Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 9
MENNING VERULEIKI MALVERKSINS FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA WÆatn ermismunandi víða ■r um heim. Þess vegna skiptir máli að nota sjampó með réttri efnasamsetningu fyrir íslenskt vatn. Man sjampó er unnið af vísíndalegri ná- kvæmni af efnafræðingum okkar. Það hefur rétt pH gildi fyrir íslenska notkun. Man sjampó er til í átta tegundum: • Milt • Balsam • Fjölskyldu • Flösu • Eggja • Barna • Húð og hár • Hárnæring Man-sjampó erfyrír allar gerðir hárs og fæst líka í heils lítra umbúðum. Ronnsóknorstofa FRI6G wmH ns' ■ rmmms ■SH Lyngási 1 Garðabæ, simi 651822 Þótt Louisa Matthíasdóttir velji sér hinn ytri hlutveruleika aö yrk- isefni í málverkum sínum, þá eru myndir hennar ekki lýsandi í þeim skilningi aö viö séum mikils vísari um sauðkindina, hestinn, fjöllin eða haf ið eftir að haf a skoðað þær. Það sem gerir nærveru mynda hennar svo áleitna er nýr veruleiki sem Louisa skapar úr þessum yrkisefnum: veruleiki málverksins. Þetta er að vísu enginn nýr sannleikur, en þó er rétt að hafa hann f huga þegar við skoðum myndir hennar sem nú eru sýndar í Gallerí Borg, og jafnframt þeg- Louisa Matthíasdótt- ir opnar sýningu í Gallerí Borg um leið og Mál og menning gefur út bók með verkum hennar ÓLAFUR GÍSLASON Mr £»3 Bækur í minningu merkishjóna dr. Eiríks Albertssonar og frú Sigríðar Björnsdóttur á Hesti Þann 7. nóv. sl. hefði dr. Eiríkur Albertsson dr. theol., skólastjóri Hvítárbakkaskólans og sóknar- prestur á Hesti í Borgarfirði f rá 1917 til 1944, orðið 100 ára og eiginkona hans, frú Sigríður Bjarnadóttirfrá Miklabæ í Skaga- firði 97 ára þann 5. júní sl. vor. Af því tilefni hefur Hörpuútgáfan á Akranesi sent frá sér minninga- bókina Ár og dagur í víngarði drottins. f bókinni birtast nokkur sýn- ishorn af ritstörfum þeirra hjóna, ásamt greinum og ritgerðum ann- arra um þau. Sagt er frá foreldr- um dr. Eiríks, þeim Albert Jónssyni og Stefaníu Pétursdótt- ur, og bernskuheimili; en hann var fæddur í Torfmýri í Blönduhl- íð, en ólst upp í Flugumýrar- hvammi í sömu sveit. Þá er lýst jólahaldi um síðustu aldamót á bernskuheimili frú Sigríðar, Miklabæ í Blönduhlíð, en þar var faðir hennar, sr. Björn Jónsson, prestur frá 1889-1921. Jón Eiríks- son rekur æskuminningar sínar frá heimilinu á Hesti og Hvítár- bakkaskólanum. Þá er þáttur um störf dr. Eiríks, en hann kom víða við. Hann var prestur, prófastur, rithöfundur, skólastjóri og bóndi. Öll sín margháttuðu störf rækti hann með ágætum. Kafli er í bókinni um merkis- bóndann Bjarna Pétursson á Grund í Skorradal. Steinunn Finnbogadóttir ljósmóðir segir frá kynnum sínum af frú Sigríði Björnsdóttur og störfum hennar. Þá eru þarna greinar eftir Svein Skorra Höskuldsson, Dagfinn Sveinbjörnsson, Björn Jakobs- son Björn Bjarman, dr. Jakob Jónsson, sr. Einar Guðnason og afmæliskveðja eftir Þorstein Guðmundsson. Það er vel að út skuli komin bók, sem segir frá lífi og starfi þessara merkishjóna. Þau settu á sínum tíma mikinn svip á um- hverfi sitt - og sem náði raunar langt út fyrir það - hvöttu jafnan til aukinna framfara og meiri menningar á öllum sviðum og voru sjálf lýsandi fordæmi í þeim efnum. Ár og dagur í víngarði drottins er 165 bls., prentuð í Prentverki Akraness. Kápumynd er eftir þýska málarann Verleger. - mhg ar við fléttum bókinni sem Mál og menning hefur gefið út með listi- lega vel unnum eftirprentunum af smámyndum hennar. Louisa Matthíasdóttir hefur nokkra sérstöðu í íslenskri mynd- list. Ekki bara vegna langrar út- legðar sinnar Vestanhafs, heldur fyrst og fremst vegna afstöðu sinnar til málverksins og þeirra yrkisefna sem hún velur sér. í bestu myndum sínum tekst henni að vinna svo úr yrkisefninu með markvissri einfaldri framsetningu að eftir stendur kannski kind á grænum bala, dimmblátt vatn, svartur sandur, firðblátt fjall og heiður himinn, og það er eins og þessi fimmund fái slíkan sam- hljóm í einfaldleik sínum, að það er sjónlaus maður sem ekki finn- ur hann enduróma í hjarta sínu. Þessi sterki hljómur skapast af þeim andstæðum sem í málverk- inu búa: þessari hrópandi þögn og þessari mögnuðu kyrrð og ein- semd sem jafnframt er svo hlaðin orku og nálægð. Louisa málar af kaldri yfirvegun og fjarlægð frá yrkisefninu, en litirnir eru heitir og undir ákveðinni pensilskrift- inni býr brennandi tilfinning og orka. Þetta á einkum við um þær myndir hennar þar sem hún nær best að einfalda myndmál sitt. í flóknari húsa- og götumyndum hennar er eins og samhljómurinn dofni og einstakir hlutar myndar- innar hætti að þjóna heildinni á sama markvissa háttinn. Málverk Louisu af uppstilling- um eru sér á parti, og reyndar sterkasti hluti sýningarinnar í Gallerí Borg. Það er sjaldgæft að sjá nútímamálara fást við það verkefni að mála agúrkur, lauka og melónur á borði, en Louisu tekst að gefa þessu fábreytilega viðfangsefni nýja og ferska merk- ingu í málverki sínu með öguðu og ströngu myndmáli sem dylur heitar tilfinningar og ágenga ná- lægð myndarinnar. Það er fengur að þeirri bók sem Mál og menning hefur gefið út um Louisu, einkum fyrir mynd- irnar sem eru frábærlega prent- aðar, en textinn er í rírara lagi. -ólg. : »•. ■ » KYNNTUÞER SIÖÐUÞÍNA ÍSTAÐGREÐSUJ -það margborgar slg 1. janúar nálgast með staðgreiðslu opinberra gjalda. Það er afar mikilvægt að allir launamenn og launagreiðendur þekki rétt sinn og skyldur í hinu nýja kerfi. Menn eru því hvattir til að kynna sér málið vel og leita upplýsinga séu þeir i óvissu. HVAÐ FELSTÍ STAÐGREÐSLU? f staðgreiðslu eru skattar dregnir af öllum launum við hverja útborgun. Þar með talið eru hvers konar greiðslur, hlunnindi og orlof. Staðgreiðslan tekur yfir alla skatta og gjöld, sem áður voru álögð á launamenn, nema eign- arskatt sem áfram verður innheimtur eftir á. ÚTREIKNINGUR OGINNHEIMTA STAÐGREÐSLU Launagreiðandi annast útreikning stað- greiðslu starfsmanna sinna, innheimtir hana og skilar til innheimtumanns mánaðarlega, einnig af eigin launum. Sama skatthlutfall er notað við afdrátt af öllum launum óháð upphæð þeirra. FRÁDRÁTTUR í STAÐGREÐSLU Allir launamenn fá árlegan persónuaf- slátt sem dreginn er af staðgreiðslunni. Að öllu jöfnu er persónuafslátturinn sá sami hjá öllum launamönnum. Persónuafslættinum er skipt jafnt á alla mánuði ársins. Sjómenn og hlutráðnir landsmenn fá sér- stakan sjómannaafslátt. Námsmenn fá hærri persónuafslátt yfir sumarmánuðina. Vaxtafrádráttur verður afnuminn en til bráðabirgða verður þó veittur afsláttur til þeirra er festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu bygg- ingu þess til eigin nota 1987 eða fyrr og hefðu að óbreyttu notið vaxtafrádráttar. Þessi afsláttur verður veittur í allt að 6 ár, frá og með 1988. BÆRJR Barnabætur með hverju bami innan 16 ára aldurs verða greiddar á 3ja mánaða fresti og skiptast jafnt á milli hjóna (sam býl isfólks). Húsnæðisbætur eru greiddar þeim sem kaupir eða hefur byggingu íbúðarhúsnæðis 1988 eða síðar í fyrsta sinn eða til eigin nota einnig þeim sem keyptu eða byggðu í fyrsta sinn 1985-1987 ef þeir nutu ekki vaxtafrádrátt- ar á þeim tíma. Réttur til bótanna varir í 6 ár, frá og með upphafsári. SKATTKORT Allir, sem verða 16 ára og eldri á