Þjóðviljinn - 12.11.1987, Page 20

Þjóðviljinn - 12.11.1987, Page 20
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUIN Flmmtudaour 12. nóvember 1987 253. tölublað 52. órgangur Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Þorskkvótaskiptingin Meiríhluti á þingi vill breytingar Meirihluti alþingismanna hef- ur skrifað undir áskorun til þingnefndar sem vinnur að end- urskoðun á kvótafrumvarpinu að afnumin verði þau ákvæði frum- varpsins sem skipta landinu í 2 veiðisvæði við útlutun þorskafla- hámarks togara. Flóttamenn 20 Víetnamar til íslands Utanríkisráðherra hefur heim- ilað 20 Víetnömum að flytja hing- að til lands en flutningur þeirra frá heimalandi sínu er í samræmi við áætlun Flóttamannastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna. Allir Víetnamarnir eiga vina- fólk og ættingja hérlendis í hópi þeirra rúmlega 50 Víetnama sem sest hafa að hérlendis á liðnum árum. Ferð Víetnamana hingað er kostuð af ættingjum þeirra hér og Flóttamannastofnunininni, en Rauði krossinn mun hafa umsjón með móttöku þeirra. Það voru þingmenn Reykja- neskjördæmis sem stóðu fyrir þessari undirskriftasöfnun þing- manna og skrifuðu allir þing- menn í Reykjavík, Reykjanesi, Suðurlandi og Vesturlandi utan ráðherra, undir þessa áskorun, eða alls 32 þingmenn. í áskorun þingmannanna segir að skiptingin í norður og suður veiðisvæði, valdi óviðunandi mis- rétti milli landshluta og hafi af- gerandi áhrif á sölu skipa af suðursvæðinu sem nær frá Eystra horni vestur og suður að Látra- bjargi, á þann hátt að veita aðil- um á norðursvæðinu yfirburða- stöðu til að bjóða í skip umfram aðila fyrir sunnan, þar sem afla- kvóti aukist um 50-60% eða 350- 550 tonn við sölu togara ef þeir eru keyptir til norðursvæðisins. „Með síaukinni sölu milli svæða, ekki síst vegna ofan- greindrar mismununar eykst heildarþorskkvóti togaraflotans. Það hlýtur fyrr eða síðar að leiða til leiðréttingar til lækkunar á heildarkvóta og þá á kostnað tog- ara á suðursvæðinu," segir í Iok áskorunar þingmannanna 32. -lg- FH-ingar halda toppsætinu í 1. deild. Þeir sigruðu Víkinga í gær í stórkost- legum leik, 24-27. Á myndinni á FH-ingurinn Þorgils Óttar Mathiesen í baráttu við Karl Þráinsson og Hilmar Sigurgíslason. Mynd: E.ÓI. Sjá nánar bls. 19 Skipulagsstjórn Kvosin staðfest Á fundi skipulagsstjórnar í gær var Kvosarskipulagið staðfest með fjórum atkvæðum gegn einu. Þá var Ráðhússkipulagið staðfest sérstaklega, með þrem at- kvæðum gegn tveimur, og vísaði skipulagsstjórn því ekki til Nátt- úruverndarráðs eins og margir höfðu vonað. Á fundinum lagði Guðrún Jónsdóttir arkitekt fram bókun þar sem fram kemur að hún telji að tillögurnar séu ekki fullbúnar til staðfestingar. Skipulagstillögurnar verða sendar til félagsmálaráðherra til endanlegrar staðfestingar. -K.ÓI. VMSÍ/VSÍ Niðurstöður um helgina Það er búist við að fundurinn í dag verði langur, afar langur, sagði Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Verkamannasam- bandsins í gær um starf vinnu- nefndar Verkamannasambands- ins og VSI um bónusinn, en línur væru ekki mikið skýrari eftir fund nefndarinnar í gær. Guðmundur sagði að starf ann- arra vinnunefnda væri ekki kom- ið langt áleiðis, en búast mætti við niðurstöðum bónusnefndar- innar rétt fyrir helgi eða um helg- ina -K.ÓI. VIÐSKIPTAFÉLAGAR Góðir viðskiptafélagar eru vand- fundnir, félagar sem vinna jafn- mikið og þú, félagar með sömu markmiðogþú, félagar einsog WordPerfect, PlanPerfect og WordPerfect Library. Samkvæmt könnun er WordPerfect (stundum kallað ,,OrðsniIld“) mest selda ritvinnsluforritið fyrir PC- tölvur á íslandi sem og flestum öðr- um löndum. Og ekki að ástæðu- lausu. Með WordPerfect Library og PlanPerfect hefur WordPerfect fengið snilldarfélaga. PlanPerfect er töflureiknir í fremstu röð og notar að miklu leyti sömu skipanir og WordPerfect. í næsta mánuði verður PlanPerfect einnig fáanlegt á íslensku. Með Library er hægt að víxla á milli WordPerfect og PlanPerfect og sameina texta og skýrslumyndir í einniskrá. í Library eru líka reiknivél, daga- taþminnisbóko.fl. Rafreiknir hf., sími 91 -641011. Fáðu þér viðskiptafélaga sem vinna með þér og fyrir þig. Þeir fást í nœstu tölvuverslun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.