Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.01.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Akranes Engin lausn í sjónmáli Á annað hundrað manns enn án atvinnu. Stjórnvöld undirfeldi. Gísli Gíslason bœjarstjóri: Gagnlegur fundur með þingmönnum Loðna Mokveiði Seinnipartinn í gær voru 18 skip búin að fá um 13.600 tonn af loðnu og hafa þá rúmlega 114 þúsund tonn af loðnu veiðst frá áramótum. Ef ekkert lát verður á veiðunum má búast við því að löndunarrými fyrir austan fari að fyllast. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd hefur aldrei verið önnur eins loðnu- veiði á þessum árstíma sem nú. Hann sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að nú væri búið að vinna upp gæfta- og aflaleysið frá því haust þegar vertíðin byrjaði afar illa. Hann sagðist ekki reikna með öðru en að flotinn færi létt með að klára þau 480 þúsund tonn sem eftir væru af loðnukvót- anum á vertíðinni. -grh etta var mjög gagnlegur fund- ur í marga staði en þingmenn kjördæmisins komu þó ekki með neinar lausnir á vanda sjávarút- vegsins, enda ekki við því að bú- ast,“ sagði Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi við Þjóðviljann. Um helgina þinguðu forystu- menn fyrirtækja í sjávarútvegi ásamt bæjarfulltrúm með þing- mönnum Vesturlands um vanda sjávarútvegsins í bænum. En sem kunnugt er hafa tvö stór hrað- frystihús, Heimaskagi hf. og Haf- örninn hf. ekki enn hafið starf- semi eftir áramót og eru liðlega 160 manns atvinnulausir í bæn- um. Að sögn Gísla bæjarstjóra var staðan kynnt fyrir þingmönnun- um og var á þeim að skilja að ríkisstjórnin lægi um þessar mundir undir feldi til að leita ráða vegna slæmrar stöðu sjávarút- vegsins út um alla strönd.Var ákveðið að boða til annars fundar með þingmönnum kjördæmisins þegar eitthvað bitastætt væri komið frá stjórninni um úrbætur handa sjávarútveginum. „Ég er ekki frá því að það hafi komið þingmönnunum vel að fá að heyra milliliðalaust, hvað for- ráðamenn þeirra fyrirtækja sem eiga í hvað mestum vandræðum, höfðu að segja um þrengingar sjávarútvegsins," sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. -grh. Amnesty International Herferð gegn mis- þyimingu á bömum Amnesty hrindir afstað bréfaskriftaherferð gegn pyntingum og valdníðslu á börnum Við leggjum áherslu á það að þeir hópar sem vinna með börnun taki þátt í þessari bréfaskriftarherferð með okkur,“ sögðu þessir fólagsmenn Amnesty International. F.v. Jóhannes Ágústsson, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir og Ingrid Svenson. Mynd E.ÓI. Við leggjum áherslu á það að þcir hópar í samfélaginu sem vinna með börnum taki þátt þessari herferð með okkur og all ir aðrir sem láta mannréttinda mál til sín taka, sögðu þau Jó hannes Ágústsson, Jóhanna K Eyjólfsdóttir og Ingrid Svenson félagar í íslandsdeild Amnesty International um alþjóðlega bréf- askriftaherferð samtakanna til stuðnings þeim börnum sem eru fórnarlömb mannréttindabrota. í fréttatilkynningu frá sam- tökunum segir m.a.: „Á ári hverju eru mannréttindi brotin á þúsundum barna víða um heim. Mannréttindabrotin eru m.a. í því fólgin að börn eru fangelsuð t.d. með foreldrum sínum, pynt- uð m.a. í því skyni að fá þau eða foreldra til þess að gefa upplýs- ingar. Þá eru foreldrar þeirra pyntuð að þeim ásjáandi. Þær upplýsingar sem Amnesty Inter- national hafa undir höndum sýna að sakleysi og barnæska veita börnum enga vörn gegn misnotk- un valds." Bréfaskriftaherferðin mun að þessu sinni ná til 6 landa þar sem mýmörg dæmi er að finna um misþyrmingu á börnum. Heimil- isföng og upplýsingar um börnin sem um er að ræða verða birtar í Þjóðviljanum næstu daga en jafn- framt geta þeir sem áhuga hafa á því að taka þátt í herferð Amn- esty snúið sér á skrifstofu samtak- anna að Hafnarstræti 15. -K.Ól. Vestfirðir Launahækkun og skattfríðindi Pétur Sigurðsson, Alþýðusambandi Vestfjarða: Samningar á viðkvœmu stigi. Réttast að segja sem minnst. Fiskvinnslufólk njóti sömu skattfríðinda og sjómenn. Tökum ekki þáttí kaupkröfuupppboði Réttast er að segja sem minnst þegar fer að nálgast enda- hnútinn.- Fæst orð hafa minnsta ábyrgð, sagði Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Leiðrétting artilkynningu í blaðinu í gær þau mistök að Frímann Á. ;son fyrrverandi skólastjóri igður Jónsson. Aðstandend- i beðnir velvirðingar á þess- ristökum. Vestfjarða, en verulega hefur gengið saman í samningavið- ræðum atvinnurekenda á Vest- fjörðum og verkalýðsfélaganna uppá síðkastið. Á morgunn verð- ur samninganefnd Alþýðusam- bands Vestfjarða kynnt drög að kjarasamningum sem liggja fyrir úr viðræðum undirnefnda að undanförnu. - Það skýrist eftir fundinn á fimmtudag hvort endahnúturinn verði hnýttur og afráðið að halda áfram á sömu nótum og undir- nefndirnar hafa rætt á eða nýr póll verði tekinn í hæðina, sagði Pétur. Eftir því sem Þjóðviljinn kemst næst leggja undirnefndirnar til að nokkur launaleiðrétting komi til handa fiskvinnslufólki fyrir til- stuðlan beinna taxta- og starfs- aldurshækkana og nýs bónusfyr- irkomulags. Lagt er til að nám- skeiðisálög fiskverkafólks hækki frá því sem nú er, eftirvinna falli út og greiðist sem næturvinna, or- lof lengist eftir ákveðinn starfs- aldur og matartímar verði greiddir. - Eitt þeirra atriða sem við leggjum til og beinum til stjórnvalda er að fallið verði frá álögum á fiskvinnsluna og fisk- vinnslufólk njóti sambærilegra skattfríðinda og sjómenn. Það er margt sem mælir með slíkri til- högun. Fiskvinna er erfið, fisk- vinnslufólk býr við mikið starfsó- öryggi og þetta eru mest gjald- eyrirskapandi störf í landinu. - Við hér fyrir vestan höfum ekki tekið þátt í því uppboði á kjarakröfum sem oft hefur átt sér stað og menn keppast hver um annan þveran að setja fram sem hæstar kaupkröfur. Það skiptir mestu máli að það takist að halda verðbólgunni í skefjum. Það er í sjálfu sér besta kjarabót lág- launafólks, sagði Pétur. _rk Menntaskólinn Kópavogi Skiptar skoðanir um skólasóknar- reglur Ingólfur Porkelsson, skólameistari: Enginn uppreisnarhugur í ne- mendum. Einungis skiptar skoðanir Það er enginn uppreisnarhug- ur í nemendum heldur eru ein- ungis skiptar skoðanir um skóla- sóknarreglur, sagði lngólfur Þorkelsson skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, en hann hafði samband við Þjóðvilj- ann vegna viðtals við nemendur skólans sem birtist í blaðinu í gær, en þar sögðu þeir m.a. að setuverkfall hefði komið til tals hjá þeim vegna ágreinings þeirra og kennara um mætingarskyldu. „Upplýsingarnar í Þjóðviljan- um í gær eru ekki komnar frá framkvæmdastjórn nemendafé- lagsins og það er rangt hjá þeim nemendum sem rætt var við að skólasóknarreglurnar í MK séu ekki í samræmi við aðra skóla. Annað hvort er kvóti í gildi í skól- unum eða læknisvottorð um styttri veikindi og það er umdeilt hvort er betra,“ sagði Ingólfur. Þá sagði hann að það væru helber ósannindi hjá nemendum að þetta mál hefði verið svæft á und- anförnum árum. Þvert á móti hafi reglunum oft verið breytt eftir ít- arlegar umræður og síðast í fyrra- vetur, en þá voru foreldravott- orðin afnumin. Loks sagði Ingólfur að það hafi orðið að samkomulagi milli hans og framkvæmdastjórnar nem- endafélagsins að skipa nefnd kennara og nemenda til að ræða þetta mál frekar með hugsan- legar breytingar í huga fyrir næsta skólaár. Miðvikudagur 20. janúar 1987 f ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.