Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 8
Afmœlisspjall Þegar hugur og hönd hjálpast að Rœtt við Sigurð Ágústsson, formann Skógrœktarfélags Stykkishólms um 40 ára sögu félagsins Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var að þessu sinni haldinn í Stykkishólmi. Mun ástæðan til þess m.a. hafa verið sú, að Skóg- ræktarfélag Stykkishóms er nú 40 ára. Blaðamaður kom að máli við Sigurð Ágústsson formann félags- ins, og bað hann að segja lesend- um Þjóðviljans undan og ofan af þessari 40 ára sögu. Brást Sigurð- ur hið besta við því og þá kemur hér spjallið. - Það er þá fyrst til að taka, sagði Sigurður, að félagið var stofnað 1. nóv. 1947. Stofnend- urnir voru 19 og fyrstu stjórnina skipuðu þeir Guðmundur J. Bjarnason formaður, Bjarni Andrésson ritari, og Gunnar Jón- atansson gjaldkeri. Guðmundur gegndi formennsku í félaginu allt til ársins 1973, að einu ári undan- skildu. Hann var aðaldriffjöðrin í félagsskapnum, að öðrum ólö- stuðum, bæði um söfnun félaga og framkvæmdir. Hann beitti sér fyrir því að félagið fengi lönd til skóggræðslu, en þau eru nú á fjórum stöðum, tvo í Grensási og tvö í Sauraskógi. Fyrsta aldarfjórðunginn voru eftirtaldir menn lengst af í stjórn félagsins: Guðmundur Bjarna- son smiður, Kristján Zimsen lyf- sali, Bjarni Lárusson verslunar- maður, Jóhann Rafnsson versl- unarmaður, Lúðvík Halldórsson skólastjóri, Kristín Níelsdóttir húsfreyja og Árni Helgason póstmeistari. Frá árinu 1973 hef- ur Sigurður Ágústsson frá Vfk gegnt formannsstörfum og séð um rekstur félagsins og fram- kvæmdir. Með honum eru í stjórn félagsins ína Jónasdóttir og Unnur L. Jónasdóttir. Frœðslustarf - Og ef við víkjum nú þá að starfsemi félagsins. - Já, og þá er kannski rétt að minnast fyrst á það, að félagið hefur jafnan lagt á það áherslu að fræða félagsmenn um skóg- og trjárækt og hfldið í því skyni fræðslu- og kynningarfundi, oft- ast í sambandi við aðalfundina. Það hefur fengið ýmsa skógrækt- armenn í heimsókn, svo sem skógarverði umdæmisins þá Dan- íel Kristjánsson og Hauk Ragn- arsson, Snorra Sigurðsson fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags íslands og skógræktarstjórana Hákon Bjarnason og Sigurð Blöndal. Síðustu árin hafa svo er- indrekar Skógræktarfélags ís- lands, Brynjólfur Jónsson og Helgi Gíslason veitt okkur mikil- sverðar leiðbeiningar, einkum um grisjun. Sex sinnum hefur félagið sent fulltrúa í skógræktarferðir til Noregs og tvisvar hafa norskir skógræktarmenn dvalist hér á vegum þess vegna skiptiferða. Félagsmenn eru nú 70 að tölu. Grensás einn og tvö - Þú gast þess áðan að þið hefðuð ráð á skógræktarlandi á þreumur stöðum. Hvernir eru þeir? - Nú, ef við förum þá það sem kalla má rétta boðleið þá er það fyrst Grensás eitt og tvö, en Grensásinn er í landi Stykkis- hólms. Það land er á einum af hinum mörgu basaltásum, sem einkenna svo mjög landslagið hér í Þórsnesinu. Þeir liggja frá vestri til austurs með mýrasundum og deiglendi á milli. Telja má víst að land þetta hafi fyrrum verið vaxið kjarri og skógi þótt þess sjáist nú ekki merki, enda landið nauðbeitt í aldaraðir. Einkum mun hafa gengið á gróðurinn eftir að byggð óx í Stykkishómi, en þar áttu flest heimili kýr og kindur fram undir síðustu áratugi. Öldr- uð kona, sem lifði fram yfir 1970 sagðist muna eftir birkihríslum meðfram götuslóða, sem lá up með Nesvogi að stað, sem heitir Selskógur. Nesvogur skerst inn í Þórsnes sunnan Grensáss. Á Grensási setti félagið upp fyrstu girðingu sína 1948 og var landið 1.5 ha. að stærð. Nú er land félagsins þarna orðið um 10 ha. og má heita að fullplantað sé í það. 68.700 plöntur - Og hvað eru þá margar plöntur heimilisfastar þarna hjá ykkur? - Þær eru 68.700 sem þarna hefur verið plantað. Birkið er þar langt fyrirferðarmest eða 38.350 plöntur. Síðan kemur sitkagreni og sitkabastarður 10.650 plöntur, blágreni 4.100 plöntur, hvítgreni 3.625 plöntur, rauðgreni 3.500 plöntur, stafafurða 2.550 plöntur, broddgreni 1.900 plöntur og svo ýmsar aðrar teg- undir 4.025 plöntur. - Hvernig eru trjáræktarskil- yrðin þarna? - Þau hafa nú verið talin frem- ur erfið á Þórsnesinu og þó eink- um niðri í Stykkishólmi. Landið er opið fyrir veðrum, vindum og sjávarseltu. Jarðvegsskilyrði eru fremur slæm nema þá á blettum neðst í ásunum og þar sem mýrar hafa verið ræstar fram. Fjörutíu ára reynsla hefur þó sýnt, að þar Kristján Zimsen lyfsali var einn af forystumönnum Skógræktarfélags Stykkishólms um árabil og stjórnaði gróðursetningu á fyrsta blágreninu í Vestra-Setbergi 1957. Hér segir hann fundarmönnum þá sögu en Haukur Ragnarsson, skógarvörð- ur, Björn Árnason úr Hafnarfirði, Lárus Blöndal úr Reykjavík og Indriði Ketilsson á Ytra-Fjalli í Aðaldal fylgjast með. Mynd: sibl. sem best lætur er trjávöxtur þarna í góðu meðallagi. Sauraskógur - Og ef við yfirgefum nú Grensásinn hvert er þá förinni heitið næst? - Ætli við lítum þá ekki á Sauraskóginn. Árið 1953 hóf fé- lagið friðun á landi í Setbergi í Sauraskógi í Helgafellssveit. Var landið tekið undan þegar ríkið seldi Saura 1920. Til að byrja með girtum við þarna ??. Það var aðalgróðursetningarsvæði félags- ins fram til 1954. Þá fékk félagið nýtt athafnasvæði í Langási, en hann lá einig undir Saura. Innan þessara tveggja girðinga eru nú um 25 ha. Þá hefur félagið fullan hug á að stækka girðingu sína í Setbergi, (Eystra-Setberg) og á Langási, (Norður hluti ássins). Með þeirri viðbót stækkaði land okkar um helming. - Og hvað eru svo margar plöntur komnar í jörð í Saura- skógi? - í Setbergi og Langási hafa nú alls verið gróðursettar 104.980 plöntur. Siktagrenið fer þar fremst, 38.075 þlöntur. Skógar- fura 14.350 plöntur. Hún hefur gefist illa og eru þær plöntur flest allar dauðar. Þá er það stafafur- an, 10.700 plöntur. Rauðgreni 10.125 plöntur. Þær eru vinds- viðnar og mjög illa farnar. Blág- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.