Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 9
Fyrr... Daníel Kristjánsson skógarvörður á Hreðavatni stendur hér á milli tveggja blágreni- ný sigurður Ágústsson, formaður Skógræktarfélags Stykkishólms, stendur hér- þann 5. sept. 1987 - milli sömu
trjáa á Vestra-Setbergi í Sauraskógi, 6. sept. 1969. Trén voru þá 12 ára gömul. Mynd: sibl: blágrenitrjánna og Daníel 18 árum áður. Mynd: sibl.
reni 9.000 plöntur. Sitkabastarð-
ur 8.000 plöntur. Bergfura 7.600
plöntur. Hvítgreni 3.500 plöntur.
Broddgreni 2.300 plöntur og
ýmsar aðrar tegundir 2.330
plöntur.
Ágœtur árangur
- Hvernig hefur svo plöntu-
num farið þarna að?
- Vaxtarskilyrði eru hér öll
önnur og betri en í Grensási.
Landið nær alls vaxið kjarri og
víða á sjá alla vænar birkihríslur.
Jarðvegsskilyrði eru yfirleitt góð
og miklu skýlla en niður við
Stykkishólm. Vegur það trúlega
þyngst. Þótt veður geti að vísu
orðið þarna hörð gætir ekki sjá-
varseltunnar svo neinu nemi.
Vöxtur sumra trjátegunda hefur
líka verið með ágætum í Saura-
skógi og reyndar með því besta,
sem þekkist hérlendis. Einkum
hefur Blágrenið vaxið ótrúlega
vel. Sitkagrenið hefur einnig vax-
ið vel þar sem jarðvegsskilyrði
henta og Sitkabastarðurinn hefur
sýnt óyænta vaxtargetu. Ber tví-
mælalaust að leggja meiri áherslu
á hann eftirlieðis en hingað til.
Rauðgrenið stóð sig vel framan af
en fellir mjög af þegar birkið
skýlir því ekki lengur, vill þá
vindsviðna. Stafafura hefur
reynst allvel en sumsstaðar gold-
ið þess að ekki hefur verið
hreinsaður frá henni teinungur
og hún grisjuð í uppvextinum.
Við hefur borið að meðlimir
Skógræktarfélags Stykkishólms
hafa plantað í annað land en það
sem félgið hefur umráðarétt yfir.
Þannig gerðist það að á árunum
milli 1950 og 1960 að plantað var
furu, greni, lerki og lítilsháttar af
birki í spildu í Drápuhlíðarfjalli,
austan Vatnsdalsvatns, en Stykk-
ishólmshreppur fékk þá þetta
land. Land þetta liggur nokkuð
hátt, raunar ofan eðlilegra hæð-
armarka fyrir skóg, en trén lifa þó
og furan mun vera orðin um 3ja
m. há.
Á Kársstöðum í Álftafirði er
einnig dálítil girðing í eigu bræð-
ranna þar. I hana var plantað
fyrir 16-18 árum.
Á það má einnig minna að dá-
lítið hefur verið gróðursett úti í
Breiðafjarðareyjum. Þannig hef-
ur eigandi Rifgirðinga Jakob
Jónsson gróðursett þar eitthvað í
einni eyjunni. Einnig hefur
eitthvað verið gróðursett í
Gvendareyjum og Brokey.
- HVemig er það með skógar-
leifar á Snæfellsnesinu, sér þeirra
einhvern stað?
- Ekki fer nú mikið fyrir því.
Hér norðan á Nesinu er það eink-
um í landi Saura en þar eru nokk-
ur hundruð hektarar af birkikj-
arri, sem nauðsynlega þyrfti að
friða. Á Skógarströndinni er
birkikjarr helst að finna í landi
Dranga og Breiðabólstaðar, en
lönd þeirra jarða liggja saman.
Æskilegt væri einnig að friða það
land.
Horft til framtíðar
- Og ef við lítum svo til fram-
tíðarinnar.
