Þjóðviljinn - 22.12.1987, Síða 9
Stórmót íþróttafréttamanna
innahuss verður haldið á Akra-
nesi í byrjun janúar. Þar mæta til
leiks sterkustu lið landsins og
leika í tveimur riðlum.
Að þessu sinni verður leikið
um nýjan bikar þarsem KR-ingar
unnu þann gamla til eignar.
Þessi keppni er stór þáttur í
undirbúningi liðanna fyrir fs-
landsmótið innanhúss sem haldið
verður í Laugardalshöllinni
skömmu síðar.
Búið er að draga í tvo riðla. f
A-riðli leika ÍA, Fram. ÍBK og
KR. í B-riðli leika svo Valur,
Þór, KR og úrvalslið íþrótta-
fréttamanna.
-Ibe
Blak
Hafnaði
í 5. sæti
íslenska kvcnnalandsliðið í
blaki hafnaði í 5. sæti á alþjóð-
legu móti í Luxemburg.
íslenska liðið sigraði Færeyjar í
síðasta leiknum, 3-1.
Það var lið frá S-Kóreu sem
sigraði í mótinu, eftir úrslitaleik
gegn gestgjöfunum, Luxemburg.
-Ibe
England
Maxwell
hættir við
Breski blaðakóngurinn Robert
Maxwell ákvað um helgina að
draga tilboð sitt, í 1. deildarliðið
Watford, til baka.
Hann var óánægður með við-
brögð breska knattspyrnusamb-
andsins sem sagði að hann gæti
ekki keypt Watford án þess að
selja Derby og Oxford. Maxwell
var ekki hrifinn af þessu og kall-
aði þetta samsæri og ákvað að
draga tilboð sitt til baka.
Watford er því enn til sölu og í
gær höfðu tveir aðilar lýst yfir
áhuga á að kaupa félagið, en nöfn
þeirra voru ekki gefin upp.
-Ibe/Reuter
Landsleikur
Aftur í
kvöld
ísland og Suður-Kórea mætast
aftur I kvöld í Laugardalshöil.
Sérstök athygli er vakin á því að
miðasalan opnar ekki fyrr en kl.
19.30, en leikurinn hefst kl.
20.30.
í gær var uppselt og það má
einnig búast við því í kvöld, enda
skemmtilegir leikir.
0g þetta líka...
Mark Dennis
leikmaður QPR áfrýjaði 53 daga
banninu sem hann fékk fyrir 11 brott-
vikningar á 10 ára ferli. Þar af leiðandi
getur hann leikið með liði sínu í jóla-
og nýársleikjum fyrstu deildar.
Knattspyrna
Stóimót á
Akranesi
Kristján Arason skorar eitt af 10 mörkum sínum í gær þrátt fyrir að vera með einn Suður-Kóreumanninn á bakinu í orðsins fyllstu merkingu. Mynd:E.Ol.
Handbolti
Mailcametið slegið!
67mörk ííslenskum sigriyfir Suður-Kóreu, 36-31. Rúmlega mark á mínútu.
Krafturinn sigraði snerpuna. Fyrsti sigurinn yfir Suður-Kóreu
Kraftmiklir íslendingar sigr-
uðu snögga Suður-Kóreumenn í
hörkuleik í gær, 36-31. Alls 67
mörk sem er met í landsleik.
Gamia metið var í leik gegn Kína í
október 1977, 64 mörk, 33-31.
Rúmlega mark á mínútu, enda
var leikurinn svo hraður að aldrei
leið meira en ein og hálf mínúta
milli marka. Ahorfendur sem
troðfylltu Laugardalshöllina
skemmtu sér vel, leikurinn
skemmtilegur og bauð uppá allt
það besta í handknattleik.
„Þetta var mjög gaman og
leikir gegn Suður-Kóreu eru
a.m.k óvenjulegir," sagði Krist-
ján ARason eftir leikinn í gær.
„Þeir skutu um leið og þeir fengu
tækifæri til þess og það varð til
þess að við jukum einnig
hraðann.
Þetta var erfiður leikur og
spurningin var hvort við næðum
að halda í við þá í úthaldi. Okkur
tókst það, en ég var orðinn býsna
þreyttur".
