Þjóðviljinn - 22.12.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.12.1987, Síða 2
-SPURNINGIN- Telurðu að matarskatt- urinn breyti matarvenj- um þínum? Magnús Vilhjálmsson trésmið- ur: Það er ómögulegt að segja. Ég verð allavega að éta eitthvað. Ætli ég borði ekki meir en ella af heimaræktuðu grænmeti til að byrja með. Mér finnst skatturinn vera brútal aðför að launafólki. Elín Jónasdóttir húsmóðir: Vafalaust mun hann gera það að einhverju leyti. Það segir sig sjálft að skatturinn er fáránlegur og verðbólguhvetjandi. Hilmar Hilmarsson kennari: Nei ég á ekki von á því. En mér finnst algjört hneyksli að skatt- leggja nauðsynjar, eins og mat- vara er. Björk Valsdóttir bankastarfs- maður: Nei, það er ótrúlegt að svo verði. En skatturinn kemur verst niður á láglaunafólkinu og ég vona bara að hann verði aldrei samþykktur. Guðrún Ágústsdóttir bréfberi: Nei, það held ég ekki. Maður verður að borða. Mér finnst skatt- urinn forkastanlegur og löngu kominn tími til að skattleggja þá sem allt sitt hafa á þurru. FRÉTTIR Fiskveiðistefnan Nefndin fjórklofin Framsókn og íhald með meirihlutaálit. Karvel Pálmason, formaður sjávarútvegsnefndar með sérálit. Skúli Alexandersson með sérálit og Danfríður Skarphéðinsdóttir sömuleiðis Lögreglan: Fangageymslur troðfullar. Kona datt afsvölum affjórðu hæð. Slapp furðuvel. 60 árekstrar, 20 ökumenn teknir vegna ölvunar og svipaður fjöldi tekinn vegna hraðaksturs Karvel Pálmason segir í nefnd- aráliti sínu að hann leggi fram breytingatillögur sem séu í þeim anda sem formenn beggja sjávarútvegsnefnda lögðu fram innan nefndanna en Matthías Bjamason er formaður sjávarú- tvegsnefndar neðri deildar. Með- al breytingatillagna sem Karvel leggur fram er að lögin gildi í eitt ár og að Alþingi kjósi hlutfalls- kosningu níu manna nefnd til að undirbúa tillögur um fyrirkomu- lag fiskveiðistjórnunar að næsta ári liðnu. Þá er í breytingatil- lögum Karvels nánari ákvæði um Að sögn lögreglunnar var mikil og almenn ölvun út um allan bæinn um síðustu helgi. Fanga- geymslur lögreglunnar voru troð- fullar, samkvæmt venju, föstudags- og laugardagsnótt. Ekki var mikið um fólk I miðbæn- um um helgina eins og oftast áður og þakkar lögreglan því að á fímmtudagskvöldið voru haldin skólaböll víðs vegar í bænum og ýmsir þar með búnir með helgar- kvótann að sinni. Eitt slys var um helgina, en fór betur en á horfðist. Kona datt af svölum á fjórðu hæð, en slapp merkilega vel. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. Alls urðu um helgina frá föstu- degi og fram á mánudagsmorgun, rúmlega 60 árekstrar og þrjú um- ferðarslys. Tæplega 20 ökumenn voru teknir vegna meintrar ölv- unar við akstur og þar af einn sem stoppaði vegna árekstrar við ann- an bfl. Svipaður fjöldi var tekinn vegna hraðaksturs í bænum. grh Sjávarútvegsnefnd efri deildarl var fjórklofin í afstöðu sinni til' frumvarpsins um stjórn flsk- veiðanna. Framsóknarmennirnir Stefán Guðmundsson og Jóhann Einvarðsson stóðu að áiiti meiri- hlutans ásamt Sjálfstæðismönn- unum Guðmundi H. Garðarssyni og Halldóri Blöndal. Formaður nefndarinnar Karvel Pálmason stóð að séráliti, sömu sögu er að segja um Skúla Alexandersson ogl Danfríði Skarphéðinsdóttur. Nefndarálitin voru því fjögur talsins. Meðal breytingatillagna frá meirihluta nefndarinnar má nefna að lagt er til að gildistími laganna sé þrjú ár í stað fjögurra. Pá leggur nefndin til að sérstakt 10% álag á afla sem fluttur er óunninn á erlendan markað verði fellt út. Varðandi trilluútgerðina leggur nefndin til að þeir sem stunda línu- og handfæraveiðar á bátum undir 10 brúttólestum sæti tímabundnum veiðibönnum eins- og verið hefur. í nefndaráliti Skúla Alexand- erssonar segir m.a. að allur undirbúningur að þessu frum- varpi hafi verið með eindæmum og vísar hann síðan til breytinga- tillagna Alþýðubandalagsþing- manna um byggðakvóta. Auk þess flytur Skúli breytingartillögu ásamt þeim Guðmundi Ágústs- syni og Danfríði Skarphéðins- dóttur um að við sölu á fiskiskipi fylgi ekki hærra aflamark en nemur meðalaflamarki skipa í sama flokki þaðan sem skipið er selt. Einnig flytja þau Skúli og Danfríður breytingatillögu þar sem sem landinu er skipt í tvö veiðisvæði við ákvörðun aflahá- marks fyrir togara. í nefndaráliti Danfríðar Skarp- héðinsdóttur segir m.a. að sú til- ' högun að úthluta veiðiheimildum gefins beint til einstaklinga og út- gerðarfélaga, sem geti ráðskast með þær í eiginhagsmunaskyni, sé í mótsögn við fyrstu grein lag- anna um að fiskistofnar á íslands- miðum séu sameign þjóðarinnar. Trillukarlar fjölmenntu á þingpalla við aðra umræðu í efri deild um kvótafrumvarpið. Þarna standa nokkrir saman fyrir utan Alþingishúsið að „kæla sig niður" einsog þeir orðuðu það. Mynd Sig. veiðitakmarkanir smábáta. umræðu í efri deild í gær og var höfðu enn ýmislegt út á það að Frumvarpið var til annarrar auðheyrt á ræðumönnum að þeir setja. -Sáf Helgin Mikil og almenn öhnin 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.