Þjóðviljinn - 03.11.1987, Blaðsíða 11
Hu Yaobang
er hvergi banginn þótt ekki hafi
blásið byrlega fyrir honum í byrj-
un þessa árs. Þá varð hann að
axla ábyrgð á miklum stúdenta-
óeirðum í Peking, var sakaður
um að hafa sýnt linkind gagnvart
„borgaralegu frjálslyndi" og vék
úr stöðu formanns Kommúnista-
flokks Kína. Flestir bjuggust við
því að pólitískur frami þessa 73
ára gamla skjólstæðings Dengs
Xiaopings væri á enda en raunin
hefurorðið önnur. Hann var í gær
endurkjörinn til setu í stjórnmála-
ráði miðstjórnar flokksins en hel-
sti fjandi hans, hinn aldni harðjaxl
Chen Yun, vék úr ráðinu. Það
gerðu einnig þeir Deng og Li Xi-
annan forseti. Deng verður þó
áfram formaður hinnar valda-
miklu varnamálanefndar flokks-
ins og hefur því ekki sest alger-
lega í helgan stein. Zhao Xiyang
var kjörinn formaður kommúnist-
aflokksins en hann hafði starfað
sem slíkur frá því Hu lét af emb-
ættinu.
Ríkisstjórn
Mósambík segir Suður-Afríku-
stjórn hafa skipulagt og bera
ábyrgð á hryðjuverki er hægri
sinnaðir skæruliðar frömdu nærri
höfuðborginni Maputo í fyrri viku.
Þá réðust Renamoliðar á lest
strætisvagna og myrtu 278 al-
menna borgara, karla, konur og
börn. Stjórnvöld í Pretóríu vísa
þessum ásökunum hinsvegar
algerlega á bug og hafa skipað
viðskiptafulltrúa sínum í Maputo
að bera fram harðorð mótmæli.
Ritstjórar
tímaritsins „Glasnost" í Moskvu
voru handteknir á fimmtudaginn
var samkvæmt heimildum frá
andófshópum. Tímaritinu var
hleypt af stokkunum í sumar af
hópi andófsmanna til að láta
reyna á hve langt hin nýja stefna
opinnar umræðu (glasnost)
gengi. Fyrr í október voru tveir af
aðstandendum blaðsins kallaðir
til yfirheyrslu hjá lögreglu og hálft
hundrað vélritaðra eintaka af
blaðinu gert upptækt.
Ritstjórarnir tveir, Sergei Gríg-
orjants og Lev Tímofejef, hafa
báðir setið í vinnubúðum vegna
ólöglegrar útgáfustarfsemi.
Breskir íhaldsmenn
eignuðust nýjan formann flokks
síns í gær. Þá útnefndi Margrét
Thatcher forsætisráðherra lítt
þekktan stjórnmálamann, Peter
nokkurn Brooke, til starfans. Bro-
oke þessi er 53 ára gamall og
leysir Norman Tebbitt af hólmi.
Thatcher kvað hafa ætlað Young
lávarði embættið en hann er
iðnaðar- og viðskiptaráðherra í
stjórn hennar. Hann tók því ekki
fjarri í fyrstu en þegar hann varð
þess áskynja að undir vissum
kringumstæðum færu störf hans
ekki saman við flokksfor-
mennsku og að hann yrði að rifa
ráðherraseglin ef hann tæki við
forystu íhaldsflokksins þá sagði
hann nei takk.
SKÁK
8. skákin fór í bið í gœr:
Kasparov á góða
möguleika á að jafha metin
Gam' Kasparov hefur byggt
upp sigurvænlega stöðu í áttundu
skák heimsmeistaraeinvígisins í
Sevilla en viðureignin fór í bið
eftir 42 leiki í gær. Þrátt fyrir hæg-
fara tilfæringar og fremur lítil
mannakaup á Karpov í vök að
verjast. Hann hefur verið að-
gerðalítill alveg síðan í 20. leik,
raunar leikið mönnunum fram og
til baka en Kasparov hefur notað
tímann til að byggja stöðu sína
upp. Illa staðsettur riddari Karp-
ovs gerir vörn hans enn erfiðari.
Karpov brá út af taflmennsku
sinni í sjöttu skákinni og valdi
fremur óásjálegt afbrigði af
enska leiknum hvar biskup hvíts
á g2 nýtur sín afar vel. Kasparov
kom mönnum á óvart þegar hann
lokaði drottningarvængnum fyrir
frekari aðgerðum en þvingaði
síðan fram hagstæð mannakaup í
17. Ieik. Aðstaða Karpovs var
eftir þetta afar óvirk enda lék
riddara hann sínum fram og til
baka og beið frekari aðgerða
Kasarpovs sem fór sér að engu
óðslega og það var ekki fyrr en
undir lok setunnar að hann hófst
handa og setti með sínum 42. leik
mikla pressu á Karpov, jafnframt
því sem hann vann hið gamal-
kunna stríð sem snýst um það að
láta mótstöðumanninn leika bið-
leik, eins gáfulegt og það nú er.
Sérfræðingar í Sevilla eru á
einu máli um að Kasparov eigi
góða vinningsmöguleika en það
er vissara að fara varlega í öllum
spádómum; maður hefur nú séð
Anatoly bjarga sér út úr verri
stöðu en þessari:
8. einvígisskák:
Garrí Kasparov -
Anatoly Karpov
Enskur leikur
1. c4
Kasparov virðist ætla að
byggja nær eingöngu á enska
leiknum í þessu einvígi. í London
og Leningrad lék hann kóngspeð-
inu og drottningarpeðinu jöfnum
höndum.
I. .. e5 2. Rc3 d6
Þrátt fyrir jafnteflið í 6. skák-
inni er Karpov ekki ánægður með
stöðuna sem hann fékk út úr byrj-
uninni.
3. g3
Annar möguleiki er 3. d4.
3. .. c5!?
Dálítið óvenjulegur leikur.
Karpov stefnir yfir í afbrigði
gamla kennara síns Mikhael Bo-
tvinniks sem í dag er einn helsti
ráðgjafi Kasarpovs.
4. Bg2 Rc6 5. a3 g6 6. b4 Bg7
Það er stórhættulegt að þiggja
þetta peð: 6... cxb4 7. axb4 Rxb4
8. Ba3! eða jafnvel 8. Da4+ með
miklum gagnfærum.
7. Hbl Rge7. 8. e3 0-0 9. d3 Hb8
10. Rge2 Be6 11. b5
Kasparov tekur dálítið óvænta
stefnu. Hann heldur stöðunni
eins lokaðri og mest hann má.
II. .. Ra5 12. Bd2 b6 13. 0-0 Rb7
14. e4 Kh8
Karpov gat auðvitað leikið 14.
.. h6 til að koma í veg fyrir áætlun
Kasparovs.
15. Dcl f5 16. Bg5 De8 17. Bxe7
Dxe7 18. exf5 Bxf5 19. Rd5
Með uppskiptum sínum hefur
hvítur náð trausti fótfestu á hvítu
reitunum. Hann hefur tryggt sér
frumkvæðið þó staða svarts sé
traust.
19. .. Dd7 20. Dd2 Ra5 21. Rec3
Hb38 22. Re4 Rb7 23. a4 Ra5
Karpov leikur riddaranum
fram og til baka. Vinningsmögu-
leikar hvíts liggja í því að ná að
opna stöðuna með peðaframrás á
kóngsvæng og svartur telur hag
sínum best borgið með því að
bíða átekta.
24. h4 Rb7 25. Kh2
Uppskipti á hvítreita biskupn-
um bættu stöðu hvíts verulega.
Vandinn er sá að eftir - Bxf5 mis-
sir hvítur fótfestuna á miðborð-
inu.
25. .. Hb8 26. Hal Ra5
Karpov má jafnvel vara sig á
framrásinni a4 - a5 með hugsan-
legri skiptamunsfórn eftir -
Rxa5.
27. Ha3 Hf7 28. Dc3 Hd8 29. Ha2
Bh6 30. Rg5 Hff8 31. He2 Bg7 32.
Dc2 Hde8 33. Re3 Bh6 34. Bd5
Bg7
Karpov er við sama heygarðs-
homið en heldur hefur Kasparov
náð að treysta tökin í undanförn-
um leikjum.
35. Ddl h6
Það er auðvelt að gagnrýna
þennan leik en áætluninni h4-
h5xg6 er ekki gott að mæta á ann-
an hátt.
36. Re4 Dd8 37. Ha2 Bc8 38. Rc3
h5 39. Be4 He6 40. Rcd5 Bh6 41.
Rg2 Kg7 42. f4
Það hefur sífellt hallað á svart-
an í undanförnum leikjum. Ein
ástæðan er sú að riddarinn á a5
hefur ekki tekið þátt í leiknum
nema að mjög takmörkuðu leyti.
Margt bendir til þess að Kaspar-
ov nái að jafna metin á morgun.
Kóngsstaða Karpovs er fremur
ótraust og menn hvíts standa vel
til sóknar. Þá er hættulegt að
leika 42. .. exf4 vegna 43. Dal +
og 44. Rgxf4. Kannski er best að
leika 42. .. Hee8, sem hvítur get-
ur svarað með 43. Haf2 með hug-
myndinni f4 - f5.
Staðan:
Karpov 4 (1) - Kasparov 3 (1).
Sjötugur
Benóný
Benediktsson
Benóný Benediktsson, verkamað-
ur og skákmeistari með meiru, er
sjötugur í dag, 3. nóvember. Þjóð-
viljinn ámar honum allra heilla á
þessum tímamótum í ævi hans.
Jafntefli í 79 leikjum í 7. skák:
.....þá getur hann gengið á vatni“
Sjöunda einvígisskák Anatoly
Karpovs og Garrí Kasparovs,
sem fór í bið á föstudagskvöldið
og var til lykta leidd á laugardag-
inn, er sennilega besta skákin í
einvíginu til þessa. Hún var enda
æsispennandi nær allan tímann
og var afar tvísýnt um úrslit. Nið-
urstaðan varð jafntefli eftir 79
leiki og aðeins munaði að Karpov
tækist að auka forskot sitt.
