Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.11.1987, Blaðsíða 6
LANDSFUNDUR Landsfundur AB Sviptingar í stjómarkjöri „Ólafsmenn“fóru halloka íkjöri tilfram- kvœmdastjórnar en bœttu það upp ímiðst- jórnarkjöri Fulltrúar þess bandalags sem myndaðist um formannskjör Olafs Ragnars fóru halloka á sunnudagsmorgun þegar kosið var til framkvæmdastjórnar á landsfundi Alþýðubandalagsins en náðu sér vel á strik síðar um daginn við miðstjórnarkjör. Landsfundur kýs níu menn í framkvæmdastjórn og sex til vara. Að auki sitja þar formaður flokksins, varaformaður, ritari og gjaldkeri, þrír menn frá þing- flokknum ogeinn til vara, ogeinn maður tilnefndur af Æskulýðs- fylkingunni ásamt varamanni. Aðalmenn kosnir á landsfundi voru Óttar Proppé (266 atkvæði), Ásmundur Stefánsson (236), Álf- heiður Ingadóttir (231), Guðrún Ágústsdóttir (215), Sigurjón Pét- ursson (214), Kristín Á. Ólafs- dóttir (200), Ármann Ægir Magnússon (199), Stefanía Traustadóttir (199) og Birna Þórðardóttir (194). Aðrir í kjöri voru Þröstur Ólafsson (187 at- kvæði), Bergljót Kristjánsdóttir (184), Kristinn H. Einarsson (164), Margrét S. Björnsdóttir (156) og Össur Skarphéðinsson (154). Þegar kom að kjöri varamanna gaf Össur ekki kost á sér, en kos- ið um aðra þá sem féllu við aðal- kjör og uppástungur frá kjör- nefnd og úr sal. Varamenn voru kjörnir Heiðrún Sverrisdóttir >(203), Bergljót Kristjánsdóttir (191), Þröstur Ólafsson (168), Kristinn H. Einarsson (179), Arna Jónsdóttir (155) og Margrét S. Björnsdóttir (146). Aðrir í kjöri voru Pálmar Halldórsson (141), Jóhannes Gunnarsson (139), Helgi Guðmundsson (136), Árni Páll Árnason (131) Framhald af bls. 5 eignir, auðfyrirtæki og vaxta- gróða, jafnframt því sem grípa verður til ráðstafana strax til þess að uppræta skattsvik. 2. Að ógilda tafarlaust ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um að skera niður framlög til menn- ingarmála eins og Þjóðarbók- hlöðu, tónlistarskóla, byggða- og minjasafna og fé- lags- og íþróttamannvirkja, jafnframt hlyti flokkurin að beita sér fyrir því að tvöfalda framlög til menningarmála og listsköpunar. 3. Að stuðla að eflingu nýrra atvinnugreina og framþróun hefðbundinna atvinnuvega þjóðarinnar, m.a. með fram- lögum úr ríkissjóði til upplýs- ingatækni og annarra þróun- argreina þar sem allsstaðar verði lögð sérstök áhersla á rannsókna- og þróunarstarf- semi því þekkingin er afl okk- ar og forsenda betri lífskjara á komandi árum. 4. Að efla framhaldsmenntun og æðri menntun og að setja heildarlöggjöf um fullorð- insfræðslu sem skapi hverjum manni tækifæri til viðbóta- menntunar og endur- menntunar hvenær sem er á ævinni. Jafnframt er nauðsyn á því að auka verulega fram- lög til fullorðinsfræðslu og til framhaldsmenntunar. og Hansína Stefánsdóttir (121). Fulltrúi Æskulýðsfylkingar- innar í framkvæmdastjórn er Guðmundur Auðunsson og vara- maður hans Hörður Oddfríðar- son. Landsfundurinn kaus 40 menn í miðstjórn og 20 til vara. í mið- stjórn sitja að auki allir aðalmenn og varamenn í framkvæmda- stjórn, sjö fulltrúar Æskulýðs- fylkingarinnar, allir þingmenn flokksins og fjórir frá hverju kjördæmisráði. í miðstjórn er kosið með vægis- reglu, þannig að kjósandi gefur 34 vægið einn, 3 vægið tvo og 3 vægið þrjá. Efstu menn í kjörinu hafa yfirleitt fengið vægiskosn- ingu hjá allstórum hópi kjós- enda. Þessir voru kjörnir í miðstjórn: Össur Skarphéðinsson (350 at- kvæði), Helgi Seljan (306), Jón