Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
FLÓAMARKAÐUR
Áskrifendur athugið!
Vegna aukins álags á auglýsingadeild blaösins í
nóvember og desember verðum við að takmarka
þann tíma sem tekið er á móti auglýsingum í
flóamarkað. Vinsamlegast hringið á eftirfarandi
tímum: miðvikudaga og föstudaga ki. 9-15.
Fólk er einnig vinsamlegast bent á að vera búið
að semja auglýsingarnartil þess að spara starfs-
fólki deildarinnar tíma.
Nechi saumavél
og stór stofuskápur til sölu. Uppl. s.
33544.
Vantar straumbreyti
220 niður í 110 volt. Sími 76155 eftir
kl. 14.00.
Til sölu sófasett
3+2+1 ásamt sófaborði og horn-
borði. Uppl. s. 23648 eftir kl. 19.
Leirmunir af ýmsu
tagi til sölu
á góðu verði vegna brottflutnings.
Opið eftir hádegi að Ingólfsstræti
18. Uppl. í símum 21981 eða
29734.
Vantar þig
jólaskó á strákana?
Ég á lítið notað eftirfarandi: Svarta
Puffins leðurskó nr. 34 (frá í fyrra)
kr. 800,-. Svarta lakkskó (Aranta)
nr. 28 og 30 kr. 500,-. Svarta ökkla-
lakkskó (Coar) nr. 40 kr. 500,-.
Svarta herraskó nr. 421/2 (Bertie)
keyptir fyrr á árinu kr. 1.500,-. Uppl.
s. 37920 eftir hádegi.
Halló!
Ætlar þú að skipta um gardínur fyrir
jólin og henda þeim gömlu? Hafðu
þá samband í síma 83116 eftir kl.
19 eða 97-21292 eftir kl. 19 og ég
skal sjá um þær gömlu.
Lada ’76 í varahluti
Ágætis varahlutir, góð dekk. Verð
kr. 10.000,- sími 42462.
Felgur til sölu
4 stk. Nýjar. Sími 78896 eftir kl. 17.
Óska eftir
að kaupa klósett
Uppl. s. 72900 á kvöldin.
Viljum kaupa
notaðar barnakojur
helst á vægu verði. Uppl. s. 79564.
Mjög vel með farið
tekk skrifborð
til sölu ódýrt. Sími 22337.
Til sölu
notuð Frigidaire
þvottavél frá Sambandinu. Er góð í
varahluti. Verð kr. 2.000,-. Uppl. s.
44465.
Til sölu Lada Sport
árg ’78
selstódýrt. Uppl. s. 11392 e. kl. 17.
Keramiknámskeið
eru að byrja að Ingólfsstræti 18.
Uppl. s. hjá Sigríði í símum 21981
og 29734.
Renault 18
GH Station
Til sölu mjög vel með farin bifreið
sem ekið hefur verið 44 þús. km
nær eingöngu erlendis. Vetrardekk
á felgum, litað gler, rafmagnsrúður
og hurðalæsingar, endurryðvarinn,
einn eigandi. Uppl. gefur Ólafur í
síma 11599 kl. 9-5.
og fatahengi. Allt nýlegir hlutir og
allt selst mjög ódýrt. Uppl. gefur
Steinn ( síma 45755 þriðjudag kl.
10-14 og 20-23 og miðvikudag kl.
10-15.
Nýleg og góð
ódýr nagladekk til sölu
Stærð 13“ (165x13). Tilvalin undir
Datsun Nissan Cherry. Dekkin eru
gróf og góð. Hlægilega ódýr. Uppl.
gefur Steinn í síma 45755 þriðjud.
kl. 10-14 og 20-23 og miðvikud. kl.
10-15.
Nýlegur svartur
fallegur leðurjakki
til sölu
Stærð 42. Uppl. s. 612430.
Tvær ungar stúlkur
bráðvantar aukavinnu
eftir kl. 2 á daginn. Uppl. s. 27213.
Barnavagn
Óskum eftir stórum og góðum
svalavagni. Uppl. s. 618854.
Vetrardekk
Lítið notuð vetrardekk undir Fiat
Uno til sölu. Uppl. s. 83887.
