Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRETTIR
Míkael Gorbatsjofflutti í gœr hátíðarrœðu ítilefni
sjötíu ára afmœlis októberbyltingarinnar. Það þótti
tíðindum sœta að leiðtoginn nefndiýmsafrumherja
byltingarinnar á nafn ogfordœmdi kúgun Stalíns en
margs lét hann ógetið
r
Igær flutti Míkael Gorbatsjof,
aðalritari Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, merka ræðu á
hátíðafundi í Kreml í tilefni 70
ára afmælis októberbyltingarinn-
ar. Ræðan ber nafnið „Október-
byltingin og perestrojka-
byltingin heldur áfram.“ Hún
skiptist í þrjá kafla. í fyrsta hlut-
anum, er nefnist „Braut október-
byltingarinnar, braut frumherj-
anna,“ stiklar hann á stóru i sögu
Sovétríkjanna en lunginn úr þeim
ræðuhluta fjallar um fyrstu árin í
æviskeiði hins nýja ríkis, fram-
kvæmdir í iðnaði og landbúnaði
og hlutverk forystumanna flokks
og ríkis í þeirri þróun. Annar
hluti ber heitið „Þróun sósíalism-
ans og perestrojka.“ í honum ger-
ir leiðtoginn þeim merku
breytingum skil er nú eiga sér
stað í gersku samfélagi. Þriðji
hlutinn heitir „Hin mikla októ-
berbylting og heimurinn nú á
dögum.“ I honum fjallar Gorbat-
sjof um utanríkisstefnu Sovétríkj-
anna, alþjóðasamskipti ríkja er
búa við ófíkt þjóðskipulag, inn-
byrðis samband sósíalísku land-
anna og stöðu kommúnískrar
heimsh rey fingar.
Fyrsta hluta ræðunnar hafði
verið beðið af mestri eftirvænt-
ingu, einkum þeim þætti er fjall-
aði um árin fram að síðari
heimsstyrjöld. Fréttir herma að
ýmsir bandamanna Gorbatsjofs
úr röðum nýsköpunarsinna hafi
gert sér vonir um að hann gerði
rækilega upp sakirnar við Jósef
Stalín og ógnarstjórn hans, ekki
síst af þeim sökum að í febrúar-
mánuði síðastliðnum hét leiðtog-
inn því að Sovétmenn skyldu
leiddir í allan sannleik um sögu
lands síns, þar á meðal um þau
grimmdarverk er framin voru á
valdatíma Grúsíumannsins
kaldrifjaða. Við endursegjum
hluta úr þeim kafla hér.
Stalín barg lenínism-
anum
Gorbatsjof sagði ótímabært lát
Leníns hafa verið gífurlegt áfall.
Eftir að hans hafi ekki lengur not-
ið við hafi „smáborgaralegra"
viðhorfa tekið að gæta á ný meðai
leiðandi félaga sem staðið hafi í
klofningsbrölti. Verstur af öllum
hafi Leon Trotsky verið. Hann og
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir aö ráöa raf-
virkja viö gæslu í Stjórnstöö byggðalínu aö Rang-
árvöllum á Akureyri til tveggja ára. Viðkomandi
þarf helst aö geta hafið störf 1. desember n.k.
Reynsla viö rekstur rafveitukerfa er æskileg.
Upplýsingar um starfið veitir svæöisrafveitustjóri
Rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri strf sendist svæöisrafveitustjóra á
Akureyri eða starfsmannastjóra í Reykjavík fyrir
15. nóvember n.k.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík
Lokað verður í dag, þriðjudaginn 3. nóvem-
ber vegna jarðarfarar
Hrólfs Halldórssonar
framkvæmdastjóra
Bókaútgáfa menningarsjóðs
Berðu ekki við
tímaleysi
í umferðinni.
Það ert ýec sem situr undir stýri.
yUMFERÐAR Fararííe*i
RÁÐ
0
Auglýsið í Þjóðviljanum
Sovétríkin
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. nóvember 1987
stuðningsmannasveit hans hafi
tekið höndum saman við klíku
Zinovievs og Kamenevs um
andsósíalíska andstöðu við stefnu
kommúnistaflokksins. En villa
þessara manna hafi verið kveðin í
kútinn og „stjórn flokksins undir
forystu Jósefs Stalíns tryggt len-
ínismanum sigur í hinum hug-
myndafræðilegu átökum."
Gorbatsjof segir Nikolai Buk-
harin hafa leikið stórt hlutverk í
upprætingu trotskíistanna, vitnar
í orð Leníns um ágæti hans en
segir hann síðan hafa lagt rangt
mat á nauðsyn samyrkjubú-
skapar í þróun sósfalismans.