Fyrsta markið kom eftir 25 sek-
úndur og eftir þrjár mínútur var
búið að skora fimm mörk. Suður-
Kóreumenn leiddu framan af og
þegar rúmar tíu mínútur voru
liðnar af leiknum var staðan 7-9,
Kóreu í vil. Þá kom stórkostlegur
kafla hjá íslendingum þarsem
þeir skoruðu fimm mörk í röð.
íslendingar héldu þessu for-
skoti og í hálfleik var munurinn
fimm mörk, 20-15.
Öðruvísi leikur
Leikurinn var öðruvísi en þeir
leikir sem íslendingar hafa leikið
að undanförnu. Vörn Suður-Kóreu
var mjög hreyfanleg, en hvorki
sterk né þétt. íslendingar léku hratt
og líkamlegur styrkleiki þeirra
hafði mikið að segja gegn smávöxn-
um Kóreumönnum.
„Ég var orðinn rosalega þreyttur
undir lok fyrri hálfleiks og varð að
skipta útaf,“ sagði Þorgils Óttar
Mathiesen, fyrirliði íslenska lands-
liðsins eftir leikinn. „Ég tók Kang
úr umferð, og hann var ekki á því
að standa kyrr. Það er ótrúlega erf-
itt að spila gegn þessu liði. Hraðinn
er svo mikill og þessar tölur eru
eðlilegar miðað við gang leiksins.
Þetta var allt öðruvísi en aðrir
landsleikir. Miklu meiri snerpa og
minni harka. Við unnum á líkam-
legum styrk og krafti. Við nýttum
færin okkar líka mjög vel og það
munar miklu í svona hröðum leik.
Við erum að sjálfsögðu ánægðir
með aðsóknina og vonum að það
verði jafn margir í dag. Þetta eru
skemmtilegir leikir fyrir áhorfend-
ur og öðruvísi, en við ætlum að
bæta vörnina."
Síðari hálfleikurinn var svipaður,
hraðinn allsráðandi og mörkin
komu hvert á fætur öðru. Munur-
inn var alltaf 3-6 mörk og Kóreu-
menn aldrei verulega nálægt því að
jafna. Síðasta orðið átti Geir
Sveinsson en hann skoraði 36.
mark Islands og 67. mark leiksins,
yfir þveran völlinn, á síðustu sek-
úndu leiksins.
„Þetta var mjög erfiður leikur,
enda alltaf erfitt að leika svona
hratt,“ sagði Bogdan Kowalczyk
landsliðsþjálfari eftir leikinn.
„Þessi leikur var þó mun skemmti-
legri fyrir áhorfendur en venjulegir
landsleikir.
Það var greinilegt að liðið hefur
endurheimt leikgleðina og ein-
beitingin var góð.
Við ætlum okkur sigur í dag og
við vitum alveg hvað við ætlum að
gera. Við verðum fyrst og fremst að
hugsa um einbeitinguna og ég
hugsa að mörkin verði færri og
vömin betri."
Guðmundur Hrafnkelsson átti
mjög góðan leik og varði 17 skot,
sem er einstaklega gott miðað við
vöm íslenska liðsins. Kristján Ara-
son og Geir Sveinsson léku einnig
vel og það sama má segja um ís-
lenska liðið í heild.
Stórskytturnar Kang og Lee vom
í aðalhlutverkum hjá Suður-
Kóreumönnum, en þó fór íslenska
vömin sérstaklega út á móti þeim.
Við það losnaði um Kim sem lék í
horninu. Hann skoraði 12 mörk úr
ótrúlegustu færum.
Mörk Islands: Kristján Arason 10(4v),
Þorgils Öttar Mathiesen 7, Geir Sveinsson
5, Atli Hilmarsson 5, Valdimar Grimsson 3,
Guðmundur Guðmundsson 2, Karl Þráins-
son 2, Sigurður Gunnarsson 1 og Jakob
Sigurðsson 1.
Mörk Suður-Köreu: Jae-Hwan Kim 12
(3v), Sang-Hyo Lee 8, Jae-Won Kang 6,
Young-Dae Park 2, Suk-Chang Koh 1 og
Young-Suk Sin 1.
Þriðjudagur 22. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Umsjón: Logi B. Eiðsson