Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 10
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun á vorönn 1987 Innritun stendur nú yfir og henni lýkur 5. desemb- er. Þetta nám er í boði: I. Dagnám: 1. Samningabundið iðnnám. 2. Grunndeild málmiðna 3. Grunndeild tréiðna 4. Grunndeild rafiðna 5. Framhaldsdeild rafvirkja/rafvélvirkja 6. Framhaldsdeild rafeindavirkja 7. Framhaldsdeild bifvélavirkja 8. Framhaldsdeild hárgreiðslu 9. Framhaldsdeild húsasmíði 10. Fornám 11. Almennt nám 12. Tækniteiknun 13. Rafsuða 14. Tölvubraut 15. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi) II. Kvöldnám: 1. Meistaranám (húsasmíði, múraraiðn og pípu- lögn). 2. Öldungadeild a) Grunndeild rafiðna b.) Framhaldsdeild í rafeindavirkjun Fyrri umsóknir, sem ekki hafa verið staðfestar með skólagjöldum, þarf að endurnýja. Framhaldsdeildanemendur sem hyggja á nám á vorönn verða að staðfesta það með skólagjöld- um fyrir 5. des. nk. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans og hjá námsráðgjöfum. Innritun í ein- stakar deildir er með fyrirvara um næga þátttöku. Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 9.30- 15.00. tækniskóli íslands Frá Tækniskóla íslands Um nám sem hefst í janúar 1988. REKSTRARDEILD: a) S1. fyrsta önn af níu á námsbraut í iðnaðar- tæknifræði; þriðju önn (S3) lýkur með námsstig- inu iðnrekstrarfræðingur. I S1 er fullskipað. b) S3S, ein viðbótarönn fyrir iðnfræðinga, út- vegstækna o.fl. til lokaprófs í iðnrekstrarfræði. c) S4, fjórða önn af níu sbr. a). Þessi nýjung er auglýst með fyrirvara um heimild í næstu fjár- lögum. d) (samvinnu við rafmagnsdeild og í samráði við Rafmagnseftirlit ríkisins er áætlað kvöldnám sem dreift verður á tvær annir til löggildingar fyrir raf- verktaka. Á haustönn 1988 er áætlað að bjóða þessa menntun í dagskóla og Ijúka henni á einni önn. í FRUMGREINADEILD er hægt að hefja nám eða koma inn á síðari stig á fjögurra anna námsbraut til raungreinadeildar- prófs. Fullnægjandi umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans (s. 91-84933) að Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, fyrir 23. nóv. nk. Nemendur komi til viðtals 6. jan. en reglubundin kennsla hefst fimmtudag 7. jan. 1988. Rektor Lokað verður þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.00 til 15.00 vegna jarðarfarar Ósk- ars Sigurgeirssonar. Flugmálastjórn Japönsk fyrirtæki standa orðið fyrir haustlitaferðum til hinnar strjálbyggðu eyjar Hokkaido. í sveitasælumyndverkinu að tarna endurspeglast löngun margra landsmanna eftir óspilltara umhverfi en þeir eiga við að búa. Japan Að komast burt Óbyggðirnar heilla. Yfirvinnuþrœlar stórborganna í fyrirtœkjaferðir til Hokkaido Borgarhluti í Tókíó: óvíða á byggðu bóli eru þrengslin slík sem þar, enda meiriháttar upplifun fyrir vinnuþjakaða íbúana að komast burt um stundarsakir. sem skrjálast um með þumalfing- fjölskylda nokkur hafi skotið yfir urinn sem sitt samgöngutæki, og sig skjólshúsi þegar puttaferða- bílstjórar taka puttalingana uppí laginu sleppti, framreitt máltíð jafnvel þótt þeir tali ekki orð í og búið upp rúm handa honum, máli innfæddra. Gestrisni er í há- og það þótt tungumálamúrinn vegum höfð; amerískur ferða- hafi séð til þess að þau gátu ekki langur hefur þá sögu að segja að skipst á einu