Biðstaðan var heilmikið þrætu-
epli áhugamanna og sérfræðinga
víða um heim. Það var ljóst að
Karpov átti vinningsmöguleika
en á hinn bóginn fannst enginn
rakinn vinningur í stöðunni.
Sóknartilraunir Karpovs náðu
engu fram og möguleikar hans til
sigurs voru tengdir endatafli þar
sem hann var skiptamun yfir fyrir
tvö peð. Fljótlega skullu drott-
ningarnar í kassann og voru tekn-
ar þaðan tæpum þrjátíu leikjum
síðar er fram kom drottningar-
endatafl þar sem Karpov var með
peð yfir en virk kóngsstaða Kasp-
arovs gerði vinningstilraunir von-
lausar.
Viðstöddum í Sevilla fannst
Kasparov tefla hálf kæruleysis-
lega eftir að tekið var til við
skákina að nýju. Hann hugsaði
sig ekki ýkja lengi um fyrir fyrstu
leikina og lék á tímabili viðstöðu-
laust í, að því er flestum fannst,
geysiflókinni stöðu. Sovéski stór-
meistarinn Gulfeld kom með þá
skýringu að heimsmeistarinn
væri búinn að rannsaka þetta allt
saman. „Ef Kasparov er búinn að
tæma þessa stöðu, þá getur hann
gengið á vatni,” sagði Raymond
Keene, enski stórmeistarinn sem
stóð að Lundúnahlutanum í ein-
víginu í fyrra og öðrum skákvið-
burðum í Englandi.
Það kom á daginn að Kasparov
vissi upp á hár hvað hann var að
gera. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir tókst Karpov ekki að knýja
fram sigur. Auðvitað telst Kasp-
arov góður að sleppa með skiptan
hlut en af skákinni má ráða að
Karpov er til alls líklegur í einvíg-
inu. Hann tefldi af miklum krafti
og virtist hvergi banginn þrátt
fyrir afar erfiða og flókna stöðu.
42. Dh5+ Biðleikurinn. Drott-
ningin valdar dl-reitinn og kem-
ur hróknum í spilið.
42. .. Kg7 43. Hf4 Dd2 44. Hg4+
Kf8 45. Df5 Dcl 46. Kh2 Dc7+
47. Df4 Þvingar fram drottningar-
uppskipti en nú hefur Kasparov
bætt vígstöðu kóngsins.
47. .. Dxf4+ 48. Hxf4 Ke8 49.
Kgl a6 50. Kf2 Kd7 51. Ke2 Kd6
52. Kd3 Kc5 53. Hc4+ Kd5 54.
Hc7 a5 55. Hc4 e5. Kasparov
þótti leggja ansi mikið á stöðuna
en það borgar sig ekki að bíða.
Takist hvítum að koma kóngi sín-
um á óskareitinn á e4 er svartur
illa á vegi staddur.
56. Hg4 Be7 57 Hg7. Karpov
hleypir e4-peðinu fram og verður
því að fara afar varlega vegna
veikleikans á a4.
57. .. e4+ 58. Ke3 Bc5+ 59. Ke2
Bd4 60. Hg5 Kc4 61. Hf5 Kc3!
Ekki dugar 61. .. Kb4 vegna 62.
Hf4 t.d. 62. .. Kxa4 63. Hxe4 og
vinnur.
62. Hh5 Kc4 63, Hf5. Það kemur
á daginn að eftir 63. Hxh4 b5! er
staðan jafntefli. Karpov þreifar
fyrir sér um stund áður en hann
fer þessa leið.
63. .. Kc3 64. Hg5 Kc4 65. Hh5
Bf6 66. Hb5 Bd4 67. Hh5 Bf6 68.
Hh6 Bd4. Hér mátti svartur vara
sig: 68. .. Bd8 69. Hd6! Bc7 70.
Hc6+ og vinnur.
69. Hxh4 b5! Lykilleikurinn.
70. axb5 a4 71. Hxe4 a3 72. b6 a2
73. Hxd4+. Það hefur lítið upp á
sig að leika 73. b7 al (D) 74. b8
(D) Da2+ 75. Kf3 Df2+ 76. Kg4
Dxg2+ því eftir drottningarupp-
skipti er staðan eftir sem áður
jafntefli.
73. .. Kxd4 74. b7 al (D). 75. b8
(D) Da6+ 76, K£2 Df6+ 77. Kgl
Ke4 78. Db4+ Kf5 79. Del Dd4+
- Jafntefli. Framhaldið gæti orð-
ið 80. Df2+ Dxf2 81. Kxf2Kf4og
svartur nær andspæninu. Drott-
ningarendatöfl með g-peð hafa
lengi verið talin unnin á þann sem
peðið hefur en hér er svarti kóng-
urinn allt of vel settur.
Umsjón:
Helgi Ólafsson
Þriðjudagur 3. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15