Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Digranes 27. nóvember UBK-Þór 55-66 (33-31) 9-8, 18-19, 25-30, 33-31, 36-40, 44-54, 52-62, 55-66. Stig UBK: Guöbrandur Stefánsson 13, Olafur Adolfsson 10, Kristján Rafnsson 10, Kristinn Albertsson 10, Guðbrandur Lárusson 6, Sigurður Bjarnason 3, Hannes Hjálmarsson 2 og Lárus Jónsson 1. Stlg Þór8: Eiríkur Sigurðsson 23, Guðmundur Bjömsson 15, Bjarni Össurarson 10, Konráð Óskarsson 6, Jóhann Sigurðsson 6, Ágúst Guð- mundsson 4 og Björn Sveinsson 2. Dómarar: Jóhann Dagur Björnsson og Sigurður Valgeirsson - sæmilegir. Maður lelkains: Eirlkur Sigurðs- son, Þór. Njarðvík 27. nóvember UMFN-Valur 80-72 (36-31) 8-7, 22-13, 30-19, 36-31, 47-35, 60-44, 67-47, 80-72. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 30, Isak Tómasson 15, Teitur örlygs- son 11, Helgi Rafnsson 10, Jóhannes Kristbjörnsson 10, Árni Lárusson 5, Sturla Örlygsson 1 og Hreiðar Hreiðarsson 1. Stig Vals: Torfi Magnússon 22, Tómas Hoiton 16, Einar Ólafsson 7, Leifur Gústafsson 7, Svali Björgvins- son 5, Þorvaldur Geirsson 5, Jóhann Bjarnason 4, Björn Zoega 3 og Kristján Ágústsson 3. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Ómar Scheving - góðir. Maður leiksins: Valur Ingimundar- son, UMFN. Eiríkur Sigurðsson lék vel I gær og skoraði 23 stig. Hér er hann kominn af stað og Kristján Rafnsson kemur engum vörnum við. Mynd:E.ÓI. Körfubolti Fyrsti sigur Þórs Þórsarar fengu fyrstu stig sín í úrvalsdeildinni i gær gegn Breiðablik. Þórsarar sigruðu 55- 66, í dæmigerðum botnleik. Þessum tveimur liðum hefur af flestum verið spáð á botninn og stig úr innbyrðisleikjum því sér- staklega dýrmæt. Það sást greini- lega á leiknum i gær og ieikmenn liðanna gáfu ekkert eftir. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik, en Blikarnir leiddu framan af þó aldrei munaði miklu. Þórsarar tóku við sér í upphafi síðari hálfleiks og má segja að þeir hafi gert út um leikinn strax í upphafi. Þeir náðu tíu stiga for- skoti og héldu því til leiksloka. Körfuboltinn sem liðin sýndu var ekki í háum gæðaflokki og áhorfendur fáir í Digranesinu. Þórsarar voru heldur ákveðn- ari. Eiríkur Sigurðsson var þeirra sprækastur og þeir Bjarni Ossur- arson og Guðmundur Björnsson áttu einnig góðan leik. Það hefur ekki gengið vel hjá Blikunum það sem af er og liðið þarf að taka sig á ef Stig á að vinnast. Guðbrandur Stefánsson hélt liðinu á floti í síðari hálfleik og Kristján Rafnsson átti einnig góðan leik. Þá var Ólafur Adolfs- son sterkur í vörninni. -ÁV íþróttir Rólegt um helgina Það er róleg helgi í íþróttunum. Handboltinn er í fríi og körfubolt- inn með rólegasta móti. Það er þó einn leikur í úrvals- deildinni. Þór og Haukar mætast í Seljaskólanum í dag kl. 14. í 1. deild karla eru tveir leikir. Léttir og Tindastóll mætast i Seljaskóla í dag kl. 15. 30 og ÚÍA-UMFS á Egilstöðum kl. 14. f 1. deild kvenna eru einnig tveir leikir. ÍR og ÍBK leika í Seljaskóla kl. 17 í dag og á morg- un mætast Haukar og UMFN í íþróttahúsi Hafnarfjarðar kl. 20. í handbolta er einn leikur í Bikarkeppninni. ÍBK og Breiða- blik mætast í Keflavík kl. 20-30. Unglingameistaramót Reykja- víkur í badminton verður haldið í húsi TBR um helgina. Keppni hefst kl. 14 í dag og á morgun. Það er ekkert leikið í blaki fyrr en á mánudagskvöld. Þá mætast Þróttur og fS í Hagaskóla kl. 19.45. Körfubolti Valur sá um Valsmenn! Valur Ingimundarson átti stærstan þátt í sigri Njarðvíkinga yfir Valsmönnum í gær, 80-72. Hann átti stórleik og skoraði 30 stig í leiknum sem var harður, en skemmtilegur. Það er þó vart hægt að segja að leikurinn hafi verið sérlega spennandi. Njarðvíkingar höfðu forystuna allan tímann og þó ekki munaði miklu voru Valsmenn ekki líklegir til að vinna þann mun upp. Njarðvíkingar byrjuðu mjög vel. Vörn þeirra var sterk og þeir stálu boltanum hvað eftir annað af rólegum Valsmönnum. Það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á leikinn að Valsmenn tóku við sér, en vantaði herslumuninn að vinna upp forskot Njarðvíkinga. Leikurinn var harður og fimm leikmenn fóru útaf með 5 villur. Flestir aðrir voru þá komnir með fjórar villur. Þrátt fyrir þetta tókst þeim Ómari Schving og Gunnari Valgeirssyni að hafa ágæt tök á leiknum, en gáfu kannske fullmikið af tæknivill- um. Njarðvfkingar hafa byrjað mjög vel og virðast jafnvel sterk- ari enn í fyrra. Valur Ingimund- arson átti stórleik og skoraði 30 stig þrátt fyrir að hvíla hálfan fyr- ri hálfleikinn. ísak Tómasson var sprækur í vörninni og iðinn við að stela boltanum og Helgi Rafns- son var gífurlega sterkur í vörn- inni. Torfi Magnússon átti mjög góðan leik fyrir Valsmenn. Skoraði grimmt og var sterkur í vörninni. Tómas Holton átti einnig ágætan leik. -SÓM/Suðurnesjum „Bókaverslun Snæbjarnar í Haf narstrætinu ál 1T sem góð bókabúð hefur: Stór orð, en sönn. Við í bókaverslun Snæbjarnar erum til þjónustu reiðubúin. Við vitum hvernig á að velja góða bók - í næði og notalegu umhverfi - en erum ávallt nærri þegar á þarf að halda með góð ráð og upplýsingar. Hjá okkur í Hafnarstrætinu er viðamikið úrval íslenskra bóka, auk þess sem þær erlendu eru enn á sínum stað. Félagsmönnum Máls og Menningar er boðinn afsláttur á félagsbókum. Við erum þeirrar skoðunar að hlýlegt viðmót og persónuleg þjónusta geri gæfumuninn í jólaamstrinu. - Allar íslenskar jólabækur, notalegt umhverfi og persónulega þjónustu.“ Hvað meira getur góð bókabúð boðið? Bókaverslun Snæbjamar Hafnarstræti 4.Sími: 14281 Laugardagur 28. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 ŒB AUGtýSINGAÞJÓNUSTAN / SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 267. tölublað (28.11.1987)
https://timarit.is/issue/225362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

267. tölublað (28.11.1987)

Aðgerðir: