Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 2
SPURNINGIN—* Ætlar þú aö fara aö til- mælum heilbrigöisyfir- valda og drekka vatn í meira mæli en hingað til? Sigríður Ingimarsdóttir vinnur í lyfjabúð: Ég get a.m.k. vel hugsað mér að verða við þeim tilmælum. Við eigum gott vatn og það mun áreiðanlega engan skaða að drekka mikiö af því. Davíð Vikarsson, sölumaður: Það getur meir ern verið að ég geri það. Þurfa ekki allir að spara tennurnar? Sigurbjartur Halldórsson, húsasmiður: Ég hef alltaf drukkið mikið vatn. Er oftast meö vatnskönnuna við hliðina á mér og veit bara hreint ekki hvort ég get torgað meiru. Jes Þorsteinsson. arkitekt: Ætli ég haldi ekki bara mínu striki með vatnsdrykkjuna. Ég held að hún sé nokkuð mátulega mikil. Stefán Ómar, kennari: Það hugsa ég bara. Ég held að við íslendingar hefðum gott af að auka vatnsdrykkju og draga þá úr neyslu annarra drykkja. FRÉTTIR Norrœnt kvennaþing Búist við 400 ístendingum Hátt Í200 konur hafa nú þegarskráð sig á norrœnt kvennaþing. Kynningarfundur í kvöld Nú þegar hafa hátt í 200 íslensk- ar konur skráð sig á þingið þrátt fyrir að skráningarfrestur renni ekki út fyrr en 15. apríl. Við eigum von á því að um 400 konur verði þá búnar að skrá sig, sagði Guðrún Ágústsdóttir annar full- trúi íslenskra kvenna í samnor- rænni nefnd um norrænt kvenna- þing sem haldið verður í Osló dagana 31. júlí til 7. ágúst nk., en búist er við að um sjö þúsund konur sæki þingið. Guðrún sagði að markmiðið með kvennaþinginu væri að safna saman norrænum konum úr öllum áttum og ekki hvað síst þeim sem sækja aldrei ráðstefn- ur. Þingið er því öllum opið og allar konur, annað hvort sem ein- staklingar eða í hópum geta verið með framlag á þinginu. Skráning- arfrestur fyrir þær sem vilja vera með framlag rennur út 15. febrú- ar. Að sögn Guðrúnar hafa ýmsir hópar kvenna óskað eftir því að vera með framlag. Þar mætti t.d. nefna hóp af ömmum sem vilja frið á jörð, hóp kvenna úr kvennaráðgjöfinni, stjórnmála- flokkum og Kvenréttindafélagi íslands. „Allt er opið. Vilji þrjár konur sem búa í sömu blokk vera með erindi um umhverfi barna, er þeim frjálst að gera það á þing- inu,“ sagði Guðrún. Guðrún sagði það fagnaðar- efni hversu mikinn áhuga íslensk- ar konur hefðu sýnt á þessu þingi. „Mér þótti það t.d. mjög ánægju- legt þegar fjögurra barna móðir sem á von á því fimmta, húsmóðir í Breiðholtinu, skráði sig. Hún sagði að það að komast á þing sem þetta væri svo fágætt tækifæri að hún gæti ekki sleppt því,“ sagði Guðrún. „Og hún hefur rétt fyrir sér. Þetta verður einstakt tækifæri til þess að hitta aðrar konur og fyllast eldmóði í skemmtilegum félagsskap.“ í kvöld mun framkvæmdahóp- ur vegna Norræns kvennþings standa fyrir fundi þar sem þingið og tilgangur þess verður kynnt. Fundurinn verður að Suður- landsbraut 22, 3ju hæð, og hefst hann klukkan 20.30. -K.Ól. Verðlag Vetrar- dekkin lækka Nýir hjólbarðar hafa lœkkað um 12-18% en engin lœkkun ennþá á sóluðum dekkjum Langflestir hjólbarðasalar hafa lækkað verð á nýjum vetrar- hjólbörðum um 12-18% en vegna niðurfellingar vörugjalda ættu dekkin að lækka um 20% miðað við óbreytt innkaupsverð. Samkvæmt nýrri könnun Verðlagsstofnunar kemur hins vegar í ljós að verð á sóluðum vetrardekkjum hefur ekki lækk- að ennþá. Verðmunur á nýjum og sóluðum vetrardekkjum er því mjög lítill í sumum tilfellum. Þannig kosta nýir Barum hjól- barðar 165x13 2295 kr. stk. en meðalverð á sömu stær af sóluð- um vetrardekkjum er rúmar 2150 kr. -Ig- Alþýðubandalagið Kristján ráðinn fram- kvæmdastjóri Á fundi framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins á mánudag var Kristján Valdimarsson ráð- inn framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins. Kristján hefur starfað sem skrifstofustjóri Alþýðubanda- lagsins frá 1984, en þar áður var hann framkvæmdastjóri Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík frá 1979. Heldur farið að lifna yfir hjólbarðaverkstæðunum, enda nýju dekkiná lækkuðu verði. Atvinnulífið Framleiðniátak Stjórnvöld hafa ákveðið að veita 3,5 miljónum í sérstakt átak til að auka framleiðni í íslensku atvinnulífl á þessu og næsta ári. Þá er áætlað að jafnmikilla sér- tekna verði aflað í tengslum við verkefnið. Iðnaðarráðherra hefur skipað sérstaka verkefnisstjórn til að fylgja átakinu eftir og eiga sæti í henni fyrir hönd Alþýðusam- bandsins þau: Kristín Hjálmars- dóttir og Benedikt Davíðsson. Fyrir hönd vinnuveitenda sitja í stjórninni þeir Ágúst Elíasson og Ólafur Davíðsson. Formaður verkefnisstjórnar er Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofn- unar. -Ig. Orator Skattaaðstoð Laganemar ætla að bjóða landsmönnum uppá lögfræðilega ráðgjöf varðandi staðgreiðslu- kerfl skatta á flmmtudagskvöld. Hægt verður að hringja í síma 11012 milli kl. 19.30 - 22.00 og verður fulltrúi frá staðgreiðslu- deild Ríkisskattstjóra lögfræði- nemum til aðstoðar. Hvetja laga- nemar almenning til að nota sér þessa þjónustu. UMFÍ Vinnubrögðin hönnuð Ungmennafélagið varar við niðurlagningu Félagsheimila- og íþróttasjóðs Kristján Valdimarsson Stjórn UMFÍ harmar þau vinn- ubrögð sem viðhöfð voru við endurskoðun á lögum um Félags- heimilasjóð og Iþróttasjóð þar sem ekki var haft samráð við þá aðila sem mest um varðar, svo sem ÍSÍ, UMFÍ, íþróttanefnd ríkisins og Iþróttafulltrúa ríkis- ins, segir í samþykkt stjórnarinn- ar. Varar stjórnin við því að sjóð- irnir verði lagðir niður án þess að frekari uppbygging íþróttamann- virkja og félagsheimila sé tryggð þar sem mörg smærri sveitarfélög og félagasamtök séu engan veg- inn í stakk búin til að standa ein að byggingu slíkra mannvirkja. Skorar stjórn UMFÍ á Alþingi að fresta afgreiðslu málsins og undirbúa það betur í samstarfi við hagsmunaaðila. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 20. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.