orði. HS r írland „IRA ber sökina“ Istórborgum Japan eru gras- blettir og gróðurreitir álíka sjaldséð þing og frístundir íbú- anna.Fyrir bragðið flykkjast þeir til hinnar strjálbyggðu eyjar Hokkaido í nauraum fríum til að njóta óspilltrar náttúru og slaka á. -Hingað komum við til að horfa á trén, sagði miðaldra mað- ur sem sat með félögum sínum í hlíðum hæsta fjallsins á eynni, Asahi í Klofsnjóafjallgarðinum. „Þetta er ferð á vegum fyrirtækis- ins til að virða fyrir sér haustlit- ina,“ sagði hann. í túristabókum um Hokkaido eru taldir upp heppilegir staðir til að fylgjast með sólsetrinu við Ok- hotskhaf, svipast um eftir villtum refum og björnum, og jafnvel skima yfir til Sovétríkjanna. Verkafólk í stórborgunum á sléttum Japan býr við mikla yfir- vinnu og oft ekki nema vikufrí á ári, og því er þessvegna mikil hvfld í því að komast á fáfarnar slóðir, óspilltar af mannavöldum, norður í landi. Ferðalangar á Hokkaido geta buslað í hvera- vatni í eldfjallasprungum, étið ferska ávexti beint úr aldingörð- unum, og á vetrin má bregða sér á skíði í bestu brekkunum sem er að hafa á Japanseyjum. Hokkaidoeyja er hérumbil eini staðurinn á Japanseyjum þar sem enn má sjá grashaga og kýr á beit. Þaðan koma og flestir uppúr- standandi sumoglímukappar landsins. Eyjan er einnegin heimkynni ainufrumbyggjanna, en sá dular- fulli kynflokkur telur nú um þrjú þúsund manns. Flestir búa þeir nú orðið í þartilgerðum túrista- bælum, „ainuþorpum," en þang- að þyrpast ferðamenn myndavél- um hlaðnir í þúsundavís á ári hverju. Einn ainumanna, ættarhöfð- inginn Kaizawa Kyoshi, segir að í hans ungdæmi hafi það verið plagsiður að veiða birni með bog- um og örvum. „Við berum virð- ingu fyrir björnunum og við þá er átrúnaður bundinn," segir hann. Mannfræðingar hafa löngum þjarkað um hvaðan ainumenn hafi borið að í fyrndinni, en Ky- oshi heggur á þann hnút: „Við komum ekki neins staðar að, við höfum alltaf búið á Hokkaido," segir hann. Hokkaido er um 70 þúsund ferkflómetrar að flatarmáli og mjög strjálbyggð. Eyjan er para- dís þeirra erlendu ferðamanna Lögreglan á Norður-írlandi kveðst sannfærð um að ÍRA- samtökin séu völd að sprenging- unni sem varð 11 manns að bana síðastliðinn sunnudag og særði 65, flest börn, er þau söfnuðust saman til að minnast fallinna. Sprengingin lagði torgið í Enniskillen í rúst. Innan um brakið rákust fréttamenn á grát- andi dreng sem sagði: „Við kom- um hingað til að minnast hinna dauðu, ekki til að grafa fleiri út.“ Enginn hefur gengist við því að vera valdur að sprengjutilræðinu sem er hið mannskæðasta á fimm árum, en John Hermon, lög- reglustjóri á Norður-írlandi, segir það hafið yfir allan vafa að hér hafi ÍRA verið að verki. Sprengjan sprakk er fjöldi manns safnaðist til minningarat- hafnar um hermenn sem höfðu fallið í heimsstyrjöldunum báð- um, en margt manna frá Enni- skillen tók þátt í þeim hildar- leikjum. Sprengingin og blóðbaðið í kjölfar hennar hefur kallað á for- dæmingu úr öllum áttum. Til dæmis hefur sovéska fréttastofan Tass lýst aðgerðinni sem villim- annlegri, en þar á bæ hafa menn oft verið sparir á yfirlýsingar vegna voðaverka af þessu tagi. HS Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Þaö ert fieí, sem situr undir stýri. 14 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.