Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 5
Formannsslagurinn
leysir engan vanda
hanpar
Formannsslagurinn, sem
geisað hefur í Alþýðubandalag-
inu undanfarið hefur verið
heiftúðugur og það sem allt hefur
snúist um. í skugga hans hafa
horfið umræður um hvernig í
raun og veru megi leysa vanda-
mál flokksins.
í bægslaganginum við að ná
meirihluta fulltrúa á landsfundi
gleyma menn því að raunveruleg
forysta verður ekki bara til með
slíkum meirihluta. Peir sem berj-
ast fyrir forystu mega vita, að hafi
þeir stuðning aðeins rétt rúmlega
helmings atkvæða, þá eru líkur til
að sú forysta verði veik. Ætli
þessi forysta sér breytingar og
umbætur hefur hún enga stöðu til
slíks. Ef sá böggull fylgir skamm-
rifi að hinir starfsamari félagar
telji að þessi tæpi meirihluti hafi
byggst á aðferðum hallarbylting-
arinnar, verður staða hennar
ömurleg.
í hinum miklu átökum hafa
þau sjónarmið orðið útundan að
kryfja ástandið til megjar og taka
ákvörðun um leiðir, áður en for-
ysta er valin til að framfylgja
stefnunni. Slík sjónarmið, sem
kenna má við heilbrigða skyn-
semi, hafa klemmst úti í darrað-
ardansinum.
Deilur í
flokkstoppinum
Pau vandamál sem þessi lands-
fundur hefði þurft að takast á við
eru stór, að leysa langtímavand-
amál Alþýðubandalagsins. Al-
þýðubandalagið hefur verið að
glata pólitískri stöðu sinni síðustu
1-2 áratugi. Ég held að við hljót-
Ragnar Stefánsson skrifar:
„Ég held bara að þessir hátignarlegu
formenn séu ekki lengur í takt við tíðar-
andann. Vikublöðin nærast að vísu
nokkuð áformönnum, á sama hátt og á
kóngafólki og leikurum og mökum
þeirra. “
um öll að vera sammála um að
eigi að snúa þessari þróun við og
gera flokkinn að tæki sem bítur
þarf annað og meira en kjör for-
manns. Sú breyting þarf að koma
neðan frá og felast m.a. í því að
flokksfélagarnir taki sjálfir for-
ystu í stefnumótun og starfi. Þeg-
ar allt kemur til alls eru þær
flokksdeilur sem allt snýst um
deilur í fjölskrúðugum toppi
flokksins, og reyndar óskiljan-
legar miklum hluta flokksmanna,
hvað þá almenningi í landinu.
í sambandi við þessar deilur
hafa komið í Ijós stórfelldir skip-
ulagsgallar í Alþýðubandalaginu.
Það er vaxandi tilhneiging til þess
í seinni tíð að leysa deilurnar í
flokkstoppnum með því að kjósa
foringja beint á landsfundi.
Framkvæmdastjórn hefur verið
kosin beint á landsfundum og svo
vaxandi fjöldi formanna og va-
raformanna. Miðstjórn flokksins
er líka kosin af landsfundi og
reyndar að nokkru af kjördæmis-
ráðum og fleiri einingum flokks-
ins. Miðstjórnin á að heita æðsta
stjórn flokksins milli þinga.
Reyndin er hins vegar sú að mið-
stjórnin hefur verið sett úr leik af
öðrum valdastofnunum flokks-
ins. Formenn og varaformenn og
framkvæmdastjórn, sem bara eru
ábyrg gagnvart landsfundi eiga
svo í stöðugri togstreitu.
Landsfundur kjósi
aðeins miðstjórn
Sú tillaga til lagabreytingar
mun koma til álita á landsfundin-
um, að þar sé einungis kosin mið-
stjórn. Hún kýs sér svo fram-
kvæmdastjórn og væntanlega for-
mann. Sumum finnst þetta minna
lýðræði, en svo er þó alls ekki.
Miðstjórnin er afar fjölmenn og
til hennar er kosið að nokkru
beint úr héraði eins og fyrr segir.
Hún gæti þannig verið í sæmilega
lífrænum tengslum við flokkinn í
heild. Þeir sem fara með fram-
kvæmdavaldið í flokknum verða
með þéssu móti ábyrgir gagnvart
miðstjórn og afsetjanlegir af
henni. Þannig eflist lýðræðið og
miðstjórn öðlast um leið sess,
sem hin raunverulega stjórn
flokksins milli þinga.
Við þetta mundi miðstjórn líka
styrkjast gagnvart öðrum vald-
amiðstöðvum flokksins, svo sem
þingflokknum, Þjóðviijanum og
verkalýðsforingjunum. En
stundum virðist það nú vera ein-
hver þessara aðila, sem ráða ferð-
inni, þrátt fyrir allar formlegar
stjórnir. Fjölgun yfirmanna,
varaformanna o.s.frv. felur bara í
sér valddreifingu meðal forystu-
mannanna. Okkar tillaga felur í
sér að hinn almenni flokksfélagi
nálgast það eitthvað að fá völdin.
Eg veit að fjölmiðlarnir verða
lítt hrifnir ef svona hugmyndir’
næðu í gegn. Þeir vilja fylgjast
með hinu hnífjafna hanaati,
þangað til annar liggur í valnum.j
En fyrir þá sem vilja gera þennan
flokk róttækari og sterkari væri
þessi lagabreyting í áttina.
Þessi tillaga er alls ekki bara
komin fram vegna yfirstandandi
formannsslags. Þessir atburðir
hafa hins vegar vakið athygli á
hnökrum í skipulagi flokksins.
Um hátlgnarformenn
Það er augljóst að flokksfor-
maður, sem kosinn er af mið-
stjórn eins og hér er lagt til, verð-
ur ekki eins hátignarlegur og sá
sem kosinn er beint af lands-
fundi. Ég held bara að þessir hát-
ignarlegu formenn séu ekki
lengur í takt við tíðarandann.
Vikublöðin nærast að vísu nokk-
uð á formönnum, á sama hátt og
á kóngafólki og leikurum og
mökum þeirra. Ég held hinsvegar
að hátignarmenn passi ekki í
vinstri flokkum og flokkum sem
berjast fyrir jafnrétti og félags-
legum lausnum. Kvennalistinn
virðist dafna ágætlega, a.m.k.
hvað fylgi snertir, þótt hann hafi
alls engan formann. Græningjafl-
okkamir, sem virðast í sókn nú
þessi árin víða í Evrópu, gera af-
skaplega lítið með formenn.
Sjáumst á landsfundi, og látum
það ekki aftra okkur að við erum
bara varamenn, sum okkar.
Varamenn hafa allir málfrelsi og
tillögurétt.
1. nóv. 1987
Ragnar Stefánsson er jarðskjálfta-
frœðingur og vlrkur fólagl I ýmsu
vlnstra félagsstarfl.
Orð í belg
Sigrún Sveinbjörnsdóttir skrifar:
Mig langar til þess að leggja
nokkur orð í belg vegna þeirrar
umræðu sem nú á sér stað um
formannskjör í flokknum mín-
um. Eftir nokkurra ára starf í
flokknum finnst mér orðið þann-
ig vænt um hann að ég vil vera
með í því sem er að gerast.
Fyriru.þ.b. einum áratugflutt-
ist ég ásamt fjölskyldu mini til ís-
lands aftur eftir sjö ára fjarveru.
Þegar ég kom, orðin fullorðin og
með pólitískan áhuga á umhverf-
inu, horfði ég á íslenska samfé-
lagið með forvitnum augum
gestsins, skoðaði,. hlustaði,
spáði, velti vöngum - og fann að
lokum að ég vildi kjósa Alþýðu-
bandalagið.
Ástæður fyrir því voru fyrst og
fremst þessar: í fyrsta lagi viljayf-
irlýsing flokksins um herlaust,
sjálfstætt ísland, í öðru lagi til-
finning og starfshættir flokksins
varðandi jafnréttismál.
Ég ætla hér að gera
jafnréttismálin að sérstöku um-
talsefni. Fyrir réttum áratug man
ég að Þjóðviljinn var eina dag-
blaðið með sérstaka jafnréttis-
síðu. Þar var á ýmsa lund tekið á
málefnum kvenna, hún gaf góð
fyrirheit þessi síða og varð mér
kær. Síðan heyrði ég um kynja-
kvótann svokallaða, sem ÁB
einn flokka notaði sem verkfæri
AB hefur nú í hendi sér
að verðafyrstflokka til að kjósasér
konu semformann.
Án þess að halla á nokkurn mann held ég
að Sigríður sé sá kvenkostur
sem bestan máfinna.
f'%.^ ■■ j
til þess að auka samstarf kynj-
anna, þ.e. að auka hlut kvenna í
stjórnum og ráðum og koma
þeim betur að. Þetta voru góðir
hlutir og fleira mætti nefna sem
gestsaugu tóku eftir um sérstöðu
AB og réðu afstöðu minni til
flokksins á sínum tíma.
Fyrir rúmlega fimm árum bauð
nýr flokkur fram til Alþingis og
nefndist hann Kvennalistinn.
Sveið þá mörgum jafnréttissinn-
uðum alþýðubandalagsmannin-
um og fannst að sér vegið þar sem
AB hafði, þrátt fyrir allt, staðið
öðrum flokkum framar í jafn-
réttisumræðunni og athöfnum
tengdum henni - og jók enn á
sviðann þegar Kvennalistinn
bætti við sig að sama skapi og AB
tapaði fylgi í alþingiskosning-
unum fyrir um hálfu ári. Enn
sýna skoðanakannanir aukið
fylgi Kvennalista og tap hjá AB
og hver veit hvað stöðvað getur
þá þróun.
Um orsakir þessa sýnist sitt
hverjum, en eitt er þó víst að
sitthvað má AB læra af Kvenna-
lista til að snúa þróuninni við.
Það er ljóst af tvennum síðustu
alþingiskosningum að konur eru
komnar til að vera í stjórnmálum,
ekki bara vegna þess að þær vilja
það sjálfar heldur vegna þess að
kjósendur óska þess einnig.
Og hvað gerum við í AB varð-
andi þessa staðreynd, snýr hún á
einhvern hátt að okkur?
Nú ber svo við að tveir menn
bjóða sig fram til formanns á
næsta landsfundi okkar, einn af
hvoru kyni. Annars vegar er það
Ólafur Ragnar Grímsson, dug-
mikill og þekktur stjórnmála-
fræðingur, hins vegar er það Sig-
ríður Stefánsdóttir, einnig dug-
mikill stjómmálamaður, fulltrúi
AB í bæjarstjórn Akureyrar.
AB hefur það nú í hendi sér að
verða fyrstur flokka á íslandi til
að kjósa sér konu sem formann.
Án þess að halla á nokkum mann
held ég að Sigríður sé sá kven-
kostur sem bestan má finna. Það
er eðlilegt að ég hafi þá skoðun
þar sem ég hef unnið við hlið
hennar í nokkur ár, en fleiri em
sama sinnis og það er alkunna í
bæjarfélagi okkar að Sigríður er
virt hvort heldur sem er af pólit-
ískum samherjum eða andstæð-
ingum. Sigríður hefur um nokk-
urra ára skeið stundað jöfnum
höndum stjórnmála- og heimilis-
störf. í málflutningi hennar kem-
ur reynslan af þessum annars
ólíku störfum glöggt fram, það
heyrist svo vel að hún er sósíalisti
og einnig að hún er kona.
Það var erfitt fyrir konu að
verða forseti íslands, það er erfitt
fyrir svartan mann að verða fors-
eti Bandaríkjanna - og það er erf-
itt fyrir Sigríði að verða formaður
AB.
Ólafur Ragnar, þú ert maður
að meiri ef þú víkur til hliðar og
auðveldar Sigríði leiðina í þetta
embætti fyrir flokkinn okkar.
Einmitt núna er tími konunnar og
Sigríður er sú sem hefur það
tvennt sem til þarf, - hún hefur
hæfileikann - og hún er tilbúin til
starfsins.
Akureyri 31. október 1987
Slgrún Svelnbjörnsdóttlr er sól-
frœölngur. Hún er starfsma&ur
svœ&lsnefndar um málefnl fatl-
a&ra á Nor&urlandl eystra.
Þrl&judagur 3. nóvember 1987|ÞJ<toviUINN - SfÐA 5