Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 3. nóvember 1987 245. tölublað 52. árgangur
r VMSÍ - VSÍ
Oeðlilegar viðræður
Karvel Pálmason: Oeðlilegt að formaðurinn rœði tvistog bastán umboðs.
Vonandi mistök. Þórarinn V. Þórarinsson: Ekki rœtt um samningamál
Það er í hæsta máta óeðlilegt að
formaðurinn ræði við at-
vinnurekendur, án þess að tala
fyrst við varaformanninn eða
framkvæmdastjórn. Ég tala nú
ekki um þegar hann er njeð annan
með sér sem ekki er í fram-
kvæmdastjórn Vcrkamannasam-
bandsins, hafi þeir verið að ræða
málefni sambandsins, sagði Kar-
vel Pálmason, nýkjörinn varafor-
maður Verkamannasambands-
ins, vegna frétta af fundi Guð-
mundar J. Guðmundssonar og
Þrastar Ólafssonar með Þórarni
V. Þórarinssyni, framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambands-
ins í gær.
- í lengstu lög vil ég trúa því að
hér hafi verið um mistök að ræða.
Ef svo er ekki verður það að
breytast. Menn verða að haga
vinnubrögðum með eðlilegum
hætti. Það er enginn vafi að fram-
kvæmdastjórnin á að segja til um
það með hvaða hætti hún hagar
þessu. Meðan ekki er haft
samráð við hana er ekki hægt að
fara í fundahöld tvist og bast út
um bæ, sagði Karvel.
- Guðmundur hafði enga
heimild frá framkvæmdastjórn
Verkamannasambandsins til að
ræða mál sambandsins. Hafi
þessi vinnubrögð tíðkast í fram-
kvæmdastjórn sambandsins, þá
koma þau ekki til með að líðast.
Ég treysti því að aðrir fram-
kvæmdastjórnarmenn séu á sama
máli og ég hvað þetta varðar,
sagði Björn Grétar Sveinsson,
formaður verkalýðsfélagsins
Jökuls á Höfn í Hornafirði, en
hann á sæti í framkvæmdastjórn
VMSÍ.
Þórarinn V. Þórarinsson sagði
að Guðmundur J. Guðmundsson
hefði gert sér grein fyrir þvi hvað
hefði gerst á þingi VMSÍ og
að frramkvæmdastjórnarfundur
sambandsins væri fyrirhugaður
næstu daga.
- Það var ekkert rætt um
samningamálin. Guðmundur
kynnti ályktanir þingsins og um-
ræður. Mér sýnist að þar kveði
við mun skynsamari tón en oft
áður, sagði Þórarinn.
Guðmundur J. Guðmundsson
vildi ekki tjá sig um fundinn við
Þjóðviljann. -rk
Varaforseti Verkamannasambandsins, Karvel Pálmason, og forseti Alþýðusambandsins, Ásmundur Stefánsson, hittust
á Alþingi í gær og ræddu stöðuna í samningamálunum. Ásmundur Stefánsson tekur sæti á þingi í dag í fjarveru Svavars
Gestssonar. Mynd E.ÓI.
Kafaraveiki
„Hefði steindrepisf ‘
Stefán Axelsson kafari: Starfsfólk slysadeildar vissi ekki hvernig átti
að meðhöndla mig. Yfirmaður slysadeildar: Afleiðingarnar hefðu getað orðið alvarlegar.
Kjartan Hauksson: Boðleiðin til slysadeildar klikkaði
Ef ég hefði í raun og veru verið
með alvarlcg einkenni köfun-
arveiki hefði ég steindrepist
þarna á slysadeild Borgarspítal-
ans, þvi þeir virtust ekki hafa
hugmynd um hvernig ætti að
meðhöndla sjúkling eins og mig,
og þekki ég þó töluvert til ein-
kenna köfunarveiki, sagði Stefán
Axelsson kafari í samtali við
Þjóðviljann.
Heilmikill hvellur varð í gær
Skákin
Heimsmeistaraskák í bið
Áttundu skák heimsmeistarans Kasparovs og áskorandans Karpovs
var frestað í gærkvöldi.
Kapparnir höfðu leikið 42 leiki og er Kasparov talinn eiga rýmri
stöðu. Vinni heimsmeistarinn taflið, stendur hann jafnfætis áskorand-
anum að vinningafjölda að loknum átta umferðum, með fjóra vinn-
inga.
Biðskákin verður tefld síðdegis í dag.
