Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.11.1987, Blaðsíða 7
MENNING Kyrrstæður heimur Indriði G. Þorsteinsson Keintur af sumrí Reykholt 1987. Keimur af sumri gerist í Skaga- firði eitt sumar fyrir stríð. Þetta er ein af þeim sögum sem greinir frá hópi manna án þess að sumir þeirra gerist mun frekari til fjörs- ins en hinir og heiti aðalpersónur. Lesandinn er leiddur inn í kyrr- stæða veröld, þar sem það þykja tíðindi til að fjasa um að systir ekkju einnar er komin að sunnan í heimsókn og málar á sér varirn- ar, hvorki meira né minna. Það er verið að reisa fjós og skemmu, tún eru slegin, legið á greni og kosið á þing (úrslitin fengust með hlutkesti), hestum er riðið oft og mikið. En fyrst og síðast er gripið niður í ástarfar þeirra sem til sög- unnar eru nefndir. Jóhann bóndi er haldinn afbrýði í garð prestsins og alþingismannsins sem á sínum námsárum barnaði konu hans sem síðar varð, sú afbrýði blandast með ítrekuðum hætti inn í pólitískar væringar í sveitinni. Ragnar stórbóndi hefur stíað sundur Lovísu dóttur sinni og harmoníkuleikara og gift hana manni sem sýnist heldur lítill fyrir sér. Ekkjan gengur í rúm fjós- asmiðs sem unnið hefur fyrir hana til að hafa karlmann í hús- inu. Ragnhildur dóttir hennar horfir með áfergju á karlmenn uns hún hefur manað sér í fang bændaskólastrák á næsta bæ. Annar piltur, menntskælingur reyndar, týnir einnig sveindómi sínum með hjálp systur ekkjunn- ar, Katrínar sem málar á sér var- ir. Það gerðist á sama balli og nikkarinn vonaðist til að hitta Lo- vísu sína en af því varð ekki. Veg- ur er lagður. Tófa bítur kind. Hryssa hálsbrotnar. Indriði G. Þorsteinsson heldur í þessari sögu tryggð við knappan stíl, við þann sið að segja heldur færra en fleira. Hann kann að draga upp persónur fáum drátt- um og skýrum. Samt situr lesand- inn uppi með furðusterkan keim ófullnægju í skynfærunum. Ekki vegna þess að fátt gerist. Tíðinda- leysi þarf ekki að standa skáld- sögu fyrir þrifum. Heldur vegna þess blátt áfram hve fátt segir af fólkinu. Það er komið á framfæri við lesandann tilteknum upplýs- ingum um hvern og einn, fyrst í hálfkveðnum vísum og síðan þannig að ekkert fer milli mála. Og hvað svo ? Og síðan ekki sög- una meir. Á ballinu sem fyrr var nefnt stynur hljóðfærið í höndum nikkumanns af þrá eftir Lovísu. Hann rifjar það upp hvernig Ragnar faðir hennar stíaði þeim stundur: „Hann hafði reynt að mæta þessu með kæruleysi. En á kyrr- um kvöldum, þegar skammt var í svefn, settistumhugsunin að hon- um svo hann glaðvaknaði og þjáðist. Hún kom líka ef hann var staddur yfir færi úti á firði þegar sól skein á sléttan haffflötinn. Þá hvarf honum skvaldur félaga hans og honum féllust hendur við verk. Á slíkum stundum vissi hann að hún hafði verið stúlkan hans. Hann tók fastar á harmon- ikkunni og þandi belginn og óskaði Ragnari í Öðrumdal til helvítis mitt í hægum sveiflum slagarans“. Hér gengur Indriði einna lengst í því í þessari skáldsögu að segja hug manns með þeim spar- sama hætti sem einatt hefur dug- að honum til góðs árangurs. En hvort sem við tökum dæmi af fleiri persónum en nikkaranum eða ekki: við fáum ekki meira í hendur en slíkar knappar upplýs- ingar um eilífðarmál bók- menntanna: vonir og vonbrigði í ástum. Það getur verið góð til- breyting á verðbólguöld orðanna ÁRNl BERGMANN að lesa höfund sem segir færra en fleira - en færra um hvað? Við upplifum ekki þá ágengni við að- stæður, það úthald í persónulýs- ingum sem gæti gert fólkið í bók- inni að meira en útlínum, stökum dráttum í mynd. Og við finnum enga knýj andi þörf fy rir að rifj að- ur sé upp sá kyrrstæði heimur sem bókin lýsir. Það er ekki bryddað upp á nýjum skilningi á tímanum og samfélagi, sem ein- kennist fyrst og síðast af því, að allir vita allt um alla og hafa ekki mörg orð um það. Kannski er enn og aftur vikið að þessum tíma og siðum vegna þess að eftirsjá sé í þessu mannlífi - eins og áður hef- ur gerst hjá Indriða og öðrum? Má vera - en því fer fjarri að sá strengur sé sleginn af krafti. Tíðindaleysið þarf að sönnu ekki að verða skáldsögu háska- legt. Ástríðuleysið er mun verra. ÁB Indriði G. Þorsteinsson. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 ■ ■ BJORINN EYKUR HEILDARNEYSLU AFENGIS! Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir: AUKA ÞAU NEYSLUNA? ER OKKUR SAMA? Minnkum áfengisneysluna um fjórðung fram til aldamóta og bætum heilbrigði (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) „ . . . enda þótt dragi úr neyslu á sterku áfengi fyrst í stað þá mun heildarneyslan aukast." (HP. 31/1 1985). Dr. Þorkeil Jóhannesson prófessor í lyfjafræði: „Óskhyggja að draga megi úrneyslu annars áfengis með áfengum bjór." (Lyfjafræði miðtaugakerfisins 1984). Guðrún Agnarsdóttir læknir og alþingismaður: „Reynsla annarra þjóða bendir til að áfengur bjór muni auka heildarneyslu áfengis. Tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru skýr: Draga þarf úr áfengisneyslu." (Rúv. 29/10 1987). Dr. Tómas Helgason prófessor í geðlæknisfræði: „f stað þess að minnka um fjórðung, eins og Alþjóðaheil- brigðisstofnunin telur nauðsyn- legt, mun áfengisneysla aukast um þriðjung verði bjórstefnan ofan á." (Mbl. 9/4 1986). Pétur Pétursson læknir: „Það er sannfæring mín að með tilkomu áfengs öls muni áfengis- neysla ungmenna og dagdrykkja þjóðarinnar aukast að miklum mun." (Um daginn og veginn, Rúv. 29/4 1985). Jósep Ó. Blöndal læknir: „Möguleikar mannsins á að halda sér þurrum þegar hann hverfur undan verndarvæng meðferðar- stofnunarinnar eru hverfandi, því bjórinn er alls staðar." (Mbl. 25/5 1985). Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir: „Reynsla annarra þjóða af því að leyfa sölu áfengs öls hefur hvar- vetna orðið sú að það hefur leitt til meiri neyslu vínanda og aukins skaða af hans völdum."(Mbl. 26/2 1985). Guðsteinn Þengilsson yfirlæknir: „ ... ekki hefur enn verið unnt að benda á það land í veröldinni þar sem sterkt öl hefur dregið úr áfengisneyslu heldur virðist það bætast við." (DV. 24/4 1985). M Stórstúka íslands • Bindindisfélag ökumanna • íslenskir ungtemplarar

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 267. tölublað (28.11.1987)
https://timarit.is/issue/225362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

267. tölublað (28.11.1987)

Aðgerðir: