Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 5
LANDSFUNDUR Frá slitum Landsfundarins. Nýkjörin stjórn og starfsmenn fundarins taka saman höndum og syngja Internationalinn með fundarmönnum. Frá v. Bjargey Einarsdóttir, Björn Grétar Sveinsson, Svanf ríð- ur Jónasdóttir, Jóhann Arsælsson, Kristinn R. Einarsson, Olafur Ragnar Grímsson, Adda Bára Sigfúsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir sem leiddi sönginn. Mynd - E.OI. Stjórnmálaályktun 8. landsfundar Alþýðubandalagsins Stytting vmnutímans er lykill að framfömm Alþýðubandalagið lýsirfullkominni andstöðu við ríkisstjórnina og býr sig undir harðnandi baráttu um skiptingu þjóðarteknanna Aðalverkefni Eitt stærsta verkefni flokksins og verkalýðshreyfingarinnar er að stuðla að raunhæfri áætlun um markvissa styttingu vinnutímans á tilteknu árabili. Vinnuþræl- dómurinn er einn ljótasti blettur- inn á samfélagi okkar enda skera íslendingar sig úr öðrum þróuð- um þjóðfélögum að þessu leyti. Fyrir liggur, eftir yfirvinnubann- ið fyrir 10 árum, að unnt er að halda tekjum fólks óbreyttum í flestum fyrirtækjum með mun styttri vinnutíma. Stytting vinnutímans er lykill- inn að félagslegum og menning- arlegum framförum á flestum sviðum: * Það er stærsti þátturinn í fjöl- skyldustefnu. * Það er þýðingarmesta atriðið í því að byggja upp samfélag sem er betra við börnin. * Það er veigamesti þátturinn í því að stuðla að raunverulegu jafnrétti kvenna og karla. * Það er úrslitaatriði í framþróun menningarsamfélags með víð- tækari þátttöku almennings. Styttingu vinnutímans verður jafnframt að fylgja átak til þess að skapa aðstæður fyrir þrosk- andi og menningarlegar tóm- stundir. Stytting vinnutímans er einnig liður í því að bæta atvinnulífið. Erlend atvinnufyrirtæki byggjast einvörðungu upp á dagvinnu. Það er því liður í því að samræma samkeppnisskilyrði atvinnuvega okkar við innflutning að stytting vinnutímans hafi átt sér stað hér á landi þannig að vinnutími hér sé svipaður og gerist í grannlöndum okkar. Annað stórt verkefni er að tryggja öryggi og aðbúnað þeirra hópa sem mest þurfa á velferðar- þjónustu þjóðfélagsins að halda. Aldraðir, fatlaðir og einstæðir foreldrar eiga rétt á mannsæm- andi lífi. Lífeyriskerfið, hús- næðiskerfið, dagvistarþjónustu og aðra þætti velferðarkerfisins verður að gera þannig úr garði að allir þegar þjóðfélagsins sitji við sama borð. Stjórnmálaþróunin undanfarna mánuði Þegar kosningaútslitin í vor lágu fyrir varð fljótt ljóst að íhaldsstjórnin mundi starfa áfram annað hvort með stuðningi Borg- araflokks eða Alþýðuflokks. Þessi íhaldsstjórn hefur nú stigið sín fyrstu skref með árásum á kjör almennings og ber þar hæst álagningu matarskatts. Ríkis- stjórnin hefur haldið þannig á efnahagsmálum að verðabólga hefur vaxið og raunvextir hafa aldrei verið hærri en þeir eru nú. Aðild Alþýðuflokksins að ríkis- stjórninni hefur ekki fært hana nær jafnaðarstefnu. Hún hefur hvergi sýnt lit á því, ekki í byggð- amálum, ekki í kjaramálum, ekki í skólamálum, ekki í menning- armálum, ekki í skattamálum. Þeir sem hafa rakað saman gróða í góðærinu eru ríkari nú en nokkru sinni fyrr og þeir fá að hafa auð sinn í friði fyrir ríkis- stjórninni sem hefur enn enga til- burði uppi til þess að skattleggja fyrirtækin né stóreignirnar. Eina framlag þeirra í skattamálum er matarskatturinn. í atvinnumálum hefur ríkis- stjórnin lagt fram frumvarp á Al- þffigi sem gengur út á það að sam- þykki iðnaðarráðherra nægi til að opna fyrir erlendum fyrirtækj um. Þá væri unnt að reisa hér álver að meirihluta í eigu útlendinga án þess að málið væri einu sinni bor- ið undir Alþingi. Þetta er fráleit og háskaleg stefna og getur með öðru orðið til þess að veikja for- sendur hins efnahagslega sjálf- stæðis þjóðarinnar. Hér hafa oft farið fram deilur um þátttöku er- lends fjármagn í íslensku atvinnulífi. Nú á bersýnilega að leiða erlent fjármagn til öndveg- is, því eina tillagan sem ríkis- stjórnin hefur lagt fram í atvinnu- málum frá því að Alþingi kom saman, opnar þannig fyrir eignar- aðild útlendinga. Alþýðubandalagið lýsir fullri andstöðu við þessa stefnu ríkis- stjórnarinnar. Fátt er nú mikil- vægara í sviptingum hins alþjóð- lega auðmagns en að standa traustan vörð um sjálfstæði þjóð- arinnar og skýlaust forræði ís- lendinga sjálfra í öllum atvinnu- rekstri er algert úrslitaatriði sem Alþýðubandalagið mun aldrei hvika frá. Verkefnin hér og nú Alþýðubandalagið telur að eftirfarandi verkefni séu megin- atriði íslenskra stjórnmála. 1. Að afnema matarskattinn en leggja í staðinn skatta á stór- Framhald á bls. 6 Þriðjudagur 10. nóvember 1987 ÞJÓÐViLJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.