Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 15
MINNING Hrólfur Halldórsson fæddur 21. 5. 1935 - dáinn 24.10. 1987 Kveðja frá Menntamálaráði íslands Við fráfall Hrólfs Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Menn- ingarsjóðs, er skarð fyrir skildi. Hann tók við framkvæmda- stjórninni fyrir áratug og hefur starfað af árvekni og trúmennsku sem hverju fyrirtæki er nauðsyn, ef vel á að vera. Framkvæmda- stjórn Menningarsjóðs er um- fangsmikið ábyrgðarstarf enda mikið í húfi að vel takist til. Hrólfur var allur í starfi sínu og lagði sig fram um að vegur fyrir- tækisins og Menntamálaráðs væri sem mestur. Þar naut hann ómetanlegrar reynslu sinnar, og þá ekki síst í bókaútgáfu. Sam- viskusemi hans var til fyrirmynd- ar og tengsl hans við Mennta- málaráð, starfsfólk Menningar- sjóðs og viðskiptavini, hvort sem það voru höfundar eða aðrir, voru með slíkum ágætum að ekki varð á betra kosið. Stofnunin blómgaðist undir stjórn hans og aldrei var hann ánægðari en þeg- ar honum þótti útgáfubækur ráðsins mikilvægt framlag til ís- lenskra mennta eða þegar góðir listamenn hlutu stuðning á veg- um ráðsins. Auk daglegra starfa annaðist Hrólfur allan undirbún- ing undir fundi Menntamálaráðs og voru þau störf hans sem önnur vönduð og vel af hendi leyst. Hann var áfram um að fjárhagur fyrirtækisins væri traustur og reksturinn sem næst því sem til er ætlast á fjárlögum. En hann var jafnframt stórhuga og áhuga- samur og naut þess að hafa yfir- umsjón með miklum verkefnum sem hann taldi eiga erindi við al- menning í landinu. Margt hefur áunnist, en annað í deiglunni. Minning Hrólfs Halldórssonar er Menntamálaráði hvatning til eflingar íslenskri þjóðmenningu enda er það helsta hlutverk ráðs- ins eins og það er skilgreint í lögum Alþingis. Við andlát Hrólfs Halldórs- sonar hafa Menningarsjóður og Menntamálaráð misst farsælan framkvæmdastjóra og margir sakna vinar í stað. Um leið og Menntamálaráð ís- lands og Menningarsjóður, vinir og samstarfsmenn, senda ekkju, börnum og ættingjum Hrólfs Halldórssonar innilegar samúð- arkveðjur, er honum þakkað ómetanlegt og heilladrjúgt starf í þágu þeirrar stofnunar sem hon- um var trúað fyrir og naut svo góðs af trausti hans og trúnaði að ekki varð á betra kosið. Blessuð sé minning hans. Menntamálaráð íslands Hrólfur er dáinn! Með þessum orðum var ég vak- inn að morgni vetrardagsins fyrsta. í flýti lokaði ég aftur augunum og reyndi að telja mér trú um að mig væri að dreyma. Andartak leið, en þá varð mér ljóst að helfregnin var veruleiki. í huga mér reyndi ég samt að andæfa fregninni: - Þetta er allt of ósanngjarnt til að geta verið satt. - Hann er aðeins liðlega fimmtugur. - Hann á litla dóttur. - Hann gegnir mikilvægu embætti. - Hann er einn nánasti og besti frændinn okkar. - Við verðum alltaf að geta hringt í hann hvenær sem er þeg- ar við þurfum að fá að vita eitthvað. Hann Hrólfur veit allt og man allt. - Hann verður að halda áfram að líta inn óvænt og fyrirvaralaust eins og hann hefur alltaf gert og við verðum líka að geta sótt hann heim á Hringbrautina. Þó ekki sé nema til að komast í gott skap. Hann er svo jákvæður og skemmtilegur. - Það verða engin almennileg jólaboð haldin án hans. - Hann verður að mæta í LAXINN annað kvöld (þann eina sem ég hefi veitt hjálparlaust um ævina). Hann var búinn að lofa því. - Hann Hrólfur er ómissandi. Hann getur ekki leyft sér að deyja núna. - Hann verður að halda áfram að skrifa upp á víxlana fyrir okk- ur. Bankastjórinn: „Nei, því mið- ur - þú þarft tvo ábyrgðarmenn. “ Ég: „En er ekki Hrólfur á við tvo?