Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 7
Alyktun um
verkalýðsmál
mjög rúttæk
Björn Grétar Sveinsson: Með
verkalýðsmálaályktuninni er verið að lýsa
vonbrigðum með launastefnu
verkalýðshreyfingarinnar
„Ég tel að flokkurinn hafi kom-
ið sterkur útúr þessum lands-
fundi, með forystu sem kemur til
með að vera mjög samhent,“
sagði Björn Grétar Sveinsson ný-
kjörinn ritari Alþýðubandalags-
ins. Samkvæmt þeirri málefna-
legu verkaskiptingu sem stjórn
bandalagsins hefur gert með sér
mun Björn Grétar hafa umsjón
með launa- og kjaramálum.
Hann var spurður út í ályktun um
kjaramál sem samþykkt var á
fundinum.
„Ályktunin er í raun mjög rót-
tæk og með henni er landsfundur-
inn að lýsa ákveðnum vonbrigð-
um með þá launastefnu sem
verkalýðshreyfingin hefur rekið.
Það er reyndar í henni einn kafli
þar sem notuð eru stór orð um
verkalýðsforystuna sem var
mynduð í tíð ríkisstjórnar Gunn-
ars Thoroddsen, en hann hefur
verið túlkaður af sumum sem
persónuleg árás á Ásmund Stef-
ánsson. Ég vil hins vegar túlka
kaflann á þann veg að í honum sé
verið að ýja að því að menn séu
ekki ýkja hrifnir af samstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn í æðstu vald-
astofnunum verkalýðshreyfing-
arinnar.
Að öðru leyti þá er lögð áhersla
á það í ályktuninni að Alþýðu-
bandalagið reki sjálfstæða
launapólitík og að það sé skoðun
Alþýðubandalagsins að verka-
lýðshreyfingin starfi á grundvelli
atvinnugreina í stað starfsstétta
eins og nú er.“
- K.ÓI.
Þörf á skýrari stefnu
í byggðamálum
Svanfríður Jónasdóttir: Nauðsynlegtað móta
byggðastefnu með tilliti til nýrra strauma í
samfélaginu
Ég geri mér vonir um að Al-
þýðubandalagið komi sem sterk-
ur flokkur út úr þessum lands-
fundi. Ég held að það sé líka alveg
Ijóst að stjórn bandalagsins á eftir
að vera mjög samhent og ég vænti
að svo verði líka um fram-
kvæmdarstjórn og miðstjórn,
sagði Svanfríður Jónasdóttir ný-
kjörin varaformaður flokksins,
en í málefnalegri verkaskiptingu
stjórnarinnar koma byggðamálin
í hennar hlut.
„Við höfum haft áhyggjur af
því sem hefur verið að gerast í
byggðamálum og það er orðið
nauðsynlegt að setjast niður og
ræða þau mál, sem og landsmálin
almennt, með tilliti til nýrra
strauma sem í gangi eru í samfé-
laginu og móta stefnuna út frá
því.
Ef marka má viðbrögðin á
fundum Varmalandsnefndarinn-
ar út um land allt þá er það ein-
dregin skoðun fólks að flokkur-
inn þurfi að hafa mun skýrari
stefnu í byggðamálum en nú er.
Á landsfundinum var sam-
þykkt að skipuð yrði 10 manna
nefnd til þess að móta stefnu í
öllum þáttum byggðamála og ég
bind vonir við að á haustfundi
miðstjórnar næsta haust muni
endurskoðuð og betri stefna
liggja fyrir í þessum málum.
- KÓl.
LANDSFUNDUR
„Stjórn Alþýðubandalagsins á eftir að vera mjög samhent," sagði Svanfríður Jónasdóttir, nýkjörinn varaformaður
Alþýðubandalagsins.
Þurfum nýjar boðleiðir
Bjargey Einarsdóttir: Alþýðubandalagið hefur ekki náð að höfða
nógu sterkt til hins almenna launamanns í landinu
Ég er bjartsýn á að með nýrri
forystu takist okkur að rífa upp
Alþýðubandalagið. í því átaki er
nauðsynlegt að færa málflutning
okkar í nýjan búning og flnna nýj-
ar boðleiðir til fólks, en ég tel að
bandalagið hafl ekki náð að höfða
nógu sterkt til hins almenna
launamanns í landinu, sagði
Bjargey Einarsdóttir nýkjörin
gjaldkeri Alþýðubandalagsins. I
málefnalegri verkaskiptingu
stjórnarinnar koma atvinnumál í
hennar hlut, með sérstakri
áherslu á sjávarútvegsmál.
„Það er ljóst að við verðum að
bregðast við þeim annmörkum
sem komið hafa í ljós á kvótafyr-
irkomulaginu á síðustu vikum og
setja niður framtíðarflöt í þessum
málum. Það gengur alls ekki að
menn geti selt kvóta með skipum
sem seld eru úr byggðarlaginu.
Lausnin við þessu vandamáli
hlýtur að byggja á því að það séu
byggðarlögin sem fái úthlutað
kvóta, en ekki einstök skip. Með
því fyrirkomulagi vofir sú hætta
yfir litlum byggðarlögum að allt
atvinnulíf á staðnum leggist í
eyði.
Á landsfundinum var sam-
þykkt að efna til ráðstefnu eða
miðstjórnarfundar um þessi mál í
lok nóvember, sérstaklega með
tilliti til væntanlegs frumvarps á
alþingi um stjórnun fiskveiða
fyrir næsta ár“.
-KÓl.
Eg hef áhyggjur
Svavar Gestsson: Mun leggja migfram við að
leysa þann vanda semflokkurinn stendur
frammifyrir
„Nú þegar ég fer frá sem for-
maður er mér efst í huga sú erfiða
reynsla sem flokkurinn hefur
gengið í gegnum á undanförnum
mánuðum. Átökin um forystu
flokksins hafa aldrei áður verið
sem nú og auðvitað hef ég áhyggj-
ur af stöðu mála og þróun flokks-
ins,“ sagði Svavar Gestsson frá-
farandi formaður Alþýðubanda-
lagsins í lok landsfundarins um
helgina.
„Ég mun leggja mig fram við
að leysa þann vanda sem flokkur-
inn stendur frammi fyrir og tel
það óhjákvæmilegt að menn meti
málin og reynslu liðinna mánaða
með heiðarlegri og lýðræðislegri
umræðu í flokknum. Ég þekki
það að forysta í stjórnmálaflokki
er mikið og vandasamt verkefni
sem ég vona að öll forysta flokks-
ins leggi sig fram um að leysa á
sem farsælastan hátt.
Alþýðubandalagið er sterkur
flokkur með mikinn skara góðra,
fórnfúsra og velviljaðra félaga.
Þess vegna mun flokkurinn ekki
klofna eins og andstæðingar hans
hafa gert sér vonir um, heldur
munum við standa saman og sýna
hvert öðru eðlilega tillitssemi."
- K.Ól.
Svavar Gestsson: Flokkurinn
mun ekki klofna eins og andstæð-
ingarnir hafa gert sér vonir um.
Við skulum vona að Ólafi hafi tek-
ist að velja sér samhenta forystu.
Málefnaumræðan féll í skuggann
Sigríður Stefánsdóttir: Ekki um neina sáttarhönd að ræða
í miðstjórnarkjörinu
- Mér þótti mjög miður hvað
málefnaþátturinn fékk lítinn tíma
og vakti takmarkaða athygli á
landsfundinum. Að mínu áliti
komu alltof margir á fundinn í
þeim tilgangi einum að kjósa,
sagði Sigríður Stefánsdóttir.
- Mér þótti merkilegt að sjá
það í Þjóðviljanum að stór hluti
landsfundarfulltrúa hafi ekki get-
að verið viðstaddir atkvæða-
greiðslu á föstudeginum vegna
atvinnu sinnar. Ef rétt er sýnir
það kanski einna best hvaða er-
indi menn töldu sig helst hafa að
rækja á landsfundinum.
Munurinn á þessum landsfundi
og öðrum sem ég hef setið, var sú
harka sem gilti í kosningum. Mér
finnst ég oft hafa farið heim af
landsfundi upptendraðri til að
berjast fyrir málefnum. Það verð-
ur að koma í ljós á næstu vikum
og mánuðum hvort hægt sé að
telja þennan fund tímamóta-
markandi.
Við skulum vona að Ólafi
Ragnari hafi tekist að velja sér
samhennta forystu. Það voru
ekki aðrir en hann sem völdu
fjögurra manna stjórnina.
En ég vona að allir þeir sem
kosnir voru til trúnaðarstarfa,
muni starfa undir merki Alþýðu-
bandalagsins. Ég hef trú á því að
það fólk sem komið er inn í fram-
kvæmdastjórn og miðstjórn, sé
komið þar til að vinna að pólitík.
Ég get viðurkennt það að mér
fannst ekki mikils sameiningar-
vilja gæta í uppstillingum Ólafs-
manna til miðstjórnarkjörs. Þrátt
fyrir að fjölmargir úr Ólafsliði
höfðu þakkað mér fyrir góðan
samstarfs- og sameiningarvilja að
loknu formannskjöri, þá fór ekki
mikið fyrir sameiningarviljanum
og sáttfýsinni á þeim lista sem
Ólafur og hans fólk lét dreifa þeg-
ar kjósa átti til miðstjórnar. Þar
var ekki mitt nafn að finna, né
nokkurra þeirra úr Norðurlandi
eystra sem studdu mig.
Það var ekki um neina sáttar-
hönd að ræða í þeim kosningum
sem á eftir formannskjörinu
komu. Því miður. En við erum
tilbúin og viljum láta reyna á sátt-
arviljann, sagði Sigríður Stefáns-
dóttir.
-rk
Þriðjudagur 10. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7