Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 3
FRETT1R
Mosfellslandið
Prestur og Skógrækt deila
„Stjórn Prestafélags íslands
telur að auðvelt sé að koma á sátt-
um í þessu máli þannig að ekki sé
verið að ögra réttlætisvitund okk-
ar eða ganga á eignarrétt kirkj-
unnar, né að gengið sé fram af
Skógrækt ríkisins á nokkurn
hátt. Við erum raunar tilbúnir að
reyna slíkar sættir ef málsaðilar
hafa áhuga á, enda sé þá farið að
iandslögum.“
Pannig hljóðar niðurlag lang-
rar og ítarlegrar rökstuddrar
álitsgerðar, sem stjórn Prestafé-
lags íslands lagði fram á blaða-
mannafundi í gær. Er tilefnið
frétt í Ríkisútvarpinu þann 6.
nóv. s.l. þar sem greint er frá ósk
Skógræktar ríkisins um að fá af-
not af 600 ha úr landi
prestsetursins Mosfells í Gríms-
nesi, til 115 ára. í umfjöliun máls-
ins telur stjórnin að ómaklega
hafi verið vegið að sóknarprestin-
um.
Þegar þreifingar hófust um
skógræktarmálin gerði sóknar-
presturinn tilboð um að landið
yrði heimilt gegn 150 þús. kr. árs-
leigu. Það var umræðugrundvöll-
ur en ekki úrslitaboð. Síðan hefur
lítt verið við hann rætt og þá helst
til að gefa í skyn hugsanlega ein-
hliða aðgerðir ráðherra. Bréfi um
þetta mál, sem stjórn Prestafé-
lagsins sendi kirkjumálaráðherra
þann 5. okt. s.l. hefur aldrei verið
svarað.
- Við lítum svo á að það sé við
ráðuneytið að semja um þetta
mál en ekki viðkomandi prest og
sendum því erindi okkar til ráð-
herra samkvæmt hans ósk, sagði
Sigurður Blöndal skógræktar-
stjóri í samtali við Þjóðviljann í
gær. Hann sagði óeðlilegt að ætla
að semja um leigu á landi til 115
ára við prest sem væri jafnvel far-
inn af jörðinni eftir skamman
tíma.
- Þá finnst okkur fjarstæða að
tala um leigu á opinberri jörð
fyrir 150 þús. kr. á ári. Við buð-
um 100 þús. kr. og þá um leið
afnot af húsum sem reyndar eru
flest dæmd ónýt. Við bjóðum
ekki hærri leigu en bíðum eftir
svari frá kirkjumálaráðherra því
það er við hann einan að semja í
þessu máli, sagði Sigurður
Blöndal.
- mhg/- Ig
Undirbúningur að byggingu ráðhúss í Tjörninni er þegar kominn á fulla ferð þtátt fyrir það að byggingin er hvergi samþykkt á skipulagi borgarinnar.
Tjarnarframkvœmdir
Ennþá órætt í Skipulagsnefnd
Guðrún Ágústsdóttir: Óeðlilegt aðfá málið ekki til afgreiðslu. Hvergi
gert ráðfyrir ráðhúsinu á skipulagi
lagði Guðrún fram fyrirspurn um Tjörninni yrði háttað en borgar-
k að vekur óneitanlega furðu að
wr Skipulagsnefnd borgarinnar
skuli ekki enn vera farin að fjalla
um staðsetningu væntanlegs ráð-
húss í Tjörninni og það er ófært ef
ekki á að taka málið fyrir fyrr en
byggingaframkvæmdir _ verða
hafnar, sagði Guðrún Ágústs-
dóttir borgarfulltrúi í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Á fundi Skipulagsnefndar í gær
hvenær ráðhússbyggingin yrði
tekin fyrir í nefndinni en á Kvos-
arskipulaginu sem borgarstjórn
afgreiddi frá sér 2. október er
ekki gert ráð fyrir neinni bygg-
ingu í Tjörninni.
