Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 9
LANDSFUNDUR
Guðbjörg: Svo framarlega sem
menn standa heilir í baráttunni þá
er ekkert að óttast.
Afar ánægð
Guðbjörg
Róbertsdóttir:
Flokkurinn á eftir
að eflast
Ég held að þetta hafi verið
ágætur landsfundur og ég er afar
ánægð með nýja forystu fiokks-
ins, sagði Guðbjörg Róbertsdótt-
ir um fundinn.
„Ég hef fulla trú á því að þessi
forysta geti rifið flokkinn uppúr
þeirri ládeyðu sem hann hefur
verið í að undanförnu. Flokkur-
inn á eftir að eflast. Svo framar-
lega sem menn standa heilir í bar-
áttunni þá er ekkert að óttast“.
K.Ol.
Ágreiningur um foiystu eðlilegur
Ármann Ægir Magnússon: Ánægður með skýra afstöðu í vali áfor-
ystu
um það hvernig landsfundurinn
Ég er ánægður með þennan
landsfund að mörgu leyti. Ég er
t.d. mjög ánægður með að kosið
var til formanns og að það haii
komið fram skýr afstaða í vali á
forystu. Það er ekkert nema eðii-
legt í stjórnmálaflokki að fólk
greini á um forystu, en eftir kosn-
ingar á fólk að fylkja liði um nýja
forystu og málefni flokksins,
sagði Ármann Ægir Magnússon
hefði til tekist.
„Skipulag landsfundarins hef-
ur hins vegar verið afar slæmt.
Það er t.d. fráleitt að kosið sé í
miðstjórn á síðasta degi fundar-
ins. Margir landsbyggðarfulltrú-
arnir þurfa að leggja af stað strax
eftir hádegið á síðasta degi og
missa þ.a.l. af kosningunni.
Ég er ekki mjög hrifinn af
þeirri tillögu sem hér var lögð
fram um að formenn verði fram-
vegis kjörnir í félögunum. Mér
finnst hins vegar að stefna ætti að
því að miðstjórnarfulltrúarnir
verði alfarið kosnir í félögunum.
Ég trúi því að það sé vinstri
uppsveifla í nálægð. Ef rétt verð-
ur á málum haldið þá ætti flokk-
urinn að geta nýtt sér hana og
eflst sem stjórnmálaflokkur". -
— KOI.
Ármann Ægir: Skipulagið á
landsfundinum hefur verið afar
slæmt.
Slappur landsfundur
Björn Valur Gíslason: Óánœgður með nýkjörnaforystu nemafram-
kvœmdastjórn. Almennt áhugaleysi á málefnunum á fundinum
Björn Valur: í nýkjörinni stjórn eru
allir af sama sauðahúsi og þetta
fólk á ekki eftir að stuðla að upp-
gangi flokksins.
Ég er óánægður með nýkjörinn
formann og stjórn flokksins, en er
hins vegar ánægðari með ný-
kjörna framkvæmdastjórn. Þar
finnst mér hafa valist gott fólk,
sagði Björn Valur Gíslason um
nýkjörna forystu Alþýðubanda-
lagsins.
„Ég held að fólk þurfi ekkert
að óttast að stjórnin verði ekki
samhent, það fólk sem hana
skipar er allt af sama sauðahúsi.
Ég er hins vegar á þeirri skoðun
að stjórnin eigi að vera skipuð
fólki með svipaðar áherslur, en
ég hef enga trú á því að þessi
stjórn eigi eftir að stuðla að upp-
gangi flokksins.
í kjöri landsfundarmeðlima í
framkvæmdarstjórn kemur hins
vegar fram að fólki var farið að
ofbjóða útþurrkunarstefna Ólafs
Ragnars. Úrslitin sýna líka að
stór hluti fólks í Reykjavíkurfé-
laginu er ekkert sérstaklega virk-
ur. Það vantaði u.þ.b. 20 aðal-
menn í Reykjavík á staðinn þegar
kjör framkvæmdanefndar fór
fram.
í heildina séð var landsfundur-
inn slappur. Fólk kom illa undir-
búið í flestum málaflokkum.
Menn virtust mjög áhugalausir
og það var sífellt verið að af-
greiða mál til miðstjórnar í stað
þess að afgreiða þau á fundinum.
En nú þegar forysta Alþýðu-
bandalagsins hefur verið kjörin
þá er ekkert annað að gera en að
sætta sig við orðinn hlut og halda
starfinu áfram.“
- KÓI.
Brynja: Málefnin hverfa í skugg-
ann af formannskjörinu.
Ágústa: Ég er ekki fjarri því að
það sé skynsamlegast að mið-
stjórn kjósi formanninn.
Einar Már Sigurðsson: Væring-
ar áranna 1985 til 1987 heyri til
undantekningar í sögu flokksins.
mynd E.ÓI.
Flokkurinn sterkari
Brynja Svavarsdóttir: Hef trú á nýrri forystu
Ég hef fulla trú á því að flokk-
urinn komi sterkari út eftir þenn-
an landsfund og ég hef trú á nýrri
forystu flokksins, sagði Brynja
Svavarsdóttir um væntanlegan
árangur af landsfundinum.
„Það eru auðvitað sárindi hjá
mörgum vegna formannskjörs-
ins, en þau eiga eftir að ganga
yfir, og ég hef enga trú á því að
nokkur gangi úr flokknum.
Ég er ánægð með það að for-
maðurinn skuli vera valinn með
kosningu, en mér finnst samt sem
áður að málefnin hverfi í skugg-
ann á formannskjörinu, bæði á
fundinum og í fjölmiðlum. Á
landsfundi eiga málefnin að vera
aðalatriðið. A þessum fundi hafa
mörg góð mál verið afgreidd, en
það kemst ekki til skila til al-
mennings því fjölmiðlarnir klifa
baraáformannskjörinu. Kannski
er lausnin sú að formaðurinn
verði framvegis kjörinn úti í fé-
lögunum, en á fundinum var lögð
fram tillaga þess efnis.“
KÓI.
Formannskjörið
of áberandi
✓
Agústa Guðmundsdóttir: Landsfundurinn
hefði mátt afgreiða fleiri mál en raun ber vitni
Ég er ánægð með þennan
landsfund að öðru leyti en því að
mér finnst að fleiri mál hefði mátt
afgreiða á fundinum, sagði Ág-
ústa Guðmundsdóttir um árang-
ur landsfundarins.
„Ég er sérstaklega óánægð
með það að tillögur til laga-
breytinga hafi verið settar í
nefnd. Það á hreinlega að lengja
landsfundinn ef ekki vinnst tími
til þess að afgreiða öll inál.
Ég hef nokkuð góða trú á því
að nýkjörin forysta flokksins eigi
eftir að vera málefnaleg og vinna
vel saman. Annars finnst mér
formannskjörið hafa verið of
áberandi á þessum fundi. Ég er
ekkert frá því að það væri
skynsamlegast að miðstjórn kysi
formanninn."
KÓl.
Markar viss tímamót
Einar Már Sigurðsson, Neskaupstað: Allir
leggist á eitt að efla Alþýðubandalagið
- Landsfundurinn var býsna
góður. Ég held að allir eigi að geta
sætt sig við niðurstöðuna. Menn
virtust almennt þokkalega sáttir,
með örfáum undantekningum.
Niðurstaða formannskjörsins var
það afdráttarlaus að flokksfé-
lagar munu styðja einhuga við
nýjan formann, sagði Einar Már
Sigurðsson, fulltrúi fyrir Norð-
firðinga á landsfundinum.
- Ég vona sannarlega að þess-
ari niðurstöðu fenginni, að allir
flokksfélagar, hvar í sveit sem
þeir skipuðu sér, hafi það að
markmiði að efla og stækka Al-
þýðubandalagið, svo það verði
hæfara til að standa undir því
hlutverki sem því var í upphafi
ætlað.
Ég vil bara í þessu sambandi
minna á og taka undir þá ósk frá-
farandi formanns, að væringar
áranna 1985 til 1987, heyri til
undantekningar í sögu flokksins,
sagði Einar Már. -rk
Þrlðjudagur 10. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Auglýsing
frá landbúnaðarráðuneytinu um innflutn-
ing jólatrjáa.
Að gefnu tilefni vekur ráðuneytið athygli á því að
samkvæmt 42. grein laga nr. 46/1985 er innflutn-
ingur jólatrjáa óheimill nema með leyfi land-
búnaðarráðuneytisins.
Landbúnaðarráðuneytið
5. nóvember 1987
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
Sveinsína Ágústsdóttir
frá Kjós í Árneshreppi
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11.
nóvember kl. 13.30.
Sigurbjörg Alexandersdóttir Eyjólfur Valgeirsson
Kristín Guðmundsdóttir
Skúli Alexandersson Hrefna Magnúsdóttir
Alda Alexandersdóttir Stefán Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Lestu
, aðeins
stjomarbkiðin?
DJOÐVIUINN
Höfuðmálgagn
stjómarandstöðunnar
Áskriftarsími (91)68 13 33.
Augiýsið í Þjóðviljanum