Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Nú vinna menn saman Landsfundi Alþýðubandalagsins er lokið. Þar var kjörin ný forystusveit, og þar var lagður grunnur að beittri stefnu og skilvirkum vinnu- brögðum í starfi Alþýðubandalagsmanna, bæði samstarfinu innan flokksins og við hin brýnu verkefni í samfélaginu. Helstu tíðindi fundarins eru auðvitað glæsi- legt kjör Ólafs Ragnars Grímssonar til for- mennsku í flokknum. Hinn ótvíræði meirihlut- astuöningur er hinum nýja formanni mikilsvert vegarnesti, ekki síst vegna þess að í aðdrag- • anda kosninganna var hart barist og stundum með þeim hætti að ýtti undir fjölmiðlaspár um klofning í flokknum að landsfundi loknum. I formannskjörinu 7. nóvember var í fyrsta sinn í sögu Alþýðubandalagsins valið á milli tveggja formannsefna, og sem betur fer virðist flokkur- inn ætla að standast það próf með prýði. Það er líka mikils um vert að með Ólafi völdust nýir og efnilegir flokksmenn í forystusveitina. Til flokksstjórnar var kjörið dugmikið hæfileikafólk með trausta reynslu af ólíkum samfélagsverk- efnum, og þótt yfirbragð framkvæmdastjórnar- innar beri ekki mikinn svip endurnýjunar er miðstjórnarkjörið staðfesting þess að við for- mannsskiptin kemurtil ábyrgðarstarfa ungt fólk og hraust og tekur höndum saman við gamal- reynda flokksmenn. Við upphaf landsfundar sagði á þessum stað í Þjóðviljanum að fundurinn gæti í senn orðið lokakafli mikilvægs innra starfs í flokknum, - endurnýjunarumræðunnar í sumar - og upphaf nýrra tíma, bæði í flokknum og samfélaginu. Enn er of snemmt um það að segja hvort þessi spásögn stenst. Eftir erfiða og viðkvæma umræðu eftir kosningaósigurinn í apríl og harð- an slag um formennskuna er ekki við öðru að búast en að menn þurfi nokkrar vikur til að átta sig á nýrri pólitískri stöðu, nýjum viðhorfum og nýjum möguleikum. Og nú reynir á. Það reynir á hinn nýkjörna formann. Hann verður að sýna að til nokkurs var að veita honum þennan afdráttarlausa stuðning, og um leið að tryggja samstöðu og sættir. Það reynir á bandamenn hans í forystu- sveitinni að tengja saman hugmyndagrunn flokksins og brýn samfélagsverkefni með nýjum vinnubrögðum og starfsstíl. Það reynir á al- menna flokksmenn og stuðningsmenn að vinna með forystunni að nýrri sókn. Og ekki síst reynir á þá sem í kosningunum börðust með öðrum frambjóðanda en þeim sem kjörinn varð. Ólafur Ragnar sagði í ríkisútvarpinu í gær að fyrir formannskjörið hefðu flokksmenn skipt sér upp í Olafsmenn og Sigríðarmenn, einsog eðli- legt væri í lýðræðislegum átökum af þessu tæi. Hinsvegar væri formannskjörinu lokið, og nú væru engir Ólafsmenn eða Sigríðarmenn eftir, - eingöngu Alþýðubandalagsmenn. Hann liti á sig sem formanns flokksins alls. Fyrstu viðbrögð langflestra þeirra forystu- manna sem studdu Sigríði Stefánsdóttur benda í sömu átt, og sá vilji flokksmanna er augljós að þeir fáu sem brugðust við með heift noti næstu vikur til að stilla skap sitt og láta fornar væringar víkja fyrir skynsamlegri framtíðarpólitík. Alþýðubandalagið hefur með landsfundinum skapað sér nýja vígstöðu og undirbúið sókn sem getur skilað því til róttækra áhrifa í samfé- laginu. Sú sókn er meðal annars undir því kom- in að flokksfélagar skilji nauðsyn þess að takast í hendur og fylkja sér undir eitt merki. Það þýðir ekki að menn eigi að hætta að takast á, - því að átakalaus stjórnmálaflokkur er lítils virði og sú vinstrifylking aum þarsem ekki fer fram stöðug umræða um stefnu og vinnubrögð. En menn verða að sætta sig við úrslit þessarar orrustu og mega ekki bregðast við með því að henda sér ofaní nýjar skotgrafir. Nú verða menn að vinna saman. -m KLIPPT OG SKORIÐ Týndir ballgestir í opnusamantekt í DV var þvert yfir síðu auglýst eftir týndri kynslóð. Týnda kynslóðin er ófundin“. Vel hefði hrollur getað farið um lesandann: hann gat bú- ist við átakanlegri lýsingu á því hvernig heil kynslóð hæfileika- fólks hefði týnst í meiriháttar sál- arkreppu eins og áður fyrr þegar svo var til orða tekið. En viti menn: harmleikurinn var dæmi- gerður íslenskur stormur í vatnsglasi, eða réttara sagt asna- glasi. Það sem blaðið átti við var það að „gestum vínveitingahúsa fer sífellt fækkandi“ eins og skýrt er tekið fram í undirfyrirsögn. Síðan velta menn vöngum yfir þessu hér: vínveitingahúsum hef- ur snarfjölgað í landinu en gest- um ekki. Og menn vita ekki hvernig á þessu stendur. Ólafur Laufdal veitingamaður kennir því um að óvirkir alkóhólistar séu orðnir svo margir. Eða þá því að það sé tiltölulega ódýrt að skreppa í helgarferð út fyrir landsteinana. Og