Þjóðviljinn - 11.12.1987, Page 19

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Page 19
JÓLABLAÐ Súkkulaði- húðaður ananas 1 dós ananas 200 gr súkkulaði kökuskraut af einhverju tagi (Hægt er að nota sömu aðferð við flesta aðra þurra ávexti s.s. döðlur, epli o.s.frv.) Þurrkið ananasinn rækilega og skerið síðan hringina í helminga eða í fjórðu hluta. Bræðið súkk- ulaðið yfir vatnsbaði og dýfið an- anasinum ofan í. Þegar jafnt lag þekur alla bitana setjið þá á vax- borinn pappír ellegar annars- konar pappír sem súkkulaðið mun ekki festast við. Endið með því að skreyta ananasinn með skrauti eftir smekk þegar súkku- laðið er orðið þurrt. Kókos klaki 450 gr strásykur 11/» dl mjólk 125 gr kókos nokkrir dropar af bleikum matarlit Hitið mjólkina og leysið sykur- inn upp í henni. Leyfið þessu að sjóða undir lágum hita í ca. 10 mín. Takið pottinn því næst af hellunni og blandið kókosinu út í mjólkina. Hellið helmingnum af deiginu í smurt rúllukökuform og jafnið út í öll horn. Hellið nokkr- um dropum af bleikum lit út í deigið í pottinum og hrærið vel. Smyrjið því svo yfir hvíta deigið og látið harðna. Þegar deigið er hart skal skera það í teninga og bera það þannig á borð. Súkkulaði- toppar 225 gr súkkulaðidropar 4 msk sterkt svart kaffi 50 gr smjör 2 eggjarauður romm hýðislausar heslihnetur Bræðið helming súkkulaðsins. Setjið það síðan í tartalettuform úr bréfi (u.þ.b. teskeið í hvert). Setjið síðan annað form ofan á súkkulaðið til þess að fá það vel upp í hliðarnar. Látið harðna mjög vel. Bræðið því næst afgang súkkulaðsins og hrærið kaffinu út í. Látið kólna örlítið. Hrærið nú mjúku smjörinu og eggjarauðun- um út í. Setjið romm eftir smekk. Að síðustu skal setja hræringinn í rjómasprautu og sprauta súkku- laðinu í tartaletturnar. Skreytið með heslihnetum og látið síðan harðna áður en það er borið fram. Mator- horn Maríu Piparmyntur 200 gr flórsykur 1 eggjahvíta piparmyntudropar Þeytið eggjahvítuna þar til hún verður stíf og blandið flórsykrin- um út í hana. Þeytið þar til úr verður þykkur massi. Blandið ör- fáum piparmyntudropum út í. Rúllið massanum út á borð og búið til meðalstóra orma. Skerið ormana í brjóstsykursstærð og látið þorna í sólarhring á plötu. Súkkulaði fudge 450 gr strásykur 1/4 I (21/2 dl) vatn 1 stór dós af niðursoðinni mjólk 115 gr súkkulaðidropar eða venjulegt Ijóst hjúpsúkkulaði (rifið) 50 gr rúsínur (má sleppa) Leysið sykurinn upp í vatninu við lágan hita og bætið mjólkinni svo við. Látið sjóða í svolitla stund. Takið pottinn af hellunni og látið súkkulaðið og rúsínurnar út í hann. Hellið hræringnum því næst út í smurt rúllutertuform og látið harðna í sólarhring. Skerið þá massann í teninga og berið á borð. Romm truffles 75 gr suðusúkkulaði eða mjólkursúkkulaði 1 eggjarauða 1 tsk romm 1 tsk rjómi 50 gr kakóduft eða kakómalt Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði. Bætið út í það eggja- rauðunni, smjörinu, romminu og mjólkinni. Þeytið þar til úr verð- ur þykkt krem. Setjið í ísskáp og látið kólna nógu mikið til að massinn verði meðhöndlandi. Rúllið þá út litlar kúlur og veltið þeim upp úr kakói. Jarðhnetu karamellur 300 gr molasykur 1/8 I (11/4 dl) vatn 200 gr síróp 2 tsk glúkósi í púðurformi 25 gr smjör 75 gr salthnetur 1/2 tsk sítrónudropar 2 tsk matarsódi Leysið upp sykurinn í vatninu með sírópinu og glúkosanum við lágan hita og leyfið þessu að sjóða þar til það hefur náð 300° C. Bætið þá smjörinu, sítrónu- dropunum og hnetunum út í. Hit- ið þar til smjörið hefur bráðnað. Hrærið þá matarsódanum út í massann (ekki hafa áhyggjur þótt massinn freyði). Hellið um leið og froðan hverfur á flatt form eða flöt form allt eftir því hve stór þau eru. Látið harðna yfir nótt eða allavega í nokkra klukkutíma og brjótið að síðustu í mola. Geymið molana ekki í einni hrúgu heldur setjið smjörpappír á milli hvers lags í kökukassanum. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.