Þjóðviljinn - 22.12.1987, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN
MINNING
vii lon u 11 iuQin
Tll sölu
Handunnar rússneskar tehettur og
matrúskur (babúskur) (miklu úrvali.
Góðar gjafir á góðu verði. Uppl. I
síma 19239. Póstkröfuþjónusta.
Ruggustóll óskast
helst úr beyki eða eik. Uppl.s.
45755 í kvöld og í hádeginu á morg-
un.
Bassamagnarl til sölu
100 w með equalizer. Mjög gott
verð. Uppl. í síma 45755 í kvöld og I
hádeginu á morgun.
Gervijólatré til sölu
Hæð 1,20 m. Verð 1 þús. Mjög vel
með farið. S. 34088.
Dúkkurúm
Litríkir leikfangabílar úr tré. Leik-
föngin verða til sölu 15., 18.-22.
des. á útimarkaðinum á Laekjartorgi
og Lyngheiði 12 Hveragerði. Sendi
um land allt. Auður Oddgeirsdóttir,
húsgagnasmiður sími 99-4424.
Tvíburaforeldrar
Til sölu Emmaljunga tvíburavagn
og Simo tvíburakerra. Uppl. í síma
53972 e. kl. 17.00.
Til sölu
Notaður leirbrennsluofn til sölu.
Gott verð. Símar 21981 og 29734.
Til söiu
Leirmunur til sölu v/flutnings. Lítið
við í Ingólfsstræti 18, sími 21981.
Tvítug
frönsk stúlka
óskar eftir störfum við barnaaæslu
og heimilishjálp („au pair")á Islandi
næsta sumar, í júlí og ágúst. Talar
þýsku vel og svolitla ensku.
Mlle Anne Terrlere
9 rue Blgot „Foyer“
33000 BORDEAUX
France
Óskast keypt
Viljum kaupa barnakojur og klósett.
Uppl.s. 79564.
Barnabílstóll
til sölu. Sem nýr. Uppl.s. 21784.
Stofuofn
til sölu. Gamall og góður. Ódýr.
Uppl.s. 21784.
Innihurð
með gleri og körmum til sölu. Ágæt
bráðabirgðahurð. Ódýr. Uppl.s.
21784.
Svefnsófi
Sem nýr furusvefnsófi til sölu. 2 m á
lengd, 11/2 dýna með rúmfata-
geymslu á kr. 12.000-15.000.
Uppl.s. 19656.
Canon mynda-
vélalinsur
Til sölu linsur. 1 stk. 35 mm F/3,5,1
stk. 50 mm F/1,8, 1 stk. 135 mm
F/2,5 á mjög góðu verði. Einnig
fæst sófasett með rústrauðu áklæði
3+1 +1 á kr. 4 þús. Tilvalið í sumar-
bústaðinn eða stofuna. Uppl.s.
25859.
Ódýrt hjónarúm
til sölu
og ónotuð 70-200 m ZOOM linsa
fyrir Canon myndavél. Uppl.s.
675089.
íbúðaskipti
Kaupmannahöfn
- Reykjavík
3ja herb. íbúð á góðum stað í Kbh.,
Bellahaj, fæst í skiptum í 6 mán.
fyrir íbúð í Rvík. Uppl.s. 21733.
Jólasveinabúningar
til sölu í síma 32497 eftir kl. 20.
Kiðlingapels
til sölu
sem nýr, nr. 44. Verð kr. 22 þús.
(Nýir kosta 39-49 þús.) Sími
16034.
Jakob sölumaður!
Kobbi, þú sem hefur selt auglýsing-
ar, ef þú sérð þessa auglýsingu þá
vinsamlegast hafðu samband í
síma 681310. Ég þarf að ná tali af
þér. Olga.
VILTMJGEFA
GÓÐA OG EINFALDA GJÖF?
Þetta hjartanlega plakat sem Æskulýösfylk-
ingin gefur út kostar aöeins 300 kr., hvar sem
er á landinu.
Hafið samband við Alþýðubandalagið,
Hverfisgötu 105, sími 17500, og fáið, eða
pantið eintök.
Ath. Sendum í póstkröfu.