“ Bankastjórinn: „Þú getur vitj- að peninganna á morgun." Hrólfur Halldórsson skilur ekki eftir sig veraldlegan auð. Hann var ósérplæginn í við- skiptum við fólk. Þrátt fyrir að lögmál neyslu- samfélagsins vísi nútímamannin- um (í æ ríkari mæli) á að leita hamingjunnar í búðargluggum þá notaði Hrólfur aðra vegvísa á sín- um tíðu gönguferðum um bæinn. - Maður er manns gaman - var ein af lífsskoðunum Hrólfs. Fóta- tak Hrólfs þagnaði ekki við ein- hvern búðargluggann heldur miklu fremur á tröppum vina og kunningja. Nú hefur hann bankað uppá hinsta sinni. Hrólfur Halldórsson sá sér ekki fært að mæta í kvöld- verðarboðið hjá Helgu frænku sinni. - Aðfaranótt fyrsta vetrar- dags fékk hann boð um að mæta annarsstaðar. Á stað þar sem ei- líft munu ríkja sumardagar. Slíkt boð hefur víst alltaf forgang. Við sjáum hann fyrir okkur æðrulausan ganga fram fyrir hinn mikla dómara. Hann þarf engu að kvíða. Hann er borgunarmað- ur fyrir skuldabréfi sem féll í gjalddaga 1. vetrardag 1987. Blessuð sé minning hans. Daníel og Helga. Þegar við Hrólfur Halldórsson lögðum leið okkar á Bókaþing á Hótel Sögu fimmtudaginn 22. október s.l., hlýddum þar á mál manna daglangt og skildum glað- ir að kvöldi, óraði mig ekki fyrir því, að svo skammt gæti verið milli lífs og dauða, að hann væri allur að sólarhring liðnum. Þeirri miskunnarlausu staðreynd mátt- um við þó standa frammi fyrir vinir hans og samstarfsmenn, þótt við vissum að vísu, að hann hafði ekki gengið heill til skógar upp á síðkastið. En ekkert benti þó til, að svo skammt væri til endaloka hjá manni á góðum aldri, rétt liðlega fimmtugum. Hann stundaði vinnu sína af áhuga og kostgæfni til síðasta dags og tók á móti mönnum með sama glaða viðmótinu á skrif- stofu sinni í Landshöfðingjahús- inu við Skálholtsstíg, eins og hann hafði einlægt gert undanfar- inn áratug í því húsi. Bókavertíð haustsins var framundan og hann gat fagnað því, að útgáfubækur Menningarsjóðs voru vel á vegi staddar, margar raunar tilbúnar. Og verkefnin voru framundan, sem hann virtist ódeigur að glíma við, þegar kallið kom eins og reiðarslag. Þegar ég kom til starfa í Menntamálaráði íslands um ára- mót 1978-79 hafði Hrólfur verið framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá sumrinu 1977. Atvik réðu því, að ég var kjörinn formaður Menntamála- ráðs, og gegndi þeirri stöðu nær fimm ár. Af þessum sökum kom þegar í stað til náinna kynna og samstarfs milli okkar Hrólfs um stjórn Bókaútgáfu Menningar- sókn komu til fyrirtækisins, og taldi það raunar skyldu sína. Hrólfur Halldórsson hafði ríkan metnað fyrir hönd Menn- ingarsjóðs, og vildi sem bezt hann gat stuðla að útgáfu bók- menntalegra og fræðilegra rit- verka, sem væru lyftistöng ís- lenzkri menningu. Meðal þeirra voru ritverk, sem honum var sér- staklega kært að eiga hlutdeild að eins og íslenzk orðabók, sem kom út í nýrri útgáfu 1983, Korta- saga íslands, II. bindi útgefið 1978 og íslenzkir sjávarhættir, fimm binda stórvirki Lúðvíks Kristjánssonar, sem út kom á ár- unum 1980-1986. Hrólfur taldi, að ekkert mætti til spara til að þessi verk bæru aðstandendum sínum, höfundum og útgefanda, sem glæsilegast vitni. Hann var bjartsýnn og stórhuga og hafði ýmsar hugmyndir á prjónunum, en fannst sér stundum skorinn þröngur stakkur og ekki hafa þá kjölfestu sem til þyrfti, ef nægi- lega vel ætti að vera. Að öðru leyti reyndist Hrólfur mjög nýtur maður fyrir Menning- arsjóð, sem m.a. kom fram í um- hyggju hans fyrir hinu gamla húsi fyrirtækisins við Skálholtsstíg (í daglegu tali kallað Næpan), sem reist var af Magnúsi Stephensen, landshöfðingja í upphafi þessarar aldar. Hrólfur kappkostaði að varðveita og viðhalda þessu gamla húsi og koma því svo sem unnt væri í upprunalegt horf. Þetta hús var vinnustaður, sem hann var stoltur af, vegleg um- gjörð hins daglega starfs, og ég held, að honum hafi liðið vel í því andrúmslofti, sem gömul söguleg húsakynni ein geta skapað. Hrólfur var góður verkmaður og yfirboðari, hann var velviljað- ur starfsfólkinu, en gerði líka þær kröfur, að unnið væri af trú- mennsku og lipurð, og hann var virtur og vinsæll af þeim, sem með honum störfuðu og hann átti samskipti við. Sjálfur dró hann aldrei af sér, og vann áreiðanlega oft tveggja manna verk; svo mikið er víst, að á verksviði hans í Menningarsjóði voru öll undir- búningsstörf með bókaútgáfunni innan og utan prentsmiðju, yfir- stjórn á fjárhag fyrirtækisins, svo og bókhaldið. Allt fórst honum þetta vel úr hendi, því að hann var útsjónarsamur og skjótráður til athafna og lét hlutina sjaldan vefjast fyrir sér. Nú þegar hann fellur frá svo skyndilega, langt um aldur fram, er skarð höggvið í Bókaútgáfu Menningarsjóðs, sem vandfyllt er. Fráfall hans er okkur