Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 5
Mikil taugaspenna einkenndi fyrstu skákir áskorendakeppn- innar hér í St. John i Kanada. Taugaspennan var einkum áber- andi í einvígi Englendingsins John Speelmann og Bandaríkja- mannsins Yasser Seirawan, og svo Hollendingsins Jan Timman og Sovétmannsins Valerí Salov. Speelmann vann skiptamun fyrir engar bætur strax í byrjun tafls, en varð að gera sér jafntefli að góðu. Það sama henti Timman, hann missti tvívegis af rakinni vinningsleið og mátti að lokum þakka fyrir jafntefli. Þessu var öðru vísi farið með Jóhann Hjartarson. Hann náði öflugu frumkvæði gegn Viktor Kortsnoj þegar eftir byrjunar- leikina og knúði andstæðing sinn til uppgjafar í 44. leik. Ekkert fum eða fát var á Jóhanni þrátt fyrir vægt tímahrak í kringum fertugasta leikinn. Hann tefldi þarna sennilega sína bestu skák á ferlinum. Jafnframt fékk eftirlæt- isafbrigði Kortsnojs í spænskum leik slíka útreið að hann hlýtur að leita á önnur mið með svörtu í næstu skákum. Jóhann kom Kortsnoj á óvart þegar í 15. leik, í stöðu sem marg- sinnis hefur komið upp í skákum gamla meistarans, og náði þá þegar umtalsverðu tímaforskoti. 16. leikur Kortsnojs var ef til vill vafasamur, en í 18. leik tók Jó- hann mikilvæga ákvörðun og virtist sumum hann leggja tals- vert á stöðu sína. En opin h-lína kom Kortsnoj að engu haldi. Hinsvegar gernýtti Jóhann sér opna a-línu sína. Þar ruddist hrókur hans upp, og í kjölfarið fylgdi skiptamunsfórn. Þá kvað Boris Spasskí, fyrrum heims- meistari í skák, upp þann úrskurð að staða Kortsnojs væri töpuð. Það er ekki gott að segja hvar Jóhann hefði getað betrumbætt taflmennsku sína. Þetta var eins og vel smurð vél; Kortsnoj barð- ist um á hæl og hnakka en fékk ekki umflúið öriög sín. Staða hans var vonlaus í kringum 30. leikinn, en hann þráaðist þó við. „Hvað er hann að hleypa sér út í tímahrak?" Undir lokin, þegar keppendur þurftu að ná 40 leikjum á tveimur klukkustundum, lentu þeir í nokkru tímahraki. Sýningar- borðið sýndi að Jóhann átti að- eins um mínútu eftir á 4 til 5 leiki. Fannst sumum nóg um. „Hvað, er ekki drengurinn að hleypa sér í tímahrak?“ sagði Friðrik Ólafs- son stórmeistari og formaður ís- lensku sendinefndarinnar hér í St. John. Ég glotti nú að þessum ummælum tímahrakskóngsins. Sannleikurinn var sá að Jóhann átti mun betri tíma eftir en sýn- ingartjaldið gaf til kynna. Þetta er sams konar kerfi og notað var í heimsmeistaraeinvíginu í Sevilla, og sýndi tíma Karpovs uppurinn í 24. skákinni við mikil viðbrögð áhorfenda. Þegar tímamörkun- um var náð áttu flestir von á upp- gjöf Kortsnojs. Hann þrjóskaðist þó við um stund, en lagði síðan niður vopnin. Skák Jóhanns og Kortsnojs vakti langmesta athygli af viður- eignunum sjö hér í St. John. At- burðarásin var hraðari en í flest- HELGI ÓLAFSSON SKRIFAR FRÁ ST. JOHN um hinna skákanna, og Iínur hreinni. Fyrstu 14 leikirnir voru leiknir hratt. Sigur Jóhanns virt- ist koma mönnum á óvart, en flestir hafa talið Kortsnoj örugg- an sigurvegara í þessu einvígi. Þetta er ekkert verra fyrir Jó- hann. Nú stefnir allt í geysispenn- andi einvígi. Jóhann er vel undir- búinn í hvívetna, eins og 1. skákin ber með sér. Hófleg bjartsýni ríkir í herbúðum hans, en Kortsnoj var daufur í dálkinn þar sem hann sat að snæðingi eftir skákina ásamt Petru Leeuwerijk, einkaritara sínum og aðstoðar- manninum Dmitry Gurevich frá Bandaríkjunum. Úrslit þessarar skákar komu mest á óvart, en almennt var lítið teflt í tvísýnu á öðrum borðum. Það er eins og skákmennirnir vilji þreifa fyrir sér. Úrslit urðu að öðru leyti þessi: Speelmann - Seirawan 0,5 - 0,5 Short - Sax 1 - 0 Salov - Timman 0,5 - 0,5 Jusupov - Ehlvest 1 - 0 Portisch - Vaganian 0,5 - 0,5 Spraggett - Sokolov 0,5 - 0,5 Short tefldi fágaða skák gegn Ungverjanum Sax sem lenti í miklu tímahraki. Fyrir einvígið var Short talinn ólíkt sigurstrang- legri, og úrslitin í 1. skákinni auka enn sigurlíkur hans. Jusup- ov vann Ehlvest af miklu öryggi í 34 leikjum. Þessir tveir eru á svip- uðu reiki, og er Jusupov talinn hafa mikið sálfræðilegt tak á Ehlvest. Honum hefur verið spáð öruggum sigri. Skákir Portisch og Vaganian og Spraggett og Sokol- ov voru í jafnvægi allan tímann. Góðar aðstæður í St. John Allar aðstæður eru til fyrir- myndar hér í St. John. Einvígin fara fram í stórum sal, og áhorf- endur geta fylgst með hverri viðureign á stóru tjaldi sem sýnir leikina um leið og leikið er. Þá er sjónvarpskerfi um alla bygging- una. Áskorendaeinvígin eru þáttur í því sem kallað er „World Chess Festival," en samhliða einvígjun- um fer fram geysisterkt opið mót, og fleiri slík eru á dagskrá á næst- unni. Von er á heiðursgestinum, Garrí Kasparov heimsmeistara, bráðlega, og einnig mun áskor- andi hans um langt skeið, Anatolí Karpov, koma hingað til St. John. 1. skákin Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Kortsnoj Spcenskur leikur, opna afbrigðið l.e4 - e5 2. Rf3 - Rcó 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5.0-0 - Rxe4 6. d4 - b5 7. Bb3 - d5 8. dxe5 - Be6 9. c3 - Be7 10. Rbd2 - Rc5 11. Bc2 - Bg4 12. Hel - Dd7 13. Rfl - Hd8 14. Re3 - Bh5 15. b4! (Sjaldséður leikur sem virtist koma Kortsnoj á óvart. Hér er oftast leikið 15.RÍ5.) 15....- Re6 16. Rf5 - d4?! (Sennilega ónákvæmur leikur, því Kortsnoj lendir í krappri vörn. Betra var 16...- 0-0, eða 16. Bg6.) 17. Be4 - Bg6 18. g4 - h5 (Kortsnoj lék um leið. Opnun h-línunnar kemur honum þó að engu gagni.) 19. h3 - Kf8 20. a4 - hxg4 21. hxg4 - De8 22. axb5 - axb5 abcdefgh 23.Ha6! (Eftir þennan leik er atburða- rásin þvinguð. Takið eftir að ÆTTr WORLD m ftCHESS ^kÍÍFESTIVAI January 23 to February 20, 1988 Saint John. New Brunswick, Canada SKÁK Jóhannog Jusup- ovaðtafliiReykja- víkáslnumtíma. Þeirhafabáðir fengið fljúgandi startíáskorenda- einvíginu í St. John f Kanada ViktorKortsnoj: hlautslæmanskell gegnokkarmanni. En gamli baráttu- jaxlinn hefurfyrr séð hann svartan. 23.. .-dxc3 strandar á 24.Bxc6 - Hxdl. 25.Hxdl ásamt26. Ha8 og hvítur vinnur mann.) 23.. ..- Rb8 24. Hxe6! - fxeó (Eða 24...- Bxf5. 25.Hxe7! - Dxe7. 26.Bxf5 - dxc3. 27.Bg5! og svo framvegis.) 25. Rxe7 - Bxe4 26. Hxe4 - dxc3 27. Rg6 ! (Nákvæmasta leiðin. Hug- myndin skýrist bráðlega.) 27.. ..- Kg8 28. Hd4 - Hxd4 29. Dxd4 - Hh3 (Ekki 29...- Dxg6. 30.Dd8 ! og 31.Rg5). 30. Rg5 - Hh6 31. Rf4! - Rc6 (Meira viðnám veitti 31...- c2, þótt staða svarts sé gertöpuð.) 32. Dxc3 - Dd8 33. RJ3 - Rxb4 34. Bd2 - Da8 35. Kg2 (Staða Kortsnojs er auðvitað gjörtöpuð, en þar sem báðir keppendur voru í nokkru tíma- hraki léku þeir áfram.) 35.. ..- Rc6 36. g5 - b4 37. Dc5 - Hh7 38. Rxe6 - gó 39. Dd5 - Kh8 40. Red4 - Dc8 41. e6 - Rxd4 42. Rxd4 - c5 43. Bf4! - Ha7 44. Rc6, og Kortsnoj gafst upp. Afburða vel tefld skák hjá Jó- hanni. abcdefgh Þriðjudagur 26. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.