Iðnvæðing og sam-
yrkjuskipan;
margt fór úrskeiðis
Gorbatsjof kveður flokkinn
hafa gert rétt í því að hrinda iðn-
væðingu og samyrkjuskipulagi í
framkvæmd á ofanverðum þriðja
áratugnum og öndverðum þeim
fjórða en mjög margt hafi farið
úrskeiðis. Á þessu tímabili hafi
umburðarlyndi verið lagt fyrir
róða en tortryggni og fjand-
skapar gætt í æ ríkari mæli í
samfélaginu. „Allt þetta hafði
áhrif á pólitíska og félagslega
þróun Sovétríkjanna og hafði
skelfilegar afleiðingar í för með
sér.
Það er augljóst að skortur á
lýðræði í sovésku samfélagi olli
því að persónudýrkunin skaut
rótum, lög voru fótum troðin og
gripið var til gerræðislegra kúg-
unaraðgerða á fjórða áratugnum.
Sök Stalíns er gífurleg
og ófyrirgefanleg
Nú er ég berorður, vegna mis-
notkunar valds voru framdir
miklir glæpir. Þúsundir manna,
félagar flokksins jafnt sem ein-
staklingar utan hans, urðu fyrir
barðinu á þaulskipulögðu kúgun-
arvaldi...Stundum er látið að því
liggja að Stalín hafi ekki haft hug-
mynd um margar af þessum lög-
leysum. Við höfum hinsvegar í
höndunum gögn er sanna hið
gagnstæða. Sök Stalíns og nán-
ustu fylgismanna hans...er gífur-
leg og ófyrirgefanleg."
Gorbatsjof segir það hafa verið
kunnugt allar götur frá því Krú-
sjof hófst til valda um miðbik
sjötta áratugarins að ákærur á
hendur fórnarlömbum Stalíns
voru byggðar á ljúgvitnum og
fölsunum. í bígerð hafi verið að
taka mál þeirra upp að nýju en
öllum áætlunum um slíkt hafi ver-
ið stungið undir stól um miðjan
sjöunda áratug. Gorbatsjof segir
að nú verði undinn bráður bugur
að því að endurskoða mál þeirra
fjölmörgu er urðu fyrir barðinu á
Stalín og hafi stjórnmálaráð
miðstjórnar flokksins skipað
nefnd til að fara ofaní saumana á
staðreyndum og gögnum er varpa
muni ljósi á það er fram fór.
Vitaskuld sætir það tíðindum
að leiðtogi Sovétríkjanna anno
domini 1987 skuli nefna menn á
borð við Zinoviev, Kamenev,
Bukharin og Trotsky á nafn. En
hann lætur hjá líða að geta þess
að allir urðu þeir fórnarlömb
Stalíns. Þrír þeir fyrstnefndu
voru teknir af lífi í kjölfar sýnd-
arréttarhalda í Moskvu á árunum
1936-1938 en Trotsky var myrtur
af útsendara Stalíns í Mexíkó árið
Ýmsir telja að Míkael Gorbatsjof hafi ekki alfrjálsar hendur til umfjöllunar um
sögu Sovétríkjanna.
Nikolai Bukharin og Leon Trotsky. í hálfa öld hefur verið goðgá að nefna nöfn
þeirra opinberlega eystra en í gær gerði Gorbatsjof þá að umtalsefni.
1940. Hann kveður Stalín hafa
staðið vörð um lenínismann í
hugmyndfræðilegri baráttu við
þessa menn en ekki er þess getið
á hvern hátt hugmyndir fjór-
menninganna brutu í bága við
þann ágæta isma.
Þessi hluti afmælisræðu Gor-
batsjofs kann að hafa valdið ýms-
um fylgismanna hans á heimaslóð
vonbrigðum og víst er að sagn-
fræðingar vestra telja margt í
honum orka tvímælis. En á það
hefur verið bent að Gorbatsjof
verði nauðugur viljugur að sigla
milli skers á báru í umfjöllun
sinni um valdaskeið Stalíns því í
æðstu stjórn Sovétríkjanna úi og
grúi af mönnum er séu fullvissir
um að of mikil hreinskilni um
Sovétsögu grafi undan valdi kom-
múnistaflokksins í þjóðfélaginu.
Þótt aðalritarinn telji sann-
leikann sagna bestan verði hann
enn að taka tillit til viðhorfa þess-
ara manna. Því hafi aðeins hálf
sagan verið sögð að þessi sinni.
-ks.
Á morgun verður fjallað
um aðra hluta þessarar af-
mælisræðu Gorbatsjofs.
Hálfkveðnar vísur