Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIir- Hvað finnst þér um olíu- mengunarslysið fyrir of- an Njarðvíkur? Nína Magnúsdóttir, gjaidkeri hjá Njarðvíkurbæ: - Það er ekki gott að hafa þessa tanka hérna fyrir ofan bæinn, því þeir geta mengaö vatnsbólin. Þeir eru nú að halda því fram að þetta þurfi ekki að hafa áhrif, en ég veit ekki hvað er til í því. Hjördís Árnadóttir, félagsmála- stjóri í Njarðvíkum: - Þetta er einfaldlega hræðilegt. Það er búið að vera ófremdarástand með þessa olíutanka og við höfum lengi verið hrædd um að eitthvað þessu líkt myndi gerast. Þeir hafa hins vegar sagt að þetta ætti að vera í lagi þang- að til tankarnir verða fluttir í Helguvík. Magnús Guðmannsson, verk- fræðingur í Njarðvíkum: - Við höfum lengi haft áhyggjur af olíumengun á þessu svæði. Olíutank- asvæðið er staðsett nálægt vatnsból- asvæði bæjarins og þetta eru orðin gömul og lúin mannvirki, bæði geymar og leiðslur. Þarna getur hæg- lega orðið slys án þess að menn verði þess strax varir, eins og þarna er komið í Ijós. Jón Ásgeirsson, fyrrv. sveitar- stjóri í Njarðvíkum: - Það er hrikalegt ástand ef jarðveg- urinn og jarðvatnið við vatnsbólin mengast. Það getur þýtt að flytja þurfi vatnsbólin. Við gerðum á sínum tíma áætlun um slíkt í neyðartilfelli, og það er stórfyrirtæki sem kostar mikið fé. Sigrún Sighvatsdóttir ritari: - Þetta er mjög slæmt. Það er hætta á því að vatnsbólin méngist til frambúð- ar. I FRETTIP Olíuleki Vatnsból í hættu 75000 lítrar afdíselolíu hafa lekið úr olíutönkum Bandarikjahers ut i jarðveginn ínámunda við vatnsból Njarðvíkinga. Gamall og úrsér genginn búnaður. Einu vatnsbóli hefur þegar verið lokað Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja: Höfum lengi óttast þetta Jóhann Sveinsson heilbrigðisfulltrúi: Olíubirgðageymsla hersins úr sér gengin. Öryggisbúnaður stenst ekki nútímakröfur að virtust ráðalitlir menn sem tvístigu yfir uppgreftri og ryðguðum olíuleiðslum í brekk- unum fyrir ofan Ytri Njarðvíkur í gær. Sjötíuogfimmþúsund lítrar af díselolíu voru horfnir af tönkum Bandaríkjahers, og það var eins og jörðin hefði gleypt þá í bókstaflegum skilningi, því hvergi sást vottur af þessari olíu og lekinn á leiðslunum var óf- undinn enn. Að vísu var komið í ljós að leiðslurnar frá tankinum héldu ekki þrýstingi, en nákvæmlega hvar var enn óvitað. Þegar hefur einu vatnsbóli Njarðvíkinga verið lokað vegna lekans, en að sögn Jóhanns Sveinssonar heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja liggur streymi jarð- vatns einmitt frá umræddum geymum að því vatnsbóli. Meng- unar hefur þó ekki enn orðið vart í vatni, en sýnishorn hafa verið send bæði til Háskólans og Bandaríkjanna til greiningar. Það mun fáum koma á óvart að tankarnir og leiðslurnar að þeim gefi sig, því þetta er 35 ára gamall búnaður og tankarnir sem eru of- anjarðar og enn eru í notkun standa á berum sandinum án nokkurrar steyptrar undirstöðu eða steyptrar þróar í kring, eins og sjálfsagt þykir um slíkar geymslur nú. Að sögn Friðþórs Eydal blaða- fulltrúa Bandaríkjahers eru nú 13 eldsneytisgeymar í notkun á svæðinu fyrir ofan Ytri Njarðvík, þar af 4 með frágangi eins og að ofan er lýst. Hinir eru neðanjarð- ar og er þar um að ræða stáltanka sem eru varðir með steinsteypu. Hver tankur tekur að sögn Frið- þórs um 5,3 miljón lítra af elds- neyti, og má því teljast mildi að ekki hafi meira magn runnið út í jarðveginn en raun ber vitni. Þrjár leiðslur liggja frá höfn- inni í Keflavík upp með Flugvall- arvegi að geymunum, sem einnig eru tengdir innbyrðis. Leiðsl- urnar eru fyrir þrenns konar elds- neyti, flugvélabensín, venjulegt bensín og díselolíu. Búið var að grafa niður á leiðslurnar að umræddum díseltanki