Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 1
Ríkisstjórnin Hótaö með kvótanum Alvarlegirþverbrestir ístjórnarsamstarfinu. Kratar hótameð kvóta. Sighvatur Björgvinsson: Verður aldrei skiptimynt. Friðurinn ástjórnarheimilinu stöðugt rofinn á þingi Alvarlegir þverbrestir eru í stjórnarsamstarfinu og rekur hvert málið annað sem ekki næst samstaða um milli ríkisstjórnar- flokkanna. Nýjasti gambíturinn í þessu spili er kvótamálið. Allt í einu þegar frumvarp sjávarút- vegsráðherra er að renna út úr prentsmiðjunni rjúka kratar upp og segjast alls ekki samþykkja þessi frumvarpsdrög. Fiskveiði- stefnan er þó í allt haust búin að vera í umræðunni manna á með- al. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu kratar ætla að nota kvótamálið til að þrýsta fram- sókn til hlýðni í húsnæðismálum og við fjárlögin. Sighvatur Björg- vinsson neitaði því þó í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þetta mál verður aldrei skipti- mynt við Framsóknarflokkinn. Afstaða okkar til þessara mála hefur legið ljós fyrir frá upphafi og kemur húsnæðisfrumvarpinu ekkert við.“ Að sögn Sighvats hefur Hall- dór Ásgrímsson staðið slælega að þessum málum, en í stjórnarsátt- málanum er talað um að skipa skuli nefnd þingmanna allra ríkis- stjórnarflokkanna til að sam- ræma ólík sjónarmið þeirra í mótun fiskveiðistefnunnar. Þessi nefnd var ekki skipuð fyrr en í nóvember. Sighvatur sagði að Alþýðu- flokkurinn væri til viðræðu um samkomulag sem byggir á mál- amiðlun en að það hafi ekki bara fengið að reyna á það. Höfuð krafa kratanna er að menn feti sig í áföngum út úr núverandi kerfi og byrji á því að rjúfa tengsl kvóta og skips, þannig að fá- mennur útgerðaraðall geti ekki litið á fiskinn í sjónum sem sína eign og braskað með hann og jafnvel heilu byggðalögin. Upphlaup stjórnarliða á þingi gerast stöðugt algengari. í þessari viku sló í brýnu milli flokks- bræðranna Karvels Pálmasonar og Jóns Baldvin út af matarskatt- inum og á fimmtudag vógust þeir Guðmundur H. Garðarsson og Jón Sigurðsson á. í Þjóðviljanum í dag, segir Sighvatur Björgvins- sön að Alexander Stefánsson hafi farið með trúnaðarmál þegar hann upplýsti í fréttatíma Stöðv- ar 2 að fjárlög Jóns Baldvins væru sprungin. -Sáf Sjá bls. 2 Slökkvitæki Vemdar tölvur eyðir ósoni Halontœki eyðileggja ekki tölvubúnað, en efnið er mjög mikilvirkt við eyðingu ósonlags- ins. Utbreiðslan hefur margfaldast á ör- skömmum tíma með aukinni tölvunotkun breiðsla halontækjanna haldist í hendur við aukna tölvuvæðingu hér á landi, en þau hafa það um- fram hin hefðbundnu kolsýru- tæki að þau eyðileggja ekki tölvu- búnað. Frostið sem myndast við notkun kolsýrunnar þurrkar út af seguldiskum í tölvukerfum. -Vegna skaðvænlegra áhrifa halons á ósonlagið er víða rætt um það í fullri alvöru erlendis að banna þetta efni algerlega, og eru til dæmis Svíar framarlega í þeirri umræðu. Mér finnst sennilegt að á næstu árum verði af slíku banni, nema þá í sérstökum undantekn- ingartilfellum, og þar má taka dæmi af flugvélum. Halon eyðir ekki súrefni í andrúmslofti eins og kolsýran, og því hefur það lengi verið notað á slökkvitæki í flugvélum. Eins hafa flugvalla- slökkvilið notað það til að slök- kva elda í hreyflum. - Slík notkun á rétt á sér, en hitt er nýtilkomið að þessum slökkvitækjum sé dreift meðal al- mennings, og mér sýnist vera far- ið að dreifa þeim ansi víða, til dæmis í fjölbýlishúsum og venju- legu skrifstofuhúsnæði, sagði Ás- mundur. Þá sagði hann að halonið væri dýrt efni og töluverð þjónusta væri fylgifiskur tækjanna. Því gengju sölumenn hart fram í því að falbjóða varninginn, þar sem hann gæfi þó nokkuð í aðra hönd. HS r Utbreiðsla halonslökkvitækja hefur tckið mikinn kipp að undanförnu, sérstaklega tvö síð- ustu árin. Haioni fylgja mjög skæð mengunaráhrif og talið er að það sé mikilvirkt við eyðingu ósonlagsins, sagði Ásmundur Jó- hannsson, tæknifræðingur Eld- varnaeftirlits Reykjavíkurborgar í samtali við blaðið í gær. Að sögn Ásmundar hefur út- SH Óskað eftir gengisfalli Gengisskráning verður að taka mið af breytingum á ytri aðstæð- . um, segir í ályktun stjórnar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna um afkomu frystihúsanna en SH segir að frystingin sé nú rekin með halla og ekki sé von til þess að erlendar verðhækkanir vegi þar á móti eins og verið hefur undan- farin ár. - Þvert á móti bendir ýmisilegt til að ytri aðstæður séu að snúast til hins verra og framundan kunni að vera hægari sala og meiri þrýstingur frá kaupendum um lægra verð, segir í ályktun stjórn- ar SH. - lg Áramótaskaupið í smíðum. Desembererframundan meðsínum föstu liðum, og þeir hjá Sjónvarpinu eru farnir að undirbúa áramótin með upptöku skaups; myndin sýnir Guðrúnu Ásmundsdóttur og Guðmund Ólafs- son í einum hlutverka sinna við Kringluna. Stjórnandi skaupsins þetta árið er Sveinn Einarsson. (Mynd: Sig.) Suðurafrisk perudós á alþingi, - Steingrímur J. Sigfússon vakti í vik- unni athygli á þessum innflutningi og auglýsingunum á Stöð tvö. Suður-Afríka Meira af svo góðu Fleiri auglýsinga að vœnta á Stöð tvö. Jón Gunnarsson auglýsinga- stjóri: Setjumst ekki í dómarasœti - Innflytjandi Del Monte á- vaxta hefur pantað flciri birting- ar á Stöð tvö, og við munum ekki neita að taka við fleiri auglýsing- um á þessu merki, sagði Jón Gunnarsson, auglýsingastjóri sjónvarpsstöðvarinnar í gær. Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu sem hann flytur ásamt öðrum þingmönnum Alþýðubandalagsins um við- skiptabann á Suður-Afríku. í því sambandi hefur hann gagnrýnt Stöð tvö fyrir að birta í tvígang auglýsingu um Del Monte á- vaxtadós frá landinu. - Við tökum enga afstöðu í þessu máli og setjumst ekki í dómarasæti, sagði Jón; meðan innflutningur frá tilteknum Iöndum er ekki stöðvaður með lögum getum við ekki neitað neinum um heimild til að auglýsa sína vöru. HS Tónleikar Boy George kemur ekki Suður-Kórea í Höllinni í stað popparans Boy Ge- orge. Boy lasinn og óá- nœgður með Evrópu- ferðina Loks er orðið Ijóst að tónleik- arnir með hinum vinsæla popp- ara Boy George sem fyrirhugaðir voru hér á landi í Laugardags- höllinni þ. 22. desember falla nið- ur, en það hefur verið óljóst þar til nýverið hvort von væri á Boy eða ekki. Ein helsta ástæðan fyrir því að Boy kemur ekki er sú að lands- liðsleikur Islands og Suður- Kóreu verður í höllinni sama kvöld og halda átti tónleikana. Boy er umsetinn drengur og á því ekki kost á að koma á öðrum degi. Bobby Harrison, sem staðið hefur fyrir því að fá Boy til lands- ins, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að það hefði ekki komið illa við Boy að tónleikarnir yrðu að falla niður. Boy hefði verið hálflasinn að undanförnu og yfir- höfuð hundóánægður með tón- leikaferð sína í Evrópu, en hann hefur m.a. komið við í Póllandi og Ungverjalandi. Ástæðuna fyrir óánægjunni vissi Bobby ekki. Bobby sagði að þess mætti þó vænta að Boy kæmi á næsta ári til íslands. -K.Ól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.