íbúð frá áramótum
Námsmann með fjölskyldu utan af
landi bráðvantar 4-5 herb. íbúð í
Reykjavík frá og með áramótum í
ca 2 ár. Uppl. s. 10988.
Gefins
AEG Lavamat gömul þvottavél
fæst gefins. Sími 30035 e.kl. 19
Við erum þrjú
á þrítugsaldrinum
(systkin) og bráðvantar snyrtilegt
leiguhúsnæði til íbúðar. Fyrirfrgr.
möguleg. Skilvísi og góð samskipti.
Uppl. s. 18583 eða vinnusíma Finn-
ur - 622424 og Birna - 29900.
Skólaritvél
Óska eftir að kaupa notaða raf-
magnsritvél. Er við eftir kl. 18 í síma
688939.
Mjög fallegt
indónesískt málverk
Tíu hlaupandi hestar. Uppl. s.
621975 eftir kl. 19.
Saab 99 árg. ’71
til sölu
í góðu lagi. Skoðaður ’87, lítið ryðg-
aður, sumar- og vetrardekk. Einnig
nýleg kúpling. Uppl. s. 681274.
Til sölu dökkgrár
kvenleðurjakki
Verð kr. 5 þús. Einnig grófsólaðir
götuskór, dökkbláir nr. 38. Verð kr.
2.800,- Hvorttveggja sem nýtt. Sími
36876 e.kl. 17.
Nokkrar gardínu-
lengjur til sölu
úr silkidamaski með fallegum stíf-
um kappa lögðum snúru. Gardín-
urnar eru einlitar, dökkbrúnar og
síðar. Þekja samt. u.þ.b. 12 m (11
lengjur) Seljast allar saman, eða
sér. Uppl. í s. 681310.
Panasonic útvarps
og kasettutæki o.fl.
Nýlegt, notað Panasonic útvarps-
og kasettutæki til sölu á mjög góðu
verði. Tækið er lítið notað, vel útlít-
andi og í góðu standi. Tækið býður
uppá mikla möguleika og gott sánd.
Einnig er til sölu Ijós viðarlitaður
baðskápur með speglahurðum, 2
verklegir baðspeglar, nokkur bað-
hengi með flúri, borvél með fylgih-
lutum, strauborð, tvær ferðatöskur
Herbergi til leigu
fyrir geymslu á húsgögnum eða
hreinlegri vöru. Rakalaust bjart og
upphitað. Uppl. í síma 681455.
Píanó óskast
Sími 671901.
Húsnæði óskast
Ungt par, háskólanemar, óskar eftir
2-3 herbergja íbúð á leigu. Uppl. í
síma 656299 eftir hádegi.
REYKJKMIKURBORG
Jíeuucir Stödu%
Baðvörð
vantar í Sundhöll Reykjavíkur - karlaböð.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 14059
og á kvöldin í síma 681452.
MINNING
Jóna Sveinsdóttir
Fædd 9.5.1916-Dáin 17.10.1987
Þá er hún Jóna frænka líka lögð
af stað í ferðina löngu, sem eng-
inn kemur aftur úr. Pað varð ekki
langt á milli tvíburanna, Sveinu
og Jónu. Stríðið hennar Jónu
hafði raunar staðið í mörg ár. Níu
ár eru nú liðin síðan fyrst varð
vart þess meins, sem nú hefur lagt
hana að velli. En bjartsýni Jónu
var mikil og dugnaðurinn sem
fyrr, og hún gafst ekki upp fyrr en
í fulla hnefana. Alltaf var hún til-
búin að leggja lið og hjálpa öðr-
um og sífellt gerði hún mestar
kröfur til sjálfrar sín. Hún Jóna
var alltaf svo sterk Sterk var hún
þegar hún missti manninn sinn,
hann Þorkel, langt um aldur
fram. Segja má með sanni, að
Jóna hafi lifað og dáið með reisn,
sannkölluð hetja, vitur og ráðag-
óð, lítillát og hógvær, eins og
skaftfellskir frændur hennar
margir, en föst fyrir og einörð og
engin gunga. Jónu prýddu flestir
þeir kostir sem prýtt geta góða
konu.