á nokkrum stöðum í gær, og voru tveir bandarískir sérfræðingar mættir á staðinn til þess að kanna málið. Olíubrák var í polli ofan í einni gröfinni, og töldu bandarísku sérfræðingarnir að hér væri ekki um díselolíu að ræða, heldur væru þetta að öllum líkindum lífr- ænar leifar spýtnabraks, sem einnig mátti sjá í gröfinni við pol- linn. Það teljast væntanlega tíð- indi ef niðurgrafið spýtnabrak ummyndast í olíu á 35 árum á okkar breiddargráðu! Fulltrúar herliðsins á Keflavík- urflugvelli tilkynntu íslenskum stjórnvöldum og bæjaryfirvöld- um í Njarðvíkum og Keflavík um rökstuddan grun sinn um olíuleka þegar fyrir helgina. Hef- ur varnarmálaskrifstofa utan- ríkisráðuneytisins kvatt saman sérstakan vinnuhóp til þess að stjórna aðgerðum, en í hópnum eru Svavar Jónatansson verk- fræðingur, Oddur Einarsson bæ- jarstjóri Njarðvíkur, Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri í Keflavík, Magnús Guðjónsson heilbrigðis- fulltrúi Suðurnesja, Gunnar Ág- ústsson frá Siglingamálastofnun og Jón Jónsson jarðfræðingur. Allir þessir aðilar voru á fundi í Ytri Njarðvík þegar Þjóðviljinn var þar á ferð. í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu stendur að þess sé vænst að hægt verði að loka olíugeymslusvæðinu fyrir ofan Ytri Njarðvíkur eftir um það bil eitt og hálft ár þegar eldsneytis- birgðastöðin í Helguvík verði tekin í gagnið. — ólg Menn vita ekki en hvert olían hefur farið né hvar lekinn er. , Rannsóknarmenn kanna aðstæður og í baksýn sést tankurinn sem gasolían átti að vera í. Mynd EÓI. Við höfum lengi óttast mengun af völdum olíutankanna fyrir ofan Ytri Njarðvík, sagði Jóhann Sveinsson heilbrigisfulltrúi Suðurnesja í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Þessi búnaður sem olían er geymd í er frá árunum 1950-52 og stenst ekki nútíma- kröfur. Það er talið að lekinn hafi byrj- að fyrir viku síðan, sagði Jóhann, og í versta falli hafa um 75.000 lítrar farið niður í jarðveginn, en það er sem nemur þrem bílförm- um af gasolíu. Menn vita hins vegar ekki með vissu enn hvar lekinn hefur verið eða hvert olían hefur farið. Hins vegar bendir allt til þess að leiðsla hafi gefið sig, en leiðslan upp að tanknum er 8 tommu stálrör sem liggur á klöpp undir um eins meters djúpum jarðvegi. Mengun hefur hins veg- ar hvergi komið fram í jarðvegin- um ennþá, en við höfum þegar slökkt á dælu í einni borholu í vatnsbólum okkar, þar sem rennslistefna jarðvatnsins liggur beint frá tönkunum að þeirri holu. Aðspurður sagði Jóhann að ekki væri nákvæmlega vitað hvernig olían breiddist út, það færi eftir jarðveginum. Hins veg- ar gerðist það trúlega hægt þar sem jarðvegurinn gæti gleypt talsvert magn af olíu í sig. Jóhann sagði að reglulegt eftir- lit hefði verið haft með tönkum og leiðslum á olíubirgðasvæðinu, og hefðu olíuleiðslurnar verið þrýstingsprófaðar einu sinni á ári. Síðasta prófun fór fram í apríl síðastliðnum og kom þá enginn leki í ljós. - Þegar tankarnir voru byggðir í upphafi 6. áratugarins voru ekki gerðar sömu kröfur til mannvirkja af þessari gerð og menn gera í dag. Þá var talið nægja að hafa jarðvegsruðninga í kringum tankana eins og þarna er nú, og tankarnir voru látnir standa á berum sandinum. Nú þykir ekki annað við hæfi en að tankar af þessari gerð séu í steyptri þró sem varni því að inni- haldið fari út í jarðveginn ef slys verður. Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum, sagði Jóhann að lokum, hvert olían hefur lekið og hvert umfang skaðans er. Okkur er sagt að það sé eitt og hálft ár í það að olíubirgðasvæðið verði flutt til Helguvíkur. Vonandi verður þetta til þess að þeim á- formum verður flýtt. - ólg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.