Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 7
Umsión SigurðurÁ. Friðþjófsson Utanríkisverslun Útgerðin gegn f lutningi Útflutningssamtök ísjávarútvegi voru mótfallin þvíað útflutningsverslun yrði færð undir utanríkisráðuneytið Spurt um... ...verðlagsmál Jón Magnússon spyr viðskipta- ráðherra um það hvort nýlega hafi verið gerðar kannanir á því hversvegna almennt vöruverð sé hærra hér á landi en í nágranna- löndunum. Einnig hvort sam- keppnishömlur eða samráð sölu- aðila og framleiðenda um verð- lagningu valdi hækkunum á vörutegundum sem frjáls álagn- ing gildir um. Þá spyr hann hvort farmgjöld hér séu eðlileg miðað við farmgjöld í nágrannalöndun- um. Hafi slíkar kannanir verið gerðar vill fyrirspyrjandi vita niðurstöðurnar, en hafi þær ekki verið gerðar spyr hann hvort ekki sé full ástæða til að slíkar kann- anir verði gerðar. ...kynferðisfræðslu Kristín Halldórsdóttir spyr heilbrigðisráðherra um fram- kvæmd þingsályktunar um fræðslu meðal almennings um kynferðismál og hvað þeirri fram- kvæmd líði. ...uppsagnir á Orkustofnun Steingrímur J. Sigfússon spyr iðnaðarráðherra um fjöldaupp- sagnir á Orkustofnun, hverju þessar skyndilegu uppsagnir sæti nú áður en fjárlög hafa verið afgreidd og áður en athugun á starfsemi stofnunarinnar, sem stjórnarsáttmálinn getur um, hafi farið fram. Hann spyr hvað verði um þau verkefni, er starfsmenn sem nú hverfa frá stofnuninni, unnu að og hvaða áhrif uppsagn- irnar hafi á framtíðarrannsóknir á verksviði stofnunarinnar. Að lok- um spyr hann hvort frekari að- gerða af þessu tagi sé að vænta á Orkustofnun eða öðrum stofn- unum sem heyra undir iðnaðar- ráðuneytið. ...samning gegn pyndingum Guðrún Helgadóttir spyr dóms- málaráðherra um undirbúning að fullgildingu samnings Samein- uðu þjóðanna um bann við pynd- ingum. Bann þetta er við pynd- ingum og annarri grimmilegri og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. ...flugvél Landhelgisgæslu Skúli Alexandersson spyr dómsmálaráðherra um leigutekj- uraf flugvél Landhelgisgæslunn- ar TF-SYN. Hann spyr hvað Flugleiðir hafi greitt á árinu 1986 og í ár fyrir afnot af flugvélinni og hvort þær leigutekjur hafi verið notaðar til kaupa á nýjum og bættum tækjakosti í flugvélina eða á öðrum tækjum fyrir Land- helgisgæsluna. ...námstíma til stúdentsprófs Geir H. Haarde spyr mennta- málaráðherra um styttingu námstímatilstúdentsprófs. Hann spyr hvort ráðherra hafi uppi ein- hver áform um að beita sér fyrir því að námsfólk geti lokið stú- dentsprófi á styttri tíma en nú er og geti þannig hafið háskólanám á sama aldri og gengur og gerist í nágrannalöndunum. ...Kópavogshælið Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon spyrja heilbrigðis- ráðherra um hver stefnan sé varðandi framtíð Kópavogshæl- is. Væri ekki sjálfstætt utanríkis- viðskiptaráðuneyti meira í takt við tímann? spurði SteingrímurJ. Sigfússon utanríkisráðherra á Al- þingi í gær, eftir að mælt hafði verið fyrir ríkisstjórnarfrum- varpi um útflutningsleyfi, sem gerir ráð fyrir að utanríkisversl- un færist til utanríkisráðuneytis- ins. Steingrímur J. spurði einnig hverjir væru einna helst á því að þessi breyting yrði gerð á utan- ríkisviðskiptum? Tæpast væru það útflytjendur þar sem hann hefði undir höndum bréf frá sjö stærstu útflutningsaðilum í sjáv- arútvegi til stjórnsýslunefndar, dagsett 26. október 1983, þarsem þeir legðust gegn því að slík breyting yrði gerð. Hér er um að ræða Kristján Ragnarsson formann LIÚ, Gunnar Flóventz frá Sfldarút- flutningsnefnd, ÓlafJónsson hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins, Arna Finnbjörnsson hjá SH, Ólaf Björnsson hjá Samlagi skreiðar- framleiðenda, Valgarð Ólafsson hjá