Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 3
Plötusala Bjartmar og Bubbi á toppnum „Bjartrnar Guðlaugsson og Bubbi Morthens eru leiðandi í plötusölunni þessa dagana. Plata Bjartmars, í fylgd með fullorðn- um, hefur nú þegar selst í 4500 eintökum og plata Bubba, Dögun hefur selst eitthvað á bilinu 7-9 þúsundum eintaka,“ sagði Steinar ísleifsson hljómplötuút- gefandi við Þjóðviljann í gær. Fast á hæla þesara herramanna kemur Loftmynd Megasar en hún hefur selst í 3500 eintökum. Þar á eftir kemur plata Ríó-Tríós með 2500 seld eintök og Greifarnir með 2000 seld eintök. Það var samdóma álit þeirra hljómplötusölumanna sem Þjóð- viljinn ræddi við í gær að aldrei fyrr hafi hljómplatan staðið eins vel að vígi í samkeppninni við bókina, eins og nú. Allt að helm- ingsmunur eða meir er á verði plötu og bókar. - grh FRETflR Hitaveitan Hæni arð í borgarsjóð RekstrartekjurHitaveitunnarstanda undir byggingu veitingahallar- innar í Öskjuhlíð. Sigríður Lillý Baldursdóttir: Nærtœktað auka arðgreiðslurnar Þessir peningar eru ekki til í sjóði, en Hitaveita Reykjavík- ur ætlar að framkvæma fyrir rekstrartekjurnar. Þær eru nógu miklar til að standa undir kostn- aði við bygginguna, sagði Eysteinn Jónsson, skrifstofustjóri Hitaveitunnar, aðspurður um hvernig stæði til að fjármagna fyrirhugað veitingahús í Öskju- hlíðinni. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrr í vikunni mun Hitaveitan verja ríflega 500 milljónum króna til að byggja veitingahús ofan á geymunum, auk húsrýmis á milli þeirra. Verkinu á að vera lokið að fjórum árum liðnum. Talið er að stórframkvæmdir þær sem nú standa fyrir dyrum á Nesjavöllum muni kosta nálægt 3,5 milljörðum króna. Að sögn Eysteins er gert ráð fyrir 170 milljóna króna láni til eins árs til Hjörleifur Stefánsson arkifekt með Kvosarbókina í Austurstræti, - götu sem sýnir nokkurnveginn alla miðbæjarstíla í húsagerðarlist nema torf- húsið. (Mynd: Sig.) Reykjavík Kvosin í bók Byggingarsaga miðbœjarins rakin húsfyrir hús í myndarlegri bók Torfusamtakanna Kvosin - byggingarsaga mið- bæjar Reykjavíkur heitir ný bók sem Torfusamtökin hafa sent frá sér í samvinnu við Forlagið og eru þar samankomnar upplýsing- ar um gamla miðbæinn í Reykja- vík götu fyrir götu og hús fyrir hús. í Kvosinni er fjallað um fyrstu húsagerðir í bænum, gamla Reykjavíkurbæinn, Innréttinga- húsin, og nýbyggingar við versl- unarfrelsið, fyrstu steinhúsasyrp- una, timburhús, steinkofa og Nicaragua GyífFPáll segir frá Gylfi Páll Hersir er nýkominn frá Nicaragua eftir nokkurra mánaða dvöl þar. Mun Gylfi segja frá dvöl sinni og sýna lit- skyggnur á fundi Mið-Ameríku- nefndarinnar 28. nóvember. Gylfi dvaldi á heimili dæmigerðr- ar fjölskyldu í Managua og sótti þar skóla. Fundurinn, sem jafnframt er aðalfundur, þar sem stjórn verð- ur kosin, er haldinn í risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 28. nóvember og hefst kl. 2. að brúa bilið milli ára 1989 og 1990, en ekki er talin þörf á frek- ari lántökum. Hitaveitan greiðir arð í borgar- sjóð, og nemur hann nú 2% af endurmetinni eign ársins á undan. Áætlað er að upphæðin nemi 127 milljónum fyrir árið 1988. - Mér finnst það ekki vera í verkahring Hitaveitunnar að standa að húsbyggingu af þessu tagi, sagði Sigríður Lillý Baldurs- dóttir, Kvennalista, sem sæti á í stjórn veitustofnana: Eðlilegra væri að auka arðgreiðslur stofn- unarinnar í borgarsjóð og fá þannig fé til þessarar byggingar ef hún á að rísa á annað borð. HS steinsteypuöld. Þarna segir frá því hvernig fyrstu göturnar urðu til, raktar helstu stefnur í húsa- gerðarlist einsog þær koma fram í Kvosinni og forsendur þeirra, bæði í tíðaranda, byggingarefn- um og efnahagsaðstæðum. Megi- nefni bókarinnar er þó lýsing á öllum byggingum Kvosarinnar frá upphafi, og er sagan þar rakin á hverri húsalóð fyrir sig, húsun- um lýst, eigendur nefndir og íbú- ar aðrir. Um 500 ljósmyndir eru í bók- inni, gamlar og nýjar, auk teikninga og þar er einnig að finna sérstakt kortablað þarsem gömul kort af bænum eru prent- uð með nútímakort í bakgrunni. Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Guðný Gerður Gunnarsdóttir þjóðháttafræðingur eru höfundar texta en Guðmundir Ingólfsson hafði veg og vanda af ljósmynd- unum. I formála segja höfu- ndarnir að bókin sé meðal annars gefin út vegna tveggja alda af- mælis borgarinnar, en hitt vegi ekki síður á metum að nú séu komnar fram tillögur um ger- breytingar í Kvosinni þarsem gert er ráð fyrir að mörg merkustu húsanna hverfi, - fróðleikur til almennings og yfirvalda um sögu borgarhlutans og sérkenni hans kunni að breyta þeim viðhorfum. NY VIÐHORF Olafur Ragnar og Ragnar Arnalds í vinnustaða- heimsóknum, á almennum fundum og með opið hús: Á Sauðárkróki Mánudag 30. nóvember: Almennur umræðufundur í Villa Nova kl. 20.30 A Siglufírði: Þriðjudag 1. desember: Opið hús í Suðurgötu 10 kl. 17-19 Almennur umræðufundur í Alþýðuhúsinu kl. 20.30 Aiiir veikomnir Alþýöubandalagið Odýrir vetrarskór á alla fjölskylduna teg. 84721 Svart leður og vatnshelt vílil Stærðir 27-35 Verð kr. 1.700 Stærðir 36-41 Verð kr. 1.900.- st&rd/eður Borgartúni 23 sími 29350 r r SK0BUÐIN Snorrabraut 38, sími 14190 Póstsendum Svart loðfóðrað leður Stærðir 27-35 Verð kr. 1.700.- Stærðir 36-39 Verð kr. 1.800.- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 267. tölublað (28.11.1987)
https://timarit.is/issue/225362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

267. tölublað (28.11.1987)

Aðgerðir: