Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 3
Slysavarnafélagið
18
milljónir
söfnuðust
________________FRÉTTIR_____________
Erlent fjármagn
Flóðbylgja yfirvofandi
Nyr framkvæmdastjóri. Þann 1. nóv. hóf nýr framkvæmdastjóri, kennslu við Menntaskólann í Kópavogi nú í haust.
Hallur Páll Jónsson, störf hér á Þjóðviljanum. Guðrún Guðmundsdóttlr, RitstjórnÞjóðviljansþakkarGuðrúnusamstarfiðogbýðurHallPálvelkominn
sem verið hefur framkvæmdastjóri á blaðinu í 5 ár, lét þá af störfum. Hún hóf til starfa.
Liðlega 18 milljónir króna
sðfnuðust í fjáröflunarátaki Slys-
avarnafélags íslands dagana 23.•
25. október.
Söfnunarfénu verður varið til
sjóslysavarna og munu slysa-
varnadeildir og björgunarsveitir
verja sínum hluta til kaupa á bún-
aði og tækjum fyrir sjóbjörgunar-
flokka sína. Hluti SVFÍ verður
notaður til fræðslu í öryggismál-
um sjómanna og einnig til að styr-
kja minni slysavarnadeildir til
tækjakaupa fyrir björgunar-
sveitir sínar. -Sáf
Ríkisstjórnarfrumvarp um að opnafyrir meirihlutaeign erlendra aðila
ííslenskum iðnfyrirtœkjum. Svavar Gestsson: Óttastað veriðséað
opnafyrir stórfljót erlendrafjárfestinga
-Sáf
Kjötfjallið
Eg óttast að með þessari laga-
breytingu sé verið að opna
fyrir stórfljót erlendra fjárfest-
inga í íslensku atvinnulífí, jafnvel
þótt ráðherra hyggist fara vel
með þetta vald, sagði Svavar
Gestsson í umræðu um ríkis-
stjórnarfrumvarp sem veitir iðn-
aðarráðherra heimild til að veita
undanþágu frá iðnaðarlðgum um
að meira en helmingur hlutafjár í
iðnfyrirtækjum hér á landi skuli í
eigu manna búsettra á Islandi.
Ástæðan fyrir því að iðnaðar-
ráðherra kemur fram með þetta
frumvarp nú er að á síðustu mán-
uðum hafa fyrirtæki leitað til ráð-
herra vegna samstarfs við erlenda
aðila, þar sem erlendu aðilarnir
fara annaðhvort fram á helm-
ingaskipti í fyrirtækjunum eða að
þeir eigi meirihluta í þeim, að því
er kom fram í máli iðnaðarráð-
herra. Eitt þessara fyrirtækja er
Lýsi hf.
Svavar sagði að hér væri um að
ræða miklu stærra mál en iðnað-
arráðherra vildi vera láta, hér
væri um að ræða tillögu um valda-
framsal Alþingis til ráðherra. í
sama streng tók Guðrún Agnars-
dóttir en hún benti á að með
þessu tæki ráðherra sér vald til að
taka mikilvægar ákvarðanir um
erlendar fjárfestingar hér á landi
án þess að þurfa að bera það
undir Alþingi.
Bæði Svavar og Guðrún tóku
það fram að með þessu væru þau
ekki að leggjast alfarið gegn því
að erlendir aðilar tækju þátt í ís-
lensku atvinnulífi heidur þyrfti að
skoða hvert tilfelli út af fyrir sig.
Svavar sagði að þetta væri
fyrsta og eina frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um atvinnumál
fram til þessa og sagði að það væri
fróðlegt að vita hvort samstaða
væri um þetta mál innan ríkis-
stjórnarinnar, því ef svo væri þá
væri þetta fyrsta frumvarpið sem
stjórnin næði samstöðu um.
Friðrik sagði að engin mótmæli
hefðu komið fram við frumvarpið
og því væri hér um ríkisstjórnar-
frumvarp að ræða. Þá sagði hann
að í frumvarpinu fælist ekkert
afsal, því iðnaðarfyrirtækin muni
áfram lúta íslenskum lögum þótt
þau verði í meirihlutaeign er-
lendra aðila. „íslenskt forræði
glatast því ekki.“
Svavar kvartaði undan því að
ekkert samráð væri haft við
stjórnarandstöðuna við samn-
ingu svo veigamikilla frumvarpa
einsog þessa og húsnæðisfrum-
varpsins og Guðrún fór fram á að
Kvennalistinn fengi að hafa
áheyrnarfulltrúa á fundum iðn-
aðarnefndar þegar fjallað verður
um frumvarpið.