Jóna Sveinsdóttir fæddist á Ás-
láksstöðum á Vatnsleysuströnd
9. maí 1916, tvíburi við Sveinu,
sem lést í Reykjavík 21. mars í
vetur. Foreldrar Jónu voru hjón-
in Arnheiður Björnsdóttir frá
Þjóðólfshaga í Árnessýslu og
Sveinn Einarsson steinsmiður frá
Heiði á Síðu, bæði af sunnlensku
bændafólki komin. Systurnar
voru fjórar, Þórunn og Arn-
heiður, auk tvíburanna. Auk
þess áttu þær systur hálfbróður,
Einar, af fyrra hjónabandi föður
þeirra.
Jóna Sveinsdóttir giftist árið
1937 Þorkeli Hjálmarssyni af
vestfirskum ættum, miklum öðl-
ingi, og eignuðust þau 5 börn:
Svem, sem kvæntur er Brynhildi
Sigurðardóttur, Dóru, sem er gift
Kristjáni H. Þorgeirssyni,
Hjálmar, sem er kvæntur Dag-
björtu Bergmann, Þorkel, en
kona hans er Halldóra Björk
Ragnarsdóttir, og Jón, sem
kvæntur er Ágústu Lindu Ágústs-
dóttur. Barnabörnin og lang-
ömmubörnin eru orðin mjög
myndarlegur hópur, sem oft átti
leið á Marargötu 4, en þar hafa
þær systur Heiða og Jóna búið í
nær tvo áratugi. Oft var mann-
margt á Marargötu og glatt á
hjalla og ávallt jafn notalegt þar
að koma fyrir háa sem lága, unga
sem gamla, og ekki gerður
mannamunur á fólki. Allir voru
þar jafnir, og það var góður sósí-
alismi.
Minningarnar hrannast upp
við þessi tímamót. Haust- og
vetrardagar 1960, þegar við vor-
um að eignast litlu íbúðina okkar
að Kleppsvegi 40, bak við Heiði
þar sem Jóna og Þorkell bjuggu.
Alltaf stóð vel á hjá Jónu. Þótt
húsakynnin væru lítil, var hjart-
arými nóg, allt til reiðu ævinlega
og auk þess hlýtt viðmót fjöl-
skyldunnar og létt lund. Þar virt-
ist ekkert vanta. Heiði var ef til
vill lágreist utan, en inni var höll.
Sumarið 1970 komum við í
heimsókn frá Bergen, þar sem
við vorum þá búsett. Þá voru þær
Heiða amma og Jóna fluttar sam-
an og tóku á móti þessari stóru
fjölskyldu opnum örmum eins og
margoft síðan. Sumarið 1971
komu Heiða amma og Jóna svo
til okkar í Bergen, ekki á veislur,
á slóðum Egils á Borg, heldur til
að gæta bús og barna, svo að við
tvö gætum farið í ferðalag um
Noreg og Danmörku. Það má í
raun segja, að börnin okkar hafi í
Jónu eignast eina góða ömmuna
enn.
Nú hefur Heiða amma misst
mikið, ekki aðeins systur og vin,
heldur einnig förunaut um langt
árabil, og sambýlið var gott og
þær voru samrýndar systur. Stórt
skarð er höggvið í glaðværan syst-
rahópinn, þegar „litlu stelpurn-
ar“ eins og þær Þórunn og Heiða
amma kölluðu Jónu og Sveinu
stundum, eru horfnar yfir móð-
una miklu' á skömmum tíma.
Síðustu vikurnar var Ijóst að
hverju stefndi. En Jóna æðraðist
ekki. „Taliði ekki mikið við mig,
en gleymiði ekki að þakka henni
Heiðu,“ sagði húri við börnin sín
síðasta daginn. Erfitt er að vita
hverjum á að þakka, en við, eins
og svo margur, eigum Jónu mikið
að þakka, og gott hefur verið að
fá að kynnast slíkri konu sem
Jónu Sveinsdóttur á Heiði við
Kleppsveg.
Elsku Sveinn, Dóra, Hjálmar,
Þorkell og Jón. Við sendum ykk-
ur innilegar samúðarkveðjur.
Þórunn og Heiða amma. Við
hugsum líka til ykkar.
Kaupmannahöfn 21. október
1987
Gréta, Tryggvi
Helgi Jósep Halldórsson
Hinsta kveðja
Hann Helgi frændi er dáinn.
Ég vildi ekki trúa því, að þessi
síungi, lífsglaði uppáhaldsfrændi
minn væri farinn, farinn og ég
fengi ekki að sjá hann aftur í
þessu lífi. Það fyrsta, sem ég man
eftir Jóa frænda, en það kallaði
móðir mín hann, var þegar að
hann var að heimsækja hana syst-
ur sína. Þá var glatt á hjalla og
mikið gátu þau systkinin hlegið.
Svo töluðu þau mikið um sveitina
sína. Seinna kynntist ég Helga
betur og Guðbjörgu konunni
hans. Ég fluttist ung austur á land
og mér var velkomið að gista hjá
þeim, þegar ég kom í bæinn. Það
var gott að vera hjá þeim hjón-
um, gott að sækja þau heim.
Elsku Guðbjörg mín. Ég bið
algóðan Guð að blessa þig og
styrkja þig og dætur þínar,
tengdasyni og barnabörn.
Vertu blessaður elsku frændi
minn. Hvfl þú í friði. Guð blessi
Þig-
Gerður G. Benediktsdóttir
Breiðdalsvík
Svar til
Alþýðublaðsins
Eitthvað hefir það farið fyrir
brjóstið á skríbentum Alþýðu-
blaðsins, að ég fullyrti hér í Þjóð-
viljanum fyrir nokkru að ég væri
sósíaldemókrati, en ekki Al-
þýðuflokksmaður. Ég hélt að
engir vissu það betur en þeir, sem
skrifa Alþýðublaðið, að Alþýðu-
flokkurinn hefur svikið allt, sem
hægt er að kenna við sósíalisma.
Flokkurinn er orðinn hægri sinn-
aður miðflokkur, sem ekkert á
lengur sammerkt með sósíalist-
um. íhaldshækjuhlutverkinu hef-
ur flokkurinn gegnt í meir en 20
ár. Og á sumum sviðum hefur
hann jafnvel verið hægrisinnaðri
en sjálft íhaldið. Spurningu um
það hvort ég fái sendar krata-
fréttir frá Alþýðubandalaginu,
því svara ég neitandi, þá er því til
að svara að frá Alþýðubandalag-
inu fæ ég upplýsingar um það,
sem er að gerast í hinum sósíal-
íska heimi í dag. Hvernig Al-
þýðubandalagið telji best að
berjast fyrir félagslegum umbó-
tum á hinum ýmsu sviðum og
Óskar Líndal
Arnfinnsson skrifar
„Ég hélt að engir vissu
það betur en þeir, sem
skrifa Alþýðublaðið, að
Alþýðuflokkurinn hefur
svikið allt, sem hœgt er að
kenna við sósíalisma. “
hvað Alþýðubandalagið leggi til í
þeim málum. Þar er ekki um
skrum og hræsni að ræða heldur
eindreginn vilja til að betrumb-
æta þjóðfélagið.
Fyrir slíku barðist Alþýðu-
flokkurinn meðan hann stóð
undir nafni. En sú tíð er löngu
liðin. Alþýðuflokkurinn ber því
ekki rétt nafn. En siglir þess í stað
undir fölsku flaggi. Með stefnu-
skrá, sem einu sinni var stefna
Alþýðuflokksins. En það er liðin
tíð. Eða hver var ástæðan fyrir
því að Alþýðuflokkurinn klauf
vinstristjórnarsamstarfið 1979?
Og hver er ástæðan fyrir því að
Alþýðuflokkurinn, hefur talið
sér þann kost vænstan að fallast í
faðma íhalds og Framsóknar?
Nei, Alþýðuflokkurinn er ekki
sósíaldemókratískur flokkur.
Heldur siglir hann undir fölsku
flaggi. Alla vega á flokkurinn
ekkert sammerkt með sósíal-
demókrötum á Norðurlöndum.
Óskar Lfndal Arnfinnsson
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. nóvember 1987