stað- greiðsluári, fá sent skattkort fyrir upphaf stað- greiðsluárs. Þar er mánaðariegur persónuaf- sláttur tiltekinn og einnig það skatthlutfall, sem draga á af launum, auk helstu persónuupplýs- inga, svo sem nafns, heimilis og kennitölu launamanns. Launamanni ber að afhenda launagreið- anda sínum skattkortið fyrir upphaf stað- greiðsluárs. Ef launagreiðandinn hefur ekki skattkortið við útborgun launa, má hann ekki draga persónuafsláttinn frá stað- greiðslunni og launamaðurinn greiðir þar með mun hærri fjárhæð. Þess vegna er mikil- vægt fyrir launamann, að sjá til þess að launa- greiðandinn fái skattkortið í tæka tíð. Þegar maki launamanns er tekjulaus get- ur launamaðurinn einnig afhent launagreið- anda sínum skattkort makans og þar með nýtt 80% af persónuafslætti hans til viðbótar sínum. Bam innan 16 ára fær ekki skattkort. Skatthlutfall þess er 6% og það fær ekki per- sónuafslátt. AUKaSKA TTKORT Launamaður getur fengið aukaskattkort ef hann vinnur á fleiri en einum stað og vill skipta persónuafslætti slnum til þess að nýta hann betur. Einnig getur hann fengið aukaskattkort ef hann vill afhenda maka sínum þann persónu- afslátt, sem hann nýtir ekki sjálfur. Umsóknir um aukaskattkort fást hjá skattstjórum. ÁLAGNING OG FRAMTAL Skattframtali ber að skila í staðgreiðslu með hefðbundnum hætti. Að loknu stað- greiðsluári fer fram álagning og síðan uppgjör staðgreiðslu. Þegar sú fjárhæð, sem stað- greidd hefur verið er borin saman við endan- lega álagningu tekjuskatts og útsvars, kemur í Ijós, hvort þessi gjöld hafi verið of eða van- greidd. Verði um mismun að ræða er hann endurgreiddur í einu lagi í ágúst eða innheimt- ur eð jöfnum greiðslum í ágúst-desember að viðbættri lánskjarav í sitölu. SJÁLFSTÆÐIR REKSTRARAÐILAR Sjálfstæðum rekstraraðilum er skylt að reikna sér endurgjald af starfseminni og miða staðgreiðslu sína við það og skila henni mán- aðariega. Ríkisskattstjóri ákveður lágmark endurgjalds. SKATTLAGNING TEKNA ÁRSINS 1987 Öllum ber að skila framtali á árinu 1988 vegna ársins 1987 eins og endranær. Inn- heimta fellur hins vegar niður af öllum almennum launatekjum. Undantekningar eruþógerðar • eflaunhafaveriðyfirfærðáárið1987. • ef hækkun launa verður hvorki rakin til auk- innar vinnu, ábyrgðar né stöðuhækkunar. • ef menn í eigin atvinnurekstri reikna sér meira en 25% hærri laun fyrir 1987 en 1986 (meðverðbótum). • ef menn fá meira en 25% hænri laun fyrir eignarhlutdeild en var árið 1987 (með verð- bótum). i þessum tilvikum verður aukningin skattskyld. STAÐGREÐSLAN ER EINFÖLD OGAUÐSKILIN Bæklingur með ítariegum upplýsingum um staðgreiðsluna hefur verið sendur inn á hvert heimili landsins. Það er mikilvægt að lesa þennan bækling vel og varðveita, þar sem hann geymir nauðsynlegar upplýsingar um staðgreiðslu. Launamenn fá skattkort sitt sent næstu daga. Með því fylgja skýringar sem þeir eru beðnir um að lesa vel, gera viðeigandi ráð- stafanir og afhenda skattkortið síðan launa- greiðandasínum. Staðgreiðsla opinberra gjalda er breyt- ing, sem beðið hefur verið eftir. Aðdragandi hefur verið langur en nú er undirbúningur- inn á lokastigi. Þetta er róttæk breyting til einföldunar og hagræðis og snertir alla skattgreiðendur. Þessi breyting verður mun auðveldari ef allir skattgreiðendur þekkja stöðu sína. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Staðgreiðslan ereinföld - efþú þekkirhana RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 267. tölublað (28.11.1987)
https://timarit.is/issue/225362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

267. tölublað (28.11.1987)

Aðgerðir: