Þjóðviljinn - 13.11.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 13.11.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Útlitskeppni kvenna Anna þriðja best Þær gleðifréttir flugu fjöllun- um hærra í gærkveldi að Anna nokkur Margrét Jónsdóttir hefði af þar til hæfum einstak- lingum verið kjörin þriðja feg- ursta mær í heimi. Aðeins fröken Austurríki og fröken Venezuela hefðu verið úrskurðaðar enn feg- urri. 78 stúlkur frá jafnmörgum löndum tóku þátt í útlitskeppni þessari. Föstudaour 13. nóvember 1987 254. tölublað 52. örgangur Þjónusta íþínaþágu 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Útifundur Tjörnin lifi! Samtök um varðveislu Tjarnarinnar standafyrir útifundi Okkar fundur er svar við því að skipulagið um Ráðhússbygg- ingu hefur ekki verið kynnt sam- kvæmt ákvæði í lögum um að svo skuli gert, sögðu félagar í sam- tökunum Tjörnin lifi, en samtök- in munu standa fyrir útifundi á Tjarnarbakkanum við Vonar- stræti n.k. sunnudag þar sem ráðhússbyggingu í Tjörninni verður mótmælt. Á blaðamannafundi með fullt- rúum frá samtökunum í gær, kom fram mikil reiði vegna þeirrar samþykktar sem gerð var í Skipu- lagsstjórn í gær um að ráðhúsið skyldi staðfest sem hluti af Kvos- arskipulaginu, en þegar það Samtök um varðveislu Tjamarinnar, Tjörnin lifi, standa fyrir útitundi við Tjörnina sunnudaginn 15. nóvember. Þar verður byggingu ráðhússins mótmælt. Mynd Sig skipulag var kynnt íbúum borgar- innar lá skipuíag ráðhússins ekki fyrir. Ráðhússskipulagið hefur því ekki, að mati fulltrúanna, fengið lögformlega meðhöndlun, en Tómas Gunnarsson lögfræð- ingur hefur staðfest það í lögf- ræðilegri greinagerð sem hann gerði fyrir samtökin. Pá staðfestir Tómas í greinargerð sinni að samkvæmt lögum sé bannað að hrófla við skipulagi og deiliskipu- lagi sem búið sé að kynna, aug- lýsa og samþykkja. Á fundinum kom fram að Davíð Oddsson hafi sent skipulagsstjórn bréf þar sem hann biður um að Ráðhúsið verði afgreitt með Kvosarskipulaginu. Töldu fulltrúar samtakanna Tjörnin lifir, bréf Davíðs ekkert annað en staðfestingu á þvf að það lægi ekki ljóst fyrir að ráð- hússbygging hafi frá upphafi ver- ið hluti af skipulaginu eins og Da- víð hefur haldið fram. Á útifundi samtakanna á sunn- udag verður m.a. strengdur dúk- ur yfir það svæði Tjamarinnar sem ráðhúsið verður byggt á þannig að mönnum gefist tæki- færi á að sjá umfang byggingar- innar. Pá verða á fundinum seld póstkort með mynd af þeim hluta Tjarnarinnar sem fyrirhugað er að reisa Ráðhúsið á. Póstkortið er stflað á borgarstjórn og á það er skrifað: Ekki skemma þessa mynd. Flosi Ólafsson verður fundarstjóri á fundinum, en ávarp flutur Valgerður Tryggva- dóttir frá Laufási. Þá mun Megas flytja Reykjavíkurlög og Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir flytja lög helguð Tjörninni. „Þetta verður fjörug- ur fundur,“ voru skilaboð sam- takanna Tjörnin lifir. Fundurinn hefst klukkan 16. -K.Ól. Vestfirðir Hópbónusinn í höfn Samningsaðilar á Vestfjörðum hafa komið sérsaman um útfærslu á nýju bónuskerfi. Kerfið kynntfiskvinnslufólkií dag. PéturSigurðsson: A von á góðum viðbrögðum Bónusvinnuncfnd fulltrúa vinnuveitenda og verkalýðsfé- laga á Vestfjörðum hefur náð samkomulagi um útfærslu hóp- bónuskerfis, en byrjað verður að kynna starfsfólki fiskvinnslufyr- irtækja niðurstöðurnar í dag. Pétur Sigurðsson formaður Al- þýðusambands Vestfjarða sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að gengið hefði vel að komast að samkomulagi. Það hefði komið í ljós þegar að byrjað var að vinna að útfærslunni að fulltrúar vinnu- veitenda hefðu hallast æ meir að hópbónuskerfi enda gamla kerfið tæknilega úr sér gengið. Sam- kvæmt nýju bónuskerfi er miðað við að allir fái sama bónus, en samtímis hefur fiskvinnslufólk sameiginlega ábyrgð á fram- leiðslunni. Ákveðin verkaskipt- ing verður áfram við lýði, en gert er ráð fyrir að starfsfólk fari á milli starfssviða fiskvinnslunnar gerist þess þörf. Myndist t.d. „flöskuháls“ á einu stigi fram- leiðslunnar er reiknað með að fólk við önnur störf fram- leiðslunnar komi til hjálpar. „Það er allra hagur að hvergi myndist „tappi“ í framieiðslunni og því er að eru út af fyrir sig góðar fréttir, sagði fulltrúi varn- armálanefndar utanríkisráðun- eytisins, en við erum nú búnir að grafa upp olíuleiðsluna frá gas- olíutanknum fyrir ofan Ytri Njarðvík á 350 m kafla, og það er ekkert sem bcndir til leka. Þvert á móti virðist leiðslan vera svotil óskemmd, þrátt fyrir tiltölulcga háan aldur. með nýju kerfi verið að gera aðr- ar kröfur til fólks en hingað til hefur tíðkast,“ sagði Pétur. Pétur sagðist vænta jákvæðra viðbraga viðnýja bónuskerfinu frá fiskvinnslufólki. „Ekkert nýtt Eins og fram kom í fréttum í gær, þá mældist þrýstingsleki í leiðslunum í fyrradag, en menn höfðu ekki enn getað staðsett hann í gærkvöld. Töldu menn ekki óhugsandi að hann hafi orð- ið á loftventli einhvers staðar á rörinu, og verður hans nú leitað og rörið síðan þrýstingsprófað á ný að sögn talsmanns varnarmál- anefndar. kerfi getur verið verra en það gamla“. Þá sagði Pétur að stefnt verði að því að mánaðarlaun fisk- vinnslufólks með nýju bónuskerfi verði ekki lægri en 52-53 þúsund krónur. -K.ÓI. Eins og er bendir ekkert til olíuleka, og við útilokum ekki að olíuhvarfið geti átt sér aðrar skýr- ingar, til dæmis mistök við af- greiðslu eða bókhald, en athugun málsins heldur áfram og fulltrúar okkar munu fylgjast með henni á staðnum, sagði heimildarmaður okkar að lokum. -ólg Framfœrslan 267% verðbólga Hœkkun Fram- fœrsluvísitölunnar í október jafngildir nœr46% verðbólguá heilu ári Framfærsluvísitalan hækkaði um 3,2 stig í október og jafngildir sú hækkun um 46% árshækkun. Af hækkun vísitölunnar í síð- asta mánuði, stafar stærsti hlutinn af hækkun áfengis og tó- baks og hækkun á bensínverði. Þá varð einnig hækkun á inn- flutningsgjaldi nýrra bifreiða í mánuðinum, lagður var á sér- stakur bflaskattur og matvæli, fatnaður og ýmsir þjónustuliðir hækkuðu einnig verulega. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 23,1%. Hækkun vís- itölunnar um 3,2% í október svarar til nærri 46% árshækkunar en undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,1% og jafngildir sú hækkun 26,7% verð- bólgu á heilu ári. -4g. Njarðvík/Keflavík Olíulekinn er ráðgáta

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.