ÆFAB
Sigríður Eria Eiríksdóttir
fædd 11. 05. 1949 - dáin 14. 12. 1987
Vinkona okkar, hún Sigga er
dáin.
Við lítum upp úr amstri jóla-
undirbúningsins og skiljum ekki
hvað hefur gerst. Það er svo erfitt
að trúa því að hún sé farin og
ennþá erfiðara að skilja hvers
vegna. Við kynntumst Siggu í
Samvinnuskólanum, við vorum
öll saman í bekk. Þar bundumst
við þeim vináttuböndum sem æ
hafa haldist.
Þegar skólanum lauk fóru
margir til Reykjavíkur að vinna.
Nokkrar stelpur utan af landi
leigðu þá saman íbúð. Það var oft
gaman á Grettisgötunni þegar
skólafélagarnir komu í heim-
sókn. Sigga var ætíð hrókur alls
fagnaðar. Hún var glaðlynd, op-
inská og hreinlynd. Á þessum
árum fór Sigga oft heim á Laugar-
vatn um helgar og gjarnan ein-
hver vinkona með og stundum
fleiri saman. Þangað var gott að
koma. Þar ríkti ástúð og hlýja,
það var ekki erfitt að sjá hvaðan
Sigga sótti sitt góða hjartalag.
Grettisgötubúskapurinn stóð í 2
ár, þá fór Sigga í Húsmæðraskól-
ann og ári seinna í Húsmæðra-
kennaraskólann. Þaðan útskrif-
aðist hún sem kennari í heimilis-
fræðum. Á þeim árum kynntist
hún eftirlifandi manni sínum
Hlöðveri Ólasyni. Þau dvöldu
nokkur ár í Danmörku meðan
Hlöðver var við nám, þá var Óli
fæddur og Sigga alsæl. Þau komu
heim eins og annað ungt fólk,
fóru út í að eignast þak yfir höf-
uðið. Það liðu nokkur ár, svo
fæddist Eiríkur. Einbýlishúsið í
Grafarvogi var í byggingu - fram-
tíðin brosti við þeim, þá veiktist
hún.
Til að byrja með leit út fyrir að
hún myndi ná sér. Þau fluttu 'v
nýja húsið og Sigga fór að kenna
við Foldaskóla. En svo fór að síga
á ógæfuhliðina, Sigga veiktist aft-
ur. Hún bar sig alltaf vel, hún var
raunsæ og átti létt með að tala um
veikindi sín, það var eflaust
hennar styrkur. Aldrei lét hún sig
vanta í saumaklúbbinn, né þegar
bekkjarfélagararnir hittust og
enn var hún hrókur alls fagnaðar.
Við hin áttum alltaf erfitt með að
trúa því að þetta gæti nokkurn
tímann farið svona.
En nú er hún farin, við eigum
eftir minninguna um góðan og
traustan vin. Vin, sem alltaf átti
til rúm í hjarta sínu fyrir aðra. Nú
þegar leiðir skilur viljum við
þakka Siggu kærlega fyrir sam-
ferðina í þessu lífi. Eiginmanni,
sonum, foreldrum og öðrum að-
standendum vottum við samúð
okkar og vonum að minningin
um hana veiti þeim styrk í sorg-
inni.
Ég er blómið, sem óx úr mold þinni, jörð,
hið unga blóm, sem sólskinið tók sér í fang.
Ég dreifði gleði minni um þinn víðavang
ó, veröld, sem áttir hjarta míns þakkargjörð.
Tómas Guðmundsson
Bekkjarsystkini
úr Samvinnuskólanum
Ég þakka öllum sem sýndu mér vinsemd og samúð við
andlát og jarðarför eiginmanns m(ns
Jóns Kristins Guðnasonar
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks sjúkrahússins í Neskaup-
stað. Guð blessi ykkur öll.
Þóra Snædal
Strandgötu 5
Eskifirði
þlÓÐVILJINN
0 68 13 33
Tíminn
0 68 18 66
0 68 63 00
Blaðburður er
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sigl
BLAÐBERAR ÓSKAST
Víðs
vegar
um
borgina
Hafðu samband við okkur
þiömnuiNN
Síðumúla 6
0 68 13 33