Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími:
681333
Kvöldsími’
681348
Helgarsími
681663
þlÓÐVIUIN
Þriðjudagur 3. nóvember 1987 245. tölublað 52. órgangur
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Flugfargjöld ^
Hagkvæmara að fljúga ut
Far- ogfarmgjöld hœkka um 4%. Ástœðan innlendar kostnaðarhœkkanir.
Flugmiðinn til Egilsstaða og til baka kostar 9.060 Til Glasgow aðeins 14.040
að fer að verða álitamál hvort
ekki sé hagkvæmara að fljúga
til Glasgow í desember fyrir
14.040 krónur, báðar leiðir á pex-
miða, hcldur en að fljúga til Eg-
ilsstaða frá og með deginum í dag
fyrir 9.060 krónur fram og til
baka. í dag hækka far- og farm-
gjöld á innanlandsflugleiðum um
4%, en áður hafa flugfargjöld er-
lendis hækkað um 9.5% og þar
inní er 200 króna gjald fyrir það
eitt að ganga inn um dyr nýju
flugstöðvarinnar, eins konar að-
gangseyrir.
Að sögn Gunnars Þorsteins-
sonar hjá Verðlagsráði eru þessar
hækkanir á innanlandsflugleið-
um tilkomnar eingöngu vegna
innlendra kostnaðarhækkana í
flugrekstrinum. Verðlagsstofnun
samþykkti þessar hækkanir á
fundi sínum síðastliðinn föstu-
dag.
Þjóðviljinn fékk þær upplýs-
ingar hjá Brynju Guðmundsdótt-
ur í farskrárdeild Flugleiða að
fargjaldið milli Reykjavíkur og
ísafjarðar, báðar Ieiðir, kostar nú
6.397 krónur, til Akureyrar 6.835
krónur og til Egilsstaða 9.060
krónur.
Baldur Jónsson hjá innan-
landsdeild Arnarflugs sagði
Þjóðviljanum að frá og með deg-
inum í dag væri fargj aldið fram og
til baka milli Reykjavíkur og
Blönduóss 5.400 krónur, til Sigl-
ufjarðar 6.800 og til Súgandafj-
arðar 3.800 krónur: „Við gefum
almennt um 200 krónur í afslátt á
innanlandsleiðum okkar ef fólk
kaupir miða fram og til baka.
Með réttu ætti fargjaldið til Siglu-
fjarðar að kosta 7 þúsund krónur
en við gefum afslátt af miðagjald-
inu og því kostar farmiðinn fram
og til baka aðeins 6.800 krónur.
Þetta gildir um allar leiðir sem við
fljúgum á innanlands,” sagði
Baldur Jónsson hjá Arnarflugi.
-grh
Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafélagsins ávarpar gesti við opnun sýningar um 90 ára sögu fólagsins I Listasafni
ASÍ sl. laugardag. Um 300 gestir voru við opnunina og fjöldi manns heimsótti sýninguna á sunnudag. Sýningunni lýkur
15. nóvember.
Blaðamannafélagið
Sagan kemur í leitimar
Fyrstu lög félagsinsfundust í einkaskjalasafni ritstjórahjónanna
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Valdimars Ásmundarsonar. Lúðvík
Geirsson formaður BÍ: Ómetanleg afmœlisgjöf
-Ég átti ekki von á því að
rekast á þetta í skjasafninu og
mundi eftir þessu aftur þegar ég
heyrði af afmælissýningu félags-
ins, sagði Bríet.
Að sögn Lúðvíks eru skjöl
þessi mikill fengur fyrir félagið
því fyrsta fundargerðarbókin og
öll frumskjöl frá stofnun þess
hafa hingað til verið talin glötuð.
Mikill fjöldi var við opnun af-
mælissýningar BÍ í Listasafni al-
þýðu á laugardag og var mjög góð
aðsókn að sýningunni um helg-
ina. Við opnun sýningarinnar
færði Árni Gunnarsson alþm. og
fyrrum formaður félagsins því
nokkra gamla muni, ma. sérsleg-
in silfurmerki félagsins og óska-
stein og skrautritað bréf til
fyrrum þingmanns Norður-íra,
Bernadettu Devlin, sem vinir
hennar hérlendis ætluðu að senda
til hennar þegar von var á þing-
manninum fyrrverandi á pressu-
ball Blaðamannafélagsins fyrir
nær 20 árum.
-Sáf.
Þetta er ómetanlegt og ein besta
afmælisgjöfln sem félagið gat
óskað sér, sagði Lúðvík Geirsson
formaður Blaðamannafélagsins í
samtali við Þjóðviljann en í gær
kallaði Brfet Héðinsdóttir leik-
kona forráðamcnn félagsins á
sinn fund í handritadeild Lands-
bókasafnsins og vísaði þeim þar á
handrit að fyrstu lögum Blaða-
mannafélagsins frá 4. janúar
1898 og jafnframt handrit að
aukalögum félagsins um kjördóm
f meiðyrðamálum en þessi lög
voru sett snemma á fyrsta starfs-
ári félagsins.
Handrit þessi rakst Bríet á í
sumar sem leið er hún var að yfir-
fara einkaskjalasafn föðurfor-
eldra sinna, ritstjóranna Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur og Valdimars
Ásmundarsonar en þau voru
bæði meðal stofnenda Blaða-
mannafélagsins. Skjöl þessi bár-
ust til handritadeildarinnar fyrir
réttum 30 árum úr dánarbúi Héð-
ins Valdimarssonar.
Náttúrufrœðingar
Gegn niðurskurði
Félag íslenskra náttúrufræð-
inga varar í ályktun eindregið
við áformum um stórtækan
niðurskurð á ijárveitingum til
rannsókna, ráðgjafar og faglegs
eftirlits í þágu undirstöðuatvinn-
uveganna, einkum landbúnaðar-
ins.
Þessi áform eru ekki byggð á
faglegri úttekt, segja náttúru-
fræðingar og sömuleiðis virðist
skorta skilning á eðli þessa starfs.
Siggi Sveins
Kvótaleysiðdýrkeypt
Guðmundur Tr. Sigurðsson: Kostar sex milljónir
fram að áramótum
að kostar okkur þrjár
milljónir á mánuði að hafa
bátinn við bryggju verkefna-
lausan. Ef hann fær ekki heimild
fyrir rækjuveiðar á þessu ári má
búast við að við þurfurn að punga
út 6 milljónum króna af þeim
sökum, segir Guðmundur Tr. Sig-
urðsson í Hnífsdal, einn af eigend-
um Sigga Sveins ÍS 29 sem nýver-
ið var afhentur eigendum sínum,
en hann var smíðaður í skipa-
smíðastöð M. Bernharðssonar á
ísaflrði.
Að sögn Guðmundar hefur
verið haft samband við sjávarút-
vegsráðherra út af kvótaleysinu
og hefur hann tjáð mönnum
vestra að vilji sé hjá honum að
veita bátnum heimild til rækju-
veiða en enn hefur ekkert heyrst
frá ráðuneytinu um málið.
Að sögn Þórðar Eyþórssonar
deildarstjóra í sjávarútvegsráðu-
neytinu samrýmist það ekki nú-
gildandi lögum um fiskveiðist-
jórnun að skipið fái kvóta eða
veiðiheimild.
Að sögn Sœvars Birgissonar
framkvæmdastjóra skipasmíða-
stöðvar M. Bernharðssonar á ísa-
firði, sem smíðaði skipið, höfðu
þeir munnlegt loforð fyrir kvóta á
skipið frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu þegar farið var af stað með
smíði þess. „Ráðuneytið firrir sig
allri ábyrgð á málinu og við erum
jafn sviknir og eigendur bátsins,”
sagði Sævar Birgisson.
-ghr
Bruni í Grímsey
Húsið barið niður
Gylfi Gunnarsson: Engar brunavarnir íeynni
Við börðum húsið niður með
Bröyt-gröfu og gátum þannig
komið í veg fyrir að eldurinn
næði að breiðast yfir í næstu hús
sem eru sambyggð því sem brann.
í eynni eru engin slökkvitæki svo
maður þorir ekki að hugsa þá
hugsun til enda að gröfunnar
hefði ekki notið við, segir Gylfi
Gunnarsson í Grímsey í samtali
við Þjóðviljann.
Það var á áttunda tímanum í
fyrrakvöld sem elds varð vart í
einu fiskverkunarhúsi KEA
svonefndri Gömlu búð. Þar
brunnu inni 150-200 þorskanet,
10 tonn af nýmetnum saltfiski, ný
tölvuvog, allar eigur björgunar-
sveitar eyjarinnar, fyrir utan
björgunarbátinn, svo sem sex
þurrbúningar og línubyssa. Talið
er að tjónið nemi milljónum
króna og við fyrstu sýn virðist allt
benda til þess að kviknað hafi í út
frá rafmagni.
„Við álítum að kviknað hafi í út
frá rafmagni, því rétt fyrir
brunann blikkuðu ljósin hér og
létu illa og svo er mesti bruninn
þar sem rafmagnstaflan var í hús-
inu. En þessi bruni leiðir hugann
óneitanlega að einmuna lélegum
brunavörnum sem eru hér hjá
okkur. Til að mynda eigum við
ekki nein reykköfunartæki, ef
ske kynni að kviknaði í íbúðar-
húsi, og slökkvidælu eigum við
heldur enga svo heitið geti,”
sagði Gylfi Gunnarsson í
Grímsey.
-grh
Fiskverkunarhús KEA í Grímsey eru mörg sambyggð hús og í einu þeirra
kviknaði og brann það til kaldra kola. Eins og sjá má á myndinni hefði getað
farið illa ef Bröyt-gröfunnar hefði ekki notið við, því húsin eru hvert uppi í öðru.