SÍF og Heimi Hannesson hjá Sölustofnun lagmetis. í bréfinu segir að þar sem landið sé háðara milliríkjavið- skiptum en nokkurt annað land, telji þeir það hagsmunamál út- flutningssamtakanna, að hér sé sjálfstætt ráðuneyti, sem mætt Landsvirkjun er heimilt að taka 600 milljón krónur að láni erlendis til að fjármagna fram- kvæmdir við Blönduvirkjun á næsta ári. Þetta kemur fram í frumvarpi til lánsfjárlaga sem Iagt hefur verið fram á Alþingi. Samkvæmt frumvarpinu er rík- issjóði heimilt að taka allt að 4,2 milljörðum króna að láni innan- lands árið 1988. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir neinum er- lendum lántökum ríkissjóðs. Byggðastofnun er heimilt að taka allt að 350 milljón króna lán erlendis árið 1988, Þrónunarfé- laginu 50 milljónir og Herjólfi 100 milljónir. Þá er sveitarfé- lögum og fyrirtækjum heimilt að taka erlend lán, Hitaveitu Akur- eyrar 120 milljónir, Hitaveitu Eg- ilsstaða og Fella 8 milljónir og Hitaveitu Eyra lOmilljónir. Aðr- ar skuldbreytingar eða fram- kvæmdir á vegum sveitarfélaga Guðrún Helgadóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu um undirbúning notkunar á blýlausu bensíni hér á landi. Flutnings- menn með henni eru Skúli Alex- andcrsson og Steingrimur J. Sig- fússon. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkis- stjórnin skipi nefnd til að vinna geti til samninga við erlend við- skiptaráðuneyti á jafnræðis- grundvelli. Þeir leggja því „ein- má fjármagna með erlendu láni allt að 112 milljón krónum og auk þess 100 milljónir að láni innan- lands. Ef við lítum aðeins nánar á Landsvirkjun þá eru ráðgerðar framkvæmdir á árinu 1988 taldar nema um 880 milljónum króna og er þá miðað við að Blönduvirkj- un verði tekin í gagnið 1991. Bróðurparturinn rennur til Blönduvirkjunar eða um 600 milljónir en 220 milljónir fara í búnað vegna nýs kerfiráðs og húsbygg-ingar fyrir nýja stjórn- stöð. Þá fara 50 milljónir í nýja aðveitustöð í Kapelluhrauni sunnan Hafnarfjarðar, fyrir not- endur á Suður-Faxaflóasvæðinu og mögulega nýja stóriðju. Að lokum eru svo 10 milljónir ætlað- ar til virkjunarrannsókna. Vaxtagreiðslur Landsvirkjun- ar á næsta ári eru rúmir 1,7 milljarðar króna, þar af rúmir 1,3 að því að hafin verði notkun á biýlausu bensíni hér á landi, en í nefndinni skulu fulltrúar hagsmunaaðila, notenda og selj- enda eiga sæti auk kunnáttu- manna um umhverfismál. Lagt er til að nefndin ljúki störfum fyrir árslok 1988. -Sáf dregið til að íslenska viðskiptar- áðuneytið haldi sjálfstæði sínu og sé þannig óháð öðrum ráðuneyt- milljarðar til útlanda og 380 milljónirtil ríkissjóðs. Afborgan- ir fyrirtækisins af lánum á næsta ári eru rúmur 1,1 milljarður um í starfi sínu á sviði útflutnings- mála. króna, þar af 635 milljónir af er- lendum lánum og 470 milljónir til ríkissjóðs. -Sáf Forstöðumannsstaða Staða forstöðumanns á skóladagheimilinu Völv- ukoti, Völvufelli - er laus til umsóknar. Fóstru- menntun áskilin. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur á skrifsstofu dagvistar barna, sími 27277. St. Jósefsspítali Landakoti Röntgendeild Okkur vantar aðstoð á Röntgendeild Landak- otsspítala. Um fullt starf er að ræða. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf strax. Upplýsingar veitir deildarstjóri í síma 19600/330. Reykjavík 30. 10. 1987. -Sáf Steingrímur J. Sigfússon og Ragnar Arnalds telja stundirnar fram að landsfundi. Mynd E.ÓI. Lánsfjárlög Landsvirkjun frek í lánin Landsvirkjun tekur 600 milljónir að láni erlendis á nœsta ári. Váxtagreiðslurfyrirtœkisins á nœsta ári 1,7 milljarður. Afborganir 1,1 milljarður Umhverfisvernd Blýlaust bensín Þriðjudagur 3. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.