Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 1
Gatið ófundið
Varnarmáladeild:
Þrýstingsleki í rörum
bendir til olíuleka.
Þjóðin á rétt á aö vita
Flestar líkur benda til þess að
um olíuleka hafi verið að ræða úr
gasolíugeymi bandaríkjahers
fyrir ofan Ytri Njarðvík, þótt gat-
ið á leiðslunni sé enn ófundið,
sagði talsmaður varnarmála-
deildar utanríkisráðuneytisins í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Þrýstingsprófanir á leiðslunni frá
olíutanknum gefa til kynna að
leiki sé á leiðslunni, en lekinn er
ófundinn ennþá og olíunnar hef-
ur hvergi orðið vart.
Verið er að grafa leiðsluna
upp, og er talið að því verki verði
lokið í fyrramálið, og ætti þá hið
sanna að koma í ljós í þessu dul-
arfulla máli.
Hættan vofir enn yfir byggð-
inni í Keflavík og Njarðvík 6
árum eftir að hægt hefði verið að
bægja henni frá,ef hernaðarbröit-
ið hefði ekki verið tekið fram yfir
eðlilega lausn á þessari hættu á
olíumengun, segir Geir Gunnars-
son alþm. en hann hefurlagt fram
ítarlegar fyrirspurnir á þingi til
utanríkisráðherra um uppákom-
una á Suðurnesjum.
-ó,8- Sjábls.3
Steingrímur Hermannsson: Munum biðja íslenska sendiherrann í
Bandaríkjunum að útvega okkur þessi skjöl
Eg tel að þjóðin eigi rétt á að
vita hvernig að samningunum
við Bandaríkjamenn var staðið
og mun kanna þessi mál nánar,
sagði Steingrímur Hermannsson,
u tanr íkisráðher ra.
Steingrímur sagði að hann ætl-
aði að biðja íslenska sendiherr-
ann í Bandaríkjunum að útvega
þau skjöl sem Dag Tangen hefur
undir höndum. „Eg tel sjálfsagt
að við höfum aðgang að þeim
skjölum og fleirum sem varða
samskipti okkar við Bandaríkja-
menn.“
Steingrímur var spurður að því
hvort hann myndi svipta hulunni
af íslenskum skjölum frá þessum
tíma, sem vörðuðu samninga við
Bandaríkjamenn. Hann sagðist
ekki þekkja þau mál nógu vel, en
myndi kynna sér þau, hinsvegar
teldi hann þjóðina eiga fullan rétt
á að vita allt um þessi mál.
Á íslandi gilda engar reglur um
hvernig farið skuli með leyniskjöl
og sagði Steingrímur að vel kæmi
til greina að setja reglur þar að
lútandi.
„Ég sé ekki ástæðu til að við
höldum hlutunum leyndum
lengur en t.d. Bandaríkjamenn."
Iviðtali við Eystein Jónsson í
Þjóðviljanum í dag segir
Eysteinn það meinloku hjá
Bandaríkjamönnum, að ráðherr-
anefndin 1949 hafi óttast upp-
reisn á íslandi. - Sáf
Sjá bls. 3
Fiskvinnslan
Inn um
bakdyrnar
Fyrirtækið íslcnskur Gæða-
fiskur h/f í Keflavík sem er 48% í
eigu Belga er meðal þeirra fyrir-
tækja sem viðskiptaráðherra
veitti nýverið leyfi til útflutnings á
fiski til Bandaríkjanna. Með út-
flutningsleyfi ráðherra og í krafti
eignaraðildar sinnar í fyrirtæk-
inu geta Belgar flutt út fisk frá
íslandi til Bandaríkjanna.
Samkvæmt öruggum heimild-
um Þjóðviljans hefur danskt fyr-
irtæki sýnt verulegan áhuga á að
gera tilboð í eignir Sjöstjörn-
unnar h/f í Njarðvíkum. Eignir
Sjöstjörnunnar verða auglýstar
til sölu af Útvegsbanka Islands
h/f á næstunni en bankinn keypti,
eins og kunnugt er eignir fyrir-
tækisins á nauðungaruppboði
fyrir skemmstu þegar það var
tekið til gjaldþrotaskipta.
- grh
„Má ég bjóða þér einn svartfugl frítt, þvf mér er bannað að selja hann samkvæmt friðunarlögunum þegar hann
ánetjast," segir Tryggvi Snorrason sem fékk 380 svartfugla í eina netatrossu í gær. Mynd: E. Ól.
Ásatrúarmenn
Reisa hof handa goðunum
Ásatrúarmenn hyggjast reisa hof. Hofið í Eyrbyggjasögufyrirmynd-
in. Mikið hús, á stallanum hlautteinn og tvítugeyringur
Óvenjuleg veiði
380 svartfuglar
Veiddust í eina neta-
trossu. Samkvœmt
fuglafriðunarlögum
er óheimilt að nytja
sér fugl sem ánetjast
í gær þegar Tryggvi Snorrason
og félagar komu úr róðri var afli
þcirra um margt heldur óvenju-
legur. Við netadráttinn fyrr um
daginn innihélt ein netatrossan
hvorki fleiri né færri en 380 svart-
fugla.
Af því tilefni hafði Þjóðviljinn
samband við Kristin H. Skarp-
héðinsson, fuglafræðing hjá
Náttúrufræðistofnun í^lands og
spurði hann hvort svartfuglar
væru algengir í afla sjómanna?
Kristinn sagði að svartfuglar í net
sjómanna væru algengari en
margan grunaði, en þó kæmi sér
það spánskt fyrir sjónir að þeir
kæmu í net á þessum árstíma.
Miklu algengara væri að þeir
veiddust í net í febrúar, mars eða
apríl.
Ástæðan fyrir því að svartfugl-
inn fer í netin er sú að hann er á
höttunum eftir uppsjávarfiski svo
sem loðnu og festist því oft á tíð-
um í netum sjómanna. En
svartfuglinn getur kafað allt að
50-60 metra niður í sjávardýpið.
Sagðist Kristinn hafa frétt af
fiskibát sem hefði fengið 3 þús-
und svartfugla í netin úr einum
róðri.
„Samkvæmt fuglafriðunar-
lögum er bannað að nytja þann
fugl sem ánetjast, svona.til fróð-
leiks fyrir þá sjómenn sem verða
fýrir því að fá svartfugl í netin og
ætla sér kannski að selja hann í
búðir eða nytja á annan máta,“
sagði Kristinn H. Skarphéðins-
son hjá Náttúrufræðistofnun.
- grh
Asatrúarsöfnuðurinn á íslandi
lifir enn góðu lífi og sést það
best á því að ásatrúarmenn hyggj-
ast reisa hof yfir starfsemi sína.
Áð sögn Sveinbjörns Beinteins-
sonar allsherjargoða eru um-
ræður um staðsetningu og útlit
enn á byrjunarstigi, en þess sé þó
ekki langt að bíða þar til hofið
verði að veruleika.
Sveinbjörn sagði að hofið yrði
nokkuð sérstakt að gerð og væri
hugmyndin að útliti sótt í
Eyrbyggjasögu. Þar gefur að líta
eftirfarandi lýsingu:
„Hann (Þórólfur Mostrar-
skegg) setti bæ mikinn við Hofs-
vog er hann kallaði á Hofsstöð-
um. Þar lét hann reisa hof og var
það mikið hús. Voru dyr á hlið-
vegginum og nær öðrum endan-
um. Þar fyrir innan stóðu önd-
vegissúlurnar og voru þar í nagl-
ar. Þeir hétu reginnaglar. Þar var
allt friðarstaður fyrir innan. Inn-
ar af hofinu var hús í þá líking sem
nú er sönghús í kirkjum og stóð
þar stalli á miðju gólfinu sem alt-
ari og lá þar á hringur einn mót-
laus, tvítugeyringur, og skyldi
þar að sverja eiða alla. Þann
hring skyldi hofgoði hafa á hendi
sér til allra mannfunda. Á stallan-
um skyldi og standa hlautteinn
sem stökkull væri og skyldi þar
stökkva með úr bollanum blóði
því er hlaut var kallað. Það var
þess konar blóð er sæfð voru þau
kvikindi er goðunum var fórnað.
Umhverfis stallann var goðunum
skipað í afhúsinu. Til hofsins
skyldu allir menn tolla gjalda og
vera skyldir hofgoðanum til allra
ferða sem nú eru þingmenn höfð-
ingjum en goði skyldi hofi upp
halda af sjálfs síns kostnaði, svo
að eigi rénaði, og hafa inni blót-
veislur". - K.ÓI.
Skák
Dáuflegt
jafntefli
Kasparov og Karpov gerðu
jafntefli í því sem næst ótefldri
skák í heimsmeistaraeinvíginu í
Sevilla í gær. Kasparov heldur því
vinningsforskoti sínu í einvíginu:
6.5 vinningar gegn 5.5.
4. umferðin á alþjóðlega skák-
mótinu á Suðurnesjum var tefld í
Stapa í gær. Úrslitin eru á bls. 15,
sem og athugasemdir Helga Ól-
afssonar við jafnteflisskákina í
heimsmeistaraeinvíginu.