svo framvegis. Vitaskuld geta allir (nema veitingamenn) verið því fegnir að þeim fækkar heldur sem fara „út að skemmta sér“ með þeim hætti sem hér er á dagskrá. Þetta er ekki vandamál fyrir fimm aura. En þetta er engu að síður fróðlegt mál: enn eitt dæmið um að feiknalega sterk þjóðtrú hefur orðið fyrir skakkaföllum. Sú trú sem segir því meira þeim mun betra. Þvi meira því betra Við þekkjum það frá því við vorum krakkar að það er erfitt að standast freistingar þessarar trú- ar. Fimmkrónuís hlýtur að vera betri en túkallís. Sá sem kemst þrisvar í bíó á viku hverri er sælli en sá sem kemst ekki nema einu sinni. Að ekki sé talað um þá sjálfsögðu grundvallarstaðreynd að hundrað tonn af þorski eru betri en fimmtíu tonn. Svo leiðir hvað af öðru þar til öll lífsstefnan verður sú að trúa á meira magn, og undir hana er kynt rækilega með rammáfengri blöndu auglýsinga og pólitískrar innrætingar sem segir að sá mað- ur sé ekki frjáls sem ekki noti og neyti og nýti meira og meira í dag en í gær. Óg sá sem öðruvísi hugs- ar er íhaldssamur, leiðinlegur og á móti frelsinu. En svo verður maður allt í einu var við það allt um kring, að ein- hver þreyta kemst í þensluna og neyslugleðina. Ballgestir mæta ekki hvað sem hver segir. Við fjölgum ljósvakafjölmiðlum snarlega og fyrst eru menn mjög spenntir yfir þeirri þróun. En svo tekur við einhver dofi og drungi og afskiptaleysi og menn fara að gleyma því að hljóðvarp sé til yf- irleitt og meira að segja sjón- varpsnotkun skreppur saman. í framhaldi af þessu fara svo þeir sem í gær voru sælir og bjart- sýnir á frelsið og magnið að klóra sér í hausnum. Meira að segja Morgunblaðið ymprar á því að það þurfi að hafa eftirlit með of mörgum og þar með of lágkúru- legum fjölmiðlum. Eða þá of mörgum skreiðarsölum á rýrum mörkuðum. Að dansa með í staðinn fyrir það að framtaks- semin sé talin góð í sjálfu sér heyrast úr ólílegustu stöðum kvartanir um að alltof margir séu að vasast í rekstri, alltof margir ætli sér að græða á einu og sömu hugmyndinni og að stríðskostn- aðurinn við alla þá gróðadrauma sé alltof mikill, bæði á mennsku plani og fjárhagslegu. Við hér á Þjóðviljanum áttum lengi vel einkarétt á nöldri um offjárfest- ingu í verslun og öðrum þjón- ustugreinum, en nú lekur sú tón- list út um allan Tímann og langt inn í raðir einkaframtaksins. Til dæmis í viðtali í Alþýðu- blaðinu um helgina við Ólaf Laufdal, sem á Broadway, Hótel Borg, Hollywood, ferðaskrif- stofu, bflaleigu og fleira. Hann er náttúrlega með frelsinu. En um leið er hann alveg grallaralaus, hlessa og gáttaður á frelsinu og er þetta harður tilvistarhnútur. Ólafur segir meðal annars: „Þetta er brjálæði eins og það er í dag. Hvaða vit er að reisa 76 verslanir inni í Kringlu á sama tíma og hundruð verslana berjast í bökkum... Mönnum er gert alltof létt í dag að stofna fyrirtæki. Þess vegna fara menn unnvörpum á haus- inn.... Ég held að það eigi að vera hægt að stoppa menn af áður en komið er út í tóma vitleysu... Ólafi þykir það skjóta skökku við, ef allir ætli sér að lifa af versl- un, en engir fáist smám saman í iðngreinar og í sjávarútveginn". Menn geta náttúrlega borið fram meinlegar skýringar á því hvers vegna stórfiskur eins og Ólafur Laufdal hefur horn í síðu annarra einkaframtaksmanna - ekki síst þegar hann er nú síðast að reisa nýtt hótel þar sem „2500 manns eiga að geta skemmt sér í einu og 1300 manns geta borðað sarnan" ( á tímum minnkandi að- sóknar að veitingahúsum sem fyrr var um getið). Sjálfur aðhyll- ist hann svo einskonar grimma forlagahyggju í þessum málum sem hann lýsir svo: „Það er til dæmis alltofmikið byggt í landinu... Menn kroppa augun hver úr öðrum með þessu háttalagi. Ég er hér enginn eftir- bátur en ef þú tekur ekki þátt í þessum darraðardansi ertu undir.“ Með örðum orðum: manneskj- an er dæmd til að byggja, til að offjárfesta, til að ganga þvert á förtölur skynseminnar, það er hennar harmleikur undir sólu frelsisins. ÁB þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, össurSkarphéðinsson. Frétta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Ðergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlttsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöalu- og af greiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. MargrétÓskarsdóttir. Afgreiðala: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Ir.nbelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð flausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrlftarverð á mónuðl: 600 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.