Sjá skákskýringu Helga Ólafssonar á bls. 15
þegar yfirlæknir slysadeildar
Borgarspítalans lét fara frá sér
fréttatilkynningu þess efnis að á
sameiginlegri björgunaræfingu
Slysavamafélags Islands, Lands-
sambands hjálparsveita skáta og
Flugbjörgunarsveitarinnar, sem
haldin var síðastliðinn laugardag
uppi í Hvalfirði, hefðu orðið þau
hrapallegu mistök að björgunar-
sveitarmaður sem lék
dauðveikan sjúkling með kafara-
veiki, var í raun ekkert veikur.
En aðstoðardeildarhjúkrunar-
fræðingur slysadeildar skildi
skilaboð frá fjarskiptastöð björg-
unaræfingarinnar þannig að um
raunverulega veikan mann væri
að ræða. Varð það til þess að alit
fór á annan endann á slysa-
deildinni og allar varúðarráðstaf-
anir gerðar eins og um raunveru-
legt tilfelli væri að ræða, með til-
heyrandi röskun fyrir sjúklinga
sem fyrir voru og starfsmenn
deildarinnar.
í fréttinni frá yfirmanni slysa-
deildarinnar segir að alvarleg
mistök hafi orðið hjá stjórnend-
um æfingarinnar sem hefðu getað
haft mjög svo alvarlegar afleið-
ingar í för með sér.
Að sögn Kjartans Haukssonar,
sem skipulagði æfinguna og
fylgdist með á slysadeild þar til
hann var rekinn út, klikkaði boð-
leiðin og sagðí hann viðbrögð
starfsfólks slysadeildar skýrasta
dæmið um það.
grh
Alþingi
Ásmundur
áþing
Ásmundur Stefánsson, forscti
ASÍ, tekur sæti á Alþingi í dag,
sem varamaður Svavars Gests-
sonar, sem fer til New York strax
eftir landsfund Alþýðubanda-
lagsins.
Svavar verður í mánuð á þingi
Sameinuðu þjóðanna. Ásmund-
ur mun sitja á þingi í hálfan mán-
uð en Álfheiður Ingadóttir í tvær
vikur seinni hluta mánaðarins.
-Sáf
Bensínhœkkunin
Aukin
skattheimta
Enn á ný hækkar bensínlítrinn.
Á fundi Verðlagsstofnunar
síðastliðinn föstudag var ákveðið
að hækka lítrann úr 31 krónu í
33. 70 krónur eða um 8.7%.
Hækkunin tók gildi 1. nóvember.
Að sögn Gunnars Porsteins-
sonar hjá Verðlagsstofnun er að-
alforsenda bensínhækkunarinnar
aukin skattheimta ríkisins, sem
hækkar úr 64% í 67% og verður
nú rúmar 22 krónur af hverjum
bensínlítra. Bensíngjald hækkar
úr 10.49 krónum í 12.70 krónur
eðaum2.11 krónur. Viðþaðbæt-
ist svo 25% söluskattur og er því
bensínhækkunin 2.70 krónur
hver lítri. Þá hækkaði álagning
olíufélaganna sem nemur kostn-
aðarhækkunum frá júní til sept-
ember. Gunnar sagði að sú hækk-
un kæmi ekki fram í verðinu þar
sem staða innkaupareiknings
hefði batnað og væri nú nokkurn
veginn í jafnvægi.
grh
Síldarsamningar
Hótað
með olíu-
viðskiptum
Stcingrímur Hermannsson
hafði samband við sovéska sendi-
herrann á föstudagsmorgun þeg-
ar viðræður íslensku sendinefnd-
arinnar í Moskvu um sfldarsölu-
samning við Sovétmenn voru
sigldar í strand. Tjáði Steingrím-
ur sendiherranum að fslenska
ríkisstjórnin hefði ákveðið að
fresta viðræðum um olíkaup af
Sovétmönnum. Síðdegis sama
dag samdist í Moskvu.
Viðræður við Sovétmenn um
olíukaup munu hefjast um miðj-
an þennan mánuð.
Sfldarsöltun hófst strax og
samningar tókust. Að sögn
Hallgríms Bergssonar, hjá Pólar-
sfld á Fáskrúðsfirði, hefði ástand-
ið orðið alvarlegt ef bið hefði orð-
ið á samningnum þar sem þeir
voru að ljúka flökun fyrir sænska
markaðinn. Nú geta þeir saltað
viðstöðulaust og er unnið alla
daga frá átta að morgni til mið-
nættis við söltun.
Það eina sem gæti hamlað
söltuninni er hörgull á tunnum.
-Sáf/grh