekki neitt og opnar nýja bók- menntadeild í nýja útvarpshúsinu - eða lætur þessa hugmynd sem vind um eyru þjóta - því að það sem skiptir máli er að forráða- menn útvarpsstöðva gera sér það ljóst fyrr eða síðar að það er slœm dagskrúrpólitík að nýta ekki bók- menntirnar: bæði er það slæmt fyrir bókmenntirnar en þær geta þó hæglega bjargast án afskipta þessara miðla, en fyrst og fremst er það slæmt fyrir útvarpsstöðv- arnar sem eru að láta sér úr greip- um ganga tækifæri til að afla sér betri dagskrár en áður hefur þekkst. í útvarpsrekstri hér á landi er nú hafið nýtt tímabil. Tímabil samkeppninnar. Nú þurfa út- varpsstöðvar að keppa innbyrðis um hylli hlustenda og sömuleiðis þurfa útvarpsstöðvarnar að keppa við aðra volduga fjölmiðla sem voru ekki til staðar á gullöld útvarpsins þegar menn eins og Orson Welles og Helgi Hjörvar léku sér að því að tæma götur og torg í New York og Reykjavík. Ein leiðin til árangurs í þeirri samkeppni gæti verið fólgin í að fá rithöfunda til samstarfs. Þetta þykir kannski einhveri- um heimskuleg uppástunga, en hún getur verið jafnárangursrík fyrir því og því til stuðnings vil ég minna á að þegar kvikmyndir voru að slíta barnsskónum og kvikmyndaframleiðendur áttu í harðri samkeppni við aðra aðila á tómstundamarkaðinum, þá komu til skjalanna menn eins og Samúel Goldwyn (sem upphaf- lega hét víst Goldfísh en fannst það ekki nógu fínt) og félagi hans Lúðvík B. Meyer. Eg geri ráð fyrir að á mælikvarða hinnar ís- lensku intellígensíu mundu þessir menn hafa talist til plebba eða menningarsnauðra hálfvita, en þeir voru engu að síður ekki vit- lausari en það að þeir höfðu vit á því að ráða til sín í vinnu flestalla liprustu rithöfunda í hinum enskumælandi heimi, menn sem kunnu að segja sögur. Og afleið- ingarnar urðu þær að amerískar kvikmyndasögur urðu helsta af- þreyingarefni alls heimsins og eru það enn þann dag í dag. Og það má gjarnán fylgja sögunni að bandarískir kvikmyndaframleið- endur hafa þvílíka tröllatrú á arð- semi bókmennta að rúm 70% bandarískra kvikmynda eru byggð á bókmenntaverkum. Af séra Matthíasi Nú eru miklir peningatímar - hjá flestum öðrum en rithöfund- um - og orðið arðsemi kemur fyrir oftar og oftar. Ég vil því benda góðum stjórnendum og rekstraraðilum útvarpsstöðva á þá miklu auðlind sem þeir hirða ekki um að nýta, sem sé bók- menntirnar og rithöfundana sem skrifa þær niður. Engum forstjóra mundi detta í hug að byggja upp fyrirtæki með dýrum tækjum, tækniliði og tölv- um án þess að fjárfesta í besta fáanlega hugbúnaði. Tölva án hugbúnaðar er eins og bensínlaus bíll. Og bókmenntirnar eru sá hugbúnaður sem við manneskj- urnar getum ekki án verið á tölvu- og tækniöld. Og það eru rithöfundar sem leggja fram hug- búnaðinn. Og ódýrari hugbúnaður er ekki á makaðinum svo mér sé kunnugt um. Vitið þið annars hvað Ríkisút- varpið mundi borga Matthíasi Jochumssyni fyrir þjóðsönginn ef séra Matthías væri enn á lífi og nýbúinn að yrkja hann -og ef það fyndist pláss í dagskránni? Jú, séra Matthías fengi 3086 krónur og 23 aura fyrir kveð- skapinn og ef hann læsi upp sjálf- ur þá fengi hann 2726 krónur og 79 aura til viðbótar eða samtals 5813 krónur og 2 aura. Og svo segja sumir að það kosti of mikið að hafa rithöfunda í vinnu. Nú til dags hefði verið ráð- legra fyrir séra Matthías að láta sálminn um eitt eilífðarsmáblóm óortan, því að ég trúi því að hann hefði fengið vinnu sína miklu bet- ur borgaða ef hann hefði í staðinn sett saman smellinn auglýsinga- texta fyrir blómaverslun á vegum auglýsingastofu. Sennilega hefði hann fengið 25 þúsund kall. Og ábyggilega 100 þúsund til við- bótar ef hann fengist til að flytja textann sjálfur í sjónvarpsauglýs- ingu. Eins og stendur virðast bók- menntir og bækur, nýjar og gaml- ar, vera auðlind sem útvarps- stöðvarnar hafa takmarkaðan áhuga á að nýta. Til að breyta þessu er ekki nóg að stofna bókmenntadeild við Ríkisútvarpið, heldur verður fyrst og fremst að koma til við- horfsbreyting útarpsstöðvanna gagnvart bókmenntunum. Það viðhorf til bókmenntanna sem lýsir sér í því að greiða höfundum þeirra eftir launatöxtum sem fengjust ekki einu sinni viður- kenndir í unglingavinnunni - það viðhorf þarf að breytast. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.