sem með honum störfuðu, mikið harmsefni. Þó að ég hætti sem formaður Menntamálaráðs haustið 1983, en átti þar enn sæti, hélt samstarf okkar Hrólfs áfram, eins og ekk- ert hefði ískorizt; hann sýndi mér fyllsta trúnað og bar undir mig málin sem áður, og mér var sönn ánægja að styðja hann og styrkja í starfi fyrir Menningarsjóð eftir því sem í mínu valdi stóð. Þessi áratugar samvinna leiddi til per- sónulegrar vináttu okkar í milli, svo að þar skyggði ekkert á, þótt við værum í aðra röndina menn ólíkra sjónarmiða. En við áttum fleira, sem var sameiginlegt, en það sem skildi; a.m.k. átti Hrólf- ur þann eiginleika til að bera í talsvert ríkum mæli, sem hlýtur að vera gulls ígildi, en það er manneskjulegt viðhorf til hlut- anna, græskulaust og án allrar illkvittni. Hann var maður góð- vilja, hlýju og jafnaðargeðs, sem gott var að blanda geði við og eiga að vini. Margs er að minnast frá liðnum dögum, og ekki sízt kemur mér Hrólfur í hug sem góður félagi á ferðum um landið, þegar við létt- um af okkur amstri daganna og leituðum á vit lands og sögu, ásamt vinum okkar, skáldunum Hannesi Péturssyni og Helga Sæmundssyni. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar ferðafélag- anna, er ég tjái þakklátan hug í garð Hrólfs fyrir ógleymanlega samfylgd á slíkum leiðum. Á skilnaðarstundu er ég Hrólfi Halldórssyni þakklátur fyrir ánægjulegt samstarf, svo og per- sónulega vináttu, sem ég mat mikils. Ég mun sakna hans og einlægt minnast hans, er ég heyri góðs drengs getið. Ég sendi konu hans, Halldóru, og dætrum þeirra þremur, innilegar samúð- arkveðjur trá mér og minum. Einar Laxness ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Landakotsspítali býður ykkur ákjósanlegan vinnustað í hjarta borgarinnar Góðar stræti- svagnaferðir í allar áttir. Þar geta hæfileikar ykkar notið sín, því við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk okkar fái tækifæri til þess að vinna að þeim með okkur. Við reynum að gera öllum kleift að sækja nám- skeið og ráðstefnur. Við bjóðum aðlögunar- kennslu áður en starfsmenn fara á sjálfstæðar vaktir. Við höfum lausar stöður á öllum legudeildum, móttökudeild, svæfingadeild og gjörgæsludeild. Hafið samband við skrifstofu hjúkrunarstjórnar sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600/220/ 300, alla virka daga frá 08:00-16.00. •Reykjavík 30. október 1987 sjóðs og önnur þau verkefni, sem heyra undir Menntamálaráð, þ.á m. úthlutun styrkja til lista- manna. Frá fyrstu tíð féll mér ein- staklega vel að vinna með Hrólfi Halldórssyni og milli okkar skap- aðist, ef svo má segja, gagn- kvæmt trúnaðartraust. í daglegri stjórn fyrirtækisins lagði hann sig fram um að hafa sem bezt sam- band við formann ráðsins og láta hann fylgjast náið með öllum framkvæmdum Menningarsjóðs, bæði að því er varðaði bókaútgáf- una, svo og fjármál fyrirtækisins. Mér var ljóst, að hann byggði á áralangri reynslu við bókaútgáfu vegna starfa sinna hjá öðrum for- lögum. Bókaútgáfa ríkisins var því í traustum höndum kunnáttu- manns á þessu sviði; og ef Hrólfi fannst hann bresta þekkingu á einhverjum atriðum útgáfumál- anna, var hann óhikandi við að leita vitneskju hjá þeim, sem hann taldi vita betur. Hann var hreinskiptinn og hlýr í framkomu og gerði skýrt og skilmerkilega grein fyrir máli sínu, bæði í þröngum hóp sem á opinberum mannafundum og menn báru traust til hans. Hann gaf sér alltaf tíma til að sinna góðum gestum, höfundum og öðrum, sem í heim- ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Sólvangur og heilsugæslustöð Innanhússfrágangur Tilboö óskast í innanhússfrágang nýbyggingar viö Sólvang í Hafnarfiröi. Um er aö ræöa 2.060 m2 svæði í kjallara og á hæö og er þaö nú tilbúið undir tréverk. Verktaki skal ganga frá húsinu að innan aö fullu. Verkinu skal skila í tveimur áföngum, þeim fyrri, heilsugæslustööinni skal að fullu lokiö 1. október 1988 en öllu verkinu 1. júlí 1989. Útboðsgögn veröa afhent til og með 13. nóv. 1987 á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins 24. nóvember 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7. simi 26844

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.