Þjóðviljinn - 11.12.1987, Page 6
JÓLABLAÐ
Heílagur Gerolamus hugleiðir dauðann. Dauðinn varð stöðugt meira áberandi í verkum Caravaggio eftir
því sem leið á stutta ævi hans. Myndin er gerð fyrir Borghese kardinála skömmu fyrir flótta Caravaggio
frá Róm árið 1606. Myndin er nú í Borghese-safninu í Róm.
guðsmóður miklu hneyksli: í stað
þeirrar hefðbundnu viðhafnar-
umgerðar sem þessum atburði er
venjulega sýnd í myndlistinni, þá
notaðist Caravaggio við sjórekið
konulík úr ánni Tíber sem fyrir-
mynd að Maríu: konan liggur
berfætt með þaninn kvið íklædd
rauðum kjólgopa á börum um-
kringdum grátandi fólki sem ber
öll merki harðrar lífsbaráttu og
vonlausrar þjáningar. Þannig gaf
Caravaggio þessum atburði nýja
og óvænta nálægð, sem vakti
hrylling meðal klerkaaðalsins,
sem afþakkaði myndina, en hún
hlaut engu að síður náð fyrir
augum einstaklinga, sem dáðu
Caravaggio fyrir bersögli hans.
Önnur mynd hans af Maríu var
einnig bannfærð, þrátt fyrir það
að innihald hennar væri mjög í
anda þeirrar gagnsóknar sem
kirkjan stóð í gagnvart mótmæl-
endum: María og snákurinn,
málverk sem málað var sam-
kvæmt pöntun fyrir basilíku Vat-
íkansins. María stendur með
hægri fót á hálsi eitursnáksins,
sem er tákn trúvillunnar og Ant-
ikrists. Jesúbarnið stendur á fæti
hennar, kviknakinn, og aðstoðar
móður sína við að kveða niður
hinn illa. Til hliðar við þau stend-
ur heilög Anna, móðir Maríu,
með spenntar greipar í skauti.
Um heilagleika
Maríu
Eitt af því sem kaþólskir og
mótmælendur deildu hvað harð-
ast um var hinn syndlausi getnað-
ur Maríu og þáttur hennar í hinni
guðdómlegu náð og frelsun. Á
meðan Lútherssinnar töldu Mar-
íu dauðlega konu þá verður hlut-
verk hennar í hinni guðdómlegu
náð heilagt í augum kaþólskra,
eins og undirstrikað er kirfilega
með þessari mynd.
Það sem vakti hneykslan við
myndina var fyrst og fremst nekt
Jesú og svo hitt að heilög Anna
skyldi höfð til hliðar eins og
skuggi í myndinni, en ekki fast að
baki eða fast við hlið dóttur sinn-
ar til þess að leggja áherslu á sam-
eiginlegan heilagleik þessarar
þrenningar, eins og hefð var fyrir
í kaþólskum helgimyndum af
þessu viðfangsefni. Bakgrunnur
myndarinnar er myrkur, eins og
svo oft hjá Caravaggio, þar sem
ljósið öðlast táknræna merkingu
þar sem það skín skærast á nöktu
Jesúbarninu.
Dauðinn og
píslarvœttið
Myndir Caravaggio um
dauðann og píslarvættið eru
margar: Landflótta eftir morðið
örlagaríka í Róm er hann kominn
í hirð æðsta meistara riddarar-
eglu einnar á eyjunni Möltu og
málar þar áhrifamikla mynd af af-
töku Jóhannesar skírara, þar sem
blóðið sem sprettur undan hnífn-
um á hálsi Jóhannesar rennur í
poll sem myndar síðan orðin F.
Michelangelo: Michelangelo
reglubróðir, en Caravaggio virt-
ist eygja greiðari leið til náðunar
fyrir réttvísinni í Róm ef hann
bæri riddaratitil. Þótt Dauði hei-
lags Jóhannesar hafi þótt meðal
áhrifameiri mynda hans, þá
endaði Caravaggio Möltudvölina
með því að strj úka þaðan úr fang-
elsi eftir ósætti við regluföðurinn
og fara síðan huldu höfði yfir til
Sikileyjar, allri riddaratign rúinn.
Svipað efni kemur síðan fyrir í
myndum hans af fórn fsaks, þar
sem Abraham bregður hnífnum á
háls kærum syni sínum að kröfu
Guðs, sem þannig vildi reyna ætt-
föður gyðinga. Angistarfullt
augnaráðið og opinn munnurinn
á ísak er það sama og við sjáum í
andliti Medúsu. Eða myndin af
Salome, sem ber fram silfurfatið
með höfði Jóhannesar skírara og
Júdit, sem bregður sverðinu á
háls Holoferneusar svo að blóðið
fossar úr strúpanum.
Höfuð Golíats
Átakanlegust af þessum mynd-
um er þó trúlega síðasta myndin
sem Caravaggio gerði á örvænt-
ingarfullri leið sinni aftur til
Rómar. Myndin sem talin er gerð
í Napoli 1610 sýnir okkur Davíð,
sem heldur höfði Golíats á lofti
með vinstri hendi en brugðnu
sverði með hægri hendi: Cara-
vaggio virðist hafa fundið sterkt
fyrir því að dauðinn nálgaðist
óumflýjanlega því í þessu af-
hoggna höfði Golíats er fólgin
síðasta sjálfsmynd málarans með
kvalafullt og þunglyndislegt and-
litið markað rúnum rauna og
vonleysis og sýnir einnig sár á
enni, sem Caravaggio hafði
hlotið í viðureign við óþekktan
óvin í Napoli um þessar mundir.
Eftir gerð hennar yfirgaf hann
borgina og fór með hafurtask sitt
upp með ströndinni með þeim ás-
etningi að ná aftur til Rómar og
hljóta náðun með aðstoð máttug-
ra vina sinna þar. Þjakaður af
sorg og sársauka týndi hann
eigum sínum á leiðinni og lagðist
síðan helsjúkur af malaríu undir
brennheitri júlísólinni í Herkúl-
esarhöfn, þar sem hann andaðist
árið 1610, 39 ára gamall.
Um hann sagði listfræðingur-
inn Giulio Carlo Argan árið
1956:
„í skáldskap Caravaggios náði
dauðinn aldrei að umbreytast í
annað líf, úr hinu náttúrulega yfir
í hið yfirnáttúrulega. Hann er sá
atburður sem lokar allri náttúru-
legri þróun og festir raunveru-
leikann við algjört afstæði þess að
vera ekki. Raunsæi Caravaggio
er ekkert annað en heimssýn í
ljósi hugsunarinnar um dauðann
en ekki lífið. Þess vegna er það
ónáttúrulegt, andsögulegt og
andklassískt, en hins vegar trúar-
legt í dýpsta og örvæntingar-
fyllsta skilningi þess orðs...Á bak
við hinn hráa og raunsæja veru-
leika dauðans dylst að öllum lík-
indum hugsun sem hlaut mikinn
hljómgrunn á barokktímanum,
ekki bara á Ítalíu: lífið er
draumur og dauðinn er skyndileg
vakning. Náttúran, sagan og
raunveruleikinn eru draumur eða
fmyndun og við uppgötvum fyrst
eða skynjum hver andhverfa ím-
yndunarinnar er þegar tjald
draumsins fellur og upp rennur
óhjákvæmilegur raunveruleiki
þeirrar stundar að vera eða vera
ekki. Þannig er ljósið aldrei eins
skært og í myrkrinu og hreyfingin
aldrei svo mettuð frumkrafti eins
og þegar hún er fryst í hreyfingar-
leysi ímyndarinnar.“
—ólg.
Heimildir:
Maria Luisa Rizzatti: Caravaggio,
úr ritsafninu I geni della pittura,
Milano 1975.
Arnold Hauser: The Social History
of Art, London 1962.
Maurizio Calvesi: La Maddalena
come „Sposa“ nei dipinti del Cara-
vaggio, úr sýningarskránni „La
Maddalena tra Sacro e Profano",
Milano 1986.
AAbraham fórnar ísak. Myndin
ergerð áárunum 1600-1602,
og er eitt af fáum dæmum þar
sem landslag og náttúra eru sýnd
í myndum Caravaggio. Myndin er
varðveitt í Uffizi-safninu í Flór-
ens.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN