Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Blaðsíða 2
'V SPURNINGIN—. HVERJU SINNI Húsnæðislánin eru hagstæð lán, eins og vera ber. En af þeim þarf að greiða, jafnt sem af öðrum lánum og dráttarvextir eru háir ef ekki er greitt á réttum tíma. Pegar innheimtukostnaður bætist við að auki, fer greiðslubyrðin óneitanlega að þyngjast. Viö minnum á þetta núna vegna þess aö haustgjalddagi var 1. nóvember sl. og greiðsluseölar hafa verið sendir gjaldendum. Greiðslur er að sjálfsögðu hægt að inna af hendi í hvaða banka, bankaútibúiog sparisjóði sem er. Á lán með lánskjaravísitölu leggjast dráttarvextir þann 16. nóvember. Á fán með byggingarvlsitöiu leggjast dráttarvextir þann 1. desember. Við viljum auk þess benda á að þú getur greitt lánið upp.hafir þú tök á því. Þá greiðir þú eftirstöðvar þess, ásamt verðbótum, frá upphafi lánstlmans til greiðsludags. Á síðustu 12 mánuðum hafa 12 þúsund lán verið greidd upþ, áður en lánstíma lauk. Einnig getur þú lækkað höfuðstól lánsins, viljir þú greiða inn á hann. Það getur komið sér vel þegar til lengri t(ma er litið. HAFÐU HUSNÆÐISLANIÐ ÞITT EFSTÁ BLADI. ÞAÐ BORGAR SIG. Húsnæðisstofnun ríkisins o > Koma þér á óvart tengsl fyrrverandi forsætisráö- herra, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, viö leyni- þjónustu Bandaríkjanna CIA? Jóhannes Bergsteinsson: Nei mér koma þau ekki á óvart. Mér finnst aö allir stjórnmála- menn gætu legið undir grun. Al- þýðubandalagið gæti þess vegna verið í tengslum við leyni- þjónustu Sovétríkjanna. Ég get ekki neitað því að þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Guðrún Halldórsdóttir: Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Mig hefði aldrei grunað þetta. George Crispen (Bandaríkjamaður): Ég þekki þessa sögu reyndar ekki, en mér þykir það ekkert óeðlilegt að maðurinn hafi leitað til CIA hafi hann óttast uppreisn kommúnista. Það er jú hans starf. Helga Einarsdóttir: Þetta kom mér verulega á óvart. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 12. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.