Þjóðviljinn - 22.12.1987, Qupperneq 5
ÞJÓÐMÁL
Alþingi
Stjómarkreppu-
ástand á þingi
Steingrímur J. Sigfússon: Þingrœðinu aldrei verið jafn mikið
misboðið og nú afframkvœmdavaldinu. Þing milli jóla og
nýárs og sennilega áfram í janúar strax eftir áramót
„Það hefur gerst í tvígang áður
að þing hefur starfað milli jóla og
nýárs, en í bæði þau skipti árið
1958 og við áramótin 1979-80 var
stjórnarkreppa í landinu. Það má
því með sanni segja að það sé
komið stjórnarkreppuástand
núna þrátt fyrir að ríkisstjórnin
sé með þetta mikinn meirihluta,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon
við Þjóðviljann í gær.
Á sunnudag óskaði ríkisstjórn-
in eftir viðræðum við stjórnar-
andstöðuna um að reyna að ljúka
störfum Alþingis fyrir jól og bauð
í staðinn að endurgreiða hluta af
söluskatti á fisk og fresta einu
máli, verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga fram yfir áramót.
Stjórnarandstaðan kom með
gagntilboð um að matarskattur-
inn verði felldur niður og ríkis-
stjórnin skuldbindi sig ekki til að
grípa til gengisfellingar eða efna-
hagsráðstafana með bráða-
birgðalögum í þinghléi.
Þessu hafnaði ríkisstjórnin og
er því ljóst að ekki tekst að ljúka
öllum þeim aragrúa mála sem
ríkisstjórnin hafði einsett sér að
koma í gegnum þingið fyrir jól. í
dag fara þingmenn í jólafrí en
mæta aftur mánudaginn 28. des-
ember og jafnvel er búist við að
þingið komi aftur saman strax
upp úr áramótum.
Verkstjórn
ríkisstjórnar í molum
„Það er athyglisvert að ríkis-
stjórn með svona sterkan þing-
meirihluta skuli setja málin í
þann hnút og klúðra þeim þannig
að hún þurfi að koma skríðandi
til stjórnarandstöðunnar rétt
fyrir jól og biðja um gott veður.
Það er geysilegt veikleikamerki,
það er einsog viðurkenning og
stimpill yfir vandræðaganginn
hjá þeim. Ástæðurnar eru fyrst
og fremst tvær. í fyrsta lagi hrúg-
ar ríkisstjórnin inn miklum kerf-
isbreytingamálum, tugum stórra
mála á allra síðustu dögum þing-
haldsins, sem er hrein lítilsvirð-
Mœðralaun
Skerða
ekki sjúkra-
dagpeninga
Eitt af fyrstu frumvörpum í
gegnum þingið nú fyrir jól var
frumvarp Guðrúnar Helgadóttur
og fleiri þingmanna stjórnarand-
stöðunnar um að greiðsla sjúkra-
dagpeninga skerðist ekki við
greiðslu mæðralauna einstæðra
heimavinnandi mæðra.
Hér er um að ræða 2. gr. frum-
varps sem Guðrún lagði fram í
upphafi þings, en ákveðið var að
vísa fyrri hluta frumvarpsins til
ríkissjórnarinnar, en þar var lagt
til að sjúkradagpeningar fyrir
einstakling nemi sömu upphæð
og lágmarkslaun ófaglærðra á
hverjum tíma og verði jafnháir
greiðslum úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði.
ing við þingið og algjörlega óvið-
unandi vinnubrögð. í öðru lagi
gengur þetta ekki neitt vegna á-
greinings stjómarliða sjáifra. Það
tefur fyrir í hverju málinu á fætur
öðm. Það er að einhverju leytinu
ástæðan fyrir því að málin eru
svona seint fram komin. Þeim
hefur gengið illa að ná samkomu-
lagi um þau áður en þau eru lögð
fram.