G. Ottósson (290), Þröstur Ás- mundsson (259), Sigríður Stef- ánsdóttir (257), Unnur Sólrún Bragadóttir (254), Adda Bára Sigfúsdóttir (202), Þuríður Pét- ursdóttir (199), Olga Guðrún Árnadóttir (189), Ragnar Ósk- arsson (172), Erlingur Sigurðar- son (172), Ragnar Stefánsson (170), Árni Páll Árnason (170), Lúðvík Jósepsson (167), Jóhann Geirdal (162), Þorbjörg Samúels- dóttir (161), Vilborg Harðardótt- ir (161), Arthúr Morthens (158), Guðni A. Jóhannesson (156), Halldór Guðmundsson (155), Þorbjörn Broddason (153), Arn- ór Pétursson (151), Logi Krist- jánsson (147), Einar Már Sig- urðsson (147), Jóhannes Gunn- arsson (146), Reynir Ingibjarts- son (145), Skúli Thoroddsen (144), Margrét Guðmundsdóttir 5. Að auka framlög til barna- heimila með framkvæmd áætlunar til nokkurra ára sem miðar við að öll börn eigi kost á góðum barnaheimilum. Jafnframt ber að bæta allt skólastarf þannig að skóla- rnir búi börnunum þro- skavænleg alhliða uppeldis- skilyrði. Við viljum skapa þjóðfélag sem stendur með börnunum og þroska þeirra. 6. Að hrinda í framkvæmd nýrri byggðastefnu sem byggist á þeirri grundvallarforsendu að fólkið í byggðarlögunum fái sjálft að ráðstafa stærri hiuta verðmætanna en það gerir nú og að aðstaða allra íbúa þjóðfélagsins sé sem jöfnust án tillits til búsetu. 7. Að leggja áherslu á öfluga umhverfisvernd með nauð- synlegum breytingum á stjórnkerfi, öflugu rann- sóknastarfi, gróðurvernd og baráttu gegn mengun. 8. Að byggja upp húsnæðiskerfi sem miðar við það grundvall- aratriði að enginn þurti að verja meiru en fimmtungi dagvinnutekna sinna til þess að tryggja sér húsnæði. Þetta verður því aðeins gert að ríkisvaldið þori að lögbinda þátttöku bankanna í húsnæð- iskerfinu og með stórfelldri eflingu félagslega íbúðarkerf- isins. Ríkisstjórnin verður að standa við þau fyrirheit Hverjir eru með? Helgi Guðmundsson, Bragi Guðbrandsson, Benedikt Davíðsson, Vilborg Harðardóttir og Þorbjörn Broddason greiða atkvæði. (Mynd: Sig.). Formannskjör í fullum gangi, - Þorgrímur Starri vekur athygli manna á að kjósa sem réttast. (Mynd: Sig.) (144), Jóhann Ársælsson (144), Anna Hildur Hildibrandsdóttir (144), Valþór Hlöðversson (143), Björn Valur Gíslason (143), Arn- mundur Backmann (142), Stef- anía Þorgrímsdóttir (138), Bríet Héðinsdóttir (122), Valgerður Eiríksdóttir (118), Svava Stefáns- dóttir (118), Hansína Stefáns- dóttir (116), Guðmunda Helga- dóttir (116), Fanney Jónsdóttir (115). Síðustu konurnar sjö felldu út sjö karla vegna kynjakvótans. í gagnvart húsbyggjendum sem gefin voru þegar nýju húsnæðislögin voru sett, en þar vantar hundruð milljóna upp á að ríkissjóður standi við þau framlög sem hann á að leggja fram samkvæmt upphaflega samningnum. Ohjákvæmilegt er jafnframt að setja skýrar og afdráttar- lausar reglur sem loka leiðum fyrir stóreignamenn að hirða lán úr húsnæðiskerfinu. 9. Að stöðva það gegndarlausa fjármagnsokur sem hér ríkir, og er í þeim mæli að einsdæmi er meðal siðaðra þjóða. Þetta siðleysi er einn hornsteinn núverandi ríkisstjórnar, enda ein meginorsök verðbólgu. Það er hrein ósvífni að verð- tryggja peninga að fullu og meira en það á sama tíma og laun eru óverðtryggð. 10. Að treysta heilbrigðisþjón- ustuna, margfalda framlög til forvarnarstarfa og fræðslu og að taka tannlækningar inn í tryggingakerfið strax. 11. Að endurskoða allt almanna- tryggingakerfið og setja nú- tímaleg lög um félagslega þjónustu þar sem ölmusu- hugarfarinu er útrýmt en við tekur lögbundið kerfi þar sem byggt er á þeim sjálf- sögðu mannréttindum að hver og einn fái að ganga upp- réttur, að enginn sé fátækur, að allir geti notið þeirra möguleika sem samfélagið sætinu ofan kvótaáhrifa voru jafnir þeir Arnmundur Back- mann og Gísli Gunnarsson. Varpað var hlutkesti milli þeirra, -nýja fimmtíukrónahlunknum-, og fékk Gísli krabbann, en hlið Arnmundar kom upp. Varamenn í miðstjórn eru Gísli Giinnarsson (142), Finnbogi Jónsson (137), Gunnlaugur Har- aldsson (133), Gunnar Rafn Sig- urbjörnsson (131), Finnbogi Her- mannsson (129), Pétur Reimars- son (125), Guðvarður Kjartans- hefur upp á að bjóða. Jafnframt verður að endur- meta allt réttindakerfi fatl- aðra og tryggja þeim jafnrétti á við aðra íbúa samfélagsins á sem flestum sviðum. 12. Að vinna að raunverulegri styttingu vinnutímans með áætlun stjórnvalda og verka- lýðshreyfingar til nokkurra ára, eins og áður er getið um í þessari ályktun. 13. Að marka nýja og sjálfstæða utanríkisstefnu sem er sam- boðin íslendingum sem fullvalda og friðelskandi þjóð. Þessi stefna þarf að hagnýta þá fersku vinda sjálfstæðrar friðarbaráttu sem nú blása í alþjóðamál- um. Brýnasta og nærtækasta verkefnið er enn sem fyrr að koma íslandi út úr hernaðar- bandalaginu og hernum úr landi. Jafnframt eiga íslend- . ingar að beita sér af alefli í þágu afvopnunar og slökunar ekki síst með virkri og já- kvæðri þátttöku í undirbún- ingi að stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis á Norður- löndum. Einnig þarf að standa vel á verði gegn þeirri hættu að fækkun kjarnorku- vopna á landi leiði til fjölgun- ar þeirra í höfunum í kringum okkur. Með slíkum aðgerð- um gætum við stuðlað að friðvænlegri heimi og um leið tryggt sjálfstæði lands og ör- yggi þjóðar. son (124), Pálmar Halldórsson (122), Guðmundur Hólmar Guð- mundsson (119), Kristján Ari Arason (116), Ólöf Ríkharðsdótt- ir (114), Kristbjörn Árnason (112), Hallveig Thorlacius (111), Gestur Guðmundsson (110), Anna Soffía Guðmundsdóttir (108), Valgerður Gunnarsdóttir (106), Björk Vilhelmsdóttir (106), Dýrleif Bjarnadóttir (106), Soffía Guðmundsdóttir (103), María Kristjánsdóttir (94). -m Hvað er framundan? Það er tekist á í íslensku þjóðfélagi um grundvallarvið- horf. Það eru átök á milli frjáls- hyggjunnar sem vill láta gróða- sóknina óhefta ráða örlögum manna og viðhorfa félagshyggju- fólks sem vill setja manninn í öndvegi. Jöfnuður, réttlæti og gagnkvæm ábyrgð eru Iykilorðin í framtíðarstefnumörkun Alþýðu- bandalagsins. Ný framtíðarsýn, þar sem einstaklingsfrelsið er sett ofar öllu, ekki sem réttur hins sterka til að troða á öðrum, held- ur sem réttur hvers einstaklings til mannsæmandi lífs og lýðræðis- legrar ákvörðunar jafnt um nán- asta umhverfi sitt og hin stóru mál þjóðfélagsins. Framundan er hörð pólitísk og fagleg barátta. Deilurnar um skiptingu þjóðarteknanna munu harðna á komandi misserum og mánuðum. Reynslan sýnir að að- eins sterkt Alþýðubandalag getur komið í veg fyrir íhaldsstjórn hér á landi. Á næstu mánuðum þarf að herða baráttuna af öllu afli bæði flokks og samtaka launa- fólks til þess að knýja hið fyrsta á um breytingar á skiptahlut- föllunum í þjóðfélaginu. Jafn- framt þarf að hefja undirbúning næstu kosninga svo Alþýðu- bandalagið megi heimta afl sitt til sóknar og varnar í þágu íslenskra launamanna og íslensks sjálf- stæðis. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.