Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 5
Umsjón: Elísabet Kristín Jökulsdóttir RÖKFRÆÐI TILFINNINGANNA Um sýningu Tryggva Ólafssonar hjá Listasafni ASÍ Það er rétt sem Halldór B. Runólfsson segir í nýrri og glæsilegri bók sem Listasafn ASÍ og Lögberg hafa gefið út um T ryggva Ólafsson listmálara, að T ryggvi sé mótaður af þeirri yfirveguðu rökhyggju listamanns sem stendur utan við listaverkið og stýrirsköpun þessfullkom- lega meðvitað í anda Appo- lons, guðs Ijóss, visku og rök- festu. Sú tiifinningasemi og dulhyggja, sem svo algeng er í list samtímans, er víðs fjarri í myndum T ryggva, og á þetta einkum og sér í lagi við um myndir hans frá síðari árum, þar sem stefnt er að stöðugt einfaldara og skýrara mynd- máli, bæði íformi og lit. Fyrir bragðið kunna verk hans ef til vill að þykja fjarlæg við fyrstu sýn, en staðreyndin er sú, að á bak við þau liggja miklar rannsóknirog ströng ögun, sem orðin er fágæt meðal okkar yngri listamanna. Þetta kemur glöggt fram á þeirri sýningu sem nú hefur verið opnuð í sýningarsal Lisatasafns ASÍ við Grensásveg. Fyrir utan nýjustu verk Tryggva frá síðustu 2 árum eru á þessari sýningu valin sýnishom af verkum hans allt aft- ur til ársins 1968, sem sýna okkur þá jöfnu og stöðugu þróun sem hefur verið í verkum hans, þar sem markvisst hefur verið stefnt til einfaldara og skýrara mynd- máls og hreinni litameðferðar, þannig að Tryggvi hefur aldrei málað betur en hann gerir í dag. En í hverju felst þá sú yfirveg- aða rökhugsun sem Tryggvi byggir myndmál sitt á? Er til ein- hver rökfræði litanna, sem hægt er að læra eins og hver önnur fræði og beita síðan á málverkið eins og hverjum öðrum tækni- legum vísindum? Er til einhver rökfræði myndbyggingar sem hægt er að beita á sama hátt? Verður slík myndlist ekki óhjá- kvæmilega einhver vélræn merk- ingarleysa sem ekki snertir per- sónulegt gildismat okkar og til- finningu fyrir lit og formi? Svarið er trúlega fólgið í því að rökvísi listarinnar byggir ekki á stærðfræði, heldur á þeirri rök- fræði tilfinninganna, sem vaxin er úr djúpri reynslu og yfirvegun. En hvað er það þá sem þetta rökvísa og yfirvegaða myndmál Tryggva Olafssonar segir okkur? Einn af lærimeisturum Tryggva, franski málarinn Henri Matisse, sagði eitt sinn að þegar menn ætluðu sér að fara að út- skýra myndlist þá ættu þeir að byrja á því að bíta úr sér tunguna. Og víst vefst okkur tunga um tönn við tilraun til slíkra útskýr- inga. Tilvist okkar er fólgin í stöð- ugri baráttu við hinn ytri veru- leika. í stöðugri viðleitni sinni við að ná valdi á sínu eigin lífi og hinum ytri veruleika hefur mað- urinn beitt fyrir sig goðsögunni, trúarbrögðunum, vísindum og listum. Kannski getum við sagt að listamaðurinn sé með viðleitni sinni að leitast við að skapa heim- inn í sinni mynd, rétt eins og Guð gerði í árdaga samkvæmt goð- sögninni. Eða svo vitnað sé aftur til Henri Matisse, þá lýsti hann þeirri skoðun sinni að listin væri eftirlíking náttúrunnar að því marki sem sköpunarstarfið ljær listaverkinu líf. „Slíkt listaverk mun einnig sýna sig að vera frjó- samt, því að það hefur til að bera þá kviku og þá lýsandi fegurð, sem verkum náttúrunnar er ein- um gefið“. Matisse, sem hreinsaði myndir sínar af öllu því sem truflað gat þá hrynjandi og þann samhljóm sem hann vildi magna upp, taldi sig vera að skapa nýja heimsmynd: „Sérhver ný mynd á að vera ein- stakur atburður, fæðing sem auðgar heimsmynd mannsins eins og hann skilur hana með nýju formi. Með vinnu sinni verður listamaðurinn að leggja alla orku sína, auðmýkt og trú- mennsku í það að vísa gömlum fyrirmyndum frá sér, sem svo fús- ar eru að koma upp í hendur hans, þannig að hið veikburða blóm nái að skjóta upp kollinum, sem aldrei blómstrar þó eins og til var ætlast." (Jazz, 1947) Hér hefur verið vitnað til Henri Matisse vegna þess að margra ára dálæti Tryggva á þess- um brautryðjanda nútímalistar í Evrópu hefur aldrei komið eins glöggt fram í myndum hans eins og einmitt nú. Ekki vegna þess að um eftirlíkingu sé að ræða, held- ur vegna þess að sú rökvissa þró- Tryggvi Ólafsson un til einföldunar og samhljóms, sem verk Tryggva hafa tekið er í mörgu hliðstæð við þróun Mat- isse sjálfs. En spurningunni um merkingu þess myndmáls sem Tryggvi skapar er enn ósvarað. Tilvitnan- ir hans í forna sögu og nýja koma þar við sögu. Fornar styttur, flug- vélar, fiskhausar og hendur eru meðal þeirra tákna sem oft koma fyrir í myndunum. Hið óræða samspil þessara tákna verður ekki skýrt með orðum, en galdur Tryggva er fólginn í því að láta samspil þessara tákna ásamt með leikandi línuteikningu og úthugs- uðu litasamspili magna upp hrynjandi sem fær myndina til þess að lifa því lífi sem Matisse talaði um í tilvitnuninni hér að framan. í nýjustu myndum sínum er Tryggvi semsagt ekki frekar en Matisse að hræra við okkur með byltingarkenndum hætti eða boða okkur nýjan stórasann- leika. Pótt oft megi lesa hugboð um váleg tíðindi eða frjóa lífs- nautn úr myndum hans, þá er að- ferð hans fyrst og fremst mynd- ræns eðlis og nálgast þannig hið óhlutbundna málverk æ meir: Boðskapur Tryggva er sú bjartsýna viðleitni að kenna okk- ur að öðlast hlutdeild í því fullkomna samræmi rýmis, forms og lita sem gerir okkur heiminn skiljanlegri og lífsbaráttuna við- ráðanlegri. Bókin sem Listasafn ASÍ og Bókaútgáfan Lögberg hafa í sam- einingu gefið út með myndum eftir Tryggva og textum eftir þá Thor Vilhjálmsson og Halldór Björn Runólfsson er útgefendum og höfundum til mikils sóma. Þar fer saman vandaður og vel unn- inn texti og vönduð prentun. 46 litprentaðar myndir eru í bók- inni, auk fjölda skemmtilegra ljósmynda og teikninga, og eiga Kristján Pétur Guðnason ljós- myndari og prentsmiðjan Oddi heiður skilið fyrir vandaða vinnu við útgáfuna. -ólg Leiklist Frönsk sending til leikhúsfólks Þekktur franskurleikstjórihcldurnámskeið og fyrirlestur fyrir íslenskt leikhúsfólk Maurice Benichou, franskur leikari og leikstjóri, kemurtil landsins um helgina, gagngerttil aö halda námskeið fyrir íslenskt leikhúsfólk. Þá mun Benichou halda fyrirlestur um starf sitt og leikstjórans Peter Brook, í Lind- arbæ á mánudagskvöld kl. 20.30. Maurice Benichou hóf leikaraferil sinn hjá Marcel Maréchal árið 1965. Hann lék hjá Peter Brook, m.a. í Tímon frá Aþenu, Bubba kóng og síðast aðalhlutverkið Krisna í Maha- bharata, stórsýningu á ævafornum indverskum sögum. Hann er einnig aðstoðarleikstjóri Brook á Kirsu- Maurice Benichou, í hlutverki Krishna í Mahabharata, sem er leiksýning á berjagaröinum eftir Tsjékov og ópe- ævafornum indverskum sögum, undir leikstjórn Peter Brooks. runm Carmen. Sjálfur hefur hann m.a. leikstýrt Don Juan eftir Mo- liére. „Benichou er mjög merkilegur leikhúsmaður. Hann er einn af þeim sem hefur tekið þátt í „rannsóknarleikhúsi" Peter Brooks, sem er erfitt að skilgreina í stuttu máli. En þar er öðru fremur leitast við að finna hið tæra og hreina form leikhússins. Kafað er eftir því hvað leikhús cr og leitað eftir nýjum túlk- unarleiðum,“ sagði Þór Tulinuus, sem stendur í forsvari fyrir komu Benichou hingað til lands. „Það tók Peter Brook 12 ár að undirbúa Mahabharata, æfingar stóðu í 2 ár og leikarar fóru í píla- grímsför til Indlands, sem er vís- bending um, hvað hann hefur mikla og víðtæka reynslu. Upphaflega var mér boðið af franska ríkinu, að bjóða hingað frönskum leikhús- manni og það kostar fargjaldið. Eftir að hafa séð sýningu á Mahabharata, lá beinast við að reyna að fá Benic- hou í heimsókn. En leiklistarskólinn og Þjóðleikhúsið veita aðstoð við húsnæði og auglýsingar. Annars vonast ég til að námskeið- ið verði upplyfting í skammdeginu og skili sér aftur í starfi leikhússins. Þarna geta leikarar og söngvarar fengið sameiginlega reynslu og kynnst annars konar vinnu og þeirri sem tengist uppsetningu," sagði Þór ennfremur. Námskeiðið stendur frá mánud. 30. nóv. til 5. des. og verður rúm fyrir 25-30 manns. Allar nánari upp- lýsingar fást hjá Leiklistarskólanum, Sölvhólsgötu 13, í síma 25020 eða í síma 18071. ekj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.