Það hefur gerst hvað eftir ann-
að á þessu hausti að stjórnarf-
rumvörp eru lögð fram með alls-
konar fyrirvörum annarra
stjórnarliða. Þau hafa verið lögð
fram sem hálfgerð þingmannafr-
umvörp. Þetta hefur því allt verið
mjög losaralegt og upplausnark-
ennt, verkstjórn virðist vera al-
gjörlega í molum og og greinilegt
að andrúmsloftið er lævi blandið í
ríkisstjórninni. Þeir eru allir að
hugsa um það að komast sem best
frá þessu ef það skyldi slitna upp
úr þessu einhverntímann. Það er
átakanlega áberandi hvernig
Framsókn reynir að hvítþvo sig af
öllu sem miður fer, einsog venju-
lega.
Þingsköpum
verði breytt
Þetta er fyrst og fremst dapur-
legt fyrir þingið sem stofnun. Það
er ekki við Alþingi, þingmenn og
forseta að sakast hvernig komið
er heldur við ríkisstjórnina sjálfa.
Ég sé ekki betur en að menn
verði að setjast niður eftir þessa
törn og ræða það í fullri hrein-
skilni að breyta lögum um þing-
sköp, þannig að það sé ekki hægt
að leggja mál svona seint fram ef
þau eiga að fá afgreiðslu. Þetta
var rætt árið 1985, þegar þing-
sköpum var breytt og þá varð nið-
urstaðan að setja inn frest hversu
seint má leggja fram mál á vorin,
ef þau eiga að fá afgreiðslu. Það
er nú alveg ljóst að það verður
einnig að setja slík tímatakmörk
á haustin, ef mál eiga að vera af-
greidd fyrir jól.
Auðvitað ætti þetta að vera
einsog í nálægum þingum, að öll
þau stærri mál sem ríkisstjórnin
vill fá afgreidd á haustin, séu lögð
fram á fyrstu dögum þinghalds.
Það hefði munað miklu ef öll
þessi mál hefðu verið komin til
meðferðar strax í upphafi þings.
Staðreyndin er sú að þingið hafði
Hr. ritstjóri.
Síðastliðinn laugardag birtist í
Þjóðviljanum frétt undir fjögurra
dálka fyrirsögn um að ég hafi mis-
beitt forsetavaldi mínu í neðri
deild Alþingis. Mér finnst þessi
fyrirsögn ómakleg enda kemur
annað fram í fréttinni. Því vil ég
láta koma fram í blaði þínu eftir-
farandi:
Þegar 2. umræða fór fram í
neðri deild sl. föstudag hafði um
skeið staðið í þófi stjórnarand-
ekkert að gera fyrr en um 10. des-
ember. Þá brast á stórhríð, því þá
ruddust málin inn.
Efnahagsástandið
í ólestri
Þá er ljóst að efnahagsástandið
er í ólestri og stjórnin ráðvillt í
þeim efnum. Það er greinilegt að
þeir hafa hugsað sér að keyra
skattasúpuna og fjárlögin í gegn
og reyna svo að sjá til lofts eftir
áramót, þegar búið er að senda
þingið heim, með það í huga að
grípa til einhverra bráðabirgða-
ráðstafana. Þeim er því mikið í
mun að reyna að djöfla þessu hér
af.
Það stóð ekki til og stendur
ekki til af okkar hálfu, að hjálpa
þeim með matarskattasúpuna í
gegn, fyrir einhvert hundspott.
Ef þeir eru ekki til viðræðu um að
bakka með matarskattinn og fara
að haga sér einsog menn, þá geta
þeir átt þetta. Ég vona að menn
ræði málin einsog þau bjóða upp
á. Hér eru engin smá mál á ferð-
inni. Stjórnarandstaðan á ekki að
láta taka af sér réttinn til þess að
fjalla um málin með eðlilegum
hætti. Það á við öll mál. Því til
viðbótar er alveg ljóst að við
munum ekki hjálpa þeim við að
koma matarskattinum hér í gégn.
Það er nú þegar orðið tækni-
lega mjög erfitt að koma öllum
þessum málum með skikkan-
legum hætti í gegn. Það þarf
stöðu um að fá fjármálaráðherra
til þess að taka þátt í umræðunni.
