Þjóðviljinn - 12.11.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Qupperneq 10
Tölvur í skólum Mikil og ör þróun í frægri skýrslu um menntastefnu á íslandi, sem kom út í ágúst í ár og þrír sér- fræðingarfrá Efnahags- og framfarastofnuninni í París unnu fyrir íslensk stjórnvöld, segir að nokkuð skorti á að ákveðin stefna hafi verið mörkuð um notkun nýtísku- legra hjálpartækja við kennslu í skólum landsins, svo sem með aðstoð mynd- bandstækjaog tölva. Um notkun tölva segja þeir m.a.: „Ekki virðist gert ráð fyrir notk- un tölva við kennslu í öðrum greinum, svo sem tungumál- um eða stærðfræði. Á einu tölvuna, sem við sáum í notk- un var verið að spila tölvuleik, og í öðrum skóla benti skóla- stjórinn okkur á fjórar spán- nýjartölvurog sagði: „Nú verðum við að ákveða hvern- ig við ætlum að nota þær.“ Til að forvitnast um hvort þetta álit sérfræðinganna frá París um notkun tölva í skólum landsins eigi við einhver rök að styðjast og til þess að fá að vita hvernig staða tölvukennslu er innan skólakerf- isins hér á landi, heimsótti blaða- maður Pjóðviljans Salvöru Giss- urardóttur, námsstjóra í tölvu- fræðum í Skóiaþróunardeild menntamálaráðuneytisins. Sal- vör tók við starfi námsstjóra í tölvunarfræðum haustið 1986, á grunnskóla- og framhaldsskólas- tigi og er það í fyrsta skipti sem verksvið námsstjóra nær einnig yfir framhaldsskólastig. Val í grunnskólum Salvör var fyrst spurð að því hvernig tölvukennslu vceri háttað innan grunnskólanna í landinu: „Tölvukennsla er eingöngu valgrein í grunnskólum og þó ekki alls staðar og er það bundið við 9. bekk fyrst og fremst, en tölvukennslan er þar ekki inní námsskrá. Bókakostur og bæk- lingar fyrir tölvunám hafa verið að batna á síðustu misserum og fyrir þremur vikum eða svo kom út kennslubók um Lógónám fyrir byrjendur eftir Ragnheiði Bene- diktsdóttur og er hún ætluð börn- um frá 12 ára aldri og uppúr. Ennfremur er nýkomin út kenns- lubókin Forritun með Lógó eftir Jón Torfa Jónsson." Skylda í framhaldsskólum En hvað með tölvukennslu í framhaldsskólunum? „Það var fyrir nokkrum árum að tölvufræði var gerð að skyldu- námsgrein við einstaka fram- haldsskóla en í dag er hún það að mestu í langflestum mennta- og framhaldsskólum. Þar er gert ráð fyrir að nemendur ljúki að minnsta kosti einum tölvuáfanga. Á liðnum árum hefur tilhögun tölvukennslunnar breyst mjög og nú er algengt að tölvukennslan fari að mestu leyti fram í sérstök- um tölvustofum þar sem eru 12 til 24 tölvur eða ein tölva á hvern nemanda. Þá hefur inntak náms- ins breyst í takt við tíðarandann. Nú er minni áhersla lögð á kennslu í forritun en þeim mun meiri á þjálfun í hagnýtum not- endahugbúnaði svo sem ritvinns- lukerfum, töfluútreikningi og gagnasafnskerfum. “ Hvencer var það sem tölvur héldu innreið sína í kennslustofur framhaldsskólanna og hvernig fór sú kennsla fram? „Mig minnir að það hafi verið um árið 1973 sem Yngvi Péturs- son byrjaði að kenna greinina sem valgrein í Menntaskólanum í Reykjavík og þá í tengslum við tölfræði. Hann fór með nemend- urna upp í Háskóla og sýndi þeim tölvuna sem þar var þá og hvernig hún ynni. Þannig að í grófum dráttum má segja að tölvu- kennsla hefjist fyrir rúmum ára- Skrifstofutœknir Eitthvað fyrir þig? Tölvufrœðslan mun í janúar endurtaka hin vinsœlu nömskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin hafa verið sl. ór. Um er að rœða þriggja mónaða fjölbreytt nöm í vinnu- aðferðum ö skrifstofum, með sérstakri öherslu ö notkun PC-tölva, sem nú eru orðnar ómissandi við öll skrifstofu- störf. í nóminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinan Almenn tölvufrœði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og dcetlanagerð, tölvubók- hald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutœkni, grunnatriði við stjórnun, uppsetning skjala, útfylling eyðu- blaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem skrifstofutœknar og geta að ndmi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtœki. Nómið hefst 5. janúar 1988. EGO-tölvur eru fullkomlega samhæfðar IBM PC tölvum og því getur þú nýtt þér þúsundir forrita. EGO er einn besti valkosturinn á PC sviðinu í dag. Fjórar gerðir eru í boði: PC Tveir hraðar: Sami og IBM PC og 70% hraðvirkari. 640 kb innra minni. Grafískur skjár, 12 tommu, grænn eða gulur, Hercules samhæfður. Innbyggð klukka og dagatal. Tvö disklingadrif, 360kb hvort. Samsíða og raðtengi. Kr. 58.000.- XT Sama tölva og PC, en í stað annars disklingadrifanna er 20 MB harður diskur. Kr. 82.000.- AT 286 AT Tveir hraðar: Sami og IBM AT og 33% hraðari (6 og 10 Mhz). 640 kb innra minni. Grafískur skjár, Hercules samhæfður. 1.2 Mb disklingadrif, 44 MB harður disk- ur. Samsíða tengi. Minni um sig en EGO AT. Kr. 135.000.- Tveir hraðar: Sami og IBM AT og 67% hraðari (6 og 10 MHZ). 1 Mb innra minni. Grafískur skjár, 14 tommur, Hercules samhæfður. 1.2 Mb disklingadrif, 20 Mb harður diskur. Innbyggð klukka og dagatal. Samsíða tengi. Kr. 152.000.- Á skrifstofu Tölvufrœðslunnar er hœgt að fö bœklinga um ndmið, bœklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska. / Innritun og nónarl upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Með öllum tölvum fylgir: • MS DOS 3.2 • Ritvinnsla EASY • Kerfi fyrir manna- og vöruskrár, útprentun reikninga, gíró- seðla og límmiða. Góð greiöslukjör. ECaOfQarðatorg 5, Garðabæ (í pósthúsinu, 2. hæð). Sími 656510. Sálvör Gissurardóttir námsstjóri í tölvufræðum á grunnskóla- og framhaldsskólastigi: Þekking og kunnátta á tölvur er hverjum manni nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi. Mynd Sig. tug í framhaldsskólum almennt hér á landi. Þá voru tölvur mun dýrari en í dag og þess vegna mun færri í hverjum skóla en nú er. Kennslan fór að mestu leyti fram í fyrirlestraformi og nemendur fengu miklu minni verklega þjálf- un í notkun tölva en nú. Náminu var þannig háttað að svo að segja eingöngu var kennd forritun og þá í flestum tilfellum forritunar- málið BASIC. Það forritunarmál var og er innbyggt í flestar minni tölvur og þótti á sínum tíma að- gengilegasta forritunarmálið fyrir byrjendur. Það var og al- gengt að tölvukennslan væri sérá- fangi á stærðfræðibrautum og að- eins lítill hluti nemenda skólans nyti slíkrar kennslu.“ Ör þróun Nú hlýtur umfang tölvukennsl- unnar að hafa aukist á síðustu árum. „Jú, víst er það. Auk almennra tölvuáfanga geta nemendur í nokkrum stærri skólum landsins valið sérstakar tölvubrautir eða tölvuval. Slík sérhæfing er oft tengd öðrum og hefðbundnari námsgreinum og eru 'meginlín- urnar þar tvær. Annars vegar tölvunotkun í rekstri og við- skiptum, og í því sambandi er hægt að nefna þrjá skóla sem bjóða upp á þetta: Verslunar- skóla Islands, Fjölbraut í Breiðholti og Menntaskólann í Kópavogi. Hins vegar tölvunotk- un í iðnaði og tæknigreinum, samanber kennslu í Iðnskólan- um. Nemendur sem velja slíka sérhæfingu eiga það sameiginlegt að þeir læra mótað forritunarmál en að öðru leyti er áherslan ann- að hvort á hugbúnað eða vélbún- að.“ Hvernig tölvur eru íframhalds- skólunum? „Þær tölvur sem eru í notkun við kennslu í fjölbrauta- og menntaskólum eru næstum allar einmenningstölvur, sem merkir að hver notandi hefur eigin tölvu, skjá, hnappaborð og disklinga- drif. Þessar tölvur eru sums stað- ar tengdar saman í net þannig að margir nemendur geta sótt gögn frá einni diskastöð og/eða prent- að út á sama prentaretT Við kennslu er svo til eingöngu kennt á þrjár tölvutégundir. Þær eru BBC, Apþíe 2 E og vélar af svo- kölfuðum MS-DOS/PC-DOS staðli. En eftir því sem ég best veit er aðeins kennt á BBC-tölvur í tveimur framhaldsskólum. Aft- ur á móti eru Apple 2 E tölvur mjög útbreiddar og er skýringin á því sú að í byrjun árs 1984 ákvað menntamálaráðuneytið að mæla með því að framhaldsskólar keyptu allir sömu tegund af tölv- um og varð Apple 2 E fyrir val- inu. Þegar sú ákvörðun var tekin fyrir tæpum þremur árum þá voru MS-DOS tölvur svo dýrar að þær komu ekki til greina. En hafa ekki tölvur með MS- DOS stýrikerfi sótt á í seinni tíð? „Jú, það hafa þær gert. Og þar liggur skýringin fyrst og fremst í gífurlegri verðlækkun sem orðið hefur á tölvum á undanförnum árum. Þess vegna hefur það gerst á tveimur árum að í marga skóla hafa verið keyptarMS-DOS tölv- ur. í sumum skólum, til dæmis í Salvör Gissurardóttir, námsstjóri í tölvufræðum á grunnskóla- og framhaldsskólastigi: Tölvunám er valfag í grunnskólum en skylda í framhaldsskólum. Ahersla á þjálfun í hagnýtum notendahugbúnaði V.Í., F.B., V.A., M.A., ogM.K. fer öll kennsla fram á MS-DOS vélar en í öðrum er tilhögun oft þannig að kennsla í byrjunará- föngum fer fram á Apple tölvur og kennsla í framhaldsáföngum fer fram á MS-DOS tölvur. Nú er svo komið að í fjölda talið eru vélar af MS-DOS staðli langalg- engustu tölvurnar í framhalds- skólunum. Þær tölvur sem hafa verið keyptar inn í framhalds- skólana undanfarna mánuði eru nánast eingöngu af þessum staðli. Algengast er að þessar vélar séu með tvöföldu disklingadrifi og tölvuminni (RAM) sé 640K. Til gamans má nefna að fyrir sex árum þótti nokkuð gott að tölvur í skólum hefðu tölvuminni frá 1 til 4K. Hvernig gengur að fá kennara til starfa í tölvufrœðum? „Það hefur mikið skánað að fá kennara til kennslu í tölvunar- fræðum á síðustu misserum, en það verður að segjast eins og er að ástandið í þeim efnum var mjög erfitt um 1984 þegar kjör kennara þóttu hvað lægst og menn höfðu ekki efni á því að starfa sem kennarar. En í dag er að myndast ákveðinn stöðugleiki í þessu og kennarar víðast hvar mjög áhugasamir í kennslunni. Þó verður að segja þá sögu eins og hún er að í dag er einn tölvun- arfræðingur í kennslu á sínu sviði í framhaldsskólunum. Þeir sem kenna á tölvur sækja menntun sína í endurmenntunarnámskeið sem haldin eru og svo hafa þeir sjálfir brennandi áhuga á tölvum og öllu sem þeim fylgir. Tölvukunnátta nauðsynleg Að lokum Salvör. Hver held- urðu að þróunin verði í tölvu- kennslu hér á landi í framtíðinni? „Það er mjög erfitt að sjá hana fyrir. Breytingarnar eru mjög örar í tölvunni og það sem er í dag getur að mörgu leyti verið jafnvel úr sér gengið stuttu seinna. En þróuninni verður ekki snúið við, svo mikið er víst, og við sjáum það í dag að það fyrirfinnst ekki sá vinnustaður sem hefur ekki tölvu í sinni þjónustu. Og fyrir okkur sem störfum að uppbygg- ingu tölvukennslu í skólum lands- ins, hvort sem það er í grunnskóla- eða framhaldsskóla, verðum að hafa okkur öll við til að fylgjast með framvindunni og koma því til skila í skólana. Því sá sem er á leið út á vinnumarkað- inn verður nauðsynlega að kunna eitthvað á tölvu og hvernig hún vinnur. Sá sem ekkert kann er varla samkeppnisfær við þann sem kann um vinnu nú til dags. Við hjá Skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins erum öll af vilja gerð, en það er með þetta sem svo margt annað hjá ríkinu að það sem kostar peninga er stundum látið sitja á hakanum fyrir öðru sem hægt er að koma í verk fyrir minni pening. En reynslan hefur kennt okkur að það er dýrt í tækniþekkingunni að bíða,“ sagði Salvör Gissurar- dóttir, námsstjóri í tölvunarf- ræðum á grunnskóla- og fram- haldsskólastigi. grh Nýlega tók Póst- og símamálastofn- unin í notkun almenna gagnaflutn- ingsnetiö. Miðstöð gagnanetsins er í Reykjavík en netstöðvar eru á 6 stöðum á landinu. Auk þess að tengjast innbyrðis eru netstöðvarn- ar tengdar gagnaflutningskerfum um allan heim. Gagnaflutningsnetið líkist símakerfi, en í stað símtækja koma tölvur með tilheyrandi skjám og prenturum. Með þessu opnast nýir Þeim möguleikum sem notendum Almenna gagnanetsins standa til boða fer stöðugt fjölgandi, og með fleiri notendum eykst notagildið. möguleikar fyrir einstaklinga og fyrir- tæki sem hafa samskipti við aðra með tölvum. Tenging við gagnanetið ersára ein- föld. Allt sem þarf er upphringimót- ald, sem er tengt við símatækið, en með því er hægt að ná sambandi við netið í gegnum sjaífvirka síma- kerfið á ódýran og einfaldan hátt. Fyrir þá sem koma til með að nota netið mikið er hagstæðara að fá sér fasttengda línu og mótald. HVERJUM GAGNAST NETIÐ? Möguleika Almanna gagnanetsins geta allir tölvunotendur nýtt sér og kostnaður- inn er ekki meiri ensvoað það ætti að vera hverjum notenda mögulegt. N0TAÐU ALMENNA GAGNANETIÐ — TIL AÐ SENDA TELEX. Með tengingu við almenna gagnanetið og áskrift að svokölluðum tölvupósthólfafyrir- tækjum er hægt að nota venjulega tölvu til móttöku og sendinga á telex. — TIL AÐ KOMAST i SAMBAND VIÐ GAGNABANKA. Ef þörf er á sérhæfðum upplýsingum er unnt að komast I samband við gagna- banka innanlands og erlendis sem geyma ótrúlegt magn hvers kyns upplýsinga og þekkingar. — TIL FJARVINNSLU. Með tengingu við almenna gagnanetið geta útibú og afgreiðslustaðir fyrirtækja, hvenær sem er komist I samband við móð- urtölvu I höfuðstöðvunum og auðveldaö þannig margskonar vinnu. — TIL AÐ KOMAST i SAMBAND VIÐ AÐRAR TÖLVUR. Með fasttengingu við almenna gagna- netið opnast möguleiki áað„ tala" við aðra notendur I gegnum tölvuna. Kostir við beint samband eru ótvlræðir, einkum ef um er að ræða upplýsingar sem tæki óra- , tíma að lesa upp I slma, hvað þáað senda þær eftir öðrum leiðum. PÓSTUR 0G SÍMI s: 26000.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.