Þá spurðist Guðrún einnig fyrir
um hvernig grenndarkynningu á
fyrirhuguðum framkvæmdum í
yfirvöld hafa þegar óskað eftir
því að reka staura í hús við Tjarn-
argötuna til að mæla hugsanlegt
sig vegna framkvæmdanna í
Tjörninni.
íbúar í Grjótaþorpi Diafa mót-
mælt og kært fyrirhugaðan flutn-
ing á húsi Félagsmálastofnunar
við Tjarnarendann á auða lóð á
horni Túngötu og Garðastrætis.
Guðrún Ágústsdóttir lagði í gær
fram tillögu í skipulagsnefnd um
að að fallið yrði frá þessari stað-
setningu og húsinu fundinn annar
staður. í samtali við Þjóðviljann
sagði Guðrún að húsið myndi t.d.
sóma sér vel ef það yrði fært yfir
Vonarstrætið á auða lóð sem þar
er, en hún er í eigu Alþingis.
-•g-
Friðarvika
Hættan á
geislamengun
í þessari viku standa samtök
vísindamanna um allan heim
fyrir fundum um friðarmál.
Samtök íslenskra eðlisfræðinga
gegn kjarnorkuvá standa af þessu
tilcfni fyrir fræðslufundi um
geislamengun í hafínu, og verður
fundurinn haldinn í Skólabæ,
Suðurgötu 26, annað kvöld kl.
20.30.
Á fundinum mun Páll Theo-
dórsson, eðlisfræðingur flytja er-
indi um endurvinnslu kjarnaelds-
neytis og Dounray og Tómas Jó-
hannesson, jarðeðlislifræðingur
flytur erindi um hættu á geisla-
mengun frá kjarnorkuknúnum
skipum og kafbátum.
Viðbrögð annarra flokka við nýrri forystusveit
Alþýöuflokkur Borgaraflokkur 1 ekki á milli mála að Ólafur Ragn- I ar hefur mikla hæfileika og dugn- Kvennalisti Framsóknarflokkur \
Áhætta tekin Framtíðin tr B að til að skapa nýtt afl. Svo er bara að bíða og sjá hvernig til tekst." Glaðari Næst eining?
Sighvatur
Björgvinsson: Hefði
sjálfur kosið Ólaf
Ragnar
„Ég vil nú byrja á því að óska
Olafi Ragnari Grímssyni til ham-
ingju með kjörið. Þetta var góður
sigur hjá honum og ég óska hon-
um alls góðs í formannsstarfinu,“
sagði Sighvatur Björgvinsson
þegar hann var spurður um
niðurstöðu formannskjörsins hjá
Alþýðubandalaginu.
„Mér fannst þetta mikil tíð-
indi. Flokksfólk í Alþýðubanda-
laginu komst að annarri niður-
stöðu en flestöll forysta flokks-
ins. Þegar menn velja til forystu
mann einsog Ólaf Ragnar taka
þeir áhættu. Sú áhætta getur virk-
að á báða bóga. Sjálfur hefði ég
kosið Ólaf Ragnar ef ég hefði
verið í Alþýðubandalaginu.“
Sighvatur sagði þetta góða
niðurstöðu frá sjónarhóli Al-
þýðuflokksmanna þar sem sam-
starf flokka krossaðist á víxl og að
reynsla hans af samstarfi við Ölaf
Ragnar væri góð.
„Þá er ekki verra að hann er
ísfirðingur."
0VISS
Albert
Guðmundsson:
Ólafur Ragnar
umdeildur maður
sem á mikið og erfitt
starfframundan
„Ég óska Ólafi Ragnari til ham-
ingju með kjörið,“ sagði Albert
Guðmundsson.
„Ólafur Ragnar er mjög um-
deildur maður og á eflaust mikið
og erfitt starf framundan."