„Ég teldi réttast að endursenda
ríkisstjórninni þetta frumvarp og
skipa þingmannanefnd sem ynni
að tillögum um erlenda aðild að
íslensku atvinnulífi," sagði Svav-
ar.
Frestur til fækkunar
sauðfjár framlengdur
Bœndum verður greittfyrir ónotaðan fullvirðisrétt.
Framleiðsla umframfullvirðisréttverðlaus. Mjólkurbœndur
geta aukið fullvirðisrétt sinn gegn afsali á tvöföldum
fullvirðisrétti í kindakjöti
Framleiðnisjóður landbúnað-
arins hefur gert samning við
sláturleyfíshafa um að slátra fé á
vegum sjóðsins, þótt hefðbund-
inni sláturtíð sé lokið. Jafnframt
hefur cigendum fullvirðisréttar
til sauðfjárframleiðslu verið
veittur frestur til 15. nóvember til
þess að gera fækkunarsamning
að fullvirðisrétti. Þá hefur frestur
kúabænda til að skipta fullvirðis-
rétti í kindakjöti yfir í mjólk fra-
mlengdur til sama tíma. Þá hefur
einnig verið ákveðið að frá og
með næstu verðlagsáramótum
verði bændum greitt fyrir ónot-
aðan fullvirðisrétt. Þar með verð-
ur framleiðsla umfram
fullvirðisrétt jafnframt verðlaus
og sala á henni óheimU, en tvö
síðastliðin ár hafa bændur með
umframframleiðslu fengið að
nýta sér ónýttan fullvirðisrétt
innan síns héraðs, ef hann hefur
verið fyrir hendi.
Framleiðnisjóður mun greiða
1500 kr. fyrir hverja kind sem
fargað er samkvæmt fækkunar-
samningum, að því tilskildu að
bóndinn fjölgi ekki fé aftur á
samningstímanum umfram um-
saminn fullvirðisrétt.
Þá stendur hið almenna tilboð
Framleiðnisjóðs um kaup eða
leigu fullvirðisréttar enn öllum
framleiðendum til boða, en sam-
kvæmt því eru greiddar kr. 4.200
fyrir hvert ærgildi miðað við
byggingarvísitölu 1. maí 1987.
Auk þess greiðast förgunarbæt-
ur, kr. 3.300, á hverja fullorðna
kind þann 1. mars 1988.
í fréttatilkynningu Stéttarsam-
bands bænda segir að með nýju
búvörusamningunum hafi
sauðfjárframleiðslunni verið sett
skýr markmið fram til 1992. Þeg-
ar hafi þriðjungi þess fjár, sem
Framleiðnisjóður fær til ráð-
stöfunar til búháttabreytinga
fram til 1992, verið ráðstafað til
aðlögunar að settum framleiðslu-
markmiðum. Segir í fréttatil-
kynningunni að engar líkur séu til
þess að meira fé fáist innan
ramma búvörulaganna til þess að
milda þessa aðlögun að breyttum
markaðsaðstæðum en þegar hef-
ur verið varið og ráðgert er að
verja á þessu hausti. Því eru
bændur nú varaðir við því að
sinna ekki þessu tilboði Fram-
leiðnisjóðs um fækkun bústofns
umfram fullvirðisrétt.
-ólg-
A
Atvinnuleit fatlaðra
Starfsmaður
Félagsmálastofnum Kópavogs óskar eftir að
ráða strfsmann sem hefur umsjón með atvinnu-
leit fyrir fatlaða.
Um er að ræða 50% starf og getur vinnutími orðið
sveigjanlegur.
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember n.k. og
liggja umsóknareyðublöð frammi á Fél-
agsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12.
Nánari upplýsingar veita atvinnuleitarfulltrúi, at-
vinnumálafulltrúi eða félagsmálastjóri í síma
45700.
Félagsmálastjóri
Kennarar
Forfallakennara vantar strax við grunnskóla
Tálknafjarðar í 4 mánuði. Upplýsingar gefa
skólastjóri í símum 94-2537 eða 2538 og formað-
ur skólanefndar í síma 94-2541.
Þriðjudagur 3. nóvember 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3