Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Blaðsíða 12
TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINGAR - TRYGGINAR - TRYGGINGAR - Líftryggingafélagið Andvaka Islendingar ekki lífhræddir Bragi Lárusson, deildarstjóri: Sífellt fleiri láta líftryggja sig. Svindl með líftryggingar óþekkt fyrirbrigði hér á landi. Fólkiþykir vœnt umþessar tryggingar og stendur betur í skilum, en á öðrum Bragi Lárusson, deildarstjóri hjá Líftryggingafélaginu Andvöku: Líftryggingar sækja sífellt á og njóta vaxandi vinsælda meðal fólks. Sú saga hefur oft heyrst að íslendingar tryggi oft á tíðum allt annað en sjáifa sig fyrir alis kyns óhöppum, sem kunna að henda þá á lífsleiðinni. Sérstaklega er þeim annt um eigur sínar og fleira í þeim dúr, en vilja oft á tíðum gieyma sjálfum sér. A undanförnum árum hefur það hins vegar færst í vöxt að einstaklingar og hjón láta líftryggja sig í æ ríkari mæli en áður var. Til þess að forvitnast nánar um hvað líftrygging sé og hvernig viðhorf landans er til þessháttar trygginga, heimsótti blaðamaður Þjóðviljans Braga Lárusson, deildarstjóra hjá Líftryggingaféiaginu Andvöku til að segja lesendum blaðsins hvað líftrygging sé og hvernig gangi að selja Islendingum þessa tegund trygginga. Hvað er líftrygging? Bragi var fyrst spurður að því hvað líftrygging vceri í raun og veru. „Líftryggingar greinast í tvo flokka. Annarsvegar í áhættulíf- tryggingar og hinsvegar í söfnun- arlíftryggingar. Áhættulíftrygg- ing er vátrygging gegn dánar- hættu á ákveðnu tímabili, vá- tryggingartímanum. Vátrygging- arupphæðin greiðist út, ef líft- ryggður deyr meðan á vátrygg- ingartímanum stendur, ef líft- ryggður er hins vegar á lífi við iok vátryggingartímans greiðist ekk- ert. I söfnunarlíftryggingum greiðist vátryggingarfjárhæðin, ef líftryggður er á lífi, þegar vá- tryggingartímanum lýkur, eða við andlát fyrr. Til er einnig, að vátryggingarfjárhæðin greiðist einungis, ef líftryggður er á lífi við lok vátryggingartímans, eða að hún greiðist við andlát, hve- nær sem það á sér stað. í söfnunarlíftryggingum á sér stað spamaður og hluta iðgjalds- ins er safnað í sjóð, sem fer vax- andi og nær vátryggingarfjárhæð- inni við útborgunaraldur. Hinn hluti iðgjaldsins er áhættuið- gjald, sem fer til greiðslu á vá- tryggingarfjárhæðum vegna þeirra, sem látast á vátryggingar- tímanum. Ef líftryggður vill fella líftrygginguna úr gildi, eða hún fellur niður af öðrum orsökum, á hann kröfu á þeim sparnaði, sem myndast hefur ásamt ávöxtun hans eða svonefndu endur- kaupsverði líftryggingarinnar. Einnig getur líftryggður hætt að greiða iðgjaldið og látið breyta líftryggingunni í svonefnda frí- tryggingu, sem hefur lægri vátr- yggingarfjárhæð. Sjóðurinn, sem myndast hefur, er þá notaður sem iðgjald fyrir frítrygginguna. í h'ftryggingum er yfirleitt gefinn kostur á sérstakri viðbótartrygg- ingu á þann veg, að líftryggður er undanþeginn greiðslu iðgjalds af líftryggingunni, ef hann missir starfsorku sína að öllu leyti eða að tilteknum hluta minnst. Einn- ig kemur fyrir, að iðgjaldið skerðist í hlutfalli við starfsork- umissinn. Þetta er nefnt iðgjald- afrelsi Greiðsla við andlát Gilda sérstakar reglur varðandi greiðslur við andlát þess sem líf- tryggður er? „Þegar líftrygging er tekin, sem er þannig, að vátryggingarf- járhæðin greiðist við andlát líf- tryggðs, getur hann tilnefnt rétt- hafa einn eða fleiri, sem vátrygg- ingarfélagið á að greiða fjárhæð- ina til. Ef enginn rétthafi er til- nefndur, rennur fjárhæðin til dánarbúsins og skiptist milli erf- ingja eða fer til greiðslu á skuldum búsins, ef um þær er að ræða. Ef rétthafi er tilnefndur, getur kröfuhafi í dánarbúið ekki gert kröfu til vátryggingarfjár- hæðinnar. Afturkalla má tilnefn- ingu rétthafa síðar og tilnefna nýja, hafi líftryggður ekki afsalað sér rétti til afturköllunar. Til- nefningar rétthafa eru því aðeins gildar, að félaginu sé skýrt frá þeim skriflega, eða að þeirra sé getið á líftryggingarskírteininu.“ Líftryggingar sœkja á Líftryggir fólk sig meira í dag en áður var? „Já, því er ekki að neita hvað mínu félagi viðkemur. Það hefur orðið á síðustu árum mjög mikil aukning í sölu líftrygginga. Að hluta til er skýringin á því sú að við höfum gert sérstakt sölu- og kynningarátak varðandi líftrygg- ingar, en hinu er heldur ekki að leyna að nú orðið skuldar fólk mun meira en áður var og það vill tryggja sína nánustu fyrir að þurfa ekki að borga brúsann ef viðkomandi fellur frá skyndilega. Hér fyrr á árum var það lenska hér á landi að menn tryggðu eignir sínar fremur en að tryggja sjálfan sig, en sem betur fer hefur orðið mikil breyting þar á.“ Fólki þykir vœnt um líftrygginguna sína Nú er það þekkt útí heimi aðfólk reyni að svindla á líftryggingafé- laginu með því að láta sig hverfa sporlaust, eftir að hafa tryggt sig vel á undan. Er eitthvað um slíkt að rceða hér á landi? „Nei, þetta fyrirbrigði er alveg óþekkt hér á landi, sem betur fer. Hjá okkur stendur fólk oft á tíð- um í miklu betri skilum með greiðslur af líftryggingum sínum en af öðrum tryggingum sem það hefur. Skýringin á því er sú að fólki þykir vænt um líftrygging- una sína og vill varðveita hana stundum umfram aðrar tryg- gingar. fdag eru það oft á tíðum ungt fólk með miklar fjárskuldbind- ingar sem kaupir sér líftryggingu og heldur henni við eins lengi og kostur er. Stöndum traustum fótum Að lokum, Bragi. Hvernig gengur að reka líftryggingafélag í dag? „Eg get auðvitað ekki svarað fyrir önnur félög en það sem ég starfa hjá. Afkoman árið 1987 liggur ekki enn fyrir, því aðal- fundur Andvöku verður ekki fyrr en í maí nk., en 1986 var afkoman ágæt, ef svo má að orði komast. Samkvæmt ársskýrslu félagsins fyrir árið 1986, jukust heildarið- gjöld félagsins verulega vegna kröftugrar sölu á áhættulíftrygg- ingum. Iðgjöld ársins námu 28.408.138 krónum á móti 12.347.896 krónum árið áður, og nam hækkunin 130% á milli ára. Bókfærð iðgjöld námu 30.650.138 krónum á móti 17.656.896 krónum árið áður. Á milli ára var hækkunin því 174%. Tjón ársins 1986 námu 8.598.690 krónum og höfðu hækkað úr 2.787.213 krónum frá fyrra ári eða um 209%. í árslok 1986 nam tryggingarstofn félags- ins samtals 9.527 milljónum króna, þar sem 11.648 menn voru tryggðir. Með einstaklingstrygg- ingu voru 10.629 menn og nam tryggingarstofn þeirra samtals 8.856 milljónum króna. Hinir hóptryggðu voru 1.019 og trygg- ingastofn þeirra var 671 milljón króna. í dag gæti ég trúað að fjöldi líftryggðra hjá okkur væri um 13 þúsund manns, en eins og ég sagði liggja tölur fyrir síðasta ár ekki enn fyrir,“ sagði Bragi Lárusson, deildarstjóri hjá Líf- tryggingafélaginu Andvöku. -grh mtajggingar AIJÞJÓÐA LÍ FTRYGGINGARFELAGIÐ HF. LÁGMÚU S - REYkJAVlk Swii 6NIGU Tekst á hendur eftirfarandi: Skipatryggingar, ábyrgðartryggingar útgerðar- manna, slysatryggingar sjómanna, farangurs- tryggingar skipshafna, afia- og veiðarfæratrygg- ingar, endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúm- lestum, rekstur Aldurslagasjóðs fiskiskipa. SAMÁBYRGÐIN Sími 681400 - Símnefni Samábyrgð - Lágmúla 9 - Reykjavík 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. Janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.