Albert sagði að kjör Ólafs
Ragnars staðfesti þá þróun sem
verið hefur í Alþýðubandalag-
inu.
„Flokkurinn hefur verið að
þróast frá því að vera forystu-
flokkur í verkalýðsmálum í gáfu-
mannafélag. Ég gæti trúað að sú
þróun haldi áfram, þannig að
þegar tímar líði fram verði Al-
þýðubandalagið mjög ólíkt því
Alþýðubandalagi sem Lúðvík
Jósepsson, Svavar Gestsson o.fl.
störfuðu fyrir. Framtíð Alþýðu-
bandalagsins er mjög óviss undir
forystu Ólafs Ragnars. Það fer
-Sáf
Sjálfstæðisflokkur
Aherslurnar
skýrast
Halldór Blöndal:
Áminning til allra
frjálst hugsandi
manna
„Þetta eru góðar fréttir út frá
sjónarmiði okkar Sjálfstæðis-
flokksmanna. Áherslurnar í póli-
tíkinni munu skýrast,“ sagði
Halldór Blöndal.
„Nú verður enn meira áber-
andi en áður hvaða hætta vofir
yfir okkur ef lausungin af vinstri
væng stjórnmálanna færist yfir á
hægri vænginn, þannig að við
Sjálfstæðismenn náum ekki okk-
ar fyrri stöðu. Þetta er áminning
til allra frjálst hugsandi manna,
að halda vöku sinni og standa
vörð urn þau þjóðlegu verðmæti
sem Sjálfstæðisflokkurinn stend-
ur fyrir.“
-Sáf
að sjá konu
Kristín Einarsdóttir:
Skil ekki afhverju
Alþýðubandalagið
þarfformann
„An þess að ég sé að blanda
mér í innanflokksátök í Alþýðu-
bandalaginu, þá verð ég samt að
segja, að ég hefði orðið glaðari að
sjá konu í formannssæti hjá Al-
þýðubandalaginu,“ sagði Kristín
Einarsdóttir.
Kristín sagði að það sama hefði
gilt við kjör forseta Sameinaðs
þings, þar hefði hún viljað sjá Sa-
lóme Þorkelsdóttur.
„Ég skil ekki afhverju Alþýðu-
bandalagið þarf að hafa formann.
Við höfum engan formann og
þurfum því ekki að berast á bana-
spjót um þessa eftirsóttu stöðu.“
Kristín sagðist ekki vita hvort
Alþýðubandalagið breyttist með
tilkomu nýs formanns. „Það á
eftir að koma í ljós. Ég ímynda
mér að það hefði breyst meira ef
kona hefði verið kjörin í emb-
ættið.“
-Sáf
Meiri breyting en ef
Ólafur Ragnar hefði
ekki náð kjöri
„Ég hef gengið á allan þing-
flokk Alþýðubandalagsins og ósk-
að honum til hamingju með hinn
nýja formann, og fcngið misjafn-
ar undirtektir. Ég óskaði líka hin-
um nýkjörna formanni til ham-
ingju með kjörið,“ sagði Ólafur
Þ. Þórðarson.
„Vafalaust þýðir þetta
breytingu fyrir Alþýðubandalag-
ið, að minnsta kosti stærri
breytingu en ef Ólafur Ragnar
hefði ekki náð kjöri. Menn hafa
litið svo á að hinn kandídatinn
hafi verið fyrir ríkjandi öfl í Al-
þýðubandalaginu. Það ræðst svo
á næstu misserum hvort eining
næst um þessa ákvörðun.“
Ólafur Þ. sagði að ríkjandi öfl
hafi verið þoluð innan Alþýðu-
bandalagsins og bjóst hann við að
svo verði áfram.
„Með því er ég ekki að segja að
sigur Ólafs Ragnars verði ekki
þolaður af þeim öflum sem
greiddu honum ekki atkvæði.
Það er einfaldlega ekki vitað í
dag.“ -Sáf
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3