Þjóðviljinn - 22.12.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 22.12.1987, Side 3
FRETTIR Alþingi Þingað milli jóla og nýárs Þing kemursaman milli jóla og nýárs og líkast til strax upp úr áramótum. Samkomulag náðist ekki um að hraða þingstörfumþannig aðþingmenn kœmust íhefðbundið jólafrí. Stjórnarkreppuástand á þingi Verðlagsbreytingar Vörnr tvímerictar Neytendafélag Reykja- víkur: Áskorun til kaup- manna. Vegnatollavöru- gjalds- ogsöluskatts- breytinga um áramótin. Kaupmannasamtökin: Engin ástœða til þess Neytendafélag Reykjavíkur samþykkti nýlega að beina þeirri áskorun til kaupmanna að tví- merkja þær vörur eftir áramótin sem taka verðbreytingum í kjöl- far tolla- og vörugjaldsbreytinga, ásamt söluskattsbreytingum sem þá taka gildi. Að sögn Guðsteins Guð- mundssonar starfsmanns félags- ins og Neytendasamtakanna er þessari áskorun beint til kaup- manna til þess að neytendur eigi betra með að glöggva sig á hvað viðkomandi vörur hafi hækkað eða lækkað mikið frá því sem áður var. Guðsteinn sagði enn- fremur að tvímerkingar á vörum ættu jafnframt að koma í veg fyrir að allskonar gróusögur fari á kreik eftir áramótin um meint svindl og pretti kaupmanna á vöruverði, eins og gerðist þegar myntbreytingin varð á krónunni um áramótin 1981. Framkvæmdastjórn Kaup- mannasamtakanna Magnús Finnsson sagði að á meðan engin tilmæli um tvímerkingu vöru hefði borist frá hinu opinbera, sæju samtökin enga ástæðu til að beina þeim tilmælum til sinna fé- lagsmanna, þrátt fyrir áskorun Neytendafélags Reykjavíkur í þá veru. Magnús sagði að ef ein- hverjir kaupmenn tækju upp á því nú að tvímerkja sínar vörur, þá væri það alfarið þeirra verk. grh Byggingavísitala Hækkar enn Hækkun byggingavísitölu síð- ustu þrjá mánuði nemur 23.3% verðbólgu á heilu ári, en síðustu tólf mánuði hefur vísitalan hækk- að um 18% samkvæmt frétt frá Hagstofunni. Byggingarvísitala eftir des- emberverðlagi hækkar um 0.37% frá nóvember og er 107.9 stig. Gildir sú tala fyrir janúarmánuð. Mestu skiptir nú af einstökum liðum hækkun á gatnagerðar- gjöldum og töxtum Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Hækkunin í desember er lítil miðað við und- anfarna mánuði, Mú er Ijóst að hefðbundnum þingstörfum lýkur ekki fyrir jól heldur munu þingmenn mæta aftur til starfa mánudaginn 28. desember og verða þingfundir þá í þrjá daga. Allt eins er búist við að þing komi svo aftur saman strax upp úr áramótum þar sem Brunavarðafélag Reykjavíkur hefur haft forgöngu um gerð kvikmyndar um eldvarnir á heimilum og verður hún sýnd í Sjónvarpinu þriðjudaginn 22. desember. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að horfa á myndina sem nefnist „Það þarf ekki að gerast“. Og það er réttnefni, því það er ekki er útlit fyrir að takist að af- greiða á annan tug stjórnarfrum- varpa fyrir áramót einsog ríkis- stjórnin hafði stefnt að. f dag verður önnur umræða um fjárlögí sameinuðu þingi og kom- ust formenn þingflokka og forset- ar þingsins að samkomulagi í gær hægt að kaupa sér afar ódýra líf- tryggingu, nefnilega reykskynj- ara. Sérstök ástæða er til að hvetja fólk að huga að eldvörnum nú fyrir jólahátíðirnar, því flestir eldsvoðar á heimilum verða á þessum tíma. Það er lofsvert framtak bruna- varða að bera þetta átak í eld- vörnum, en til liðs við sig fengu um að sú umræða yrði innan hó- flegra marka. Síðan fara þing- menn í fimm daga jólafrí einsog annað launafólk. Á sunnudag óskaði ríkisstjórn- in eftir samningaviðræðum við stjórnarandstöðuna um að ljúka þinghaldi fyrir jól. Bauðst hún til þeir Samband íslenskra trygg- ingafélaga, Húsatryggingar Reykjavíkur og ísfilm hf. sem framleiddi myndina. Slökkviliðsmenn í Reykjavík munu selja reykskynjara og slökkvitæki í Kringlunni og neðst á Laugaveginum fram til jóla. - ns að endurgreiða hluta af söluskatti á fisk og fresta frumvarpinu um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga þar til eftir áramót. Stjórnar- andstaðan gerði ríkisstjórninni gagntilboð þar sem farið var fram á að ríkisstjórnin félli frá matar- skatti og skuldbindi sig til að grípa ekki til gengisfellingar eða efnahagsráðstafana með bráða- birgðalögum í þinghléi. Þessu hafnaði ríkisstjórnin og þar með varð ljóst að ekkert samkomulag gat orðið um að hraða þingstörf- um. í viðtali við Steingrím J. Sigfús- son á bls. 5 í dag, segir Steingrím- ur að hálfgert stjórnarkreppuá- stand sé á þinginu í dag þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta ríkis- stjórnarinnar. í gær voru langar umræður um kvótann í efri deild og söluskatt- urinn var til umfjöllunar í neðri deild. Búist var við að fundir stæðu langt fram á nótt. Ljóst er að ríkisstjórnin leggur höfuð- áherslu á að allur skattapakkinn fari í gegn fyrir áramót og sömu sögu er að segja um kvótafrum- varpið. -Sáf Þjóðlífsklandrið Fallvalt foreldialán Fjórðungur barna 7 ára og yngri og 64% 7 til 12 ára barna ganga meira og minna sjálfala á daginn. Þetta er ekki gott ástand, en vissulega verða börn fyrr sjálfstæðari en ella. Síðar er þau ná gelgjuskeiðsaldrinum og fara ,rsínar eigin leiðir“ og hlýðnast illa reglum foreldra, er gjarnan talað um unglingavandamál. Þetta segir Olafur Ólafsson landlæknir í nýútkomnum bækl- ingi sínum, Mannvernd. Þykir Ólafi mannskepnan vel mega skipa sinn sess í verndunarum- ræðunni, ekki síður en náttúran, landið, hvalir, hús og svo fram- vegis. - HS Slökkviliðsmenirnir Björn Gíslason og Ármann Pétursson með reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Mynd. Sig. Eldvarnir „Það þarf ekki að gerast“ Brunavarðafélag Reykjavíkur með eldvarnaherferð Bókakaffi við Unuhús Fyrsta bókakaffið hefur verið opnað í Reykjavík, en bókakaffi eru vel þekkt fyrirbæri í nágrannalöndum okkar. Bókakaffið ertil húsa að Garðastræti 17, við hliðina á hinu sögufræga húsi, Unuhúsi, sem rithöfundar á borð við Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson hafa gert ódauðlegt í íslenskum bókmenntum. Klukkan 15 á Þorláksmessu mun Sigfús Daðason, skáld, lesa upp Ijóð úr nýútkominni Ijóðabók sinni, Útlínur bakvið minnið. Þá mun hann árita Ijóðabókina og einnig bók sína um Stein Steinarr, en báðar þessar bækur eru nýkomnar út. -Sáf Matarskatturinn Forysta launafólks gagnrýnd Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnirforystumenn launafólks fyrir að taka ekki harðar á stefnu ríkisstjórnarinnar Eg gagnrýni forystumenn launafólks í landinu fyrir að hafa ekki tekið miklu harðar á þessari hótunarstefnu ríkisstjórn- arinnar, sagði Steingrímur J. Sig- fússon m.a. í umræðu um sölu- skattsfrumvarpið í neðri deild í gær. Jón Baldvin Hannibalsson mælti fyrir fyrstu umræðu frum- varpsins í deildinni en efri deild hefur þegar afgreitt málið. Síðan tók Steingrímur til máls og talaði í nærri tvo klukkutíma. Sagði hann að í þjóðfélaginu væri mikil andstaða við matarskattinn og að almenningur hefði andúð á skatt- inum, en fjármálaráðherra hefði ekki áhyggjur af því, heldur greiddi hann fyrir kjarasamning- um með slíkri skattlagningu og sameiginlegri skattaukningu upp á 8,5 milljarða króna. „Aðferðin er þekkt, þetta er hótunarstefnan. Nú á að bjóða eitthvað pínulítið til baka. Þessi framkoma er fyrir neðan allar hellur. Undir svona hótunarsvipu eiga samtök launafólks ekki að ganga til viðræðna við ríkisstjórn- ina,“ sagði Steingrímur. -Sáf Húsnœðisfrumvarpið Orðið að lögum Frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á húsnæðislána- lögunum varð að lögum á laugar- dag eftir að því hafði verið vísað aftur til neðri deildar vegna prentviliu í þingskjali, einsog Þjóðviljinn greindi frá á laugar- dag. Frumvarpið var samþykkt með 26 samhljóða atkvæðum að við- höfðu nafnakalli. Þingmenn Borgaraflokksins sátu hjá við af- greiðsluna, en þeir hafa lagt fram eigið frumvarp um húsnæðismál- in. -Sáf Þriðjudagur 22. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.