Þar kom að sýnt var að fjármála-
ráðherra myndi ekki kveðja sér
hljóðs, enginn var á mælendaskrá
og lýsti ég yfir því að umræðu
væri lokið. I því kvað Hjörleifur
Guttormsson sér hljóðs, að því er
ég taldi, eftir að ég hafði lýst um-
ræðu lokið og úrskurðaði ég svo.
Þessu mótmæltu Hjörleifur og
Steingrímur J. Sigfússon. Ég
kvaðst þá athuga nánar úrskurð
minn í fundarhléi sem þá hafði
endalaus afbrigði ef þetta á að
vera hægt fyrir áramót. Þingsköp
og þingleg vinnubrögð eru ekki
út í bláinn. Þau eru sett með það í
huga að tryggja eðlilega umfjöll-
un um mál. Stjórnin er í raun og
veru að krefjast færibandaaf-
verið ákveðið að gefa. Ég hlust-
aði þá á upptöku af fundinum og
kom þá í ljós að Hjörleifur hafði
kvatt sér hljóðs í sömu andrá og
ég lýsti umræðu lokið. Ég ákvað
þá þegar að kveða upp nýjan úr-
skurð í upphafi fundar og til-
kynnti Hjörleifi, Steingrími Sig-
fússyni og fjármálaráðherra það
þá þegar að umræðu væri ekki
lokið. Allir voru sáttir við þessa
niðurstöðu og lauk annarri og
þriðju umræðu um málið á
skömmum tíma.
greiðslu á viðamiklum og flókn-
um málum. Þingræðinu á fslandi
hefur sennilega sjaldan, ef nokk-
urntíma verið jafn mikið misboð-
ið og nú af framkvæmdavaldinu. “
-Sáf
Það stóð aldrei til að hefta mál-
frelsi þingmanna, enda ein um-
ræða um málið eftir. Ég hef síð-
ustu vikur átt mjög gott samstarf
við þingmenn stjórnarandstöðu
sem stjórnarliðs um þingstörf í
miklu annríki á Alþingi. Því eru
stórfyrirsagir í blaði þínu um mis-
beitingu forsetavalds út í hött.
Með bestu kveðju
Jón Kristjánsson
forseti neðri deildar Alþingis
Þriðjudagur 22. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5
Stjórnarandstaðan
Málin í hörðum hnút
Eins og öllum er Ijóst hefur
ríkisstjórnin með skipulagsleysi
sínu og sundurlyndi skapað ó-
fremdarástand á Alþingi með því
að leggja fram aragrúa mjög flók-
inna frumvarpa á síðustu dögum
fyrir venjulegt jólaleyfi þingsins.
Innbyrðis sundurlyndi stjórnar-
liða og slæleg verkstjórn í ríkis-
stjórn hafa nú sett þessi mál í
harðan hnút.
1) Við þessar aðstæður óskaði
ríkisstjórnin í gærdag eftir samn-
ingaviðræðum við stjórnarand-
stöðuna um að ljúka þinghaldi
fyrir jól. í því sambandi bauð
ríkisstjórnin að endurgreiða
hluta af söluskatti á fisk og fresta
einu ágreiningsmáli, verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga, fram
yfir áramót.
2) Stjórnarandstaðan var að
sjálfsögðu reiðubúin að ræða um
þinghaldið og þau mál sem hér
eru til meðferðar, eins og ávallt.
3) Stjórnarandstaðan gerði
ríkisstjórninni gagntilboð sem
fólst í því að ekki yrði lagður
matarskattur á innlendar ma-
tvörur. í öðru lagi að ríkisstjórnin
skuldbindi sig til þess að grípa
ekki til gengisfellingar eða efna-
hagsráðstafana með bráða-
birgðalögum í þinghléi.
4) Þessu höfnuðu fulltrúar
ríkisstjórnarinnar og stjórnar-
flokkanna. í staðinn vísuðu þeir
til fyrra tilboðs og voru ekki til
viðræðu um annað.
Að lokum vill stjórnarandstað-
an taka fram að henni er ekkert
að vanbúnaði að sinna sínum
skyldustörfum á þingi, hvort sem
er milli jóla og nýárs, eða hvenær
sem þörf krefur.
Neðri deild
Athugasemd frá forseta