- Því er nú sjálfsagt líkt farið
hjá okkur og öðrum skógrækt-
arfélögum að gróðursetningin og
friðunin hefur verið aðalverkefn-
ið til þessa. Það hefur því viljað
verða útundan að sinna þeim
störfum sem gróðursetningunni
þurfa að vera samfara. Plöntu-
rnar þurfa ýmiss konar umhirðu
við eftir að þær eru komnar í
jörðina. Birkikjarrið þarf raunar
að grisja áður en gróðursett er og
síðan er nauðsynlegt að grisja
plönturnar þegar þær eru komnar
vel á legg. Við höfum þrisvar
sinnum fengið vinnuflokka frá
Skógræktarfélagi fslands til að-
stoðar við þessi störf. Þessar
hjálparsveitir Skógræktarinnar
þarf að stórefla þvf það er heima-
mönnum víða um megn að sinna
þessum störfum í þeim mæli, sem
vera þyrfti.
Þið, sem sáuð skógarreitina
okkar á dögunum hafið áreiðan-
lega orðið þess vör að ekki er
auðvelt að komast þangað og um
töluvrðar vegleysur að fara, eink-
um í Setbergið. Af þessum
sökum höfum við t.d. orðið að
flytja áburðinn á sleðum að vetr-
inum, þegar ís hefur verið nægi-
lega traustur á vötnunum. Þetta
stjamp veldur okkur miklum erf-
iðleikum og hamlar því einnig að
Setbergin geti notast sem útivist-
arsvæði, sem þau eru þó kjörin til
sökum náttúrufegurðar og
þeirrar fjölbreytni í trjágróðri,
sem þar er að finna. Það er því
brýn þörf á að bæta vegasamb-
andið, auk þess sem gera þarf
göngustíga um þau svæði sem ætl-
uð eru til útivistar. Og svo höfum
við auðvitað fullan hug á því að
nema ný svæði og planta í þau.
Það er svo sannarlega ekki verk-
efna vant.
Tómahljóð
íbuddunni
- Hvernig gengur það með
fjármálin? Skortir ykkur ekki
skotsilfur eins og skógræktarfé-
lögin yfirleitt?
- Jú, auðvitað er fjárhag-
svandinn okkur fjötur um fót.
Við höfum leitað dálítið til félaga
og fyrirtækja um fjárframlög og
fengið góðar undirtektir svo sem
hjá Búnaðarbankanum í Stykkis-
hólmi, Lionsklúbbi Stykkis-
hólms, Ágústi Sigurðssyni Stykk-
ishólmi, Samvinnutryggingum og
JL-húsinu í Reykjavík. Þá höfum
við og notið styrkja frá Landg-
ræðslusjóði, sýslusjóði og síðast
en ekki síst ber að nefna sveitar-
sjóðinn eða bæjarsjóðinn eins og
hann nefnist núna, en hann
greiddi t.d. að mestu laun verk-
stjóra og unglinga, sem unnu hjá
okkur í mest allt sumar. Öllum
þessum aðilum ber að færa fyllstu
þakkir. Hin síðari árin höfum við
svo haft nokkrar tekjur af sölu
jólatrjáa og að hluta til úr eigin
skóglendi.
Þegar litið er til baka yfir 40 ára
starf verður okkur auðvitað ljóst
að ýmislegt hefði mátt fara betur.
En þess er þá líka að gæta, að í
litlu sveitarfélagi eins og Stykkis-
hólmi, stendur og fellur starfið
með tiltölulega fámennum hópi
áhugamanna, sem ekki láta
deigan síga þótt á móti blási á
stundum. Ég hygg nú samt að
frumherjarnir megi vera nokkuð
ánægðir með þann árangur, sem
hið fórnfúsa brautryðjendastarf
þeirra hefur borið. Við minnumst
þeirra allra með þökk, lífs og lið-
inna.
Mér sýnist nú bjartara fra-
mundan hjá skógræktarfólki en
ætíð áður. Viðhorfin hafa breyst,
Áhugi almennings fer vaxandi á
fegrun umhverfisins, hvort held-
ur er á einkalóðum, opnum svæð-
um í þorpum og bæjum eða á úti-
vistarsvæðum utan þéttbýlisins.
Bændur horfa fram til bænda-
skóga. Menn hafa það nú fyrir
augunum hvað hægt er að gera ef
hugur og hönd hjálpast að.
Með þeim orðum Sigurðar Ág-
ústssonar ljúkum við þessu
spjalli. - mhg
Þrlðjudagur 3. nóvember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13